Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
16 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FJÓRÐA stærsta tryggingafélag
Svía, Länsförsäkringar, keypti í gær
11,5% hlut Ikea í sænska bankanum
JP Nordiska og gaf jafnframt út yf-
irlýsingu um að það hefði áhuga á að
auka við hlut sinn í Kaupþingi. Við
þetta má ætla að Kaupþing hafi
stuðning yfir 50% hluthafa í JP
Nordiska en Kaupþing hefur til-
kynnt yfirtökutilboð í öll bréf í
sænska bankanum.
Tryggingafélagið á 3,3% í Kaup-
þingi síðan Kaupþing keypti verð-
bréfafyrirtækið Aragon og greiddi
tryggingafélaginu með hlutabréfum.
Kaupþing á 28% hlut í JP Nordiska,
eftir að hafa selt Nordiska bankan-
um Aragon. Kaupþing hefur farið
fram á hluthafafund í Nordiska og að
þar verði skipt um stjórn og má bú-
ast við að hluthafafundur verði í
októberbyrjun. Annar stærsti hlut-
hafi JP Nordiska, Lars Magnusson,
sem á 13% hlut, hefur þegar lýst því
yfir að hann sé jákvæður gagnvart
því að Kaupþing auki hlut sinn í
bankanum. Kaupþing, Länsförsäkr-
ingar og Lars Magnusson eiga 52,5%
hlut í bankanum.
Länsförsäkringar tekur jákvæða
afstöðu til Kaupþings og tilboðs þess
í Nordiska bankann, að því er
sænskir fjölmiðlar greina frá í gær.
Haft er eftir upplýsingafulltrúa fyr-
irtækisins, Christer Baldhagen, að
ekki verði tekin endanleg ákvörðun
um afstöðu tryggingafélagsins til til-
boðsins fyrr en það hefur verið kann-
að og metið. Reiknað er með að nið-
urstaða vegna tilboðs Kaupþings
liggi fyrir í lok nóvember.
Sigurður Einarsson, forstjóri
Kaupþings, lýsti því yfir við Reuters
í gær að hann væri þess fullviss að
yfirtökutilboð fyrirtækisins myndi
ná fram að ganga. Stjórnarformaður
Nordiska, Björn Wolrath, sem situr
þar óháður öðrum hluthöfum, hefur
sagt á móti að Kaupþingsmenn hafi
ekki skilning á sænska markaðnum
og sé að reyna að snúa upp hendur
smærri hluthafa og þvinga þá til að
samþykkja tilboðið. Báðar fylkingar
staðhæfa að þær njóti stuðnings
stjórnar Nordiska í þessari glímu.
Yfirtökutilboð Kaupþings í þau
72% hlutafjár sem það ætlar sér að
gera yfirtökutilboð í er um 727,6
milljónir sænskra króna eða sem
nemur rúmlega 6,8 milljörðum ís-
lenskra króna. Miðað við þetta kaup-
verð metur Kaupþing sænska bank-
ann á um 9,5 milljarða íslenskra
króna. Greitt verður fyrir hvern hlut
í JP Nordiska með 9,55 hlutum í
Kaupþingi. Hluthafar í JP Nordiska
eru yfir 10 þúsund og viðskiptavinir
bankans eru á milli 50 og 60 þúsund.
Länsförsäkringar kaupir 11,5% hlut í
JP Nordiska og á 3,3% í Kaupþingi
Morgunblaðið/Ásdís
Kaupþing með
yfir 50% stuðning
VERÐ hlutabréfa í þeim 20 líf-
tæknifyrirtækjum sem flokkast á
Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum til
fyrirtækja sem stunda erfðarann-
sóknir (e. genomics) lækkaði að
meðaltali um 66,6% frá áramótum
til loka viðskipta síðastliðinn mánu-
dag. Meðal þessara hlutabréfa eru
bréf í deCODE Genetics sem lækk-
uðu um 76,7% á sama tíma, að því
er kemur fram í upplýsingum um
líftæknimarkaðinn frá Thomson
Financial Corporate Group.
Sex fyrirtækjanna 20 lækkuðu
meira í verði en deCODE frá ára-
mótum og tíu þeirra lækkuðu um
meira en 70%. Alls lækkuðu 18 fyr-
irtækjanna um meira en 50% frá
áramótum. Mesta lækkunin varð á
Lynx Therapeutics, um 89,6%.
Meðal annarra fyrirtækja á listan-
um má nefna það stærsta, Mill-
ennium Pharmaceuticals, sem hef-
ur lækkað um 52,8% og Myriad
Genetics hefur lækkað um 68,8%
frá áramótum, því fyrirtæki er
gjarnan líkt við deCODE og það á
jafnframt í samstarfi við Iceland
Genomics Corporation sem er móð-
urfélag Urðar, Verðandi, Skuldar
ehf.
Verð hlutabréfa í deCODE
breyttist ekki á Nasdaq-hluta-
bréfamarkaðnum í gær, lokagengi
dagsins var 2,28 dollarar á hlut.
Markaðsvirði deCODE er því um
10,6 milljarðar íslenskra króna.
!""!
!
"
#
!"#$#%
!
$
%
&
!'
#
( %
)**+
#$,
%&'$,
%'!$&,
%'!$(,
%')$&,
%'*$
,
%'$',
%#!$*,
%#'$&,
%#($(,
%*"$*,
%*)$',
%*)$#,
%*#$*,
%*($),
%*$
,
%*$
,
%*$),
%(&$#,
%($#,
%##$#,
Mikil lækk-
un erfða-
fyrirtækja
KRISTÍN Guðmundsdóttir, fjár-
málastjóri hjá Granda hf. hefur sagt
upp starfi sínu hjá Granda og mun
láta af störfum
innan tíðar. Nú
hafa bæði for-
stjóri og fjár-
málastjóri fyrir-
tækisins sagt upp
störfum á
skömmum tíma.
Árni Vilhjálms-
son, stjórnarfor-
maður Granda
gegnir nú stöðu
framkvæmdastjóra.
„Ég er búin að vinna farsælt starf
hjá Granda í átta ár og langar nú til
að breyta til. Það er einfaldlega
skýringin á þessari uppsögn. Ég
mun svo taka ákvörðun á næstu vik-
um hvar ég ræð mig til starfa, en
mér hafa borist nokkur mjög áhuga-
verð tilboð sem ég er að skoða,“ segir
Kristín.
Kristín hættir
hjá Granda
Kristín
Guðmundsdóttir
SAMSON eignarhaldsfélag ehf. hef-
ur lýst yfir áhuga á að kaupa kjöl-
festuhlut í Búnaðarbanka Íslands.
Í tilkynningu frá Samson kemur
fram að félagið hafi komið þessum
áhuga á framfæri við framkvæmda-
nefnd um einkavæðingu í júlí sl. Þá
hefur félagið lýst yfir áhuga á að
kaupa allt að 45% hlut í Landsbanka
Íslands.
Í tilkynningu sem Samson eignar-
haldsfélag sendi frá sér í gær segir
að félagið hafi fengið afhent bréf frá
framkvæmdanefnd um einkavæð-
ingu þar sem fram kemur að ákveðið
hafi verið að ganga til viðræðna við
félagið um kaup á umtalsverðum
hlut í Landsbanka Íslands hf. „Af
þessu tilefni vill Samson taka það
fram að forsvarsmenn félagsins líta
svo á að félagið hafi verið valið á
þeim forsendum sem settar voru
fram af hálfu félagsins í bréfi til
framkvæmdanefndar 27. júní sl. og
ítrekað var með bréfum hinn 25. júlí
og 2. og 6. september og varða m.a.
verðbil og greiðsluskilmála. Það er
af hálfu Samson grundvallaratriði að
forsendur viðræðna liggi fyrir áður
en sest er að borðum. Félagið hefur
frá upphafi lagt á það þunga áherslu,
í bréfum til framkvæmdanefndar um
einkavæðingu, að vinnureglur við
söluferlið verði skýrar, en á nokkr-
um fundum með nefndinni hefur
ítrekað komið fram að verðuppboð
væri ekki sú aðferð sem styðjast ætti
við.
Rétt er að minna á að forsvars-
menn Samson eru alþjóðlegir fjár-
festar sem hafa áhuga á að fjárfesta
hér á landi. Þeir eru reiðubúnir að
kaupa allt að 45% hlut í Landsbanka
Íslands og getur verðmæti þess hlut-
ar numið allt að 12 milljörðum ís-
lenskra króna.
Þá telur Samson rétt að fram komi
að í bréfi til einkavæðingarnefndar
hinn 25. júlí lýsti félagið yfir áhuga á
að kaupa kjölfestuhlut í Búnaðar-
banka Íslands hf. og að sá áhugi sé
enn til staðar. Enda kom skýrt fram
á fundi, hinn 28. ágúst, með fram-
kvæmdanefnd um einkavæðingu að
með kaupum á hlut í Landsbanka Ís-
lands útiloki fjárfestar ekki mögu-
leika sína á að gerast einnig kjöl-
festufjárfestir í Búnaðarbanka
Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Viðræður hefjast
strax eftir helgi
Skarphéðinn Steinarsson, starfs-
maður framkvæmdanefndar um
einkavæðingu, segir að viðræður við
Samson ehf. um kaup á kjölfestuhlut
í Landsbankanum hefjist strax eftir
helgi. Hann segir að hugsanleg sala
Búnaðarbankans sé enn á frumstigi
en nú, þar sem að búið er að ákveða
hvern talað verður við í sambandi við
sölu Landsbankans, verði þráðurinn
aftur tekinn upp í því máli.
Báðir bankarnir voru auglýstir til
sölu í júní sl. og fimm aðilar sýndu
áhuga á að kaupa hvorn þeirra. Í
kjölfarið var ákveðið að tala fyrst við
þá fjárfesta sem sýndu áhuga á
Landsbankanum en snúa sér síðan
að þeim er áhuga höfðu á að kaupa
hlut ríkisins í Búnaðarbankanum.
Skarphéðinn segir að einkavæð-
ingarnefnd muni ekki tjá sig um hve
hátt tilboð Samsons ehf. er né um
það hve stóran hlut í Landsbankan-
um ríkið ætli sér að selja.
Aðspurður hvort allir þrír aðilarn-
ir sem komu til greina sem vænt-
anlegir kaupendur Landsbankans
hafi lagt fram tilboð sagðist Skarp-
héðinn ekki geta sagt neitt um það.
„Það voru allir með verðhugmyndir,
en það er fleira en verðið sem skoðað
er við mat á hugsanlegum kaupend-
um.“
Áhrifin yrðu svipuð og
útgáfa nýs hlutafjár
Í Hálffimm fréttum Búnaðar-
banka Íslands í gær kom fram að
áhrif sölu hlutafjárins í ríkisbönkun-
um á markaðinn yrðu svipuð og áhrif
af útgáfu nýs hlutafjár. Andvirði söl-
unnar á Landsbanka og Búnaðar-
banka færi í ríkissjóð en andvirði
sölu hlutarins í Íslandsbanka færi að
einhverjum hluta til að greiða niður
erlendar skuldir fyrrum eigenda.
Það væri því fé sem „fer út úr kerf-
inu“ og verði ekki endurfjárfest á ís-
lenskum hlutabréfamarkaði. Lítið sé
um fjárfestingar útlendinga í ís-
lenskum hlutabréfum og því sé kerf-
ið fremur lokað. „Það fé sem fer til
hlutafjárkaupa á Íslandi er því tak-
markað og töluverð samkeppni um
fjármagnið. Verði hlutafé Lands-
bankans keypt fyrir erlent áhættu-
fjármagn kemur nýtt fé inn í kerfið.
Það getur haft mjög jákvæð áhrif á
markaðinn og greitt fyrir hækkun-
um á verði hlutabréfa.“
Þá kemur ennfremur fram í Hálf-
fimm fréttum að hlutafé Landsbank-
ans sé skráð í íslenskum krónum.
Verði af kaupum Samson á hlut rík-
isins muni félagarnir þurfa að skipta
töluverðu magni af gjaldeyri yfir í
krónur. Eftirspurn eftir krónum
muni því aukast og það sé líklegt til
að styrkja gengi hennar. Hér er um
erlent áhættufjármagn að ræða, ekki
lánsfjármagn. Þetta sé til þess fallið
að auka bjartsýni og styðja þannig
við gengi krónunnar. Greiningadeild
BÍ telur ekki æskilegt að krónan
styrkist mikið frá því sem nú er en
telur afar eftirsóknarvert að fjár-
festar fái aukna tiltrú á krónuna.
Stöðug og sterk króna auki þar að
auki svigrúm Seðlabanka Íslands til
að lækka vexti.
Samson vill einnig kaupa kjöl-
festuhlut í Búnaðarbankanum
Vill kaupa allt að 45% hlut
í LÍ á allt að 12 milljarða
VÆNTANLEGUR
samningur Philips
Green og Arcadia
markar ákveðin tíma-
mót í samskiptum
Greens og banka-
manna í City-
fjármálahverfinu í
London, en samskipti
Green og bankamanna
hafa hingað til ekki
verið mjög hlýleg, eins
og fram kemur á við-
skiptavefnum break-
ingviews.com sem rit-
stýrt er af
dálkahöfundinum
þekkta, Hugo Dixon.
Bob Wigley, ráðgjafi hjá Merrill
Lynch-fjárfestingarbankanum, hef-
ur starfað náið með Green að Arc-
adia-samningnum, nánar en ráð-
gjafar Greens úr bankaheiminum
hingað til. Green hefur aðeins
stuðst við ráðgjöf þegar að lagaum-
hverfi og reglugerðum kemur, en
séð sjálfur um alla stefnumótun.
Þetta virðist hafa breyst þegar
samstarf Greens og Bob Wigley
hófst. Wigley var til staðar á öllum
fundum Greens og
Baugsmanna og var sá
sem Green leitaði ráða
hjá þegar hann frétti
af húsleit lögregl-
unnar hjá Baugi
Group á Íslandi, að því
er fram kemur í pistl-
inum.
Þar segir einnig að
atburðir síðustu vikna
hafi sýnt fram á að
bankamennirnir í City
séu farnir að þekkja
Green og umbera lit-
ríkt skapferli hans.
„Hann er mikill frum-
kvöðull“, „Hann setur
á svið sýningu“ eru orðasambönd
sem þeir nota um Green. Taveta In-
vestments Limited, félag í eigu
Philips Greens og fjölskyldu hans,
gerði í gær formlegt yfirtökutilboð
í bresku verslunarkeðjuna Arcadia.
Í sameiginlegri tilkynningu í gær-
morgun lýsa stjórnir Taveta og
Arcadia því yfir að samkomulag
hafi náðst um tilboð sem hljóðar
upp á 408 pence a hvern hlut, eða
um 850 milljónir punda samtals.
Green treystir ráð-
gjöfum nú betur
Philip Green
ORKUVEITA Reykjavíkur hagnað-
ist um 2,07 milljarða á fyrstu sex
mánuðum þessa árs. Hagnaður fé-
lagsins fyrir fjármagnsliði var 358
milljónir og EBITDA hagnaður nam
1.816 milljónum.
Í fréttatilkynningu frá Orkuveit-
unni kemur fram að ástæða þessa
hagnaðar séu einkum mikil umskipti
sem orðið hefur á fjármagnsliðum
vegna hagstæðrar gengisþróunar.
Á sama tíma í fyrra nam tap Orku-
veitunnar 500 milljónum króna.
Tekjur Orkuveitunnar fyrstu sex
mánuðina í ár voru 5,5 milljarðar,
rekstrargjöld 3,7 milljarðar og hand-
bært fé frá rekstri 2,3 milljarðar.
Guðmundur Þóroddsson, forstjóri
Orkuveitu Reykjavíkur, sagðist í
samtali við Morgunblaðið vera
ánægður með niðurstöðuna og bjóst
við að seinni helmingur ársins yrði
svipaður þeim fyrri ef gengi krón-
unnar héldist stöðugt.
Hann sagði að Orkuveitan fyndi
fyrir verðlagsbreytingum í sam-
félaginu en hann sagði að gjaldskrá
félagsins hefði ekki hækkað í sam-
ræmi við þær breytingar. „Gjald-
skráin væri 6% hærri ef hún hefði
fylgt almennum verðlagsbreytingum
frá síðasta ári,“ sagði Guðmundur.
Orkuveitan hagnast
um 2,07 milljarða
♦ ♦ ♦