Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 13 meistar inn. is GULL ER GJÖFIN HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ ÞÆR voru í sólskinsskapi vinkon- urnar Hafdís og Elva Katrín þar sem þær gerðu stuttan stans á Ráð- hústorgi til að njóta veðurblíðunnar á leið heim út skólanum í gær. Þær stöllur voru afar ánægðar með að sumarið hefði loks gert vart við sig norðan heiða og vonuðu svo sann- arlega að blíðunnar nyti við sem lengst. Eins og sést á myndinni fór hitamælirinn á Ráðhústorgi upp í 21 stig um miðjan daginn. Morgunblaðið/Kristján Í sólskinsskapi HJÁ Reyni–ráðgjafastofu á Akureyri er komið út þjálfunarefnið Stig af stigi, sem ætlað er að auka félags– og tilfinningaþroska barna. Stig af stigi er notað til að kenna börnum að skilja aðra og láta sér lynda við þá, að leysa úr vanda og byggja upp félagslegan skilning. Börnunum er þar að auki kennt að hafa stjórn á æsingi og reiði. Endurtekin reynsla hefur leitt í ljós að þjálfun með Stig af stigi hefur mjög jákvæð áhrif á hegðun barna, byggir upp gagnkvæman skilning, eykur samhjálp milli barnanna, styð- ur jákvæði í samskiptum og dregur úr ofbeldi, segir í fréttatilkynningu frá Reyni–ráðgjafastofu. Stig af stigi hefur náð miklum vinsældum í skól- um í Danmörku og Noregi, þar sem rúmlega 60% grunnskóla eiga og nota efnið. Leikskólar í báðum lönd- unum eru nú óðum að taka það upp líka. Stig af stigi er samið af Kathy Bel- and fyrir Commitee for Children, í Seattle í Bandaríkjunum. Sérfræð- inganefnd á vegum U.S. Department of Education gaf efninu hæstu ein- kunn fyrir „skýrar og aldurssvarandi kennsluaðferðir“ ásamt „vel skjal- festum árangri með vönduðum rann- sóknum“. Rannsóknir sem staðfesta árangur af þjálfun með efninu hafa verið gerðar í Þýskalandi, Svíþjóð, Bretlandi og Svíþjóð, auk Bandaríkj- anna. Þórir Jónsson kennari á Ólafsfirði þýddi efnið fyrir Reyni–ráðgjafa- stofu, en það var tilraunakennt og staðfært með aðstoð kennara í fimm grunnskólum og þremur leikskólum síðastliðið skólaár. Það er fyrsti þáttur Stigs af stigi (fyrir 4-6 ára börn) sem nú kemur út á íslensku, en ráðgert er að annar þáttur (fyrir 7-8 ára börn) komi út í maí 2003. Auk þess að standa að útgáfu og dreifingu efnisins býður Reynir–ráð- gjafastofa upp á námskeið sem veita kennurum réttindi til að kenna Stig af stigi. Starfsmenn ráðgjafastofunn- ar á Akureyri standa fyrir námskeið- um norðan heiða og á Austurlandi en fulltrúar ráðgjafastofunnar á Suður- landi, á Stór-Reykjavíkursvæðinu, á Vesturlandi og Vestfjörðum munu sjá um námskeiðin hver í sínu héraði. Þjálfunarefnið Stig af stigi komið út Ætlað að auka félags- og tilfinn- ingaþroska barna „STARFSÞRÓUN í eyfirskum fyr- irtækjum“ er yfirskrift ráðstefnu sem haldinn verður í dag, miðviku- daginn 11. september, frá kl. 13 til 16.30 í Kvosinni, sal MA. Markmiðið með ráðstefnunni er að vekja athygli á þeirri starfsþróun sem fyrirtæki á svæðinu eru að vinna að, öðrum til hvatningar og innblást- urs. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun setja ráð- stefnuna. Fjallað verður m.a. um þjálfun nýrra starfsmanna, greiningu á þörf- um í starfsþróunarmálum, gerð fræðsluáætlana, innleiðingu árang- ursmats og uppbyggingu fyrirtækja- skóla. Starfsþróun í eyfirskum fyrirtækjum UMFERÐARVIKA í Hafnar- firði 2002 verður haldin dagana 16.–22. september nk. en Um- hverfisstofnun Evrópusam- bandsins hefur útnefnt sömu viku sem evrópska umferðar- viku. Mánudagurinn 16. verður tileinkaður almenningssam- göngum og miðvikudagurinn 18. september verður tileinkað- ur hjólreiðum. Næstkomandi miðvikudags- kvöld fer fram í Víðistaðakirkju minningarathöfn vegna fórnar- lamba umferðarslysa þar sem sr. Bragi J. Ingibergsson mun ásamt öðrum prestum úr Hafn- arfirði sjá um stutta helgi- stund. Athöfnin hefst kl. 20. Umferðarvika 2002 Hjólreiða- dagur nk. miðvikudag Hafnarfjörður BÆJARSTJÓRI Mosfellsbæjar og formaður félagsmálanefndar hafa óskað eftir fundi með heilbrigðisráð- herra þar sem ítreka á beiðni um styrk til byggingar á hjúkrunarheim- ili og að heimild verði veitt til rekst- urs á fleiri dagvistarrýmum í bænum. Í Mosfellsbæ er ekkert hjúkrunar- heimili fyrir aldraða og einungis fjög- ur dagvistarrými eru í bæjarfélaginu. Að sögn Herdísar Sigurjónsdóttur, formanns félagsmálanefndar Mos- fellsbæjar, hafa bæjaryfirvöld ítrek- að óskað heimildar fyrir fleiri dag- vistarrými við þjónustumiðstöð aldraðra við Hlaðhamra, líkt og áður hafði verið gert ráð fyrir. Samkvæmt sameiginlegri tillögu Mosfellbæjar og heilbrigðs- og tryggingamálaráðuneytisins sem undirrituð var af Unni V. Ingólfsdótt- ur, félagsmálastjóra Mosfellsbæjar, og Hrafni Pálssyni, deildarstjóra í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti, í maí á síðasta ári var gert ráð fyrir að heimild yrði fyrir 12 dagvistarrýmum við Hlaðhamra frá og með 1. september 2002. Í dag hef- ur einungis fengist heimild fyrir fjór- um dagvistarrýmum og segir í fund- argerð félagsmálanefndar frá 27. ágúst síðastliðnum, að mikilvægt sé að þeim verði fjölgað þar sem ekkert hjúkrunarheimili sé í Mosfellsbæ. Fjöldi manns sé hins vegar á vist- unarskrá auk þess sem meðalaldur íbúa á Hlaðhömrum sé hár og umönnunarþörf mikil. Gert ráð fyrir byggingu 20 rýma hjúkrunarheimilisdeildar Að sögn Herdísar snýst málið ann- ars vegar um að heimild verði veitt fyrir fleiri dagvistarrýmum og hins vegar að heimiluð verði bygging hjúkrunarheimilisdeildar. Sam- kvæmt tillögu Mosfellsbæjar og heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytis er gert ráð fyrir að heimiluð verði bygging 20 rýma hjúkrunarheimilis- deildar sem fái heimild fyrir rekstri 1. október 2004. Lagt er til að framkvæmdasjóður aldraðra hefji styrkveitingar til heim- ilisins árið 2003, sem nemur 40% af byggingarkostnaði þegar upp verði staðið, og að vilyrði fyrir styrkveit- ingunni verði afgreitt í byrjun árs 2002. „Við viljum benda á þessa hluti á fundi með ráðherra og ekki síst að við höfum fjórum sinnum sótt um fé í framkvæmdasjóð aldraðra en alltaf fengið synjun,“ segir Herdís. Mjög veikir einstaklingar sem tæpast geta verið heima við Herdís segir að bæjarfélagið veiti nú þegar meiri þjónustu en því beri og einnig meira fjármagn í þeirri við- leitni að koma til móts við aldrað og sjúkt fólk. Hún segir að bæjaryfir- völd hafi margsinns komið að máli við heilbrigðisráðuneytið vegna málsins þar sem óskað hafi verið eftir því að öldrunarþjónusta í bæjarfélaginu verði bætt. Í júlí í fyrra fóru fulltrúar bæjar- ráðs á fund heilbrigðisráðherra þar sem beiðni um styrk til byggingar á hjúkrunarheimili og heimild til rekst- urs á dagvistarrýmum var ítrekuð. Herdís segir að um mitt þetta ár hafi bæjaryfirvöld fagnað áætlun ráðuneytisins um uppbyggingu öldr- unarþjónustu þar sem gert var ráð fyrir að Mosfellsbær fengi um 100 milljónir króna samanlagt á árunum 2004-6 til þess að byggja upp hjúkr- unarheimili í Mosfellsbæ. Hún segir að óskað hafi verið eftir skriflegri staðfestingu en að ekkert svar hafi borist við þeirri beiðni. „Eins og ég sé málið get ég tæp- lega ímyndað mér að ríkið sé að spara með því að hafa mikið veikt fólk á há- tæknisjúkrahúsi í staðinn fyrir að reyna að fjölga hjúkrunarrýmum. Við gerum okkur grein fyrir því að þörfin er ekki bara þarna en hún er mjög brýn engu að síður og sýnileg. Það eru mjög veikir einstaklingar heima sem tæpast geta verið heima,“ segir Herdís. Hún segist vonast að fundur með ráðherra verði í næstu viku. Bæjaryfirvöld óska eftir fundi með heilbrigðis- ráðherra vegna þátttöku í öldrunarþjónustu Einungis heimild fyrir fjórum dagvistarrýmum Mosfellsbær NÝTT sambýli fyrir fimm fatlaða einstaklinga hefur verið tekið í notkun á Sólheimum 21b í Reykja- vík. Íbúar á sambýlinu koma allir af sambýli á Holtavegi 27 sem upp- haflega var byggt sem heimili fyrir börn en er nú orðið of þröngt fyrir þá einstaklinga sem þar hafa búið. Það er framkvæmdasjóður fatl- aðra sem fjármagnar bygginguna sem er samtals um 410 m² að stærð. Í sambýlinu eru fimm íbúðir sem hver um sig er 32m² en með flutn- ingnum er lögð áhersla á einkarými einstaklingsins og minna lagt í sam- eiginlegt rými. Við opnun sambýlisins á mánu- dag voru viðstaddir fulltrúar Svæð- isskrifstofu Reykjavíkur og félags- málaráðuneytisins auk fulltrúa ýmissa hagsmunasamtaka. Björn Sigurbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu Reykjavíkur um málefni fatlaðra, sagði í ræðu sem hann hélt í tilefni af opnuninni að sjálfstæð búseta fatlaðra væri stöðugt að ryðja sér til rúms en vegna þessa þyrfti að stórefla liðveislu. Þannig hefðu ósk- ir vegna uppbyggingar á liðveislu þegar verið reifaðar við Reykjavík- urborg. Björn sagði að á næstu mánuðum yrði tekið í notkun nýtt sambýli í Hólmasundi 2 fyrir sex unga ein- staklinga. Einnig væri í bígerð að taka í notkun sambýli í byrjun nóv- ember fyrir einstaklinga af Kópa- vogshæli og annað sambýli næsta vor. Nýtt sambýli fyrir fatlaða tekið í notkun Morgunblaðið/Sverrir Þórhallur Jónsson skoðaði nýju íbúðina sína á mánudag. Meiri áhersla lögð á einkarými Heimar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.