Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 7 Eldriborgaraveisla til Benidorm 2. október frá 69.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin í hina vinsælu eldriborgaraferð í október til Benidorm, en hér er að finna yndislegt veður á þessum árstíma og hvergi betra að lengja sumarið. Sértilboð á okkar vinsælasta gististað, El Faro í 3 vikur. Á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða og getur valið um fjölda spennandi kynnisferða og kvöldferða á meðan á dvölinni stendur. Síðustu 28 sætin Verð kr. 69.950 2. október – 3 vikur Flug, gisting, skattar, ferðir til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn. Alm. verð, kr. 73.450 HREFNA kom í nót dragnótarbáts- ins Benjamíns Guðmundssonar SH í gær þegar hann var á veiðum á Breiðafirði. Hvalurinn var dasaður þegar skipverjar uppgötvuðu hann í nótinni en tókst að losa sig úr pok- anum. Þá brugðu skipverjar lykkju um sporðinn á honum og drógu hann að landi. Þorgrímur Benjamínsson skip- stjóri sagði við Morgunblaðið að hrefnan yrði skorin þá um kvöldið og líklega yrði kjötið af henni borð- að, enda hrefnukjöt ágætismatur. Sagðist hann aldrei hafa fengið hval í netin hjá sér áður. Hrefnan var skoðuð og tekin af henni sýni af sérfræðingi á höfninni á Ólafsvík. Um er að ræða allt að 4 tonna skepnu og 8 metra langa. Morgunblaðið/Alfons Áhöfn Benjamíns Guðmundssonar SH við hrefnuna á bryggjunni í Ólafsvík, frá vinstri Guðmundur Þorgrímsson, Rúnar Benjamínsson, Sævar Sævarsson og Þorgrímur Benjamínsson. Fjögurra tonna hrefna í nót fiskibáts

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.