Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 39 Laugarnes- kirkja legg- ur á djúpið NÚ hefst safnaðarstarf Laugarnes- kirkju fyrir fullum seglum. Sunnudaginn 1. september hefst sunnudagaskólinn kl. 11:00. En hann er alltaf starfræktur samhliða almennum messum þannig að börn og fullorðnir byrja guðsþjónustuna í kirkjuskipinu áður en börnin fara yfir í safnaðarheimilið undir hand- leiðslu frábærra sunnudagaskóla- kennara. Í vetur munum við njóta krafta Hildar Eirar Bolladóttur, Heimis Haraldssonar og Þorvalds Þorvaldssonar, sem öll hafa langa reynslu á sínu sviði. Á miðvikudögum munu börnin og unglingarnir eiga kirkjuna, því þá eru Kirkjuprakkarafundirnir kl. 14:10 fyrir sex til níu ára börn. Þar eru þær Jóhanna G. Ólafsdóttir og Jóhanna Kristín Steinsdóttir við stjórnvölinn. TTT starfið (10-12 ára) fer svo fram frá kl.16:15 og þar munu menntaskólanemarnir Andri Bjarnason og Þorkell Sigurbjörns- son leiða starfið ásamt Sigurbirni Þorkelssyni framkvæmdastjóra safnaðarins og Bjarna Karlssyni sóknarpresti. Um kvöldið eru svo ferming- artímar og unglingakvöld Laug- arneskirkju og Þróttheima, en það starf hefst 18. september og verður nánar auglýst. Sömuleiðis mun Adr- enalínhópurinn sem ætlaður er ung- lingum í níunda og tíunda bekk aug- lýsa sína starfsemi sjálfstætt. Ekki má gleyma merkri ný- breytni sem nú er á döfinni í sam- starfi Laugarneskirkju og Laug- arnesskóla, en það er stofnun blandaðs barnakórs undir stjórn Sigríðar Ásu Sigurðardóttur tón- menntakennara. Er sönn tilhlökkun að sjá hvernig það starf mun þróast. Er það markmið okkar að öll börn og unglingar finni að sóknarkirkjan komi til móts við þau og gefi þeim raunhæf tækifæri til þátttöku í starfi sínu. Fyrir fullþroska fólk er líka margt á döfinni. Bænanámskeið verður haldið sjö næstu þriðjudagskvöld á vegum fullorðinsfræðslu Laugarneskirkju kl. 20:00. Þar mun sóknarprestur fjalla um bænina og þátttakendur iðka bæn í sameiningu því bænin er andardráttur trúarinnar. Þátttaka er ókeypis og gengið er inn um dyr á austurgafli kirkjunnar. Í beinu framhaldi, kl. 21:00, er lofgjörðar- og bænastund í kirkju- skipinu sem við köllum Þriðjudag með Þorvaldi. Þar leiðir Þorvaldur Halldórsson sönginn við undirleik Gunnars Gunnarssonar en sókn- arprestur flytur Guðs orð og bæn. Að lokum er fyrirbænaþjónusta í boði í umsjá Margrétar Scheving sálgæsluþjóns og hennar samstarfs- fólks. Tólfsporastarfið hefst með kynn- ingarfundi núna á mánudagskvöldið (2.9.) kl. 20:00, þar sem allir geta kynnt sér það merka starf. Þar er unnið með tilfinningar eftir tólf spora kerfi AA-samtakanna í lok- uðum, kynskiptum hópum sem starfa allan veturinn. Upplýsingar gefur Margrét Scheving sálgæslu- þjónn í síma 699 5709. Alfa-námskeiðin hefjast fimmtu- daginn 19. september með kynning- arfundi kl. 19:00. Þar er kristin trú útskýrð á skiljanlegri íslensku fyrir alla. Námskeiðið stendur í tíu vikur og er í senn skemmtilegt og fróð- legt. Upplýsingar gefur sókn- arprestur í síma 820 8865. Hvert fimmtudagshádegi kl. 12:00 er kyrrðarstund í kirkjunni, þar sem Gunnar Gunnarsson leikur á orgelið, lesið er úr Guðs orði og sóknarprestur flytur stutta hug- vekju, býður til altaris og leiðir fyr- irbæn fyrir mönnum og málefnum. Unnt er að skrá bænarefni í bók sem liggur frammi hjá meðhjálpara. Að stundinni lokinni er léttur máls- verður í boði í safnaðarheimilinu. Mömmumorgnarnir eru alla föstudaga kl. 10:00 til 12:00 undir stjórn Aðalbjargar Helgadóttur. Þar eru allar mæður velkomnar með börn sín í gefandi og gott sam- félag. Frá mörgu öðru mætti segja sem ekki rúmast hér, svo sem gospel- kvöldunum í Hátúni 10 og mess- unum í Dagvistarsalnum í Hátúni 12, kvöldmessunum þar sem djass- inn dunar annan sunnudag í hverj- um mánuði og samverum eldri borgara, en að síðustu skal nefna Kvenfélag Laugarneskirkju sem er elsta og virðulegasta félagið í hús- inu og ætíð stendur vörð um hag safnaðarins. Þar er komið saman fyrsta mánudagskvöld í hverjum mánuði kl. 20:00. Er það von okkar að allt sókn- arfólk finni kirkjuna sína standa sér opna í raun og veru. Fyrir hönd sóknarnefndar og safnaðar, Bjarni Karlsson sóknarprestur. Laugarneskirkja. Morgunblaðið/Brynjar Gauti REYKJAVÍKURPRÓFASTSDÆMI: Há- degisfundur presta verður á morgun, mánudag 2. september, kl. 12 í Bú- staðakirkju. Hallgrímskirkja. 20 ára afmælistón- leikar Mótettukórs Hallgrímskirkju kl. 20. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Laugarneskirkja. Kynningarfundur á 12 spora starfi mánudag kl. 20. Nú gefst fólki kostur á að kynna sér þetta nýja og athyglisverða tækifæri. Fund- urinn er öllum opinn og ókeypis. Um- sjón Margrét Scheving sálgæsluþjónn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bæna- hópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587- 9070. Lágafellskirkja. Mánudagur: Al-Anon- fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 19.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Íslenska kristskirkjan. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram talar um efnið: Hvernig á að sigrast á depurð og svartsýni? Vegurinn. Bænastund kl. 16. Almenn samkoma kl. 16.30. Högni Valsson prédikar. Lofgjörð, fyrirbænir og mjög skemmtilegt aldursskipt barnastarf á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. breyttan samkomutíma. Fíladelfía. Ath. breyttan samkomutíma. Sunnudagur 1. sept. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörður L. Trausta- son. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Jóhannes Hinriksson. Lof- gjörðarhópur Fíladelfíu syngur. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS, Vatnsendabletti 601. Sunnu- dagur: Samkoma kl. 14. Helga R. Ár- mannsdóttir talar. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lofgjörð og fyrir- bænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn. Þriðjud.: Bænastund og brauðsbrotn- ing kl. 20.30. Miðvikud.: Samveru- stund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lof- gjörð og orð guðs rætt. Allir velkomnir. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF GLÆSIEIGN Á FRÁBÆRUM STAÐ Þetta stórglæsilega hús ásamt tvöföldum bílskúr er til sölu. Húsið stendur á besta stað í austurbæ Reykjavíkur. Eignin er yfir 400 fermetrar. Mjög er vandað til hússins og innréttinga. Viðhald og umgengni er til fyrirmyndar. Stór og gróinn garður er við húsið. Öll þjónusta er innan seilingar og m.a. góð útivistarsvæði. Ítarlegar upplýsingar fást hjá Magnúsi Axelssyni og Einari Harðarsyni á Laufási fasteignasölu og Kristjáni P. Arnarsyni á Lundi fasteignasölu. Suðurlandsbraut 10 Kristján P. Arnarsson 108 Reykjavík Sími 533 1616 - Fax 533 1617 Kringlunni 4-12, 9. hæð (Stóri Turn) Magnús Axelsson/Einar Harðarson 103 Reykjavík Sími 533 1111 - Fax 533 1115 Sími: 551 8000 Fax: 551 1160 Vitastíg 12 Þórarinn Jónsson hdl., löggiltur fasteignasali. Svavar Jónsson sölumaður, Jón Kristinsson sölustjóri. Einstakt tækifæri! Sólvallagata - einbýlishús Mikið endurnýjað að utan og innan, fallegt 205 fm einbýlishús með 28 fm bílskúr til sölu.5 svefnherbergi, sér- inngangur í kjallara. Lóðin endurgerð með fallegum pöllum, skjólvegg með innfelldum sandkassa og lögnum að heitum potti. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK  Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina næmt auga fyrir fegurðinni í því smáa og kom auga á fallega steina og blóm á ótrúlegustu stöðum þar sem við hin sáum einungis urð og grjót. Amma var fastur liður í tilveru minni þessi fyrstu æviár mín eða þangað til ég flutti norður í land og hún austur á Höfn, en þá urðu sam- skiptin eilítið strjálli. Eftir að ég sjálf eignaðist dóttur hefur mér orðið enn ljósara hve stóran þátt amma átti í mótun og uppeldi mínu á þessum ár- um. Ég mun ætíð búa að umhyggju og leiðsögn þessarar góðu konu og mun minnast hennar með hlýhug og þökk alla tíð. Þú átt þinn stað í hjarta mínu. Svanhildur. Elsku amma. Ég er svo stolt af því að hafa átt þig sem ömmu, að fæst orð fá því lýst. Eftir allt sem þú hafð- ir mátt ganga í gegnum varstu alltaf svo glöð og ánægð með lífið. Það er sagt að mest sé lagt á þá sem eru sterkastir og þú varst svo sannar- lega sterkust. Ég man eftir því þegar ég var alltaf að gista hjá þér og við spiluðum allan tímann og þú varst alltaf að kenna mér ný og ný spil. Og alltaf á fimmtudagskvöldum þegar við fórum í spilavist í Slysavarnahús- inu og að dansa hjá Takti. Þú áttir alltaf svo mikið af flottum fötum og ég var alltaf að stelast í þau og skart- ið þitt. Þessar minningar og svo margar aðrar munu alltaf verða mér kærar. Ég á erfitt með að trúa því að þú sért farin frá okkur en ég veit að þú ert á góðum stað og að þér líður vel. Elsku amma, ég elska þig svo mik- ið og kveð þig með söknuði. Þín Margrét. Hún amma mín á Höfn er dáin. Ég mun aldrei gleyma þeim góðu stund- um þegar við sátum inni í stofu og spiluðum tímunum saman. Mér fannst alltaf jafn gaman að spila við hana þó hún ynni mig í hvert einasta skipti. Ég get heldur ekki gleymt rauðu pokunum sem við fengum á jólunum. Það voru fallega rauðir pokir með nafninu okkar á og í þeim voru alls konar hlutir sem hún hafði sjálf búið til. Já, hún amma á Höfn var alltaf að gera eitthvað. Hún hekl- aði heilu rúmteppin handa okkur, bangsa og dúka. Og þegar hún var ekki að hekla var hún yfirleitt að spila eða leggja kapal. Elsku amma, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og bið að heilsa honum afa. Dóra. Hún kom eins og engill með silfrað hár og settist hjá mér svo keik og klár. Mér kenndi að spila og hekla klút og dansaði og trallaði daginn út. Svo leysti hún krossgátur einbeitt á svip, mig aldrei hún skammaði eða skipti um lit. Svo rólynd og þögul og heyrði ekki nóg, en best var af öllu hún brosti og hló. Blessuð sé minning hennar. Ólöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.