Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AÐ undanförnu hafa áætl-anir um stíflugerð ogmyndun lóns við Norð-lingaöldu verið til mikill- ar umfjöllunar í fjölmiðlum. Í þeirri umfjöllun hefur ítrekað borið á van- þekkingu um staðreyndir þessara áforma og m.a. hefur því verið haldið fram að með þeim sé verið að kaf- færa Þjórsárver. Svo er alls ekki því að stíflan yrði við Norðlingaöldu sem er um 7 km neðan hinna frið- lýstu Þjórsárvera. Lónið sem mynd- ast vatnar upp eftir farvegi árinnar inn í friðlýsta svæðið. Þar er um að ræða um 7 km² af 375 km² friðlýsta svæðisins. Umfangsmiklar rann- sóknir hafa leitt í ljós að með Norð- lingaölduveitu er ekki verið að valda óhæfilegum umhverfisáhrifum í Þjórsárverum eins og úrskurður skipulagsstjóra hefur staðfest. Hér er auk þess um virkjunarkost að ræða sem er óvenjulega hagstæður þar sem vatni úr Þjórsá er veitt til Þórisvatns og þaðan í gegnum virkj- anir neðan miðlunarinnar við Vatns- fell og í Tungnaá sem gerir kleift að auka orkuvinnslu þessara virkjana án nánast nokkurs annars tilkostn- aðar en sem nemur kostnaði við veitumannvirkin. Með þessum fram- kvæmdum fara því saman mikill efnahagslegur ávinningur og að fullt tillit er tekið til verndunar hinnar sérstöku náttúruperlu sem nefnist Þjórsárver. Tilgangur þessarar greinar er að rekja nokkrar stað- reyndir um mál þetta. Fyrstu stífluhugmyndir Fyrsta hugmynd um stíflu við Norðlingaöldu með tilheyrandi lón- stæði ofan við var sett fram þegar árið 1949, af Sigurði Thoroddsen verkfræðingi, og síðar staðfest í skýrslu sem kom út árið 1954. Hug- myndin gerði ráð fyrir að efsta hæð lónsins yrði 608 m y.s. og að miðl- unarrými yrði 1200 Gl (1 Gl = millj- ón rúmmetrar). Hér var byggt á mjög ónákvæmum upplýsingum þar sem nákvæm kort voru ekki fyrir hendi. Seinna þegar nákvæmari upplýsingar um hæðarlínur lágu fyrir kom í ljós að þetta lón þyrfti að hafa efstu hæð í 592 m y.s. til þess að ná 1.200 Gl miðlunarrými. Í kjölfar hugmynda Sigurðar settu síðan ýmsir aðilar fram hugmyndir um virkjun efri Þjórsár þ.á m. banda- ríska verkfræðifyrirtækið Harza Engineering Co. sem hannaði Búr- fellsvirkjun, Noreno Foundation sem var samsteypa nokkurra norskra ráðgjafarfyrirtækja sem unnu verkið fyrir styrk frá Samein- uðu þjóðunum og dr. Gunnar Sig- urðsson, sem gerði virkjunaráætlun um efri Þjórsá sem út var gefin árið 1973. Allar þessar hugmyndir áttu það sammerkt að virkja efri Þjórsá frá upptökum og niður fyrir Sultar- tanga eða Búrfell án þess að veita Þjórsá yfir í Þórisvatn. Fyrsta áætl- un Sigurðar Thorodd- sen gerði ráð fyrir að Þjórsá yrði veitt í Fossölduver sem er dalverpi fyrir ofan Háafoss í Þjórsárdal og virkja fallið þaðan niður í Fossá. Allar næstu hug- myndir gengu út á það að virkja efri Þjórsá í farvegi sínum eða með því að veita Þjórsá um skurð frá Norðlinga- öldu niður að Gljúfur- leitarfossi (hugmynd dr. Gunnars). Í öllum tilfellum var gert ráð fyrir lóni við Norð- lingaöldu með hæsta vatnsborði yfir 590 m y.s. Í áætlun dr. Gunnars var þó rannsakað hvaða áhrif það hefði á arðsemi ef reiknað yrði með lægra vatnsborði allt niður í 581 m y.s. sem talið var þá að myndi hlífa Þjórsár- verum að langmestu leyti. Varð nið- urstaðan sú að virkjun efri Þjórsár yrði eftir því ódýrari á hverja orku- einingu sem lónhæð í Norðlinga- öldulóni yrði hærri, en gert var ráð fyrir í þessari áætlun að hæsta vatnsyfirborð í lóninu sem til greina kæmi yrði í 593 m y.s. Andstaða við lón í 593 m y.s. Í lok sjöunda áratugarins upphóf- ust deilur um lón í Þjórsárverum. Ljóst var að lónhæð í Norðlinga- öldulóni sem gæti farið upp í 593 m y.s. myndi færa verin á kaf að mestu leyti. Landsvirkjun fól dr. Gunnari Sigurðssyni að gera þá áætlun um virkjun efri Þjórsár sem hér að ofan er getið en dr. Gunnar var yfirverk- fræðingur Landsvirkjunar frá stofn- un hennar fram til ársins 1970 þegar hann hætti störfum hjá fyrirtækinu og setti á fót eigið verkfræðifyrir- tæki. Á fyrstu árum áttunda áratug- arins fór gagnrýni vaxandi á þær virkjunarhugmyndir sem gerðu ráð fyrir að Þjórsárverum yrði sökkt að mestu leyti. Þar var Náttúruvernd- arráð í broddi fylkingar. Beindust spjót gagnrýnenda að Landsvirkjun fyrir að hafa slíkar áætlanir á prjón- unum. Þessar virkjunarhugmyndir voru kynntar á fjölmennum fundi í Gnúpverjahreppi í mars árið 1972 og kom þá fram að meirihluti fundar- manna lýsti sig andvígan því að Þjórsárver fæ vatn. Þessi leiddi síðan ti Landsvirkjun úruverndarrá á rökstóla til að leysa úr m Samkomu sáttale Í fyrstu vor viðræður milli náttúru ráðs og Land ar en síðar va til samráðsv náttúruvernd iðnaðarráðun og orkufyrirt svokölluð SINO-nefnd set irnar í því skyni. Í þessari n starfaði frá um miðbik áttu tugarins og fram á tíunda á var fjallað um allar hugmy uppi voru um nýframkv orkukerfinu og reyndist þ irkomulag heilladrjúgt í því sjónarmið náttúruverndar nýtingar. Á áttunda áratugnum k ný hugmynd um nýtingu e ár sem gekk út á það að v takakvíslum Þjórsár og þ austurbakkanum til Þó Með þessu móti var unnt þetta rennsli í virkjunum ne isvatns og auka miðlunarge ins. Þessa hugmynd átti Tómasson jarðfræðingur, s aði á Orkustofnun. Hugmy tekin til gagngerðrar skoð Landsvirkjun og frá sjónar irtækisins virtist sem þess artilhögun gæti vel komið t Stóri kosturinn við hugmyn sá að með henni fóru sam kvæm virkjunartilhögun og Þjórsárvera. Náttúruve féllst á þessa tilhögun og í m 1981 var undirritað sam milli SINO og náttúruver um friðland í Þjórsárver framhaldi af því var frið svæði sem þáverandi náttú arráð skilgreindi sem hin Þjórsárver. Samkomulagið að dregnar voru línur á kor Þjórsárverin þ.e.a.s. það sv friðlýsa átti þó með þeirr tekningu að lón í 581 m y mynda neðan við verin se Norðlingaöldu – Þróun og st Því miður hefur umræðan í fjölmiðlum um Norðlingaölduveitu oft byggst á misskilning margir gera sér ekki ljóst að heimild fyrir m unarlóni var, með tilteknum skilyrðum, hlu friðlýsingunni, segir Jóhann Már Maríuss Um þetta varð samkomulag milli Landsvir unar og náttúruverndarráðs. Jóhann Már Maríusson ELLEFTI SEPTEMBER Ár er í dag liðið frá því að eitthvertskelfilegasta hryðjuverk sög-unnar var framið, árásin á Tví- buraturnana í New York og bandaríska varnarmálaráðuneytið í Washington. Myndirnar af breiðþotunum er skullu á turnunum munu seint falla úr minni. Frá upphafi var ljóst að þessi atburð- ur myndi hafa mikil áhrif á gang sög- unnar. Hvernig og hversu mikið á hins vegar eftir að koma í ljós. Það er vissulega rétt að oft virðist sem lítið hafi í raun breyst. Lífið gengur aftur sinn vanagang. Þegar betur er að gáð eru breytingarnar hins vegar mikl- ar. Árásirnar hafa breytt leikreglunum á hinu alþjóðlega taflborði. Eftir tólf ára millibilsástand að kalda stríðinu loknu erum við að sigla inn í nýtt tíma- bil. Líklegt má telja, að það sem helst muni ógna öryggi Vesturlanda í fyr- irsjáanlegri framtíð verði árásir á borð við þær sem áttu sér stað ellefta sept- ember. Ekki er heldur lengur hægt að útiloka þann möguleika, að Al-Qaeda, eða önnur áþekk samtök, komist yfir og beiti gjöreyðingarvopnum. Sú tækni og þekking sem liggur að baki sýkla- og efnavopnum verður sífellt aðgengilegri. Það sama á við um þá þekkingu er þarf til að smíða kjarnorkuvopn. Þar er það hins vegar aðgangurinn að kjarnkleyf- um efnum, sem er erfiðasti þröskuld- urinn. Bandaríkjamenn hafa brugðist við þessari ógn af festu. Talibana-stjórn- inni í Afganistan, sem hafði skotið skjólshúsi yfir Osama Bin Laden og Al- Qaeda, var vikið frá. Unnið hefur verið að því að skrúfa fyrir fjárstreymi til Al- Qaeda og annarra hryðjuverkasamtaka. Samstarf milli ríkja á sviði öryggismála og upplýsingaöflunar hefur verið eflt til muna auk þess sem öryggisgæsla, t.d. í millilandaflugi, hefur verið stóraukin. Líklega er það ekki síst því að þakka að ekki hefur komið til nýrra hryðjuverka frá ellefta september. Til dæmis tókst að stöðva tilraunir til árása á bandarísk skotmörk í Singapúr og Róm. Við meg- um hins vegar ekki gleyma því að stund- um hefur litlu munað, s.s. þegar farþegi var yfirbugaður af flugáhöfn og farþeg- um er hann reyndi að kveikja í sprengju er var falin í skóm hans í desember í fyrra. Bandaríkin hafa gegnt forystuhlut- verki í baráttunni gegn hryðjuverkum líkt og eðlilegt er. Það var ráðist á Bandaríkin og þau eru jafnframt það ríki sem líklegast er að reynt verði að koma höggi á í framtíðinni. Hernaðar- aðgerðirnar í Afganistan voru gerðar í náinni samvinnu við fjölmörg ríki. Nú virðist Bandaríkjastjórn staðráðin í að láta til skarar skríða gegn stjórn Sadd- ams Husseins í Írak. Þótt enginn dragi í efa að stjórnarskipti í Írak yrðu heim- inum til góðs er mikilvægt að alþjóð- legar leikreglur ráði ferðinni. Ef svo er ekki er hætta á að brestir fari að mynd- ast í samstöðunni gegn hryðjuverkum. Þau verkefni sem framundan eru krefjast víðtækrar samvinnu alþjóða- samfélagsins og fæst þeirra verða leyst með hernaðaraðgerðum. Það verður að brúa bilið á milli ríkra þjóðra og fá- tækra. Til þess að það megi takast verð- ur að ná samstöðu um jafnt aukna, markvissa þróunaraðstoð sem opnari markaði og frjáls viðskipti. Það verður að nást alþjóðleg samstaða um eftirlits- kerfi með þeirri tækni, sem notuð er til smíði gjöreyðingarvopna. Það verður að koma í veg fyrir að ríki hrynji, líkt og gerðist til dæmis í Afganistan og Sómal- íu. Það verður að leggja allt kapp á að finna lausn á deilu Ísraela og Palest- ínumanna, sem er það mál er ýtir hvað mest undir spennu í Mið-Austurlöndum. Aldrei verður hægt að tryggja að at- burðir á borð við þá er áttu sér stað ell- efta september muni ekki endurtaka sig. Fátt er hins vegar mikilvægara en að draga úr líkunum á því að það gerist. SVAR BORGARSTJÓRA Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-stjóri gaf í gær endanlegt og af- dráttarlaust svar þeim, sem að undan- förnu hafa skorað á hana að bjóða sig fram til Alþingis fyrir Samfylkinguna á næsta ári. Þrýstingur á borgarstjóra að fara í þingframboð jókst mjög í síðustu viku, þegar skoðanakönnun sýndi að fylgi Samfylkingarinnar gæti aukizt talsvert, gæfi Ingibjörg Sólrún kost á sér. Ýmsir stuðningsmenn borgarstjór- ans hafa farið þess á leit við hana að hún endurskoðaði þá afstöðu sína, sem hún margítrekaði í kosningabaráttunni í vor, að hún hefði ekki hug á framboði að ári liðnu. „Ég hef vegið og metið þessi mál með sjálfri mér og í samræðum við aðra á síðustu dögum. Ég hef meðal annars hugleitt stöðuna út frá þeim skuldbind- ingum sem ég hef tekist á hendur fyrir kjósendur Reykjavíkurlistans og þeim markmiðum sem ég hef sett mér í starfi borgarstjóra. Niðurstaða mín er sú að ekkert það hafi gerst á vettvangi stjórnmálanna sem knýi á um að ég breyti þeirri afstöðu sem ég tók í vor og söðli um,“ segir í yfirlýsingu þeirri, sem borgarstjóri sendi frá sér í gær. Með þessu svari hefur borgarstjóri styrkt persónulega stöðu sína sem stjórnmálamaður sem stendur við orð sín. Hún gaf kjósendum mjög afdrátt- arlaus loforð um það í vor að hún yrði áfram borgarstjóri og sneri sér ekki að öðru snemma á kjörtímabilinu. Hún gengur ekki á bak þeirra orða sinna, þótt hún hafi fengið upp í hendurnar freistandi tækifæri til að láta til sín taka á vettvangi landsmálanna eftir níu ára starf sem borgarstjóri. Vafalaust hefðu ýmsir aðrir stjórnmálamenn gripið þetta tækifæri, jafnvel þótt þeir hefðu þar með lent í mótsögn við sjálfa sig. Á hitt ber að líta að afdráttarlausar yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar sl. vor um að hún hygði ekki á framboð til þings voru innan Reykjavíkurlistans álitnar lífsnauðsynlegar til að tryggja sigur í borgarstjórnarkosningunum. Undanfarna daga hefur líka verið ljóst af viðbrögðum ýmissa samherja borg- arstjóra í Reykjavíkurlistanum að þeir mega ekki til þess hugsa að hún hverfi af vettvangi borgarmálanna. Þetta varpar hvort tveggja ljósi á þann Akkilesarhæl Reykjavíkurlistans að þar er aðeins einn leiðtogi, Ingibjörg Sólrún, og arftaki hennar er hvergi í augsýn. Líklegt verður að teljast að Ingibjörg Sólrún hefji senn leit að trú- verðugum eftirmanni, þannig að hún geti um frjálst höfuð strokið eftir næstu borgarstjórnarkosningar. Hvort einhver getur leikið það eftir að halda vinstri flokkunum í borgarstjórninni saman í þrjú kjörtímabil er önnur saga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.