Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 25/8 – 31/8 ERLENT INNLENT  LANDSBANKI Íslands hf. hefur selt 27% af 41% eignarhlut sínum í Vá- tryggingafélagi Íslands og hyggst selja allan hlut sinn snemma á næsta ári. Kaupendur eru félög sem öll eru hluthafar í VÍS. Þremenningarnir svoköll- uðu sem hafa áhuga á að kaupa kjölfestuhlut í bankanum eru ekki sáttir við söluna.  FLUGVÉLARFLAK af eins hreyfils herflugvél úr seinna stríði fannst í Skerjafirði á þriðjudag, þegar Landhelgisgæslan var þar við dýptarmæl- ingar.  STÓRBRUNINN í Fákafeni er nú rannsak- aður sem sakamál. Lög- regla telur að eldurinn geti ekki hafa kviknað af eðlilegum orsökum. Eng- inn liggur undir grun og enginn hefur verið hand- tekinn vegna málsins.  HÆTT hefur verið við að útskrifa heilabilaða sjúklinga af Landakoti í sparnaðarskyni, eins og til stóð. Sjúklingarnir verða fluttir á aðrar deildir. Rúmum á öldr- unarsviði verður fækkað hjá Landspítala – há- skólasjúkrahúsi um fjór- tán fram að áramótum.  SAMHERJI hf. á Ak- ureyri fær úthlutað mest- um kvóta íslenskra út- gerðarfyrirtækja á nýju fiskveiðiári sem hefst 1. september. Heildar- úthlutun á næsta fisk- veiðiári nemur alls 364.607 þorskígildis- tonnum. Yfirtökutilboð sagt í hættu vegna húsleitar EFNAHAGSBROTADEILD lögregl- unnar í Reykjavík gerði húsleit hjá Baugi Group hf. á miðvikudagskvöld. Ástæðan er áskanir Jóns Geralds Sull- enbergers, forsvarsmanns Nordica Inc. um meint auðgunarbrot forstjóra og stjórnarformanns Baugs. Nokkrir einstaklingar hafa verið yfirheyrðir hjá lögreglu vegna málsins. Talið er að yf- irtökutilboð Philips Greens í Arcadia geti verið í hættu vegna lögreglurann- sóknarinnar. Green gerði 800 punda til- boð í Arcadia í samráði við Baug sem á 20% í keðjunni. Baugur íhugar að höfða skaðabótamál ef rannsóknin spillir fyr- ir þátttöku Baugs í yfirtökutilboðinu. Bilun í Cantat3 hafði víðtæk áhrif ALLT síma- og netsamband við útlönd lá niðri í 4–9 klukkutíma á miðvikudag vegna bilunar í Cantat3-sæstrengnum sem liggur milli Evrópu og Kanada í gegnum Ísland. Bilunin hafði víðtæk áhrif. Engin viðskipti voru í Kauphöll Íslands á miðvikudag vegna hennar og varð mikil röskun á starfsemi flug- stjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík. Búið er að staðsetja bilunina milli Fær- eyja og Bretlands og er viðgerðarskip væntanlegt á staðinn á næstu dögum. Orca selur hlut sinn í Íslandsbanka GENGIÐ hefur verið frá samkomulagi milli Íslandsbanka og sex hluthafa, sem flestir tengjast svokölluðum Orca-hópi og samtals eiga 21,78% hlut í bankan- um, um að bankinn sölutryggi alla eign- arhluti þeirra í bankanum. Umsamið gengi er 5,175 og nemur umfang við- skiptanna 11,3 milljörðum. Bankinn hyggst selja hlutinn til stofnfjárfesta í smærri hlutum. Miðað verður við það í endusölu að enginn eigi meira en 10%. „Í hafi fátæktar“ THABO Mbeki, forseti Suður-Afríku, setti á mánudaginn ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um sjálfbæra þróun en ráðstefnan er haldin í Jóhannesar- borg. Fór Mbeki fram á það í setning- arræðu sinni að menn fylktu liði um að bregðast við vaxandi umhverfisvanda- málum og útrýma fátækt í heiminum. „Alþjóðasamfélag, sem byggist á fá- tækt margra en velmegun fárra, og sem einkennist af eyjum auðlegðar í hafi fátæktar, er ekki sjálfbært,“ sagði Mbeki m.a. Á ráðstefnunni í Jóhann- esarborg er fjallað um leiðir til að draga úr fátækt, tryggja heilbrigðis- þjónustu og hreint drykkjarvatn, auk þess sem rætt verður um það hvernig nýta megi sjálfbærar orkulindir og vernda umhverfið. Um er að ræða um- fangsmestu ráðstefnu sinnar tegund- ar, sem SÞ hafa haldið, en hana sækja 5.700 fulltrúar. Átök á Spáni TIL HARÐRA átaka kom á þriðju- daginn er spænsk stjórnvöld gripu til aðgerða gegn Batasuna, róttækum stjórnmálaflokki Baska, en lögreglan lokaði þá helstu skrifstofum flokksins. Í hafnarborginni Bilbao í Baskalandi skaut lögregla gúmmíkúlum að hópi manna sem koma vildi í veg fyrir að skrifstofum flokksins yrði lokað og réðst svo að mótmælendum með kylf- ur á lofti. Að sögn talsmanns Batasuna særðist að minnsta kosti einn mótmæl- endanna í átökunum. Þessar aðgerðir koma í kjölfar þess að rannsóknar- dómarinn Baltasar Garzon lagði þriggja ára bann við starfsemi Batas- una vegna meintra tengsla við ETA, Aðskilnaðarhreyfingu Baska, en um 800 manns hafa fallið í 30 ára baráttu ETA fyrir sjálfstæði Baskalands. Spænska þingið lagði blessun sína yfir bann Garzons í atkvæðagreiðslu á mánudag og gekk reyndar skrefi lengra því það hvatti yfirvöld til að fá flokkinn bannaðan fyrir fullt og allt.  HVERT einasta araba- ríki er á móti hugsanlegri innrás Bandaríkjamanna í Írak, að sögn Hosni Mub- araks, forseta Egypta- lands. Varaði hann George W. Bush Banda- ríkjaforseta við því að innrás gæti leitt til glund- roða og upplausnar í þessum heimshluta en á mánudagskvöld ítrekaði Dick Cheney varaforseti réttmæti þess að látið yrði til skarar skríða gegn stjórnvöldum í Írak.  BRIGSLYRÐI gengu á víxl milli stjórnvalda í Rússlandi og Georgíu á þriðjudaginn, en Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sakaði Georgíumenn um að reyna ekki í raun og veru að handsama tsjetsj- enska skæruliða, sem haf- ast við í Pankisi-skarðinu í Georgíu, þrátt fyrir lof- orð þar um. Talsmaður Edúards Shevardnadze, forseta Georgíu, sakaði Pútín á móti um að kynda undir spennu í sam- skiptum landanna í því skyni að koma Georgíu, sem eitt sinn tilheyrði Sovétríkjunum, aftur undir yfirráð Moskvu- stjórnar.  ÞÝSK yfirvöld hafa sannanir fyrir því, að liðsmenn al-Qaeda- hryðjuverkasamtakanna í Hamborg hafi verið farn- ir að undirbúa árásina á World Trade Center í New York í apríl eða maí árið 2000. Kom þetta fram hjá þýska rík- issaksóknaranum, Kay Nehm, á fimmtudag. GUÐJÓN Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir að at- burðirnir í Bandaríkjunum hinn 11. september á síðasta ári hafi haft mikil áhrif á flugið, svo mikil, að ekki sjái enn fyrir endann á því. „Þessi áhrif eru miklu meiri en hvarflaði að nokkrum hér hjá Flugleiðum þegar við horfðum á atburðina 11. september í beinni útsendingu. Þessi dagur verður án vafa talinn einn sá afdrifaríkasti í sögu flugsins, tímamótadagur, og nú þegar tala menn um „fyrir“ og „eftir“ 11. september og að „11. september“ hafi haft hin og þessi áhrif.“ Björn Ingi Knútsson, flugvall- arstjóri á Keflavíkurflugvelli, og Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, taka undir þetta. Þeir Björn Ingi og Jó- hann segja að þær öryggiskröfur sem bandaríska flugmálastjórnin hafi sett í kjölfar atburðanna 11. september hafi kostað flugmála- stjórn á Keflavíkurflugvelli og sýslumannsembættið þar um 100 milljónir króna á ári. Þessar ör- yggiskröfur snúa m.a. að því að gegnumlýsa allan farangur, sem fer til Bandaríkjanna, í leit að sprengjum, sem og að gera svo- kallaða „úrtaksleit“ í handfarangri farþega. Einnig hafi verið tekin upp vopnaleit á áhöfnum. Jóhann segir að í fyrstu hefði ekki verið ljóst hvort um tímabundnar að- gerðir hefði verið að ræða, í kjöl- far árásanna á Bandaríkin, en nú sé víst að þessar öryggiskröfur séu varanlegar. Björn Ingi bendir á að flugmálastjórn á Keflavíkurflug- velli og sýslumannsembættið eigi að sjá um að gegnumlýsa farang- ur, eins og áður sagði, og fram- kvæma vopnaleit á farþegum en flugrekendur eigi að sjá um að yf- irfara flugvélarnar sjálfar, sem séu á leið til Bandaríkjanna; leitað er í flugvélinni allri, þ.m.t. undir hvert einasta sæti, þar sem björgunar- vesti eru skoðuð. Björn Ingi tekur einnig fram að búast megi við að Evrópusambandið setji fyrr en seinna hertari reglur um flugör- yggi innan Evrópu. Björn Ingi bendir þó á að samtök evrópskra flugstjórna hafi síðan 1999 unnið að því að herða öryggisreglur í flugi og samkvæmt kröfum þess verði sett upp það sem hann kallar „100% sprengjuleitartæki“ í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar um næstu áramót. Það tæki kostar sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins um 300 milljónir króna, en því er ætlað að gegnumlýsa allan „brottfararfarangur“ sem fer gegnum flughöfnina. Eins og áður sagði, segir Guðjón Arngrímsson, að 11. september hafi haft mikil áhrif á flugið. „Fyrst má nefna að fjögurra daga flugbann í Bandaríkjunum hafði gríðarleg fjárhagsleg áhrif á bandarísk flugfélög og þau flug- félög utan Bandaríkjanna sem byggja mikið á flugi þangað. Það kostaði Flugleiðir um yfir hundrað milljónir.“ Kostuðu marga vinnuna Guðjón segir að atburðirnir hafi dregið mjög úr vilja fólks til að fljúga fyrstu mánuðina á eftir og að flugfélögin hafi mætt þeim sam- drætti með því að draga saman seglin. „Þessir atburðir kostuðu marga starfsmenn Flugleiða at- vinnuna og kostaði félagið um milljarð króna. Flugleiðir, sem hafa verið með hlutfallslega stóran hluta starfsemi sinnar tengdan Ameríkuflugi, hafa minnkað flug um nálægt fimmtung.“ Guðjón segir einnig að atburðirnir hafi sett tryggingamál flugfélaga í al- gjöran hnút, svo ríkisstjórnir urðu að grípa inn í með ábyrgðum. „Sá hnútur er að leysast en trygg- ingakostnaður hefur aukist mjög,“ segir hann. Eins og Jóhann og Björn Ingi segir Guðjón að öryggisgæsla á flugvöllum hafi breyst eftir at- burðina 11. september; hún hefði verið aukin og auknar kröfur verið gerðar til flugfélaga um upplýs- ingagjöf varðandi farþega á leið til Bandaríkjanna. „Þá hefur flug- stjórnarklefi vélanna verið styrkt- ur að kröfu Bandaríkjamanna og frekari breytingar í þá átt verða framkvæmdar á næstunni.“ Áhrifin minni á Ísland Gunnar Eklund, svæðisstjóri Flugleiða í Bandaríkjunum, segir að vissulega hafi atburðirnir 11. september latt Bandaríkjamenn til að ferðast, bæði innanlands sem utan. Eklund segir þó að áætlanir frá upphafi ársins sýni að fleiri Bandaríkjamenn hafi ferðast til Ís- lands á fyrstu sex mánuðum þessa árs en væntingar stóðu til. „Tölur sýna að umferð til Íslands er 16% umfram væntingar okkar,“ segir hann. Til samanburðar hafi umferð til meginlands Evrópu verið um 11% undir væntingum. Eklund segir þó að ferðalög Bandaríkja- manna til Íslands hafi dregist sam- an um 10% það sem af er á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Hins vegar hafi ferðalög Banda- ríkjamanna til meginlands Evrópu dregist saman um 36% á sama tíma. Inntur eftir því hvers vegna ekki hafi dregið úr ferðum til Ís- lands meir en raun ber vitni segist Eklund telja að Bandaríkjamenn líti á Ísland sem öruggan áfanga- stað. Störfum hefur fækkað og kostnaður aukist Samdráttur í flugi og hertar öryggiskröfur í kjölfar hryðjuverka- árásanna á Bandaríkin 11. september hafa kostað flugfélög stórfé. Morgunblaðið/Þorkell Hertar kröfur eru um leit í farangri farþega á leið til Bandaríkjanna. Hryðjuverkin 11. september höfðu mikil áhrif á flug
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.