Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 14
ERLENT 14 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SAVAS Xiros lifði lengi tvöföldu lífi. Nágrannar hans þekktu hann sem fjörutíu ára gamlan helgi- myndamálara, en Xiros var einnig sprengjusmiður og launmorðingi fyrir hryðjuverkasamtökin 17. nóv- ember. Á 27 ára tímabili réðu samtökin 23 menn af dögum og lengi var eng- ar vísbendingar finna um hverjir meðlimir þeirra væru. Þá gerðist það hinn 29. júní síðastliðinn að sprengja, sem Xiros var að tengja, sprakk framan í hann við höfn nærri Aþenu. Xiros, sem lá nánast blindur eftir með alvarlega sár á hendi var tekinn fastur. Við yfir- heyrslur, þar sem hann var ann- aðhvort sárkvalinn af sárum sínum eða í móki deyfilyfja, sagði Xiros til félaga sinna í hryðjuverkasamtök- unum. Játningar hans leiddu til þess að fjöldi meðlima 17. nóvem- ber var handtekinn, þar á meðal tveir bræður Xiros, og að hulunni var svipt af starfsemi samtakanna. Játningar hryðjuverkamannanna hafa jafnframt varpað nýju ljósi á sögu Grikklands á tímum herfor- ingjastjórnarinnar sem var við völd árin 1967 til 1974. Vantreystu öllu sem ekki var grískt Með handtökunum, og játningum sem í kjölfarið fylgdu, hafa sam- særiskenningar um 17. nóvember, svo sem að samtökin hafi verið dauðasveit á vegum ríkisins, verið afsannaðar. Meðlimir hryðjuverka- hópsins eru í raun furðu venjulegir. Meðal þeirra sem handteknir hafa verið eru starfsmaður í bruggverk- smiðju, fasteignasalar, kennarar og strætisvagnabílstjóri. Annar bróðir Savas Xiros, Kristodoulos, var hljóðfærasmiður og yngri bróðir þeirra, Vassilis, var bílaþjófur. Saga bræðranna hefst í norður- hluta Grikklands á sjöunda ára- tugnum. Faðir þeirra, Triantafyl- los, var afar strangur prestur í rétttrúnaðarkirkjunni og stýrði heimili sínu með harðri hendi. Svo fór að synirnir fengu nóg af harka- legu uppeldinu og fluttu að heiman hver af öðrum. Líkt og margir Grikkir leit Krist- odoulos á kirkjuna sem eina af stoð- um þeim sem herforingjastjórnin studdi sig við, og þá voru margir á þeirri skoðun að stjórnin væri í raun leppur Bandaríkjastjórnar. Af þeim sökum m.a. er andúð Grikkja á Bandaríkjunum mjög rík enn þann dag í dag. Í upphafi níunda áratugarins lágu leiðir Kristodoul- osar saman við hryðjuverkasamtök- in 17. nóvember, sem draga nafn sitt af því þegar skriðdrekar her- foringjastjórnarinnar brutu á bak aftur mótmæli stúdenta sama dag árið 1973. Samtökin hófu feril sinn með morði á sendimanni banda- rísku leyniþjónustunnar CIA í Aþenu árið 1975 og höfðu árið 1983 myrt tvo lögreglumenn, skipherra í bandaríska sjóhernum og grískan bílstjóra hans. Meðan herinn var við völd hafði stjórnarandstaðan að einhverju leyti lagt blessun sína yfir ofbeldi í stjórnmálalegum tilgangi. Þegar Kristodoulos gekk í samtökin voru herforingjarnir aftur á móti ekki lengur við völd og 17. nóvember orðinn útlagahópur sem tók þá af lífi sem meðlimirnir höfðu vanþókn- un á hverju sinni. Kristodoulos, reiður og einmana, hafði fundið fé- lagsskap að sínu skapi. Kristodoulos hóf ferilinn hjá samtökunum sem ökumaður flótta- bíla, en árið 1988 sá hann um sprengjutilræði þar sem bandarísk- ur sendiráðsstarfsmaður, William Nordeen, var myrtur. Ökumaður Kristodoulosar í árásinni var nýliði í samtökunum, yngri bróðir hans, Savas. Að sögn lögreglu vakti eldri bróðir Savas áhuga hans á starfi 17. nóvember og var Savas hluti af nýrri kynslóð meðlima þeirra. Hryðjuverkasamtökin gengu á þessum tíma í gegnum breytinga- skeið þar sem grísk þjóðernis- hyggja varð meira áberandi í mál- flutningi þeirra, sem áður hafði einkennst af harðlínu-marxisma. Upp úr falli Sovétríkjanna jókst mjög straumur ólöglegra innflytj- enda inn í Grikkland frá löndum Austur-Evrópu og útlendingahatur var áberandi. Fann hinn nýi boð- skapur hryðjuverkamannanna því hljómgrunn meðal margra Grikkja. Fjölmennir útifundir voru haldnir til að mótmæla notkun nafnsins Makedónía af íbúum lýðveldis sem slitið hafði tengslum við Júgóslavíu og héldu mótmælendur því fram að með nafngiftinni væri verið að ræna Grikki hellenskri fortíð þeirra. Ótt- uðust einnig margir Grikkir vax- andi áhrif íslamskra hreyfinga í Tyrklandi. Þá voru bandamenn Grikklands í vestri afar óánægðir með stuðning Grikkja við trúbræð- ur þeirra í Serbíu meðan á átök- unum í Júgóslavíu og Kósóvó stóð. Xiros-bræðurnir Kristodoulos og Savas voru uppfullir af samsæris- kenningum og óttuðust og van- treystu öllu sem ekki var grískt. Að sögn lögreglu hefur Savas, sem ekki gat slátrað kjúklingum sem barn, viðurkennt að hafa tekið þátt í næstum öllum manndrápum sam- takanna frá árinu 1988. „Ég biðst afsökunar á því sem ég hef gert [...] sem meðlimur í 17. nóvember,“ sagði hann. „En ég held að ég sé einnig fórnarlamb [...] þessarar hugmyndafræði.“ Óskýr hugmyndafræði Yngsti bróðirinn, Vassilis, var mikill áhugamaður um vélhjól en hafði aldrei efni á slíkum grip sjálf- ur. Lausn hans á fjárhagsvandan- um var að ganga til liðs við hóp bílaþjófa í borginni Þessalóniku í Norður-Grikklandi. Upp úr miðjum tíunda áratugnum tóku bræður hans að notfæra sér hæfileika Vass- ilis til að útvega samtökunum flóttabíla. Á sama tíma gengu sam- tökin í gegnum annað breytinga- skeið og svipaði nú meira til glæpa- samtaka á borð við mafíuna en pólitískra hryðjuverkasamtaka. Auk Xiros-bræðranna var annar hópur þriggja bræðra virkur innan 17. nóvember og var aga innan hópsins viðhaldið með blöndu fjöl- skyldutengsla og morðhótana. Nokkrir meðlimir hafa sagt lög- reglunni að aðeins hafi verið ein leið út úr samtökunum – í líkkistu. Lögreglan telur að eldri meðlimir 17. nóvember hafi á þessum tíma enn haft einhver áhrif á stjórn sam- takanna, en nýja kynslóðin var hrifnari af bankaránum en pólitísk- um morðum og segir lögreglan þau samtals hafa rænt meira en 8,5 milljörðum íslenskra króna. Hugmyndafræði samtakanna, sem aldrei var skýr, varð enn gruggugri en áður. „Í fyrstu trúði ég því að samtökin hefðu rétt fyrir sér og væru að breyta heiminum til hins betra,“ segir Kristodoulos, sem talinn er hafa tekið þátt í morðum á níu manns. „Ég gerði mér svo grein fyrir því að árang- urinn var enginn.“ Hryðjuverka- samtökin skýrðu aldrei frá mark- miðum sínum. Þau börðust hvorki fyrir byltingu né breytingum á stjórnkerfi Grikklands. Óljóst var einnig hverja samtökin álitu óvini sína þar sem fórnarlömb þeirra komu úr öllum áttum. Vassilis virðist ekki hafa haft mikið vit á því sem fram fór í kring- um hann. Hann sagði síðasta fórn- arlamb 17. nóvember, Stephen Saunders, breskan herforingja, hafa verið myrtan vegna þess að „hann tók þátt í hrottalegum loft- árásum í Persíu“, en Grikkir kalla Íran enn því nafni. Í tilkynningu samtakanna sem gefin var út eftir morðið segir á hinn bóginn að morðið hafi verið hefnd fyrir loft- árásir NATO á Júgóslavíu árið 1999. „Ég vissi aldrei mjög mikið,“ segir Vassilis. „Höfum ekki sofnað“ Gríska lögreglan segist hafa með handtökunum undanfarnar vikur brotið samtökin á bak aftur og að búið sé að upplýsa alla glæpi sem 17. nóvember hafi framið á und- anförnum 27 árum, þar á meðal nokkra sem þau gengust ekki við. Þessi árangur er talinn mjög mik- ilvægur fyrir grísk stjórnvöld, sem sætt hafa alþjóðlegri gagnrýni fyrir að vera veikur hlekkur í baráttunni gegn alþjóðlegum hryðjuverkum. Sumt bendir þó til að ekki sé allt fjör úr 17. nóvember. Að minnsta kosti einn leiðtogi samtakanna, bý- flugnabóndinn Dimitris Koufod- inas, gengur enn laus og í upphafi ágústmánaðar var brotist inn í eitt vopnabúra gríska hersins og tölu- verðum fjölda vopna stolið. Í til- kynningu sem sögð er koma frá 17. nóvember segir að samtökin hafi vopnin undir höndum. „Við höfum ekki sofnað,“ sagði í tilkynningunni. „Við munum fljótlega sanna mátt okkar.“ Reuters Vopn og skotfæri ásamt myndum af Karli Marx, Che Guevara og grísk- um vinstrimanni sjást hér á áróðursmynd hryðjuverkasamtakanna 17. nóvember. Á myndinni sést einnig fáni samtakanna. Marxismi og þjóð- ernisöfgar Gríska lögreglan segist loksins hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkahópsins 17. nóvember. Hér er sögð saga þriggja bræðra sem frömdu fjölda voðaverka í nafni samtakanna, sem talin eru hafa myrt 23 menn á 27 árum. Aþena. AP. AP Frá vinstri: Bræðurnir Kristodoulos Xiros, Savas Xiros og Vassilis Xiros. ’ Aðeins ein leið varfær út úr samtök- unum – í líkkistu. ‘ ÞAÐ KANN að hljóma eins og meining- arlaust bull í eyrum fullorðinna, en ung- barnahjal er í raun og veru nauðsynleg æf- ing í notkun tungumáls, sem hjálpar ungviðinu að búa sig undir framtíð fulla af talmáli. Þegar ungbarn hjalar er það „að reyna að skilja hljóðkerfi tungumáls þess sem talað er í kringum það, og hvernig þessum hljóðum verður raðað saman í orð,“ segir Laura-Ann Petitto, rannsóknarmaður hjá Dartmouth-háskóla og aðalhöfundur greinar um efnið, sem birtast mun í vís- indaritinu Science í dag. Petitto segir að rannsókn hennar á tíu ungbörnum, milli fimm og tólf mánaða gömlum, sýni að eiginlegt barnahjal eigi sér upptök í einum hluta heilans meðan önnur hljóð sem barnið gefur frá sér, sem og svip- brigði, komi frá öðrum hluta hans. „Þetta gefur til kynna að málstöðvar heilans þroskist mjög snemma,“ segir hún. Í rannsókninni fylgdust þær Petitto, sem er prófessor í sál- og taugafræði, og Siobh- an Holowka með munnhreyfingum ung- barna þegar þau hjöluðu, gáfu frá sér önn- ur hljóð og þegar þau brostu. Börnin, fimm frá enskumælandi fjölskyldum og fimm börn frönskumælandi foreldra, voru kvik- mynduð meðan þau gáfu frá sér alls kyns hljóð. Þær Petitto og Holowka horfðu síðan á kvikmyndirnar á litlum hraða til að geta greint hverja brosvipru og önnur svipbrigði barnanna. Niðurstaða rannsóknarinnar er að þegar börn hjala ber meira á hreyfingum í hægra munnviki, þegar þau brosa er vinstra munnvik virkara, en þegar þau gefa frá sér meiningarlaus hljóð er munnurinn sam- hverfur, þ.e. að ekki er merkjanlegur mun- ur á hreyfingum þeirra. Petitto segir þenn- an mun felast í því að heilahvelin tvö eru misvirk eftir því hvað barnið er að gera. Segir hún að þar sem vinstra heilahvelið stjórni hægri helmingi andlitsins gefi það til kynna að það sendi hjalskipanirnar. „Vinstra heilahvelið er tengt tungumála- námi,“ segir hún en bætir við að rann- sóknin sýni að námið „hefjist mun fyrr en áður var talið“. Bros eiga sér hins vegar upptök í hægra heilahvelinu, þar sem til- lfinningastöðvar heilans er að finna. „Rann- sókn okkar sýnir að strax við fimm mánaða aldur eru tilfinningasvæði heilans tekin til starfa,“ segir Petitto. Hún segir að sérfræðingar hafi fyrir löngu lært að gera greinarmun á eiginlegu hjali og meiningarlausum hljóðum sem ungbörn gefa frá sér. Raunverulegt hjal, eða babl, inniheldur bæði sér- og samhljóða og einsatkvæðis orðlíki sem endurtekið er í sífellu. „Þegar barn segir da-da-da-da eða ba-ba-ba-ba, er auðvelt að gera sér grein fyrir hvað er á seyði,“ segir Petitto. „Þetta er hjal og er frábrugðið hljóði sem ekki fel- ur í sér þessa endurtekningu en er eitt langt hljóð eins og aaaaaaaaaa. Það er ekki hjal.“ Gæti hjálpað talmeinafræðingum Petitto segir að rannsóknin hafi náð yfir börn frá bæði ensku- og frönskumælandi fjölskyldum til að ganga úr skugga um að svipbrigði ungbarna séu ekki mismunandi eftir tungumálum. Segist hún fullviss um að munnhreyfingar ungbarna séu þær sömu um heim allan „hvort sem barnið er að læra ensku, frönsku, rússnesku eða hvaða tungumál annað“. Petitto vonast til að hægt verði að nota niðurstöður rannsóknarinnar til að greina málgalla fyrr en nú er mögulegt. „Þegar börn eiga við málhelti að stríða er stærsta vandamál talmeinafræðinga að bíða verður þangað þau byrja að tala áður en hægt er að greina þau,“ segir hún. „Greining svip- brigða og munnhreyfinga strax í vöggu gæti hjálpað sérfræðingum að greina vand- ann áður en barnið byrjar að tala.“ Lesið í ung- barnahjal Washington. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.