Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 18
ÁR LIÐIÐ FRÁ HRYÐJUVERKUNUM Í BANDARÍKJUNUM
18 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„BANDARÍKIN eiga í stríði,“ endurtekur
George W. Bush Bandaríkjaforseti. En bar-
áttan gegn hryðjuverkjum er ólík öllum öðrum
stríðum – aðgerðir á heimavelli eru lítt sýni-
legar og afgerandi sigra er jafn erfitt að festa
hendur á og óvininum óljósa.
Heima fyrir þurfti Bandaríkjaher að fylkja
liði eftir hryðjuverkaárásirnar hinn 11. sept-
ember með allt öðrum hætti en á tímum
„venjulegra“ stríðsátaka eins og í síðari heims-
styrjöld eða í stríðunum í Kóreu eða Víetnam.
Þetta er sannarlega stríð ójafnra andstæð-
inga, leyst úr læðingi af smáum en stórhættu-
legum óvini á hendur risaveldi, að mati Steve
Aftergoods, öryggismálasérfræðingi hjá
Bandalagi bandarískra vísindamanna (Federa-
tion of American Scientists, FAS). „Við höfum
átt í ýmsum stríðum á erlendri grundu, en
heima í Bandaríkjunum hefur ekkert stríð haft
veruleg áhrif á daglegt líf fólks í mjög langan
tíma,“ segir hann og bendir á að árásin á Perlu-
höfn, þegar Japanar gerðu árás á Hawaii árið
1941, hefði átt sér stað langt frá meginlandi
Norður-Ameríku.
Hryðjuverkaárásirnar fyrir réttu ári
kveiktu mikið föðurlandsástarbál meðal
Bandaríkjamanna; þjóðfáninn blakti hvert sem
litið var – á bílum, húsum og í görðum, og andi
fórnfýsi og þjóðhollustu fór eins og eldur í sinu
um landið þvert og endilangt. Forgangsröðun
ríkisútgjalda sveiflaðist skyndilega í átt að
þörfum landvarna.
Tveir mælikvarðar á árangur
En bandaríska þjóðin og fjölmiðlar í landinu
hafa enn ekki náð sér af áfallinu af hörmung-
aratburðunum sem almennt er vísað til vestra
sem „9–11“.
Að sögn Aftergoods mun árangur í þessu
sérstaka stríði verða mældur á tvennan hátt;
eftir því hvort til nýrra hryðjuverkaárása kem-
ur og hvort fleiri virkir al-Qaeda-liðar eru
drepnir eða handsamaðir.
Bush forseti brást fljótt við sjálfsmorðsárás-
unum í New York og Washington með því að
segja hryðjuverkum stríð á hendur sem óhjá-
kvæmilegt yrði að myndi dragast á langinn og
krefjast fórna.
Innan við mánuði eftir árásirnar 11. sept-
ember hófu bandarískar hersveitir sprengju-
árásir á Afganistan og tókst á skömmum tíma
að hrekja talibanastjórnina frá völdum, en hún
hafði skotið skjólshúsi yfir starfsemi al-Qaeda-
hryðjuverkasamtakanna og leiðtoga hennar,
Osama bin Laden. Stjórnvöld í Washington
álíta það sannað að bin Laden hafi verið pott-
urinn og pannan í skipulagningu hryðjuverka-
árásanna.
Bush forseti hét því ennfremur að sjá til þess
að hvergi í öllum heiminum gætu hryðjuverka-
menn fundið sér örugga höfn og hernaðarráð-
gjafar Bandaríkjamanna voru gerðir út af örk-
inni til fjarlægra landa eins og Filippseyja,
Jemen og Georgíu í þeim tilgangi að reyna að
uppræta meint útibú al-Qaeda-samtakanna.
Bandaríska varnarmálaráðuneytið efldi
einnig herstöðvanet sitt úti um allan heim,
einkum og sér í lagi í Mið-Asíu. Samtímis þessu
einbeitti bandaríska leyniþjónustan sér að því
að freista þess að snúa á hryðjuverkamenn
hvar sem er í heiminum, m.a. með því að reyna
að stöðva fjárstreymi til þeirra.
Bandaríski varnarmálaráðherrann Donald
Rumsfeld er að velta fyrir sér möguleikunum á
því að beita bandarískum sérsveitum erlendis
af meiri ágengni en þekkzt hefur hingað til.
Þessar sérsveitir, sem gegndu mikilvægu hlut-
verki í hernaðinum í Afganistan, kynnu að vera
sendar í leynilega leiðangra til að drepa eða
handsama áhrifamenn al-Qaeda hvar sem þá
er að finna á jörðinni.
Bandaríkjastjórn ákvað líka nýja stefnu um
„fyrirbyggjandi hernaðaríhlutun“ m.a. í lönd-
um sem flokkuð eru með „öxli hins illa“ eins og
Bush hefur orðað það, en til þessa flokks eru
talin ríki eins og Írak, Norður-Kórea og Íran á
þeirri forsendu að grunur leikur á að stjórn-
völd í þessum löndum séu að þróa gereyðing-
arvopn. Bush
óttast að
hryðjuverka-
menn geti
komið hönd-
um yfir slík
vopn og að
slíkt geti end-
að með dauða
hundraða
þúsunda
fórnarlamba.
„Það sem árásirnar kenna okkur er að hætt-
an sem stafar af gereyðingarvopnum er ekki
lengur fræðilegs eðlis,“ sagði Robert Lieber,
stjórnmálafræðiprófessor við George-
town-háskóla í Washington.
„Sé gereyðingarvopnum, hryðjuverkum og
djöfullega innrættum einstaklingum á borð við
Saddam Hussein blandað saman verður út-
koman sannarlega baneitruð,“ sagði hann.
„Þessi blanda er sú tegund ógnar sem Banda-
ríkin hafa staðið frammi fyrir síðan 11. sept-
ember og endurskilgreining varna okkar hefur
miðazt við fremur öllu öðru.“
Lieber styður röksemdafærsluna að baki
fyrirbyggjandi innrás í Írak, þrátt fyrir að sú
hugmynd hafi mætt mikilli andstöðu ekki að-
eins í Evrópu og Mið-Austurlöndum heldur
einnig innan raða forystusveitar stjórnmál-
anna í Bandaríkjunum sjálfum.
Rumsfeld varar við því að búast við afger-
andi sigri. „Okkur hefur orðið vel ágengt í
stríðinu gegn hryðjuverkum,“ sagði hann. Þó
væri það fjarri því búið, hvort sem væri í Afg-
anistan eða annars staðar í heiminum. „Stríð er
að sjálfsögðu háð í þoku og skugga,“ sagði
varnarmálaráðherrann. „Það er aldrei að vita
hvar óvinurinn er niðurkominn eða hverju
hann tekur næst upp á.“
Stríð – en ólíkt öðrum
Washington. AFP.
AP
Slökkviliðsmenn draga fánann að húni í rúst Tvíburaturnanna síðdegis 11. september.
’ Það er aldreiað vita hvar óvin-
urinn er niður-
kominn eða
hverju hann tek-
ur næst upp á. ‘
ÁRI eftir hryðjuverkin í Bandaríkj-
unum er enn margt á huldu um flug-
ræningjana 19. Nokkrum dögum
eftir árásirnar voru bandarísk yf-
irvöld að vísu búin að slá því föstu
hvaða menn hefðu verið að verki,
nöfn þeirra, þjóðerni og aldur kom í
ljós með því að kanna upplýsingar
hjá flugfélögum og öðrum aðilum.
Vitað er að 15 mannanna voru frá
Sádi-Arabíu, hinir frá Egyptalandi,
Líbanon og Sameinuðu arabísku
furstadæmunum. Flestir voru á þrí-
tugsaldri, komu úr arabískum mið-
stéttarfjölskyldum sem ekki voru
þekktar fyrir bókstafstrú. Menn-
irnir ferðuðust um allan heim, voru
í Pakistan, Afganistan, Þýskalandi,
á Spáni, í Malasíu og Tékklandi, oft
tveir saman. Þeir stunduðu nám og
unnu í Evrópu og Bandaríkjunum,
áttu auðvelt með að laga sig að vest-
rænu samfélagi, stungu yfirleitt
ekki í stúf í útliti eða hegðun. Í
stuttu máli, þeir líktust á engan hátt
ímynd ofstækisfulls múslíma.
Hatur á Bandaríkjunum
Hvað rak þá áfram og hvernig
var hægt að telja þá á að vinna
ódæðið? Almennt er gert ráð fyrir
að þeir hafi hatað Bandaríkin og
Ísrael en um flesta þeirra verður að
segja að fátt er vitað með vissu hvað
bærðist í huga þeirra. Ekki er held-
ur vitað með vissu hvenær þeim var
sagt að þeir ættu að fljúga flugvél-
unum á World Trade Center-
turnana og Pentagon. Osama bin
Laden, leiðtogi al-Qaeda, sagði á
frægu myndbandi að þeim hefði
verið sagt það er þeir voru að fara
um borð. Fjórða flugvélin sem rænt
var hrapaði í Pennsylvaníu vegna
þess að farþegarnir réðust á ræn-
ingjana en talið er víst að ætlun
hryðjuverkamannanna hafi verið að
fljúga henni á þinghúsið í Wash-
ington.
Saksóknarar vestra segja að allt
bendi til þess að Egyptinn Mohamm-
ed Atta hafi verið leiðtogi 19-
menninganna og hann hafi ásamt
Líbananum Ziad Jarrah og Marwan
Al-Shehhi frá Furstadæmunum
myndað al-Qaeda-sellu í Þýskalandi
seint á tíunda áratugnum.
Þeir bjuggu í Hamborg þar sem
þeir stunduðu háskólanám og unnu
við að pakka tölvum. Allir stunduðu
þeir félagslíf múslíma í borginni,
sóttu moskur og hátíðir múslíma-
samfélagsins. Jarrah átti unnustu
en skrifaði henni kveðjubréf daginn
áður en hann rændi vél United Air-
lines-félagsins ásamt félögum sín-
um. Hann sagðist ekki myndu snúa
aftur.
Ættingjar ungu mannanna neit-
uðu í fyrstu að trúa því sem sagt var
um þátttöku ungu mannanna í árás-
unum. Sumir töldu víst að um mis-
tök væri að ræða og Bandaríkja-
menn færu mannavillt. En þeir hafa
orðið að horfast í augu við veru-
leikann vegna þess að ungu menn-
irnir hafa ekki komið fram.
Bandarískir embættismenn telja
að margir árásarmannanna hafi
notið þjálfunar í búðum al-Qaeda í
Afganistan en einnig sóttu þeir flug-
skóla í Bandaríkjunum, sjö þeirra
voru fyrir með flugmenntun. En
ekki var hún alltaf upp á marga
fiska. Hani Hanjour sagðist hafa 600
stunda þjálfun að baki en kennara
við flugskóla í Maryland fannst
hann svo lélegur að honum var neit-
að að fljúga einum. Flestir mann-
anna komust með löglegum hætti
inn í landið en alls staðar vöktu þeir
samt tortryggni hjá einhverjum.
Viðvaranir báru þó ekki árangur.
Bjuggu víða um Bandaríkin
Tveir mannanna, bræðurnir Wal-
eed og Wail Alshehri, fóru til Flór-
ída. Sjoppueigandi í Delray Beach
man eftir því að þeir keyptu hjá
honum gosdrykki og sælgæti dag-
inn fyrir árásirnar. Nú er talið víst
að 13 af mönnunum 19 hafi komið til
Bandaríkjanna á tímabilinu frá 23.
apríl til 29. júní 2001. Þeir bjuggu
oft í notalegum úthverfum stór-
borga í mörgum sambandsríkjum,
Nevada, New York, New Jersey,
Oklahoma, Arizona, Virgíníu, Maine
og Massachusetts.
Hvers konar
menn og
hvers vegna?
Margt er enn óljóst um
19-menningana sem tóku rúmlega
3.000 manns með sér í dauðann
Reuters
Mennirnir 19 sem tóku þátt í árásinni 11. september í fyrra. Enn er
óljóst hvort Zacarias Moussaoui átti að taka þátt í hryðjuverkinu en
hann var handtekinn skömmu áður en árásirnar voru gerðar.
New York. AP.