Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.09.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 29 GERÐUR Bolladóttir sópransöng- kona og Júlíana Rún Indriðadóttir píanóleikari flytja sönglög eftir þrjú norræn tónskáld á tónleikum í Nor- ræna húsinu í dag. Vandlátur á ljóð „Þetta er efnisskrá sem mig hefur lengi langað til að flytja, en aldrei orðið af því fyrr en nú,“ sagði Gerður í samtali við Morgunblaðið, en tón- skáldin sem eiga verk á tónleikunum eru Edvard Grieg, Jean Sibelius og Páll Ísólfsson. „Grieg var mjög vand- látur á ljóð og má segja að hann hafi samið lögin með tilliti til þess að text- inn nyti sín sem best. Tónlist hans einkennist af fallegum hljómagangi og þjóðlegum stíl. Hann samdi mörg tilfinningarík lög eins og t.d. lögin Jeg elsker dig við texta H.C. And- ersens og En svane við ljóð Henriks Ibsens, sem eru meðal þeirra verka sem við flytjum á tónleikunum. Hann var í raun fyrsta norræna tón- skáldið sem hafði veruleg áhrif og var mikið leikinn í Evrópu,“ útskýrir hún og bætir við að hún sé sjálf mjög hrifin af lögum Griegs. „Sumir hafa sagt mér að lögin hans henti mjög vel minni rödd.“ Lög finnska tónskáldsins Sibelius- ar eru mun dramatískari og mynda ákveðna andstæðu við lög Griegs á tónleikunum, að sögn Gerðar. „Lög Sibeliusar eru mjög tilfinninga- þrungin og hafa dimman undirtón,“ segir hún og tekur sem dæmi lagið Svarta rosor eftir Sibelius, sem þær flytja á tónleikunum. „Mér finnst það lag í raun lýsa mikilli sorg og ör- væntingu,“ segir hún. Þrír íslenskir meistarar Þriðja tónskáld efnisskrárinnar er íslenskt, en það er Páll Ísólfsson. „Hann átti það sammerkt með Sibel- ius og Grieg, að hann var vandlátur á ljóð sem hann samdi við. Við flytjum lög eftir hann sem eru samin við ljóð Davíðs Stefánssonar, auk tveggja ljóða eftir Jónas Hallgrímsson,“ seg- ir Gerður. „Þarna er náttúrulega um að ræða meistara á tveimur sviðum, Pál Ísólfsson sem tónskáld og Davíð Stefánsson og Jónas Hallgrímsson sem ljóðskáld. Þetta fer mjög vel saman.“ Eitt laganna við texta Jón- asar sem Gerður og Júlíana Rún flytja er Sáuð þið hana systur mína, sem fyrir löngu er orðið eitt af perl- um íslenskra sönglaga. Sem dæmi um lag Páls við texta Davíðs má nefna lagið Hrosshár í strengjum. „Mér finnst eins og þessi þrjú tón- skáld passi eitthvað svo vel saman,“ svarar Gerður þegar hún er spurð hvers vegna þessi þrjú tónskáld hafi orðið fyrir valinu. „Mér finnst skipta miklu máli að ljóðin séu falleg og hafi merkingu, ekki síður en lögin, og það eiga þessi þrjú tónskáld sammerkt.“ Tónleikarnir eru haldnir í sal Nor- ræna hússins og hefjast þeir kl. 16. Gerður Bolladóttir og Júlíana Rún Indriðadóttir halda tónleika í Norræna húsinu í dag þar sem flutt verða verk eftir Grieg, Sibelius og Pál Ísólfsson. Norræn sönglög í Norræna húsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.