Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 41
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 41
HEIMASÍÐU, átak Norðurlanda og
Eystrasaltsríkja gegn verslun með
konur, hefur verið hleypt af stokkun-
um. Á heimasíðunni má finna allar
upplýsingar um sameiginlega mis-
munandi tengiliði. Slóðin er: http://
www.nordicbalticcampaign.org.
„Verslun með konur er ört vaxandi
vandamál. Í júnímánuði 2001 ákváðu
hin átta ríki Norðurlandanna og
Eystrasaltsríkjanna að sameina
krafta sína og berjast gegn verslun
með konur. Ríkin eru ásátt um að ein-
ungis með samvinnu geti þau barist
gegn verslun með konur. Ríkin eru
ásátt um að einungis með samvinnu
geti þau barist gegn þessu alþjóðlega
vandamáli. Hið sameiginlega átak
miðar að því að vekja athygli á vanda-
málinu og upplýsa almenning, ríkis-
stjórnir, stjórnvöld og frjáls félaga-
samtök um verslun með konur bæði
almennt og hvernig valdamálið horfir
við í einstökum ríkjum. Átakið hófst
með sameiginlegri ráðstefnu sem
haldin var í Tallin í maí 2002, þar sem
fjallað var um hlutverk kvenna í
Eystrasaltsríkjunum, hlutverk fjöl-
miðla í samfélaginu og löggjöf um
verslun með fólk. Næsta ráðstefna,
sem haldin verður í október nk. í Viln-
ius í Litháen, mun fjalla um stuðning
og vernd fórnarlamba. Þriðja og síð-
asta ráðstefnan, sem haldin verður
27.–29. nóvember nk. í Riga í Lett-
landi, mun fjalla um þá hlið vanda-
málsins sem snýr að eftirspurn. Þá
verður einnig rætt hvernig samvinnu
ríkjanna í baráttunni gegn verslun
með konur verður háttað í framtíð-
inni,“ segir í fréttatilkynningu.
Til viðbótar hinum sameiginlegu
verkefnum skipuleggur hvert ríki
einnig átak í sínu landi sniðið eftir
þörfum þess lands. Sameiginlega
átakið er styrkt og fjármagnað af
Norrænu ráðherranefndinni.
Sameiginleg
heimasíða gegn
verslun með
konur
INGVAR Karlberg prófessor hjá
Norræna heilbrigðisháskólanum í
Gautaborg heldur námskeið fyrir
heilbrigðisstarfsfólk og embættis-
menn hjá Endurmenntun HÍ
föstudaginn 13. sept. kl. 14-18.
Hann fjallar um stjórnun og for-
gangsröðun í heilbrigðisþjónustu
með svokallaðri samningastjórnun.
„Hefð er fyrir því á Norðurlönd-
unum og í Bretlandi að helsta
stjórntækið í heilbrigðisþjónustu
felist í föstum fjárframlögum sem
byggjast á samkomulagi milli
þeirra sem reka og „kaupa“ þjón-
ustuna. Aðferðin hefur marga
galla; illa gengur að halda sér inn-
an fjárlaga og viðurlög eru engin
eða mjög væg við yfirdrætti.
Í öðrum löndum hefur á hinn
bóginn verið farin samningaleið
þar sem sjúkrasamlagið kaupir til-
tekna þjónustu á umsömdu verði
af seljanda. Það er því áhugavert
að kanna hvernig hægt er að nýta
reynslu af samningastjórnun milli
hins opinbera og einkaaðila í kerfi
sem er fjármagnað með sköttum.
Kennt verður um forsendur
samningastjórnunar og rakin mörg
dæmi frá Norðurlöndunum, bæði
úr heilsugæslu og rekstri sjúkra-
húsa. Kennt er á ensku,“ segir
m.a. í fréttatilkynningu.
Frekari upplýsingar um nám-
skeiðið eru á Netinu www.endur-
menntun.is og þar er jafnframt
hægt að skrá sig.
Samninga-
stjórnun
í heilbrigðis-
þjónustu
LANGHOLTSSKÓLI í Reykjavík
fagnar 50 ára afmæli á þessu hausti.
Laugardaginn 28. september verður
haldin afmælishátíð í skólanum með
tilheyrandi sýningu á verkefnavinnu
nemenda í gegnum árin. Einnig verð-
ur gefið út 50 ára afmælisblað Lang-
holtsskóla.
Fyrrverandi nemendur og starfs-
menn Langholtsskóla sem eiga í fór-
um sínum muni frá veru sinni í skól-
anum: myndverk, vinnubækur,
handavinnu, smíðisgripi eða ljós-
myndir úr skólalífinu eru hvattir til að
hafa samband við undirrituð, segir í
fréttatilkynningu. Einnig er óskað
eftir sögum og minningabrotum, sem
hægt væri að birta í afmælisritinu.
Eldri og yngri árgangar eru hvattir
til að heimsækja skólann á þessum
tímamótum. Nú gefst gullið tækifæri
til að kalla saman skólasystkini og
rifja upp atvik frá skólaárum til að
birta í afmælisblaðinu. Einnig óskar
afmælisnefndin eftir að komast í sam-
band við einhverja af þeim fjölmörgu
listamönnum sem gengu í Langholts-
skóla á sínum tíma og vildu leggja
skólanum lið á einhvern hátt á afmæl-
isárinu.
Nánari upplýsingar veita: Hreiðar
Sigtryggsson skólastjóri, netfang:
hreidar@ismennt.is Guðrún Cortes,
netfang: gudrun52@yahoo.com Þóra
Sjöfn Guðmundsdóttir, netfang:
sjogu@ismennt.is
Langholtsskóli
heldur upp á
50 ára afmæli
HÓPÞJÁLFUN Gigtarfélags Ís-
lands er byrjuð aftur eftir sumarfrí
og er mismunandi þjálfun í boði. Má
þar nefna létta leikfimi, vefjagigtar-
hópa, bakleikfimi fyrir karlmenn og
vatnsleikfimi. Auk þess er boðið
uppá jóganámskeið, sem aðlagað er
einstaklingum með gigt.
Markmiðið er að bjóða upp á leik-
fimi fyrir alla, bæði fólk með gigt og
aðra fullorðna sem vilja góða leikfimi
án hamagangs. Þjálfunin fer fram á
mismunandi tímum dags og ættu all-
ir að geta fundið hóp og tíma sem
hentar.
Þjálfunin fer fram í húsi GÍ að Ár-
múla 5 og vatnsþjálfunin í Sjálfs-
bjargarlaug í Hátúni 12. Skráning og
nánari upplýsingar eru á skrifstofu
GÍ, Ármúla 5 í Reykjavík.
Hópþjálfun
Gigtarfélagsins
Í HEILSUSTOFNUN NLFÍ,
Hveragerði, er til boða vikudvöl með
námskeiði gegn reykingum.
„Mörg námskeið hafa verið haldin
á liðnum árum með góðum árangri.
Sýnt hefur verið fram á, að hreyfing,
fræðsla, umræður, slökun og útivist,
hjálpa mörgum til að hætta að reykja.
Mörgum reynist auðveldara að glíma
við tóbaksfíknina fjarri erli hvers-
dagsins í hópi þeirra sem eiga við
sama vanda að stríða og er því dvöl í
friðsældinni í Heilsustofnun góður
valkostur,“ segir í fréttatilkynningu.
Innritun stendur nú yfir á næsta
námskeið sem verður haldið dagana
13. til 20. október 2002. Upplýsingar
og innritun í síma 483 0300, beidni-
@hnlfi.is, heilsu@hnlfi.is; www.-
hnlfi.is
Námskeið gegn
reykingum
SÖNGSETUR Estherar Helgu
fagnar fjórtánda starfsári sínu og
opnar veturinn í nýju húsnæði að
Auðbrekku 2, Kópavogi. Starfsemi
skólans verður með svipuðu sniði og
undanfarin ár.
Byrjendanámskeiðin fyrir unga
sem aldna, laglausa og lagvísa verða
sem fyrr þungamiðja starfseminnar.
Þessi námskeið hafa verið sívinsæl
og gefið fólki kost á að læra að beita
röddinni sinni og njóta þess að
syngja, hjá sumum í fyrsta sinn á
ævinni, segir í fréttatilkynningu.
Námskeiðin eru 12 vikna og engin
inntökupróf eru fyrir þau.
Regnbogakórinn er kórnámskeið
fyrir þá sem hafa verið á byrjend-
anámskeiði eða öðru sambærilegu
námskeiði og langar til að læra
meira og njóta þess að syngja með
öðru fólki.
Nýtt námskeið í vetur er Dægur-
kórinn sem er kórnámskeið þar sem
áhersla verður lögð á dægurperlur
frá ýmsum tímaskeiðum, gospel og
söngleikjatónlist.
Inntökupróf eru vikuna 9.–14.
september. Kennari og stjórnandi er
Esther Helga Guðmundsdóttir.
Innritun er hafin og kennsla hefst
16. september n.k.
Fjórtánda
starfsár
Söngseturs
Esterar Helgu
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir vitnum að umferðaróhappi sem
varð á bílastæði við Gerðuberg 6.
ágúst sl., einhvern tíma á milli klukk-
an 12:50 og 16:00.
Ekið var á vinstra framhorn blárr-
ar Volkswagen Golf-bifreiðar. Tjónið
er tilfinnanlegt en sá sem því olli ók
af vettvangi án þess að tilkynna um
áreksturinn. Þeir sem hafa einhverj-
ar upplýsingar um málið eru vinsam-
legast beðnir að hafa samband við
lögregluna í Reykjavík.
Lýst eftir
vitnum
NÚ stendur yfir undirbúningur
fyrir Þjóðahátíð Austfirðinga sem
fram fer á Seyðisfirði 28. sept-
ember nk. Þar munu Austfirðingar
af erlendu bergi brotnir koma að
með menningarviðburðum af ýmsu
tagi. Um þessar mundir býr fólk
frá um 40 löndum, alls um 300
manns, á Austfjörðum. Tilgangur
þjóðahátíðarinnar er að auka sam-
gang Austfirðinga allra og draga
fram í dagsljósið hvað aðkomufólk
hefur fram að færa til samfélags-
ins annað en þau störf sem það
sinnir.
Lokaundirbúningur stendur nú
sem hæst, fjölbreytt skemmtidag-
skrá verður á sviði þar sem m.a.
verður boðið uppá dans, söng,
hljóðfæraleik og fleira. Þá verða
kynningar á þjóðlöndunum með
fjölbreyttum hætti m.a. þjóðlegum
réttum
Á sérstökum bás verður íslensk
menning. Gerð verður sjónvarps-
mynd um hátíðina og undirbúning
hennar. Efnt verður til mynda-
samkeppni meðal grunnskólabarna
á Austurlandi, einnig verður sam-
sýning listamanna á Austurlandi
með alþjóðlegum blæ.
Með þjóðahátíð skapast tæki-
færi til að kynnast aðfluttum Aust-
firðingum, menningu þeirra og
þeim mannauði sem þeir færa okk-
ur, segir í fréttatilkynningu. Heið-
ursgestur Þjóðahátíðar Austfirð-
inga verður frú Vigdís Finnboga-
dóttir, fv. forseti Íslands.
Í október á síðasta ári stóð
Rauði krossinn á Austurlandi fyrir
þjóðahátíð hinni fyrstu á Austur-
landi. Auk rauðakrosssjálfboðaliða
var leitað til fjölda fyrirtækja,
stofnana og einstaklinga til að
koma að þessu verkefni á einn eða
annan hátt. Vel á annað þúsund
manns komu á hátíðina. Stór hluti
þeirra, sem eru af erlendu bergi
brotnir, kom að hátíðinni með ein-
um eða öðrum hætti, kynnti sitt
land og sína menningu. Nánari
upplýsingar er að finna á slóðinni:
http://thjodaust.redcross.is
Þjóðahátíð
Austfirðinga
undirbúin PÁLL Kr. Pálsson kennir hvernig
gera á góða viðskiptaáætlun á nám-
skeiði hjá Endurmenntun HÍ sem
hefst þriðjudaginn 24. sept. kl.
16:00.
Þetta er ítarlegt námskeið sem
lýkur í nóvember og verður fjallað
er um öll atriði við gerð viðskipta-
áætlana s.s. skilgreiningu á við-
skiptahugmynd, greiningu á mark-
aði og markaðssetningu, sölu og
samkeppni. Einnig verður farið í
vernd hugverka og einkaleyfi. Á
námskeiðinu vinna þátttakendur
verkefni sem eru sprottin úr við-
skiptahugmyndum þeirra eða tengj-
ast þeirra vinnustað.
Í lokin hafa þeir í höndum full-
mótaða viðskiptaáætlun með arð-
semismati og tillögum um hvernig
verkefninu skuli hrint í framkvæmd.
Frekari upplýsingar um nám-
skeiðið eru á vefslóðinni www.end-
urmenntun.is og þar er jafnframt
hægt að skrá sig, segir í fréttatil-
kynningu.
Námskeið í
gerð viðskipta-
áætlana
HELGINA 20.–22. september hefst
jógakennaraþjálfun á vegum Yoga
Studio. Þjálfun hefur verið haldin síð-
an 1997 og er orðinn fastur liður í
starfsemi jógastöðvarinnar. Kennari
er sem fyrr Ásmundur Gunnlaugs-
son.
Þjálfunin hentar ekki aðeins þeim
sem vilja gerast jógakennarar heldur
er öflugt sjálfsþekkingar- og þroska-
námskeið. Hún hentar t.d. þeim sem
vinna með einstaklinga eða hópa og/
eða þeim sem vilja dýpka jógaástund-
un sína, segir í fréttatilkynningu. Ás-
mundur heldur kynningarfund laug-
ardaginn 14. september kl. 17, í Yoga
Studio, Auðbrekku 14 í Kópavogi.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.yogastudio.is.
Kynningar-
fundur um
jógakennslu
HALDINN var félagsfundur í kjör-
dæmisráði Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs í Suðurkjördæmi í
Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi
7. september 2002.
Steingrímur J. Sigfússon formað-
ur flokksins fjallaði um stjórnmál
líðandi stundar. Rætt var um sam-
eiginlegar áherslur í nýju kjördæmi
í komandi kosningum og hvernig
best verður að undirbúa koninga-
baráttuna. Valin var uppstillinga-
nefnd og henni falið að hefja störf
sem fyrst.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt á fundinum.
„Fundur í kjördæmisráði Vinstri-
hreyfingarinnar græns framboðs í
Suðurkjördæmi haldinn í Vogum 7.
september 2002 mótmælir öllum
áformum um frekari virkjanir og
vatnsmiðlun í efsta hluta Þjórsár og
Þjórsárverum.
Óumdeilt er að Norðlingaöldu-
veita mundi valda verulegum óaft-
urkræfum spjöllum í Þjórsárverum.
Fundurinn lýsir undrun á úrskurði
Skipulagsstofnunar og skorar á um-
hverfisráðherra og Alþingi að hafna
öllum áformum um frekari fram-
kvæmdir á svæðinu.“
Frekari
virkjanafram-
kvæmdum
verði hafnað
MAGNÚS Stefánsson alþingismað-
ur hefur ákveðið að gefa kost á sér í
fyrsta sæti fyrir Framsóknarflokk-
inn í Norðvesturkjördæmi.
Magnús hefur setið tæp tvö kjör-
tímabil á Alþingi sem þingmaður í
Vesturlandskjördæmi. Í yfirlýsingu
sem Magnús sendi frá sér um
helgina segir m.a:
„Á kjördæmisþingi Framsóknar-
manna í Norðvesturkjördæmi, þann
16. nóvember nk., verður ákveðið
með kosningu hverjir muni skipa
efstu sæti á framboðslista flokksins
fyrir komandi alþingiskosningar. Ég
hef ákveðið að gefa kost á mér í
fyrsta sæti á framboðslista Fram-
sóknarflokksins í þessari kosningu
og mun á næstu dögum skila inn
formlegu erindi þar að lútandi til
kjörnefndar.“
Gefur kost á
sér í Norðvest-
urkjördæmi