Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 2
FORELDRAR Ítalans Davides
Paitas, sem saknað hefur verið síð-
an 10. ágúst, halda aftur til Ítalíu í
dag. Þau hafa dvalið hér á landi
undanfarna daga og kynnt sér
hvernig leitarstarfi vegna hvarfs
sonar þeirra var háttað. Að sögn
Péturs Björnssonar, ræðismanns
Ítalíu á Íslandi, eru hjónin ákaf-
lega þakklát fyrir það sem gert
hefur verið til að hafa uppi á syni
þeirra.
Að sögn Péturs komu hjónin
Mara og Luciano Paita hingað til
lands síðastliðinn föstudag en dag-
inn eftir fóru þau til Akureyrar
þar sem þau áttu fund með lög-
reglu og björgunarsveitarfólki.
Bók með minnispunktum
björgunarsveitarmanna
„Þau sáu að allt hafði verið gert
sem í mannlegu valdi stóð til að
leita að honum og meðal annars
sagði frúin mér að hún hefði séð
heila bók með minnispunktum
björgunarsveitarmanna og öðru
slíku. Þar sá hún hvað þetta var ít-
arleg leit og hvað þetta hafði verið
vel gert,“ sagði Pétur.
Hjónin höfðu með sér föggur
Davides sem hann skildi eftir sig.
Sem kunnugt er gaf Davide, sem
er 33 ára, sig á tal við sundlaug-
arstarfsmann á Grenivík fyrir um
fjórum vikum og bað hann að gæta
fyrir sig búnaðar á meðan hann
færi í gönguferð á Látraströnd.
Var reiknað með að hann yrði
kominn til baka innan tveggja
daga en síðan hefur ekkert til hans
spurst.
Að sögn Daníels Guðjónssonar,
yfirlögregluþjóns á Akureyri,
verður ekki um frekari leit að
ræða nema fram komi nýjar vís-
bendingar um afdrif Paita.
Ekki mögulegt að
fara á svæðið
Pétur segir ítalskan mann og
konu hans hafa tekið á móti hjón-
unum fyrir norðan og voru þau
þeim innan handar meðan á dvöl
þeirra þar stóð.
Meðal annars fóru hjónin í skoð-
unarferð um Grenivík og upp í
Ólafsfjarðarmúla en að sögn
Smára Sigurðssonar, formanns
svæðisstjórnar björgunarsveitanna
á Akureyri, óskuðu þau eftir því að
fara um svæðið þar sem talið er að
Davide hafi horfið en það hefði
ekki verið mögulegt.
Kynntu sér
leitarstarfið
Foreldrar Ítalans Davides Paitas sem
saknað hefur verið síðan 10. ágúst
STURLA Böðvarsson samgöngu-
ráðherra segir að sér hafi ekki verið
kynnt hugsanleg kaup Columbia
Ventures á tvöfalda sæstrengnum
Hibernia, sem liggur á milli Bret-
lands, Írlands, Kanada og Banda-
ríkjanna, og hugmyndir fyrirtækis-
ins um að mögulegt sé að tengja
Ísland við strenginn. Ráðherra seg-
ist því ekki hafa tekið neina afstöðu
til þessarar hugmyndar. Á morgun
standi til að stofna undirbúnings-
félag vegna Farice-verkefnisins,
lagningar sæstrengs milli Íslands,
Færeyja og Skotlands.
„Verkefni þessa undirbúnings-
félags er að finna leið sem er hag-
stæðust fyrir okkur Íslendinga og
tryggir hagsmuni okkar og öryggi í
fjarskiptum. Við útilokum ekkert út
af fyrir sig, en þetta verður fyrst og
fremst í höndum símafyrirtækj-
anna,“ segir Sturla.
Færeyingar munu eiga 20% hlut í
undirbúningsfélaginu og Íslendingar
80%. Kostnaður við lagningu
strengsins hefur verið áætlaður um 6
milljarðar.
Aðspurður hvort Íslendingar séu
háðir því að niðurstaðan henti einnig
Færeyingum segir Sturla ekkert
hægt að segja um það á þessu stigi.
Áfram verði unnið að framgangi
Farice-verkefnisins.
„Við vinnum alveg fullum fetum að
því áfram og ég tel það mjög mikið
hagsmunamál fyrir okkur að finna
framkvæmanlega lausn sem tryggir
öryggi í fjarskiptum. Við getum ekki
búið við neins konar óöryggi í því.
Okkur ber skylda til að velja hag-
stæðustu lausnina fyrir okkur. Það
er verið að vinna með Færeyingum
að þessu máli og það hefur ekkert
komið upp sem á að geta truflað það
á þessu stigi,“ segir Sturla.
Heiðrún Jónsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Landssímans, segist líta á
þetta sem sjálfstæða fjárfestingu
Columbia Ventures. Engar viðræður
hafi farið fram milli Símans og Col-
umbia Ventures um hugsanlega
tengingu sæstrengsins við Ísland og
aðkomu Símans að því, en samstarf
þar um sé ekki útilokað. Áfram verði
unnið að Farice-verkefninu, sem
Síminn hafi unnið að ásamt íslensk-
um stjórnvöldum og öðrum símafyr-
irtækjum. Íslandssími er eitt þeirra,
en eftir sameiningu við Halló-Frjáls
fjarskipti er fyrirtækið að stærstum
hluta í eigu Columbia Ventures. Sím-
inn hafi varið um 150 milljónum
króna í Farice-verkefnið til rann-
sókna og undirbúnings, en unnið hef-
ur verið að því á annað ár.
Heiðrún segir margt óljóst í þessu
sambandi. „Ef Columbia Ventures
kaupir strenginn og ákveður eftir
hagkvæmniathugun að tengja hann
við Ísland eru að sjálfsögðu forsend-
ur fyrir því að skoða mögulegt sam-
starf, ef þeir eru tilbúnir til þess.“
Hún segir að verkefnið sé stórt og
miklir fjármunir í húfi. „Á endanum
eru það bæði eigendur fyrirtækj-
anna og viðskiptavinir þeirra sem
borga brúsann og því hlýtur það að
vera skylda okkar að gera þetta með
sem hagkvæmustum og öruggustum
hætti. Engar viðræður hafa átt sér
stað, en við myndum ekki útiloka
neitt samstarf án þess að kanna það
frekar,“ segir Heiðrún.
Hagstæðasta lausn-
in verði fundin
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isDuranona leikur með
Eyjamönnum í vetur / B1
Framarar komnir í úrslit
bikarkeppninnar / B2
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Morgunblaðinu
í dag fylgir aug-
lýsingablaðið
„Sjónvarps-
dagskráin“ frá
Sonet ehf.
Blaðinu verður
dreift um allt
land.
FLIUGLEIÐIR fljúga með hálffull-
ar vélar til Bandaríkjanna í dag, 11.
september, þegar rétt ár er liðið frá
hryðjuverkaárásunum á Bandarík-
in. Vélar dagana fyrir og eftir eru
hins vegar nánast sneisafullar, sam-
kvæmt upplýsingum Guðjóns Arn-
grímssonar, upplýsingafulltrúa
Flugleiða. „Það fer ekki á milli mála
að þessi dagsetning er ofarlega í
huga fólks, eins og kannski við var
að búast,“ sagði Guðjón.
Flugleiðir fara fjórar ferðir til
fjögurra áfangastaða í Bandaríkjun-
um; Boston, Baltimore, New York
og Minneapolis. Fullbókaðar taka
vélar félagsins 189 manns. Guðjón
sagði engar sérstakar ráðstafanir
gerðar af hálfu flugfélagsins vegna
þessa. Allt væri með eðlilegum
hætti.
Jóhann Benediktsson, sýslumað-
ur á Keflavíkurflugvelli, sagði að ör-
yggiskröfur hefðu verið hertar í síð-
ustu viku aðspurður hvort embættið
hefði gripið til einhverra sérstakra
ráðstafana vegna 11. september.
Farþegar yrðu kannski varir við að
aðgerðirnar og öryggisgæslan væru
aðeins sýnilegri en ella, en hertar
öryggisreglur hefðu í raun og veru
gilt allt frá 11. september í fyrra.
Hálffullar vélar
til Bandaríkjanna
„MÉR finnst rigningin góð,“ gæti
litla hnátan hún Embla Eir Krist-
insdóttir verið að hugsa þar sem
hún situr á bekk í Seljugerði í
Reykjavík.
Óvenju mikil rigning var í
Reykjavík í gær. Úrkoman mæld-
ist þá 18 millimetrar, eða nálega
fjórðungurinn af allri úrkomu
ágústmánaðar, sem var 76,8 milli-
metrar.
Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum
voru stórrigningar í gær og
mældist þar mesta úrkoma á land-
inu, 33 millimetrar.
Morgunblaðið/RAX
Mikil
úrkoma
LÖGREGLUNNI á Keflavíkurflug-
velli hafa ekki borist upplýsingar um
mann sem stöðvaður var á flugvell-
inum á laugardag með falsað vega-
bréf. Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær fannst maðurinn
látinn á gistiheimili í Keflavík á
mánudag og er talið að hann hafi
ráðið sér bana.
Jóhann R. Benediktsson, sýslu-
maður á Keflavíkurflugvelli, segir að
óskir um upplýsingar um manninn
hafi verið sendar til löggæslustofn-
ana beggja vegna Atlantshafs en
engin svör hafi borist. Maðurinn
kvaðst sjálfur vera Írani en lögreglu
fannst hann ekki hafa gert fullnægj-
andi grein fyrir sjálfum sér. Við leit á
honum fannst jafnvirði 500.000
króna í erlendum gjaldmiðlum sem
lögregla lagði hald á.
Jóhann segir að lögregluyfirvöld í
Bandaríkjunum hafi spurst fyrir um
málið en litlar upplýsingar séu til um
manninn.
Hafa ekki
fengið upp-
lýsingar um
manninn
Samgönguráðherra og Síminn útiloka ekki samstarf
við Columbia Ventures um lagningu sæstrengs
MJÖG víðtækt rafmagnsleysi
varð í Reykjanesbæ vegna
óhapps við girðingarvinnu í
Helguvík um klukkan 19 í
gærkvöldi. Rafmagn fór af
Leifsstöð og helmingi Kefla-
víkur, öllu Sandgerði og
sömuleiðis Garði. Var raf-
magnslaust í þriðjungi
Reykjanesbæjar í um 40 mín-
útur þar til starfsmenn Hita-
veitu Suðurnesja fundu bil-
unina og gerðu við. Í ljós kom
að verið var að bora fyrir
girðingarstaurum við Helgu-
vík og var boraður í sundur
rafmagnsstrengur með fyrr-
greindum afleiðingum. Við-
gerð hélt áfram í gærkvöldi
og nótt til að koma rafmagni
aftur á í Helguvík.
Víðtækt raf-
magnsleysi í
Reykjanesbæ