Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR erlendir ferðamenn sluppu ómeiddir úr bílveltu síðdegis í gær. Ferðalangarnir voru á bílaleigubíl og valt hann eina veltu niður brattan vegkant á Jökuldal og hafnaði á hjól- unum. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöð- um er jeppinn talinn ónýtur. Bílvelta á Jökuldal INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sendi frá sér yfirlýsingu í gærmorgun, þar sem fram kom að hún hygðist ekki bjóða sig fram til Alþingis í vor. „Niðurstaða mín er sú að ekkert það hafi gerst á vettvangi stjórnmálanna sem knýi á um að ég breyti þeirri afstöðu sem ég tók í vor og söðli um,“ segir hún m.a. í yfirlýs- ingu sinni. Í könnun sem Gallup gerði fyrir þjóðmálaritið Kreml.is og birt var í byrjun síðustu viku kom fram að færi Ingibjörg Sólrún fyrir lista Samfylk- ingarinnar í næstu alþingiskosning- um myndi flokkurinn auka fylgi sitt um tæplega þriðjung. Í kjölfarið sagðist Ingibjörg Sólrún ætla að gefa sér tíma til þess að fara yfir fyrri rök um það hvort hún byði sig fram til Alþingis. „Ég sagði í vor að ég stefndi ekki að þingframboði og ég endurtek það núna,“ segir hún í samtali við Morg- unblaðið. „Ég hef í sjálfu sér engu við þetta að bæta. Og að halda áfram endalausum vangaveltum um ein- hverja óræða framtíð er eins og hver önnur langavitleysa.“ Þegar Ingibjörg Sólrún er spurð hvort ákvörðunin um að bjóða sig ekki fram í vor hafi verið erfið segir hún: „Nei. Hún var ekki erfið.“ Um ástæðu þess að hún tók samt viku í að hugsa málið segir Ingibjörg Sól- rún: „Það er eingöngu vegna þess að ég hef það vinnulag að vera alltaf tilbúin að leyfa fólki að sannfæra mig um sín sjónarmið. Ég vildi gefa fólki kost á því að gera það. Ég fór yfir þau rök sem fólk færði fram og fór yfir þau sjónarmið sem lágu til grundvallar afstöðu minni í vor. Ég talaði við mjög marga og komst að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki orðið nein sú breyting á vettvangi stjórnmálanna sem gerði það að verkum að ástæða væri til að ég breytti afstöðu minni í þessum mál- um.“ Ingibjörg Sólrún segist ennfremur hafa hugleitt stöðu sína út frá þeim skuldbindingum sem hún hafi tekist á hendur fyrir kjósendur R-listans, því til þeirra sæki hún umboð sitt. „Þeir eru mitt bakland. Og ég vildi meta stöðu mína gagnvart þeim.“ Ingibjörg segist aðspurð einnig hafa rætt þessi mál við Halldór Ásgríms- son, formann Fram- sóknarflokksins, og Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Innt eftir því hvað rætt hafi verið um á þeim fundum segir hún: „Ég var fyrst og fremst að ræða við þá um stöðuna í landsmál- unum og reyna að meta hvernig landið lægi þar.“ Ingibjörg ítrekar á hinn bóginn að öll þau samtöl sem hún hafi átt við þá sem og aðra síð- ustu viku um framboðs- málin séu trúnaðarmál. Ekki skaðað R-listann Þegar Ingibjörg Sólrún er spurð hvort hún hafi orðið fyrir miklum þrýstingi á báða bóga segir hún að margir hafi haft samband en þrýst- ingurinn hafi þó ekki verið „óeðlileg- ur“, eins og hún orðar það. „Margt fólk hafði samband við mig og vildi koma sínum sjónarmiðum á fram- færi á hvorn veginn sem var. Það var allt saman gert af mjög heilum hug og ég mat þau sjónarmið mikils. En þrátt fyrir allt þetta hlýtur niður- staðan alltaf að vera mín. Ég get ekki framselt hana.“ Yfirlýsingin sem Ingibjörg Sólrún sendi frá sér í gær fer hér á eftir: „Í aðdraganda síðustu borgar- stjórnarkosninga var ég þráspurð um fyrirætlanir mínar á vettvangi stjórnmálanna. Ég gaf margsinnis skýr svör um að hugur minn stefndi ekki til stjórnmálaþátttöku á lands- vísu í komandi alþingiskosningum. Að undanförnu hafa fjölmargir hvatt mig til að endurskoða þessa afstöðu mína og meðal annars vísað til skoð- anakönnunar, sem birtist fyrir viku, um hvaða þýðingu þátttaka mín í komandi alþingiskosningum gæti haft. Ég hef vegið og metið þessi mál með sjálfri mér og í samræðum við aðra á síðustu dögum. Ég hef meðal annars hugleitt stöðuna út frá þeim skuldbindingum sem ég hef tekist á hendur fyrir kjósendur Reykjavíkur- listans og þeim markmiðum sem ég hef sett mér í starfi borgarstjóra. Niðurstaða mín er sú að ekkert það hafi gerst á vettvangi stjórnmál- anna sem knýi á um að ég breyti þeirri afstöðu sem ég tók í vor og söðli um. Ég tel mikla mögu- leika á því að kosningar til Alþingis næsta vor marki þáttaskil í land- stjórninni – hvort sem ég á þar hlut að máli eða ekki. Ég er jafn- framt sannfærð um að góður árangur Reykja- víkurlistans á undan- förnum árum og öflugt starf hans á næstu mánuðum geti vísað veginn og skipt kosningaúrslitin talsverðu máli. Þeim fjölmörgu sem hafa haft samband við mig vegna þessa máls þakka ég stuðning og góð ráð, gefin af heilum hug.“ Þegar Ingibjörg Sólrún er innt eft- ir því hvað hún eigi við með því að R- listinn geti vísað veginn segir hún: „Það hvernig þessir þrír flokkar hafa starfað saman að Reykjavíkurlistan- um undanfarin átta ár ætti að geta verið mönnum vitnisburður um það að þessir flokkar geti náð saman og ættu líka að geta náð saman í land- stjórninni. En til að það geti orðið þurfa menn fyrst og fremst að ná saman um þær breytingar sem máli skipta og leggja ágreiningsefni til hliðar.“ Virðir ákvörðun Ingibjargar Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir Samfylk- inguna þakkláta Ingibjörgu Sólrúnu fyrir að hafa gefið sér tíma til að íhuga vandlega hvort hún ætti að slást í baráttusveit flokksins fyrir þingkosningarnar í vor. Árni Þór Sigurðsson og Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúar segja ákvörðun Ingi- bjargar ekki koma á óvart. „Þetta sýnir að við eigum öflugan stuðningsmann í ráðhúsinu,“ segir Össur og heldur áfram. „Ég dreg enga dul á að ég hefði viljað sjá hana koma inn í forystuhópinn. En ég virði þessa ákvörðun. Hún sagði mér sjálf í morgun (gærmorgun) á hvaða rök- um hún hefði tekið ákvörðunina og ég vona að almenningur virði ákvörð- un hennar líka. Ég horfi hins vegar til þeirrar staðreyndar að Samfylkingin er núna á mjög góðu skriði. Henni hefur aukist ásmegin allt þetta ár. Miðað við síðustu skoðanakönnun er hún komin yfir kjörfylgi. Ég einhendi mér því baráttuglaður með mína vösku sveit í það verkefni sem er framundan, þ.e. í kosningabaráttu sem við væntum að ljúki með því að við tökum þátt í að mynda hér rík- isstjórn að vori.“ Árni Þór Sigurðsson, forseti borg- arstjórnar Reykjavíkur og fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á R-listanum, segir að nið- urstaða Ingibjargar ætti ekki að koma neinum á óvart. „Ég er mjög feginn því að hún hefur tekið þessa ákvörðun og styð hana heilshugar.“ Árni Þór minnir á að hann hafi lýst þeirri skoðun sinni, eftir að umrædd skoðanakönnun var kunngjörð, að hann vildi ekki að Ingibjörg yfirgæfi borgarmálin. „Ég tel að Ingibjörg sé með þessari ákvörðun að fara eftir þeim yfirlýsingum sem hún sjálf gaf mjög afdráttarlaust.“ Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi og fulltrúi Framsóknar- flokksins á R-listanum, segir að ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar um að söðla ekki um komi sér ekki á óvart. „Hún vildi kanna hvort breyt- ingar hefðu orðið á hinu pólitíska landslagi frá því í vor en svo reyndist ekki vera,“ útskýrir Alfreð. „Það er reginmunur á pólitískum aðstæðum annars vegar árið 1994, þegar Ingi- björg kom fyrst til skjalanna, og hins vegar nú haustið 2002. Sá munur felst aðallega í því að árið 1994 sam- einuðust félagshyggjuflokkarnir á vinstri vængnum um að leita til hennar og óska eftir því að hún yrði borgarstjóraefni. Núna er það Sam- fylkingin ein og sér sem leitar til hennar.“ Alfreð segir að síðustu að úr því Ingibjörg Sólrún hafi ekki dregið það lengur en raun ber vitni að „höggva á þennan hnút“ telji hann að Reykjavíkurlistinn hafi ekki borið neinn skaða af atburðarásinni síð- ustu daga. „R-listinn hefur heldur styrkst ef eitthvað er.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hyggur ekki á framboð í komandi þingkosningum Segir að ekkert knýi á um að hún söðli um Ingibjörg Sólrún Gísladóttir STURLA Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, og Bjarni Djurholm, at- vinnumálaráðherra Færeyja, und- irrituðu í gær samstarfssamning um ferðamál milli landanna tveggja. Samningurinn tekur gildi 1. jan- úar næstkomandi og gildir í þrjú ár. Löndin leggja fram jafnháa upp- hæð, tíu milljónir til samstarfsins á ári, en það gengur undir nafninu Fitur. Megintilgangur þessa samstarfs er að auka ferðalög og önnur sam- skipti milli Íslands og Færeyja. Í því skyni styrkir verkefnið árlega fjöl- marga íslenska og færeyska hópa og einstaklinga, auk fyrirtækja sem hafa skýr markmið með ferðalögum sínum og í anda samstarfsins. Fitur hefur einnig komið á samstarfi milli skóla í löndunum tveimur. Í samningnum er einnig lögð áhersla á að auka enn frekar sam- starf íslenskra og færeyskra flug- félaga til að bæta megi samgöngur milli landanna, enda eru öruggar og tíðar ferðir undirstaða þess að samskipti milli Íslands og Færeyja verði tryggð. Eins er lögð áhersla á að íbúar landanna beggja ferðist meira innbyrðis. Sérstaklega er í samningnum fjallað um samskipti á sviði atvinnu- og menningarmála, sem og íþrótta- og námsferðir auk vinabæjatengsla. Svipaður samningur hefur áður verið í gildi milli landanna og sagði Sturla að hann hefði gefið góða raun og verið árangursríkur. Í sama streng tók Bjarni og sagði að ferðaþjónusta í báðum löndum hefði notið góðs af samstarfinu. Við sama tækifæri afhenti sam- gönguráðherra Ásmundi Gíslasyni, varaformanni Ferðamálasamtaka Íslands, styrk að upphæð 9 milljónir króna. Styrkurinn skiptist jafnt milli samtakanna og landshluta- samtakanna sem eru 8 talsins. Fénu er ráðstafað í heimabyggð og m.a. notað til auglýsinga, vef- gerðar, blaðaútgáfu og ýmissa verkefna annarra. Ferðamála- samtök Íslands notuðu sinn hluta styrksins til að byggja upp svonefnt Ferðatorg sem kynnt var í Smára- lind síðastliðið vor og miðaði að því að kynna ferðir innanlands. Þar var markaðsátakinu „Ísland - sækjum það heim“ hleypt af stokkunum. „Það var mikil ánægja með að pen- ingunum var úthlutað út í héruðin og menn gátu ráðstafað þeim eins og þeir töldu best,“ sagði Ásmund- ur. Samstarfssamningur gerður milli Íslands og Færeyja á sviði ferðamála Markmiðið að auka ferðalög og koma á samstarfi skóla Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Bjarni Djurholm atvinnu- málaráðherra takast í hendur að lokinni undirskrift samningsins. DRÖG að lokaskýrslu rannsóknar- nefndar flugslysa í Noregi um flug- atvikið á Gardermoen flugvelli í jan- úar sl. verða send málsaðilum til umsagnar í vikunni. Farþegaþota Flugleiða lenti þá í miklum vandræðum við aðflug og var flugvélin aðeins 300 fet frá jörðu þeg- ar hún hækkaði flugið á ný. Þormóður Þormóðsson, rannsókn- arstjóri rannsóknarnefndar flugslysa er fulltrúi Íslands við rannsóknina. Hann segir að þeir sem fái skýrsluna til umsagnar séu flugmennirnir tveir, fyrsta flugfreyja, Flugleiðir, Boeing- verksmiðjurnar, flugumferðarstjórn- in í Noregi og Flugmálastjórn Íslands og Flugmálastjórn Noregs. Þeir hafa síðan 60 daga til að skila athugasemdum og má búast við að lokaskýrsla verði gefin út eftir miðjan nóvember. Alvarlegt flugatvik við Gardermoen í janúar Drög að loka- skýrslu send málsaðilum HARLEM Globetrotters koma hingað til lands í nóvember á vegum Körfuknattleikssambands Íslands og leika hér sex leiki víðs vegar um landið. Liðið kom hingað síðast fyrir níu árum eða haustið 1993. Pétur Hrafn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Körfuknattleikssam- bandsins, segir að nýr aðili hafi keypt liðið og þeir hafi haldið sýn- ingar í Evrópu að undanförnu. „Ferðir þeirra hingað hafa alltaf heppnast mjög vel, við verið mjög ánægðir með þá og þeir skilað okk- ur svolitlu af aurum í kassann. Globetrotters leika sex leiki hér, í Keflavík, á Egilsstöðum, tvo í Reykjavík og síðan á Akureyri og Sauðárkróki. Um tvö lið er að ræða, þ.e. Globetrotters sem spilar á móti liði sem heitir Washington Gener- als. Þarna eru fyrrum NBA-leik- menn, þannig að hluta til er þetta alvöru körfubolti en einnig er þetta auðvitað sýning. Globetrotters áttu 75 ára afmæli í fyrra og þeir hafa ferðast mjög víða um heim og hafa heimsótt 115 lönd í heiminum,“ seg- ir Pétur. Harlem Globetrotters væntanlegir HÚN er nefnd mamma Keikós í Adressavisen í Þrándheimi, hún Þor- björg Kristjánsdóttir, sem þjálfaði háhyrninginn Keikó um hálfs árs skeið á Íslandi fyrr á árum. Hún hefur nú verið kölluð til Noregs til að annast Keikó með Colin Baird, þjálfara hans. Keikó er kvefaður og hefur ekki verið eins fjörugur undanfarna daga og hann var fyrstu dagana í Noregi, þegar hann kom öllum á óvart og sló samstundis í gegn. Hann mun þó vera á batavegi og er búið að útvega stærri bát frá Kristjánssundi svo þjálfarar Keikós geti siglt með honum í sjónum í heilsubótarskyni. Í Adressavisen er talað um að flytja eigi Keikó úr Skálavíkurfirði áður en fjörðinn leggur í vetur en ekki hefur verið ákveðið hvert á að fara með hann. Keikó lasinn og fær „mömmu“ til sín ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.