Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÁSTA R. Jóhannesdóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, segir margt at-
hyglisvert hafa komið fram á nor-
rænni ráðstefnu um heilbrigðiskerfið,
sem hún sótti í Viborg á Jótlandi á
dögunum. Ásta var á eigin vegum á
ráðstefnunni, en ráðstefnan bar yfir-
skriftina: Heilbrigðiskerfið í spenni-
treyju. „Það er alltaf verið að ræða
hvernig heilbrigðiskerfið er á hinum
Norðurlöndunum. Þess vegna fannst
mér nauðsynlegt að kynna mér stöðu
mála í þessum löndum af eigin raun.“
Ásta segir að samtök stjórnenda í
heilbrigðisþjónustunni á Norðurlönd-
unum hafi staðið að ráðstefnunni, en
þeir haldi ráðstefnur um heilbrigðis-
mál annað hvert ár. Á ráðstefnunnni
tóku þátt stjórnendur og starfsfólk
heilbrigðisþjónustunnar frá öllum
Norðurlöndunum.
„Útgangspunktur ráðstefnunnar
var að norræna heilbrigðiskerfið væri
undir mikilli pressu; frá neytendum
um aukna og betri þjónustu og frá
þjóðunum sjálfum um að halda í þá
grundvallarhugmyndafræði að halda
uppi heilbrigðiskerfi, sem allir eiga
jafnan aðgang að og greitt er með
sameiginlegum sjóðum landsmanna.“
Ásta segir að ein helsta niðurstaða
ráðstefnunnar hafi verið sú að nauð-
synlegt væri að samhæfa betur hin
þrjú stig heilbrigðisþjónustunnar,
þ.e. heilsugæsluna, sérfræðilæknis-
þjónustuna og sjúkrahúsþjónustuna.
„Þarna þyrfti að vera samhæfing en
jafnframt skýr verkaskipting,“ út-
skýrir Ásta. „Það er einmitt mikil-
vægt að gera þetta hér á landi þar
sem grunnheilsugæslan stendur ekki
undir því sem ætlast er til af henni,
sérfræðilæknisþjónustan þenst út og
sjúkrahúsin glíma við stöðugan fjár-
hagsvanda.“
Ásta segir að á ráðstefnunni hafi
aukinheldur verið farið í það hvernig
hin Norðurlöndin hafa unnið að því að
auka gæði heilbrigðisþjónustunnar,
einfalda hana, nýta afkastagetu
sjúkrahúsa og mannafla sem best og
taka á flöskuhálsum, sem gera það að
verkum að sjúklingar fái ekki
þjónustu við hæfi og lengir bið
þeirra.
„Slíkt ástand er hinu opin-
bera dýrt þegar upp er staðið,“
segir Ásta. Hún segir að í Sví-
þjóð sé þannig unnið að því að
auka gæði heilbrigðisþjónust-
unnar á öldrunarsviði. „Svíar
hafa náð góðum árangri nú
þegar með því að spyrja hina
öldruðu og starfsfólkið um
hvað mætti betur fara og fylgja
sjúklingnum eftir í gegnum
þjónustuna til að finna það út.“
Læknisverk kostn-
aðargreind
Ásta segir að fram hafi kom-
ið á ráðstefnunni að hin Norðurlöndin
væru búin að kostnaðargreina lækn-
isverk sem unnin væru á sjúkrahús-
um, en við slíka kostnaðargreiningu
væri notast við svokallaða DRG-
greiningu sem stæði fyrir „diagnostic
related groups“ en það þýddi m.a. að
aðgerðum væri raðað í verðflokka.
„Á ráðstefnunni kom fram að
grundvöllur þess að hægt væri að
reka kerfið á hagkvæman hátt væri
að kostnaðargreina læknisverk þann-
ig að hið opinbera geiddi fyrir hvert
verk fasta upphæð skv. DRG-mæl-
ingunni.“ Ásta segir að á Íslandi sé
þegar byrjað að kostnaðargreina
læknisverk. Hún segir þó að Íslend-
ingar séu ekki komnir nógu langt í því
ferli.
Ásta segir einnig að fram hafi kom-
ið að föst fjárlög hentuðu ekki sjúkra-
húsrekstri til að ná fram sem hag-
kvæmustum rekstri og nýtingu.
Betra væri að blanda aðferðum við
fjárveitingar, t.d. að hafa föst fjárlög
að hluta og svo fjárframlög sem væru
árangurstengd og þá væri greitt fyrir
þau læknisverk eða þær aðgerðir sem
framkvæmdar væru.
„Í erindi sem finnskur læknir hélt
kom fram að fjárveitingar til heil-
brigðiskerfisins þyrftu að hækka um
3% á ári umfram raunaukningu vegna
þess að þjóðin er að eldast sem og
vegna aukinnar tækniþróunar,“ segir
Ásta.
Biðtími verði styttur
Ásta segir að á hinum Norðurlönd-
unum sé lagt mikið upp úr því að
stytta bið sjúklinga eftir þjónustu í
heilbrigðiskerfinu. „Í Danmörku,
Noregi og Svíþjóð er búið að lögfesta
hámarksbið eftir læknisaðgerðum og
hefur verið lagt fram aukið fé til þess
að stytta biðina,“ segir hún. Ásta
minnir á að hún hafi í tvígang flutt
frumvarp til laga á Alþingi um há-
marksbiðtíma sjúklinga. Frumvarpið
hafi hins vegar ekki náð fram að
ganga.
Ásta tekur dæmi um það hvernig
lögin um hámarksbiðina virka á hin-
um Norðurlöndunum. „Í Noregi og
Svíþjóð er t.d. búið að lögfesta þriggja
mánaða hámarksbið eftir læknisþjón-
ustu, en Danir ganga lengra og er há-
marksbiðin þar tveir mánuðir.“ Ásta
segir að skv. lögunum um hámarksbið
eigi sjúklingar rétt á að fá upplýsing-
ar um það þegar þeir fara á biðlista
hversu biðin eftir þjónustunni verður
löng.
„Ef þeir fá ekki þjónustu eftir að
fyrrgreindur hámarkstími er liðinn,
eða að það lítur ekki út fyrir að þeir
muni fá þjónustuna fyrir
þann tíma, geta þeir leitað
annað. Hið opinbera verður
þá að greiða fyrir þjón-
ustuna á nýja staðnum skv.
DRG-mælingunni, sömu
upphæð og upprunalegi
spítalinn hefði fengið. Sjúk-
lingarnir hafa þá val um það
hvar þeir fara í viðkomandi
aðgerð. Ef þeir ákveða að
fara til annarra landa í að-
gerðina verða þeir að greiða
ferðakostnaðinn sjálfir,“
segir Ásta og heldur áfram.
„Ég er á því að við þurfum
að taka á þessum málum hér
á landi með því að lögfesta
hámarksbið eins og ég hef
lagt til á Alþingi,“ segir
Ásta, „en til þess þarf að
vera búið að kostnaðar-
greina læknisverkin. Menn
þurfa einnig að vera tilbúnir
til að leggja fram fjármuni
til að stytta biðina, hagræða
og samræma vinnuna og
nýta betur afkastagetu spít-
ala.“
Ásta bætir því við að það
sé óþolandi fyrir sjúklinga
að þurfa að búa við það að
bíða mánuðum og jafnvel ár-
um saman eftir þjónustu í
heilbrigðiskerfinu. „Það
rænir þá lífsgæðum auk
þess sem það er mjög dýrt fyrir hið
opinbera, í lyfjakostnaði, trygginga-
bótum, vinnutapi og vanlíðan sjúk-
lingsins svo eitthvað sé nefnt.“ Þá
komi þessi kosnaður niður á öðrum
stöðum í heilbrigðiskerfinu.
„Þó tel ég ekki raunhæft að við get-
um að öllu farið að dæmi frænda okk-
ar um aukið val um það hvar menn fái
þjónustuna. Þetta eru fjölmennar
þjóðir með mörg stór sjúkrahús og
því möguleiki á meira vali. Hér eru
margar aðgerðir aðeins gerðar á
Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi
og ekki á færi annarra hér m.a. vegna
tækjakosts og sérþekkingar.“
Gæði þjónustunnar
metin
Að sögn Ástu var á ráðstefnunni
einnig fjallað um mikilvægi þess að
meta gæði heilbrigðisþjónustunnar.
„Danir lögfestu opinbert gæðamat í
júlí sl., en í þeim lögum er m.a. kveðið
á um að upplýsingar um gæði t.d. á
verkum og aðgerðum hvers sjúkra-
húss og hvers læknis, skuli vera öllum
sjúklingum aðgengilegar, t.d. á Net-
inu,“ segir Ásta.
„Læknar í Danmörku hafa fagnað
þessari lagasetningu,“ segir hún enn-
fremur. „Nú ber 80 sjúkrahúsum þar
í landi að senda upplýsingar um ár-
angur aðgerða í sex sjúkdómaflokk-
um og markmið hafa verið sett um
ákveðinn árangur s.s. að 98% sjúk-
linga með lungnakrabbamein séu á lífi
mánuði eftir aðgerð. Á næstu árum er
síðan gert ráð fyrir upplýsingum frá
þeim um gæði og árangur aðgerða í
fimmtán sjúkdómaflokkum.“
Á ráðstefnunni var einnig fjallað
um hagsmunagæslu fyrir sjúklinga
og segir Ásta að Norðmenn séu mjög
framarlega í því að tryggja réttindi
sjúklinga. „Þar í landi hafa verið í
gildi lög um réttindi sjúklinga frá
árinu 1991,“ segir Ásta og bendir á að
íslensku lögin um réttindi sjúklinga
hafi verið samþykkt á Alþingi árið
1997. Íslensku lögin eru, að sögn
Ástu, að miklu leyti sótt til Norð-
manna. Ásta segir að í Noregi sé hins
vegar bætt um betur því þar sé rekin
stofnun sem ber heitið „Den norske
patient forening“, en sú stofnun gætir
hagsmuna sjúklinga.
„Þessi stofnun heyrir beint undir
norska þingið og er óháð heilbrigð-
isráðuneytinu. Hún hjálpar sjúkling-
um t.d. að kæra telji þeir á sér brotið
og upplýsir þá um réttindi sín og að-
stoðar á ýmsa lund.“ Ásta segir að
fulltrúi frá stofnuninni hafi kynnt
verkefni hennar í umræðuhópi á ráð-
stefnunni um gæði og réttindi sjúk-
linga. Ásta telur að Íslendingar ættu
að líta til þessarar stofnunar Norð-
manna, með það í huga að koma á
svona hagsmunastofnun fyrir sjúk-
linga eða umboðsmanni sjúklinga
svipað og er í Finnlandi, en hlutverk
hans var einnig kynnt á ráðstefnunni.
Meiri dánarlíkur á
einkasjúkrahúsum
Ásta bendir á að aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra, Elsa Friðfinns-
dóttir, hafi haldið erindi á ráðstefn-
unni þar sem m.a. var fjallað um kröf-
ur um aukna einkavæðingu í
heilbrigðiskerfinu. „Hún vitnaði í
nýja rannsókn sem birtist í maí sl. í
riti Kanadísku læknasamtakanna,
sem Kanadamenn gerðu á 26.000
bandarískum sjúkrahúsum á árunum
1982–1995 á dánartíðni sjúklinga á
annars vegar sjúkrastofnunum sem
eru reknar með hagnaðarkröfu og
hins vegar á stofnunum sem reknar
eru án hagnaðar,“ segir Ásta.
„Niðurstaðan var sláandi. Tvö pró-
sent meiri líkur voru á að sjúklingur
dæi á einkastofnuninni sem rekin er
með hagnaði. Yfirfært á aðstæður í
Kanada eru þetta um 2.000 sjúklingar
á ári, jafnmargir og látast þar árlega í
umferðarslysum og jafnmargir og
falla fyrir eigin hendi á ári. Mér fund-
ust þetta vera merkilegar upplýsing-
ar og rök gegn einkavæðingu í heil-
brigðiskerfinu.“
Þá segir Ásta að á ráðstefnunni hafi
komið fram að ekkert samræmi væri
milli þess hve mikið væri sett af fjár-
magni í heilbrigðiskerfið og hversu
sjúklingar væru ánægðir með kerfið.
Þetta þætti henni athyglisvert. „Dan-
ir, sem verja mun minna fé miðað við
þjóðartekjur til heilbrigðismála en
nágrannaþjóðir þeirra, eru mun
ánægðari með þjónustu sína en hin-
ir,“ segir Ásta að síðustu.
Ásta R. Jóhannesdóttir þingmaður sækir norræna ráðstefnu um heilbrigðiskerfið
Ásta R. Jóhannesdóttir
Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, sótti á dögunum
norræna ráðstefnu um heilbrigðiskerf-
ið. Hún segir m.a. í samtali við Morg-
unblaðið að á ráðstefnunni hafi komið
fram mikilvægi þess að samhæfa betur
heilsugæsluna, sérfræðilæknisþjón-
ustuna og sjúkrahúsþjónustuna.
Þurfum að lögfesta
hámarksbið sjúklinga
VEGAGERÐIN hefur auglýst út-
boð vegna byggingar nýrrar brú-
ar yfir Þjórsá og á byggingunni
að vera að fullu lokið í lok sept-
ember á næsta ári. Tilboðum skal
skilað inn fyrir 30. september nk.
Brúin sem um ræðir er 170
metra löng og 11 metra breið, úr
stáli og steinsteypu. Hún verður
byggð í níu höfum og er borin
uppi af 78 metra löngum boga yf-
ir farveg árinnar.
Núverandi brú var byggð árið
1950 og mun hún verða notuð
áfram fyrir umferð hestamanna,
að því er fram kemur í fram-
kvæmdafréttum Vegagerðar-
innar.
Tilbúin í lok september á næsta ári
ÁTTA sóttu um starf framkvæmda-
stjóra Heilbrigðisstofnunarinnar
Suðurnesjum sem auglýst var laust
til umsóknar í ágúst. Eftirtaldir
sóttu um starfið:
Aðalsteinn J. Magnússon, rekstr-
arhagfræðingur, Jónína A. Sanders,
viðskiptafræðingur MBA, Óskar J.
Sandholt, grunnskólafulltrúi, Sigríð-
ur Snæbjörnsdóttir, framkvæmda-
stjóri, Sigurður H. Engilbertsson,
innheimtustjóri, Skúli Thoroddsen,
lögfræðingur, Stella Olsen, skrif-
stofustjóri, og Valbjörn Steingríms-
son, framkvæmdastjóri.
Matsnefnd, sem metur hæfni um-
sækjenda um stöður framkvæmda-
stjóra sjúkrahúsa, sbr. 30. grein laga
um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990,
fer nú yfir umsóknirnar og skilar
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra niðurstöðu sinni. Að fenginni
tillögu stjórnar Heilbrigðisstofnun-
arinnar Suðurnesjum skipar ráð-
herra framkvæmdastjóra til næstu
fimm ára.
Heilbrigðisstofnunin Suðurnesjum
Átta sækja um
starf fram-
kvæmdastjóra