Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 20
Reuters Osama bin Laden HAUSTIÐ 1999 var Egyptinn Mo- hammed Atta 31 árs gamall nemi í húsagerðarlist í Þýskalandi, óþekktur maður en þegar staðráðinn í að ráðast með eftirminnilegum hætti á þá sem hann taldi óvini sína, segir í grein í The New York Times. Að sögn bandarískra embættismanna hefur tekist að rekja feril hans að verulegu leyti. Vitað er að 29. nóvember 1999 steig Atta upp í flugvél Turkish Airl- ines í Istanbúl, hélt til Karachi í Pak- istan og þaðan í æfingabúðir sem al- Qaeda, alþjóðleg hryðjuverkasamtök sádi-arabíska auðkýfingsins Osama bin Ladens, ráku. Atta var þar sýnd- ur mesti heiður sem liðsmanni í hin- um alþjóðlega múslímaher hryðju- verka getur hlotnast: hann fékk áheyrn hjá bin Laden. Ekki hefur áður verið skýrt frá þessum fundi, að sögn blaðsins. Bandarískir rannsóknarmenn telja að með Atta hafi verið fleiri úr hópnum sem stóðu fyrir árásunum 11. sept- ember, tæpum tveim árum síðar, og hafi mennirnir tjáð bin Laden að þeir vildu taka að sér ákveðið verk. Upp- lýsingar um fundinn hafa m.a. fengist í yfirheyrslum yfir al-Qaeda-mönnum sem teknir voru til fanga eftir átökin í Afganistan. En einnig voru sumir handsamaðir í Pakistan, meðal þeirra er Abu Zubaydah, æðsti leiðtogi sam- takanna sem náðst hefur. Upplýsingar fanganna um fund Atta og bin Ladens þykja leiða sterk rök að því að bin Laden hafi sjálfur stutt við bakið á árásarmönnunum en einnig hafa komið fram öflugar vís- bendingar í þá átt í ummælum bin Ladens sjálfs á myndböndum sem sjónvarpsstöðin Al-Jazeera í Persa- flóaríkinu Katar komst yfir. Lauslegt samráð Skipulagið að baki hryðjuverkanna 11. september er þó enn hulið þoku en ýmislegt bendir til þess að fjölmargir hópar íslamskra ofstækismanna um allan heim hafi með sér lausleg sam- tök og samráð. Frá því um 1995 virð- ast mörg þó hafa tekið upp æ nánari samvinnu við al-Qaeda. Auk þeirra sem beinlínis tóku þátt í árásinni 11. september kom fjöldi hjálparkokka við sögu, til dæmis menn sem fluttu skilaboð eða peninga milli staða, en giskað er á að aðgerðin öll hafi kostað allt að 600 þúsund dollara, röskar 50 milljónir króna. Oft minnir samstarfið á boðhlaup, segir The New York Times, ef einum hópnum mistekst tekur annar við og lýkur verkinu. Árið 1993 komu hermdarverkamenn fyrir sprengju í kjallara annars World Trade Center- turnsins í New York en þótt miklar skemmdir yrðu og sex manns biðu bana tókst ekki að fella turninn eins og ætlunin mun hafa verið. Ekki hef- ur tekist að fá úr því skorið hvort bein tengsl voru milli þeirra sem stóðu að verkinu og hinna sem gerðu árásina á turnana í fyrra en miklar líkur eru taldar á því að tilræðið 1993 hafi verið hvatinn að mörgum síðari árásum. Tveim árum síðar, 1995, kom lögregl- an á Filippseyjum fyrir tilviljun upp um menn sem ætluðu að sprengja 12 bandarískar þotur yfir Kyrrahafi. Ekki er hægt að fullyrða að Atta hafi átt hugmyndina að árásunum í september en hann virðist hafa tekið fljótt forystuna og tryggt að hug- myndin yrði að veruleika. „Það er margt í sambandi við samsærið sem við munum aldrei geta vitað með vissu nema hægt verði að fá einhvern sem tók þátt í því til að segja frá því hvar hugmyndin varð til og hvernig það var skipulagt,“ segir háttsettur embættismaður í samtali við The New York Times. Brúðkaup í Hamborg Í október 1999 mættu nokkrir menn í brúðkaup Said Bahaji í Quds- moskunni í Hamborg en Bahaji var þýskur múslími af marokkóskum ætt- um. Talið er að hann hafi stjórnað að- dráttum fyrir al-Qaeda-sellu í borg- inni. Rannsóknarmenn telja nú að brúðkaupið hafi verið einn mikilvæg- asti þátturinn í atburðarás sem leiddi til hörmunganna í fyrra. Í moskunni voru menn frá ýmsum löndum og lík- legt að þeir hafi, hver með sínum hætti, tekið þátt í samsærinu er hafi átt upptök sín á staðnum. Einn af mönnunum var annar Þjóð- verji af marokkóskum ættum, Mo- hammed Heidar Zammar, sem sagð- ur er hafa fundið nýja liðsmenn fyrir al-Qaeda með því að fylgjast með ungum, heittrúuðum múslímum er sóttu bænastundir í moskunni. Lík- legastir eru taldir til afreka þeir sem uppfylltu skilyrði um sterka skapgerð og óserhlífni, að sögn Magnus Ran- torps, sænsks sérfræðings í starfi hryðjuverkasamtaka, en hann starfar við St. Andrews-háskólann í Skot- landi. „Þeir kanna bakgrunn manna,“ segir hann um þá sem safna liði. „Síð- an kemur að því að kanna andlega styrkinn, ekki er nóg að styðja mál- staðinn af kappi.“ En trúrækni þeirra sem ávallt mæta klukkan fimm á morgnana til bæna er varla hægt að efast um. Atta er lýst svo að hann hafi verið vel að sér, talað ágæta ensku og þýsku og því átt auðvelt með að bjarga sér á löngum og tíðum ferða- lögum sínum heimshornanna á milli. En mikilvægasti eiginleiki hans virð- ist hafa verið ofstækið sem olli því að hann hvikaði hvergi þegar hann hafði sett sér ákveðið takmark í lífinu. Einn af helstu samverkamönnum Atta var Ramzi bin al-Shibh sem bjó með honum í Hamborg. Al-Shibih sótti árið 2000 leynilegan fund nokk- urra herskárra múslíma í Malasíu með fulltrúum al-Qaeda. Bandaríska leyniþjónustan, CIA, fékk veður af fundinum og lét lögregluna í Malasíu vita. Hún tók myndir af þátttakend- um en kom hins vegar ekki fyrir upp- tökutækjum, þess vegna er ekki vitað hvað var til umræðu. En á fundinum voru menn sem síðar tóku þátt í til- ræðinu 11. september, þeir rændu og flugu fjórðu vélinni og höfðu þjálfað sig í Kaliforníu og Arizona. Hinir flug- mennirnir hlutu þjálfun í Flórída ásamt Atta. Fundur með Íraka í Prag? Bandaríkjamenn álíta nú að 37 ára gamall Kúveiti, Khalid Shaik Mohammed, hafi verið einn af helstu skipuleggjendum árásanna ásamt Atta. Mohammed var m.a. kunningi Ramzi Yousef er stóð fyrir árásinni á World Trade Center 1993, sennilega eru þeir frændur. Yosef var handtek- inn á Filippseyjum skömmu eftir til- ræðið 1993 og situr nú í fangelsi. Eitt af því sem oft hefur verið fjallað um eru fullyrðingar þess efnis að Atta hafi hitt fulltrúa leyniþjón- ustu Saddams Husseins Íraksforseta í Prag. Vitað er að hann fór til borg- arinnar árið 2000 en staldraði þá að- eins við í eina nótt enda á leiðinni frá Hamborg til Newark í Bandaríkjun- um. Ekki er vitað hvaða erindi hann átti þá til Tékklands en ljóst að hann taldi mikilvægt að koma þar við vegna þess að í fyrstu var honum snúið við, vegabréfsáritun hans var ógild. Hann fór aftur til Þýskalands en sneri aftur til Prag, nú með gilda áritun. Tékkneskir embættismenn segja að Atta hafi komið aftur í apríl 2001 og hafi hann þá hitt að máli Ahmed Khalil Ibrahim Samir al-Ani, íraskan leyniþjónustumann. Sumir banda- rísku rannsóknarmennirnir draga þá frásögn í efa, segja að ekki séu neinar heimildir hjá bandarískum yfirvöld- um um að Atta hafi farið frá Banda- ríkjunum í apríl. Einnig segja nokkir tékkneskir leyniþjónustumenn að heimildarmaðurinn fyrir fundinum hafi verið arabískur uppljóstrari sem hafi fyrst haft samband eftir að andlit Atta var orðið heimsþekkt eftir árás- ina í september. Hann gæti hafa farið mannavillt. En aðrir benda á að tékk- neski innanríkisráðherrann, Stanisl- av Gross, hafi margsinnis staðfest sannleiksgildi frásagnarinnar. Mohammed Atta var leiðtogi hryðjuverkamannanna 19 Átti fund með bin Laden í Afganistan Bandaríkjamenn telja að árásin í fyrra hafi verið tvö ár í undirbúningi og al-Qaeda hafi hjálpað tilræðismönnum Reuters Þessi mynd var tekin með eftirlitsmyndavél á flugvellinum í Portland í Maine morguninn sem árásirnar voru gerðar á Bandaríkin. Tveir flug- ræningjar, Abdulaziz Al-Omari (fyrir miðju) og Mohammed Atta (t.h.), sjást þar ganga framhjá öryggisvörðum á flugvellinum. Þeir héldu flug- leiðis til Boston og fóru þar um borð í farþegaþotu sem þeir rændu ásamt félögum sínum og flugu á World Trade Center í New York. ÁR LIÐIÐ FRÁ HRYÐJUVERKUNUM Í BANDARÍKJUNUM 20 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Klapparstíg 44, sími 562 3614 10 tegundir Verð kr. 1.995 Nýkomin aftur skurðabretti Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.is, fjallar einnig í máli og myndum um hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin 11. september í fyrra. 11. september á Netinu ARABÍSKA gervihnattasjónvarps- stöðin Al-Jazeera sendi út í gær langa útdrætti úr myndbandi, þar sem heyra má rödd manns sem sögð er vera Osama bin Laden nefna alla mennina nítján sem frömdu flug- ránin í Bandaríkjunum hinn 11. september í fyrra. Í útsendingunni í gær var sýnt meira af myndbandi sem bútur var sýndur af á Al-Jazeera á mánudags- kvöld. Þar heyrðist sama röddin nefna fjóra forsprakka hryðjuverka- árásanna 11. september, þ.e. Mo- hammed Atta, Marwan Al-Shehhi, Ziad Jarrah og Hani Hanjour. Í út- sendingunni í gær heyrðist röddin nefna hvern og einn flugræningj- anna 19 og fæðingarstað þeirra auk þess að hlaða þá lofi fyrir trúfestu. Engin leið var að fá staðfest hvort röddin væri sannanlega bin Ladens né heldur hvenær upptakan var gerð. Hvar hann er niðurkominn er á huldu og sögur hafa einnig gengið um að hann sé ekki lengur á lífi. „Þessir menn (flugræningjarnir) hafa gert sér grein fyrir því að eina leiðin til að ná fram réttlæti og sigr- ast á óréttlæti er með heilögu stríði í þágu málstaðar Guðs,“ sagði röddin. Önnur rödd á upptökunum sem sendar voru út í gær heyrist segja: „Þeir sáu ungu fólki fyrir beztu lexí- unum og fyrirmyndunum að því hvernig beri að gefa skemmtan og leik upp á bátinn og standa upp og eyðileggja leifarnar af heiðingja- Ameríku.“ Al-Jazeera, sem hefur á síðustu 11 mánuðum sýnt margar myndbands- upptökur með bin Laden, sagði „Sa- hab-fyrirtækið“ hafa séð stöðinni fyrir nýjustu upptökunni, klipptri. Sahab er leyndardómsfullt fyr- irtæki sem þar til fyrir skemmstu hafði eigin heimasíðu á Netinu. Ekki er vitað hvar það hefur bækistöðvar né hver rekur það. Al-Jazeera hefur áður sagt Sahab hafa útvegað fyrri myndbönd með bin Laden sem stöð- in hefur sýnt. Á nýjasta myndbandinu er líka að finna gamla upptöku af hópi ungra manna, sem borin voru kennsl á sem nokkrir flugræningjanna, í æf- ingabúðum í Afganistan einhvern tíma á síðasta ári. Þeir virðast vera að skoða kort, þar á meðal eitt sem sýnir Washington DC-svæðið, og handbækur um stjórntæki í flug- stjórnarklefum. Á öðru upp- tökubroti sést hönd benda á Penta- gon á korti af Washingtonborg. Ný myndbönd sýnd á sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera Allir flug- ræningj- arnir nafn- greindir Kaíró. AP. Reuters Eitt af myndböndum Al-Jazeera frá því fyrr á árinu sýnir einn flugræn- ingjanna, Ahmed Alghamdi, flytja eins konar lokaorð áður en hann hélt til Bandaríkjanna, stuttklipptur og rakaður, til að taka þátt á í árásinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.