Morgunblaðið - 01.09.2002, Side 54

Morgunblaðið - 01.09.2002, Side 54
Sjónvarpið Á vetrardagskrá Sjónvarpsins verður þráðurinn að sumu leyti tek- inn upp á ný hvað varðar innlent dagskrárefni og munu gamlir kunn- ingjar skjóta upp kollinum á nýjan leik. At-ið verður aftur á dagskrá en þó með breyttu sniði, Mósaík verður á þriðjudagskvöldum í vetur og Jón Ólafsson gerir 20 nýja þætti í syrp- unni Af fingrum fram. Gísli Mar- teinn Baldursson færir sig um set frá störfum í Kastljósinu og situr við stjórnvölinn í léttum spjall- og skemmtiþætti á laugardagskvöldum áður en fimmmenningarnir í Spaug- stofunni halda uppteknum hætti að kitla hláturtaugar landsmanna. Elín Hirst sér um þáttinn Líf og lækn- isfræði þar sem fjallað verður um sex algenga sjúkdóma, auk þess sem boðið verður upp á kennsluþátt í ís- lensku fyrir útlendinga. Sigurður H. Richter sér að vanda um Nýjustu tækni og vísindi og Heima er best og Gettu betur verða á sínum stað. Stundin okkar verður að vanda á sunnudögum en umsjónarmenn hennar í vetur verða þau Jóhann G. Jóhannsson leikari og Þóra Sigurð- ardóttir, fyrrum starfsmaður íþróttadeildar Sjónvarpsins. Þau verða jafnframt kynnar Morgun- sjónvarps barnanna um helgar. Af góðkunningjum utan úr heimi þykir vænlegast að kynna fyrst til sögunnar nýjar þáttaraðir af Bráða- vaktinni, Beðmálum í borginni, Fraiser, Star Treck og Soprano-fjöl- skyldunni. Sjónvarpið tekur einnig til sýn- ingar nýja erlenda sjónvarpsþætti eins og bresku spennuþættina Spooks, gamanþáttaröðina Bóka- búðina, Scrubs hvar gert er grín á kostnað spítalaþátta og bresku syrpurnar The Office og Happiness. Matreiðslumaðurinn Nigella sýnir réttu handtökin í eldhúsinu og á miðvikudögum verða sýndir heim- ildamyndaþættir um listir og menn- ingu. Íþróttirnar verða á sínum stað. Beinar útsendingar frá úrvalsdeild- inni í Þýskalandi, Markaregn, Ryd- erkeppnin í golfi og Helgarsportið er meðal þess sem í boði verður. Skjár 1 Fjöldi góðkunningja Skjás eins mun dúkka aftur upp á komandi vetri en Skjárinn mun einnig kynna til sögunnar nýtt efni og verður gerð nokkur grein fyrir því hér. PoppPunktur er spurningaþáttur í umsjón Gunna og Felix. Ekki þó sama tvíeykis og stjórnaði Stundinni okkar á sínum tíma heldur er sami Felix Bergsson nú í slagtogi við Dr. Gunna, Gunnar Lárus Hjálmarsson, tónlistarmann og höfund rokksög- unnar Eru ekki allir í stuði? Popp- Punktur er spurningakeppni þar sem tónlistarfólk af öllum stærðum og gerðum etur kappi hvað við ann- að um hverjir eru best að sér í popp- sögunni og öllum þeim fræðum er henni tengjast. 16 lið skipuð liðs- mönnum þekktustu hljómsveita landsins síðustu fjörutíu árin eða svo reyna með sér í riðlakeppni þar til ein sveit stendur uppi sem sigurveg- ari. PoppPunktur er á dagskrá á laugardögum kl. 21 og hefjast sýn- ingar hinn 14. september næstkom- andi. Finnur Vilhjálmsson situr í vetur í Heita pottinum og fær ofan í til sín marga góða gesti. Finnur hyggst sjá til þess að potturinn verði kraum- andi af spennandi umræðum, gríni og tónlist. Þættinum verður skipt upp í hólf og hverju tileinkað ákveð- ið umræðuefni; fréttum, menningu og slúðri. Heiti potturinn er á dag- skrá á föstudögum kl. 19.50 og hefj- ast sýningar hinn 27. september. Þættirnir Haukur (Sigurðsson) í horni eru trúlega þeir stystu á vetr- ardagskránni, en þeir eru einungis tvær til þrjár mínútur. Þátturinn er í anda dagskrárliðar í skemmtiþætti Jay Leno sem kallaður er Jay-Walk, en þar rabbar Leno, og nú Haukur í horni, við fólk á förnum vegi og still- ir því upp við vegg með misjafnlega erfiðum spurningum. Þátturinn er á dagskrá daglega. Egill Helgason verður á sínum stað með Silfrið sitt á sunnudögum kl. 12.30, frá og með 22. september. Þau Valgerður Matthíasdóttir og Friðrik Weisshappel fá liðsauka í vetur en í stað Arthúrs Björgvins Bollasonar verður Kormákur Geir- harðsson þriðja hjólið undir vagni Innlits-Útlits. Sýningartíminn er sá sami og venjulega, kl. 21 á þriðju- dögum, og hefjast sýningar á honum 3. september. Sigríður Arnardóttir heldur áfram að fjalla um Fólk af öllum stærðum og gerðum á miðvikudög- um kl. 21. Djúpa laugin heldur ótrauð áfram að koma einhleypum Íslendingum á stefnumót. Þau Hálfdán Steinþórs- son og Kolbrún Björnsdóttir urðu hlutskörpust í kosningu um nýja sundlaugaverði í vor og munu þau sjá um að koma sem flestum út í vet- ur. Djúpa laugin verður að vanda á dagskrá á föstudögum kl. 22 og hefj- ast sýningar hinn 6. september. Stöð 2 Jón Gnarr mun bregða sér í hlut- verk þáttastjórnandans í enn ónefndum þætti í vetur. Þættir hans verða fullir af viðtölum, tónlist og leiknum atriðum þar sem grínið verður að sjálfsögðu í aðalhlutverki. Áætlað er að sýningar hefjist í nóv- ember. Bryndísi Schram þekkja trúlega flestir sjónvarpsáhorfendur. Hún mun í vetur stjórna matreiðslu- keppninni Einn, tveir og elda af mik- illi röggsemi. Þátturinn var áður í umsjón Sigurðar Hall og verður með svipuðu sniði í ár. Einn, tveir og elda verður á dagskrá á miðvikudögum. Sigurður Hall verður þó ekki fjarri góðu gamni því hann sér um ferðaþætti frá öllum heimshornum þar sem matur verður að sjálfsögðu í aðalhlutverki. Jón Ársæll verður enn við stjórn- völinn í Sjálfstæðu fólki þar sem hann heldur áfram að kynna fyrir landsmönnum áhugaverða sam- borgara. Sjálfstætt fólk birtist okk- ur á sunnudögum. Vigdís Jóhannsdóttir leiðir áhorf- endur um heim kvikmyndanna á mánudögum til fimmtudags í Pano- rama. Þorsteinn J. sér um að gefa út ávísanir til þeirra sem til þeirra vinna í spurningaþættinum geysi- vinsæla Viltu vinna milljón? á föstu- dögum í vetur. Andrea Róbertsdóttir heldur áfram að fylgjast með því hvað er heitast í hönnun, tísku, tónlist og myndlist og leyfir áhorfendum að njóta góðs af því á fimmtudögum í vetur. Stöð 2 sýnir í vetur þriggja þátta heimildamyndaröð um eldgosið í Vestmannaeyjum, eftir sömu höf- unda og hlutu Eddu-verðlaunin fyrir þáttaröð um þorskastríðið er nefnd- ist Síðasti valsinn. Þættirnir greina frá þessari örlagaríku nótt í janúar 1973, björgunaraðgerðunum, fólks- flutningunum, lífi í landi eftir gosið og uppbyggingunni í Eyjum. Afi skemmtir börnunum um helg- ar frá kl. 8 til 12 en annað barnaefni er á dagskrá kl. 16 virka daga. Stöð 2 mun taka til sýninga fjölda erlendra þátta í vetur. Sem dæmi má nefna veruleikasjónvarpsþáttinn um Osbourne-fjölskylduna, sem er langt í frá hin venjulega kjarnafjöl- skylda. Þættirnir, sem farið hafa sigurför um heiminn, segja frá fjöl- skyldulífi rokkarans Ozzy Osbourne … í beinni útsendingu. Joan Cusack fer með hlutverk kjaft- fors framhaldsskólakennara í What About Joan. Í Greg the Bunny er fylgst með sambýli brúða og manna sem oft og tíðum er ansi skrautlegt. The Agency greinir frá málum sem lenda á borði CIA leyniþjónustunn- ar. Framleiðandinn er leikstjórinn Wolfgang Petersen. Big Bad World er breskur myndaflokkur sem segir frá fjórum manneskjum í leit af lífshamingj- unni einu og sönnu. Mind of the Married Man hafa verið nefndir andsvar karlmanna við sjónvarps- þáttunum Sex & the City þar sem giftir karlmenn velta fyrir sér kyn- lífi, framhjáhaldi og konum. Auk þessa verða margir vel kunn- ugir þættir á dagskrá svo sem Six Feet Under, Cold Feet, 24, Just Shoot Me, 60 minutes og 60 minutes II. Popptíví Þó að sjónvarpsstöðin Popptíví hafi fyrst og fremst tónlistarmynd- bönd innan sinna vébanda verða nokkrir sjónvarpsþættir á dag- skránni þar í vetur. Þeir Simmi, Jói og Auðunn stjórna 70 mínútum, Skjöldur sér um Lúkkið og Pikk-Tíví og Geim- Tíví verða á sínum stað. Af erlend- um þáttum má nefna teiknimynda- röðina geysivinsælu South Park, sem sýnd verður á miðvikudögum, Freaks and Geeks á mánudögum, Ibiza Uncovered á föstudögum og Cranks Yankers á miðvikudögum. Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn mun sem endranær einblína á íþróttaviðburði. Fleiri útsendingar frá enska boltan- um verða í boði, auk þess sem stöðin mun sýna í auknum mæli frá leikjum 1. deildar þar í landi þar sem all- nokkir íslenskir leikmenn láta til sín taka. Beinar útsendingar frá Evr- ópukeppni félagsliða og Meistara- deild Evrópu verða einnig á dagskrá auk beinna útsendinga frá spænska boltanum og þátta honum tengdum. En boltinn er ekki eina íþróttagrein- in sem Sýn sinnir því auk hans verða í boði hnefaleikar, hreysti, golf, skotveiði og amerískur ruðningur, svo eitthvað sé nefnt. Innlendur íþróttaþáttur birtist svo fjögur kvöld vikunnar eins og hefur verið. Tónleikar og verðlaunaafhending- ar verða einnig í beinni útsendingu en aðaláherslan verður sem áður sagði á íþróttirnar. Nýtt frá Gísla Marteini, Jóni Gnarr og Dr. Gunna og Felix Bryndís Schram stjórnar Einn, tveir og elda á Stöð 2 í vetur. Þau Hálfdán Steinþórsson og Kolbrún Björnsdóttir sjá um að koma Íslendingum á stefnumót í Djúpu lauginni á Skjá einum. Yfir köldustu vetrarmánuðina er fátt notalegra en að koma sér vel fyrir uppi í sófa og horfa á það sem sjónvarpsstöðvarnar hafa upp á að bjóða. Birta Björnsdóttir kynnti sér hvað á boðstólum verður fyrir þá sem hugnast sjónvarpsáhorfið í vetur. birta@mbl.is Morgunblaðið/Arnaldur Spaugstofan skemmtir landsmönnum á laugardagskvöldum í Sjónvarpinu. Fjölbreytt vetrardagskrá sjónvarpsstöðvanna FÓLK Í FRÉTTUM 54 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Brimborg Reykjav ík Br imborg Akureyr i br imborg. is Það er margt sem kemur á óvart Fáðu meira en áður - fyrir minna en áður. Komdu. Kauptu nýjan Ford Fiesta. er dæmi um meiri bíl. Innrarými Fiesta Ford sendir frá sér tákn um nýjan staðal - nú í hönnun smábíla: Stærri og betur búinn Ford Fiesta! Glæsilegur Fiesta skartar því allra besta frá verðlaunabílunum Focus og Mondeo. Keyrðu hann...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.