Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 1
212. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 11. SEPTEMBER 2002
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti sagði í gær að Bandaríkjamenn
„upplifðu nú á ný skelfilega áminn-
ingu“ um það að þeir væru ekki
öruggir fyrir hryðjuverkum, en í dag
er ár liðið frá því að hryðjuverka-
menn gerðu árás á Bandaríkin og
urðu rúmlega þrjú þúsund manns að
bana. „Í dag og á morgun munum við
upplifa á ný skelfilega áminningu um
það sem getur gerst á 21. öldinni –
það er að segja, að ekkert land er
öruggt fyrir árásum.“
Bush sagði ennfremur í gær að
dagurinn í dag yrði erfiður en at-
burðanna í fyrra verður minnst með
margvíslegum hætti í Bandaríkjun-
um. Verður m.a. minningarathöfn í
Battery Park þar sem Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra verður
fulltrúi Íslands. Bush mun í kvöld
ávarpa bandarísku þjóðina frá Ellis-
eyju í New York með Frelsisstytt-
una í bakgrunni, og „minna þjóðina á
siðferðislega köllun okkar og æðra
markmið sem leiðarljós frelsis
manna um allan heim“.
Ríkisstjórnir um heim allan hertu
í gær öryggisráðstafanir vegna
dagsins í dag. Voru minningarat-
hafnir víða afboðaðar og bandarísk
stjórnvöld vöruðu bandaríska ríkis-
borgara erlendis við því að hætta
væri á nýjum hryðjuverkum. Her-
þotur hafa verið á sveimi yfir
stærstu borgum Bandaríkjanna síð-
an á föstudaginn og hefur viðbún-
aðarstuðull vegna hættu á hryðju-
verkum verið hækkaður úr „aukinn“
í „mikill“.
John Ashcroft dómsmálaráðherra
greindi frá þessu á fréttamannafundi
í gær og sagði þá m.a. að athyglin
beindist fyrst og fremst að hættu á
árásum á Bandaríkjamenn erlendis.
Mest hætta væri á að flutningatæki
og aflstöðvar yrðu fyrir árásum af
hálfu Al-Qaeda-samtaka Osama bin
Ladens, er stóðu að hryðjuverkun-
um í fyrra.
Donald Rumsfeld varnarmálaráð-
herra ákvað í gærkvöldi að komið
skyldi fyrir virkum eldflaugum í loft-
varnarpöllum sem settir hafa verið
upp víða í Washington.
Dvalarstað Cheneys
haldið leyndum
Síðan á mánudagskvöldið hefur
ekki verið látið uppi hvar Dick Chen-
ey varaforseti dvelst og sagði tals-
maður Hvíta hússins að það væri
varúðarráðstöfun, líkt og í kjölfar
hryðjuverkaárásanna í fyrra, en þá
var dvalarstað varaforsetans haldið
leyndum í nokkra daga.
Sendiráðum og öðrum bandarísk-
um skrifstofum var lokað í Indónesíu
og Malasíu í gær en í Pakistan, Taí-
landi og víðar var öryggisgæsla hert
við bandarískar skrifstofur. Sendi-
herra Bandaríkjanna í Indónesíu
sagði að hótun er tengdist Al-Qaeda-
hefði orðið til þess að ákveðið var að
loka sendiráðinu í Jakarta og á fleiri
stöðum. Indónesísk yfirvöld sögðu
þó að þeim væri ekki kunnugt um
neinar beinar hótanir.
Gæsla hert um allan heim er ár er liðið frá hryðjuverkunum í Bandaríkjunum
Reuters
Lögregla og hermenn voru á verði á Brooklyn-brúnni í New York í gær, en öryggisgæsla hefur verið hert alls staðar í Bandaríkjunum.
„Skelfileg áminning um
ógnir 21. aldarinnar“
Washington. AFP.
Ár liðið/18, 19, 20
TONY Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, varaði í gær við því að til „að-
gerða“ yrði gripið ef Saddam Hussein,
forseti Íraks, neitaði að hlíta álykt-
unum Sameinuðu þjóðanna um vopna-
eftirlit. Blair kallaði Saddam „alþjóð-
legan útlaga“ og höfuðpaur
„villimannslegrar ríkisstjórnar“ og
sagði að afvopna þyrfti Íraka. „Að
leyfa Saddam að nota þau vopn sem
hann á, eða komast yfir þau vopn sem
hann ágirnist, væri algerlega óábyrgt
og við ættum ekki að taka það í mál,“
sagði Blair.
Blair lét þessi orð falla í ræðu sem
hann flutti á þingi breska Verka-
mannasambandsins í gær. Hann sagð-
ist telja rétt og eðlilegt að Íraksdeilan
yrði leyst á vettvangi SÞ. Saddam
væri enda sífellt að brjóta þau fyr-
irheit, sem hann hefði gefið SÞ um að
reyna ekki að koma sér upp gereyð-
ingarvopnum. En þá yrðu SÞ líka að
sýna að þær geti leyst verkefnið, í stað
þess að hlaupast undan vandanum.
„Áttum okkur á því að það verður
að afvopna hann [Saddam]. Gerum
lýðum ljóst að ekki verður um frekari
skilyrði að ræða [af hans hálfu], engir
frekari leikir, engin frekari undan-
brögð, engar frekari tilraunir til að
grafa undan valdi SÞ. Og segjum það
skýrum orðum að verði vilji SÞ huns-
aður munum við grípa til aðgerða,“
sagði Blair í ávarpi sínu.
Ræða Blairs, sem hefur fram að
þessu verið eini bandamaður Banda-
ríkjastjórnar í þessum efnum á Vest-
urlöndum, er sögð forsmekkurinn að
þeim skilaboðum sem George W. Bush
Bandaríkjaforseti mun senda Saddam
og Sameinuðu þjóðunum í ræðu sem
hann flytur á allsherjarþingi SÞ á
fimmtudag.
Þeir Blair og Bush funduðu í Camp
David í Bandaríkjunum sl. laugardag
og virðast þar hafa orðið ásáttir um að
rétt sé að gefa SÞ „lokatækifæri“ til
að leysa Íraksdeiluna. Blair tók hins
vegar skýrt fram í gær að ef til hern-
aðaraðgerða gegn Írak þyrfti að koma
þá myndi ríkisstjórn hans leita sam-
þykkis breska þingsins fyrir slíku
fyrst.
Reuters
Blair flytur ræðu sína.
Óábyrgt að stöðva ekki Íraka
Blair segir Íraksforseta fara fyrir „villimannslegri ríkisstjórn“
Blackpool. AFP, AP.
AÐ minnsta kosti 27 manns hafa far-
ist í miklum flóðum í Suður-Frakk-
landi en 12 manna er enn saknað.
Heldur var farið að draga úr þeim í
gær og veður að batna. Margir hafa
orðið fyrir miklum skaða á húsnæði,
akurlendi hefur eyðilagst, vegir
grafist í sundur og stór svæði eru án
neysluvatns og rafmagns.
Á sumum svæðum var sólar-
hringsúrkoman allt að 600 mm, sem
er annars sex mánaða meðaltal. Í
einum bæ, Anduze, var úrkoman 650
lítrar á fermetra en það er jafnmikið
og rignir á einu ári í París í venjulegu
árferði.
Jacques Thorette, umhverfisráð-
herra Frakklands, sagði í gær, að út-
þensla bæja og borga og nútíma
landbúnaður ættu sinn þátt í hve al-
varleg flóðin hefðu verið. Regnvatnið
ætti ekki lengur jafngreiða leið ofan í
jörðina og áður.
Flóðin í Frakklandi
27 látnir
og margra
saknað
Nimes. AFP.
GÖRAN Persson og Jafnaðar-
mannaflokkur hans virðast öruggir
með að halda velli í þingkosningun-
um er fram fara í Svíþjóð á sunnu-
daginn, þrátt fyrir að bandalag
stjórnarandstöðuflokkanna hafi á
allra síðustu dögum styrkt stöðu
sína. Fyrir aðeins tveimur mánuðum
höfðu jafnaðarmenn afgerandi for-
ystu í skoðanakönnunum, en bilið
hefur smám saman minnkað og ekki
er því útilokað að þeir bíði talsvert
skipbrot í kosningunum.
Kjósendur hafa helst áhyggjur af
versnandi stöðu í heilbrigðis- og
menntamálum, vilja aukna samlögun
innflytjenda og velta fyrir sér kost-
um og göllum aukins hlutar innflytj-
enda á vinnumarkaði. Samkvæmt
ýmsum skoðanakönnunum er útlit
fyrir að Jafnaðarmannaflokkurinn,
sem hefur setið við stjórnvölinn í
Svíþjóð svo að segja óslitið síðan í
stríðslok, verði áfram stærsti flokk-
urinn og fái 37% atkvæða.
Talið að jafn-
aðarmenn
haldi velli
Stokkhólmi. AFP.
♦ ♦ ♦