Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 48
FRANSKA kvik- myndaleikkonan Brigitte Bardot, sem er mikill dýra- vinur og harður baráttumaður fyrir réttindum dýra, hefur sent Mette- Marit, krónprins- essu Noregs, opið bréf og biður hana um að aðstoða við að bjarga háhyrn- ingnum Keikó svo hann verði ekki drepinn. Er bréfið skrifað vegna ummæla nokkurra vís- indamanna um að sennilega væri best að lóga Keikó þar sem hann muni varla þrífast í Skálavíkurfirði í Noregi þar sem hann er nú. Í bréfinu gefur Bardot glögg- lega í skyn að hún vænti engrar aðstoðar frá norskum stjórn- völdum enda stundi Norðmenn hvalveiðar. Bardot segist hins vegar telja að Mette-Marit sé tákn fyrir framtíð Noregs og biður hana því um hjálp. Dýravinurinn Brigitte Bardot Biður Mette-Marit að bjarga Keikó Keikó í Noregi. Strákurinn er að gera allt vitlaust um þessar mundir! Reuters 48 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Líf þitt mun aldrei verða eins! Kvikmyndir.is Roger Ebert DV Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX M E L G I B S O N Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. B. i. 12. Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 6, 8 og 10. ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com Kvikmyndir.com SG. DV SV Mbl 1/2 HI.Mbl i i ÓHT Rás2 SK Radíó X Sýnd kl. 10. B.i. 12. 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Sýnd kl. 8 . Enskt tal. Sjáið myndina í frábæru nýju hljóðkerfi Háskólabíós Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i. 12 ára. Rómantísk gamanmynd úr raunveru- leikanum sem fjallar um íslenskan mann, Jón Gnarr, sem verður ást- fangin af Kínverskri stúlku. Ben affleck Morgan Freeman Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 426 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6.45 og 9. B.i. 12. Vit 427 Kvikmyndir.is Roger Ebert DV Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 423 M E L G I B S O N Hetja framtíðarinnar er mætt í frábærri grínmynd! EddieMurphyog RandyQuaidí sprenghlægilegri gamanmynd sem kemur verulega á óvart. Sýnd kl. 4 og 5.Íslenskt tal. Vit 429 “Litla bláa geimveran Stitcher skemmtilegasta persónan sem komið hefur úr smiðju Disney.” “Frábær skemmtun fyrir börn og fullorðna.” “Stitcher ekkert venjulegt Disneykrútt!” ÞÞ Fréttablaðið 1/2 Kvikmyndir.is Það er einn í hverri fjölskyldu! KÓNGSRÍKI fjallanna er fyrsta sólóplata Ingólfs Steinssonar en hann var áður í þjóðlagasveitinni Þokkabót. Lögin eru flest í þægileg- um og þjóðlegum dægurlagastíl og textarnir skipa há- an sess. Þeir eru lipur- lega samdir og falla yfirleitt áreynslu- laust að laglínun- um, og má geta þess að Ingólfur hefur samið fjölda texta fyrir aðra lagasmiði. Fortíðin er Ingólfi hugleikin, bæði fjarlægð sögunnar og persónuleg fortíð og hann lítur m.a. um öxl til uppvaxt- aráranna, nokkuð nostalgískur, og bregður upp myndum sem lýsa stemmningu bítlaára og síldar- sumra. Nokkur laganna eru samin við kvæði þjóðkunnra skálda og til dæmis er hér að finna lag við kvæði Jóns Helgasonar, „Áfanga“ en það gengur ekki vel upp því rödd Ingólfs liggur fremur hátt og á illa við þung- ann og vigtina í kvæði Jóns. Ef til vill hefði farið betur að fá annan til að syngja lagið og þetta á reyndar við fleiri lög því mér finnst Ingólfur ekki hafa mikla söngrödd, hún er fremur veik og býr ekki yfir miklum blæ- brigðum. Þetta verður að teljast stór galli þegar um svona „söngva- skálda“-tónlist er að ræða. Forn- eskjuleg raddbeitingin í „Nútíma- rímu“ er t.d. alveg misheppnuð – þótt hún eigi að kallast á við efni lagsins þá virkar þetta meira eins og grín og hið sama má segja um jóðl- kenndan sönginn í „Leikur í lyndi“. Einhæfur áhersluþungi í lok hverrar hendingar í laginu „Á sjoppunni“ („stelpu-num/kvöldu-num“) verður þreytandi og eyðileggur fyrir annars frísklegu lagi. Lögin sjálf eru nefnilega ágætlega melódísk og þægileg áheyrnar, þar sem gítarinn er meginstoðin og línan brotin upp með t.d. flautu, munn- hörpu eða saxófónsprettum. Smekk- leg þverflauta og gítarleikur sem minnir á mandólín í laginu „Þjóðlag“ sem samið er við kvæði Snorra Hjartarsonar, skapar hljóðheim sem nær vel þjóðsagnaanda kvæðisins og hér hæfir rödd Ingólfs vel laginu, verður beinlínis viðkvæmnisleg. „Ísaland“ er líka áheyrilegt þar sem skeiðað er yfir Íslandssöguna í létt- um takti með innslagi frá Dan Cass- idy á fiðluna. Einna best finnst mér þó takast í titillagi plötunnar, „Kóngsríki fjallanna“ þar sem sungið er um heimabæ Ingólfs, Seyðisfjörð, og uppvaxtarárin þar: „Við uxum þarna krakkar úr Kaldastríðsgrasi/í kóngs- ríki fjallanna/í þjóðsagnaheimi og furðuleik fimmbíóa.“ Þetta er ljúft lag þar sem angurværðin næst vel, bæði í texta og lagi, með fallegu saxófónsólói Kristins Svavarssonar og röddun sem gerir sönglínuna blæ- brigðaríkari. Dæmi sem þessi gera plötuna að eigulegum grip, þótt heildin hefði þolað meiri grisjun og hvassari útsetningar. Tónlist Fjarðar- minni Ingólfur Steinsson Kóngsríki fjallanna Útgefandi Tunga Lög eftir Ingólf Steinsson sem syngur og leikur á gítar og munnhörpu. Textar einn- ig eftir Ingólf fyrir utan þrjú kvæði og eina þjóðvísu. Með Ingólfi spila Ásgeir Ósk- arsson og Steingrímur Guðmundsson á trommur, Haraldur Þorsteinsson og Rich- ard Corn á bassa, Lárus H. Grímsson á hljómborð og flautu og Þórir Úlfarsson á hljómborð, o.fl. Flestar upptökurnar eru frá síðustu fjórum árum en þrjár frá árinu 1987. Steinunn Haraldsdóttir Það er Ingólfur Steinsson sem á veg og vanda af kóngsríki fjallanna. HEATHER Mills, eiginkona Pauls McCartneys, hefur fallist á dómsátt í meiðyrðamáli sem hún höfðaði gegn breska blaðinu Sunday Mirror en blaðið hélt því fram að verið væri að rannsaka meint fjármála- misferli Mills í tengslum við söfnun sem hún stóð fyrir til hjálpar fórn- arlömbum jarðskjálftans í Gujarat á Indlandi á síðasta ári. Mun blaðið greiða Mills jafnvirði um 6,6 millj- óna króna í miskabætur en Mills ætlar að láta féð renna í styrkt- arsjóð fyrir fórnarlömb jarð- sprengja. Sunday Mirror sagði í maí að eft- irlitsnefnd með góðgerðarstarfsemi væri að rannsaka fjármál Mills, sem höfðaði meiðyrðamál þegar í stað. Stephen Taylor, lögmaður Mills, sagði að greinin hefði verið óábyrg og blaðið hefði ekki reynt að verja hana fyrir rétti heldur boðist til þess að greiða miskabætur fyrir að skaða orðstír Mills. Chris Wade, talsmaður Sunday Mirror, sagði að fréttin hefði verið birt í góðri trú. Hins vegar við- urkenndi blaðið nú að ýmis atriði hefðu ekki verið sannleikanum sam- kvæm og væri ánægt með að mál- inu væri lokið. Mills er fyrrverandi fyrirsæta. Hún missti annan fótinn í mótor- hjólaslysi árið 1993 og stofnaði nokkru síðar Heather Mills-sjóðinn til að safna fé fyrir ung fórnarlömb stríðsátaka. Mills og McCartney giftu sig í sumar. Réttað í máli Heather Mills Féllst á dómsátt Reuters Mills ásamt bónda sínum. TÖLVUGERÐA teiknimynd- in Litla lirfan ljóta hefur ver- ið valin til sýningar á Al- þjóðlegu barnakvikmynda- hátíðinni í Chicago sem stendur frá 24. október til 3. nóvember. Yfir 4.500 manns hafa séð myndina hér á landi og segja framleiðendur að það sé mesta aðsókn á ís- lenska stuttmynd til þessa en myndin er hálftíma löng. Kvikmyndin verður sýnd í Facets-kvikmyndahúsinu í Chicago laugardaginn 2. nóvember kl. 15. Hátíðin í Chigago er hin stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Hún er haldin í samstarfi við Kvikmyndaakademíuna sem stendur að Óskarsverðlaununum og er þetta eina slíka hátíðin sem akademían kemur að. Verðlauna- stuttmynd hátíðarinnar kemur sjálfkrafa til greina sem tilnefning til Óskarsverðlauna í flokki stutt- mynda. Um 200 myndir verða sýndar á hátíðinni og er áætlað að yfir 30.000 gestir sæki hana. Litla lirfan ljóta er fyrsta ís- lenska tölvugerða teiknimyndin. Hún er sýnd í Smárabíói og Borg- arbíói á Akureyri um þessar mundir og verður tekin til sýninga í Keflavík og á Egilsstöðum um helgina. Myndin er framleidd af CAOZ hf. Lirfan ljóta á alþjóðlega barnamyndahátíð Skyldi Óskar frændi falla fyrir Lirfunni ljótu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.