Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÓUN MÁLA í viðræðum einkavæðing-
arnefndar um sölu á ráðandi hlut í Lands-
banka Íslands kemur formönnum stjórnar-
andstöðuflokkanna ekki á óvart. Ekki heldur
hitt að strax eigi að ráðast í sölu á umtals-
verðum hluta í Búnaðarbankanum.
Dreifð eignaraðild eða áhrif
eiga að vera forsenda sölu
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk-
ingarinnar, segist í grundvallaratriðum ekki
á móti því að fyrirtæki í samkeppnisrekstri
séu færð úr vörslu ríkisins á markað.
„Að því er Landsbankann snertir get ég
ekki leynt því að ég hef lúmskt gaman af því
að gamall uppreisnarmaður úr Sjálfstæðis-
flokknum skuli með þessum hætti upprisinn í
athafnalífi Íslendinga og finnst í sjálfu sér að
hann eigi það alveg skilið.“ Össur segir hinu
ekki að leyna að Samfylkingin sé í grundvall-
aratriðum þeirrar skoðunar að það beri að
forðast fákeppni og samþjöppun á öllum
sviðum, ekki síst á sviði fjármálamarkaðar,
þar sem hennar gæti verulega.
„Við höfum markað þá stefnu að styðja þá
einungis sölu ríkisfyrirtækja og sér í lagi á
þessu sviði að tryggð sé dreifð eignaraðild
eða dreifð áhrif. Í því samhengi get ég ekki
annað en tekið heils hugar undir með for-
sætisráðherra sem fyrir nokkrum árum –
þegar vélað var um sölu Fjárfestingarbank-
ans – taldi rétt að takmarka hluti við 3% til
um 8%. Nú kann að vera að sá góði maður
hafi skipt um skoðun en það hefur Samfylk-
ingin ekki gert. Við erum þeirrar skoðunar
að dreifð eignaraðild eða dreifð áhrif séu for-
senda þess að selja ríkisbankana.“ Össur
nefnir einnig að ekki verði heldur fram hjá
því horft að Björgólfsfeðgar og samstarfs-
menn þeirra séu að verða mjög umsvifamikl-
ir í athafnalífi Íslendinga. „Með því að eign-
ast ráðandi hlut í bankanum þá kemst ég
ekki hjá því að velta fyrir mér stöðu fyr-
irtækja í hinum ýmsu greinum sem fyrirtæki
þessara manna eiga í samkeppni við.“
Helmingaskipti alveg
eftir bókinni
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs,
segir fátt koma sér á óvart við sölu á hlut
ríkisins í bönkunum tveimur. „Þetta er nú
eiginlega alveg samkvæmt bókinni og sam-
kvæmt því sem ég spáði fyrir þremur vikum.
Það er merkilegt hvað einkavæðingarnefnd
hefur þurft mikinn umhugsunarfrest til þess
að komast að þeirri niðurstöðu sem ég og
fleiri spáðum fyrir.“
Steingrímur tekur þó fram að ætli stjórn-
völd sér á annað borð að selja einhverjum
einstökum aðila ráðandi hlut í Landsbank-
anum þá hafi hann ekkert á móti þessum
mönnum, sem nú hafi verið valdir, frekar en
öðrum. „Og að sumu leyti eru þeir vel að
þessu komnir vegna þess að þeir gáfu sig
fyrstir fram og sýndu áhuga á að kaupa
bankann.“
Steingrímur segist á hinn bóginn vera
andvígur aðferðafræðinni allri saman og
hann telur það misráðið að afhenda einum
aðila ráðandi hlut í svo stórri og mikilvægri
fjármálastofnun sem Landsbankinn er. „Mér
fannst alveg sláandi skemmtilegt að nefndin
lét ekki þar við sitja að ákveða að ganga til
viðræðna við Samson heldur beinlínis boðaði
hún að svo yrði farið sem fyrst í að reyna að
ræða við aðra aðila um Búnaðarbankann.
Eru það þá ekki helmingaskiptin alveg eftir
bókinni?“
Handstýring við útdeilingu
á eigum almennings
Sverrir Hermannsson, formaður Frjáls-
lynda flokksins, segir að það veki dálitlar
grunsemdir að í sama orðinu og greint sé frá
því að ganga eigi til samninga við Samson-
menn sé lýst yfir að það muni verða sótt fast
að selja Búnaðarbankann þegar í stað.
„Þá er varla blöðum um það að fletta að
það á að gera hinum hópnum, Sam-
bandsmönnunum, til hæfis með Búnaðar-
bankanum. Á meðan viðræður stóðu yfir við
hópana var seldur veigamikill þáttur af
starfsemi Landsbankans bak við luktar dyr.
Er það frjálsi markaðurinn sem þeir stunda?
Er samkeppnin frjálsa þar í gangi? Ég hef
ekki margt að segja um þau vinnubrögð og
handstýringu sem þessi ríkisstjórn leyfir sér
þegar hún er að útdeila eigum almennings og
ríkisins til vina og vandamanna.“
Dreifð eignar-
aðild ætti að vera
forsenda sölu
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja
að sala á ráðandi hlut í Landsbankanum bjóði heim
hættunni á fákeppni og samþjöppun á fjármálamarkaði
KONUR frá Eystrasalts-ríkjunum hafa veriðseldar mansali til allraNorðurlandanna þar
sem þær eru látnar vinna fyrir sér
í vændisiðnaðinum. Þessi iðnaður
er breytilegur eftir löndum. Sums
staðar eru konur fluttar í vænd-
ishús þar sem líkami þeirra er boð-
inn til sölu, annars staðar eru þær
látnar stunda götuvændi eða not-
aðar í nektarklúbbum,“ segir Gun-
illa Ekberg sem stýrir herferð
Norðurlandanna og Eystrasalts-
ríkjanna gegn mansali með konur.
Hvernig skilgreinið þið mansal
með konur?
„Við notum skilgreiningu Sam-
einuðu þjóðanna á mansali. Mansal
getur átt við það þegar konum er
rænt, þær eru blekktar eða þving-
aðar til að stunda vændi. Mansal á
einnig við þegar konur vita að þær
muni stunda vændi í landinu sem
þær eru að fara til. Í skilgreiningu
Sameinuðu þjóðanna er tekið fram
að jafnvel þó að konan hafi sam-
þykkt að fara til landsins og vitað
hvað beið hennar, þurfi það ekki að
breyta því að hún hafi verið seld
mansali og að hægt sé að lögsækja
þann sem það gerði,“ segir Ekberg.
„Þessar konur eru oftast að flýja
fátækt, eymd og kúgun. Jafnvel þó
að þær samþykki að stunda vændi í
því landi sem þær eru fluttar til,
skiptir það ekki máli. Vændisiðn-
aðurinn snýst ekki um annað en að
þeir sem selja konur nýta sér eymd
þeirra,“ segir hún. Á síðustu árum
hafi bæði vændisiðnaðurinn og
mansal orðið umfangsmeira og því
tímabært að hleypa auknum krafti
í baráttuna.
Margreta Wiberg, sænski jafn-
réttisráðherrann átti frumkvæðið
að herferðinni sem hófst formlega
á ráðstefnu í Tallinn í Eistlandi í
maí sl. Ekberg segir að tilgangur
herferðarinnar sé að auka þekk-
ingu almennings og hvetja til um-
ræðna um þau vandamál sem fylgja
mansali. Herferðin sé sniðin eftir
þörfum hvers lands fyrir sig. Finn-
ar leggi t.d. áherslu á að ná til
þeirra sem ferðast til Eystrasalts-
ríkjanna í þeim tilgangi að heim-
sækja vændishús en í Svíþjóð er
meiri áhersla lögð á að draga úr
spurn eftir vændi innanlands.
Nákvæmar upplýsingar um
fjölda þeirra kvenna sem seldar
eru mansali frá Eystrasaltsríkj-
unum liggja ekki fyrir en Ekberg
segir að talið sé að þær séu nokkur
þúsund og a.m.k. hálf milljón
kvenna sé seld mansali til Evrópu á
hverju ári. „Þetta er leynilegur at-
vinnuvegur og þeir sem hann
stunda reyna að láta sem minnst á
sér bera,“ segir hún.
Talsverður árangur hafi þó náðst
í baráttunni gegn mansali. Öll ríkin
sem taki þátt í herferðinni hafi
skulbundið sig til að setja lög sem
geri það refsivert og þegar hafa
nokkrir verið dæmdir á grundvelli
slíkra laga í Danmörku og Svíþjóð.
Í Noregi hefur verið lagt til að op-
inberir starfsmenn skrifi undir yf-
irlýsingu um að þeir muni ekki
kaupa vændisþjónustu þegar þeir
ferðast á vegum ríkisins og hafa
Svíar hugleitt að fara að dæmi ná-
granna sinna.
Í Svíþjóð hefur verið bannað með
lögum að kaupa vændisþjónustu
frá 1999. Hvernig hafa lögin
reynst, hefur dregið úr vændi eða
er vændi í auknum mæli orðið neð-
anjarðarstarfsemi?
„Ég held að það sé sameiginlegt
álit sænsku lögreglunnar, lögregl-
unnar í Eystrasaltsríkjunum og
Europol að Svíþjóð sé ekki lengur
sérlega vinsæl meðal þeirra sem
standa að verslun með konur.
Bannið við að kaupa vændisþjón-
ustu hefur gert melludólgum erfitt
fyrir. Þeir geta ekki opnað vænd-
ishús eða sent vændiskonur út á
götuhorn. Ennfremur er erfiðara
fyrir þá að nálgast kaupendur og
þeir sem kaupa vændi mega alltaf
eiga von á að lögreglan ráðist inn í
vændishúsin og kæri þá fyrir að
kaupa vændi,“ segir Ekberg. Hún
telur engan vafa á því að bannið
hafi orðið til þess að draga úr
vændi. Lögin séu þó ný og það taki
alltaf einhver ár að koma löggjöf í
framkvæmd með fullnægjandi
hætti. Þá séu skilaboðin með laga-
setningunni ekki síður mikilvæg: Í
Svíþjóð er bannað að kaupa konur.
Hvaða hagsmuna
er verið að gæta?
Ákvörðun Reykjavíkurborgar og
fleiri sveitarfélaga um að banna
einkadans hefur verið gagnrýnd,
m.a. á þeirri forsendu að verið sé
að brjóta gegn atvinnufrelsi dans-
meyjanna. Þá hefur því verið haldið
fram að einkadans skaði engan, svo
lengi sem dansmærin og við-
skiptavinurinn taki bæði þátt í hon-
um af fúsum og frjálsum vilja.
Hvað finnst þér um bannið og
gagnrýni sem það hefur fengið?
„Ég get ekki tjáð mig um þetta til-
tekna mál en get hins vegar rætt
um þessi mál almennt. Við verðum
að horfa á vændisiðnaðinn í heild
sinni. Þetta er iðnaður sem er tal-
inn skila meiri hagnaði en sam-
anlagður hagnaður af eiturlyfja- og
vopnasölu í öllum heiminum.
Vændisiðnaðurinn snýst ekki bara
um vændiskonur og melludólga
heldur eru nektarklúbbar og kyn-
lífsferðir til útlanda hluti af þessum
iðnaði. Þeir sem standa fyrir þess-
ari starfsemi eiga það sameiginlegt
að græða á því sem konur eru látn-
ar eða neyddar til að gera,“ segir
hún.
Ekberg hefur um árabil unnið
með konum sem hafa orðið fyrir
kynferðislegu ofbeldi og hún hefur
rætt við margar vændiskonur.
„Nektardans er yfirleitt fyrsta
skref þessara kvenna yfir í vændi.“
Á nektarstöðum safnist oft saman
melludólgar sem reyna að sigta út
þær dansmeyjar sem hugsanlega
mætti leiða út í vændi. Þá hafi
rannsóknir sýnt að milli 75 og 85%
þeirra kvenna sem leiðast út í störf
í vændisiðnaðinum hafi áður orðið
fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis
og sá skaði sem þær hafa orðið fyr-
ir versni enn þegar þær þurfa að
vinna fyrir sér með vændi, nekt-
arsýningum eða kjöltudansi.
Ekberg segir engan vafa leika á
því að nektardans hafi skaðlegar
afleiðingar fyrir dansmeyjarnar,
sérstaklega sé kjöltudansinn nið-
urlægjandi enda geti kaupendur
þreifað að vild á konunum. „Við
verðum að líta á þá sem halda uppi
vörnum fyrir vændisiðnaðinn og
velta því fyrir okkur hvaða hags-
muna þeir hafa að gæta. Eru það
kannski sömu menn og græða á
iðnaðinum? Í Kanada þar sem ég
bjó um langt skeið birtust gjarnan
myndir í dagblöðum af glaðbeittum
eigendum nektarklúbba með dans-
meyjar upp á arminn sem þeir
sögðu að væru ánægðar með starf-
ið og þær samsinntu þeim. En
hvaða vald hafa þessir eigendur yf-
ir dansmeyjunum? Þessar konur
hafa yfirleitt lítil tengsl við sam-
félögin sem þær búa í og eru al-
gjörlega háðar eigendum nekt-
arklúbbana um laun,“ segir
Ekberg. Rök sem lúti að því að
konurnar velji að gerast nekt-
ardansmeyjar af fúsum og frjálsum
vilja og nektardans skaði engan
eigi alls ekki við í vændisiðn-
aðinum. „Slík frjálshyggjurök er
hægt að nota um allt milli himins
og jarðar hvort sem það á við eit-
urlyf eða vændi. Þau taka á hinn
bóginn á engan hátt til afleiðing-
anna,“ segir hún.
Hvort sem konur dansi á nekt-
arstöðum eða stundi vændi þurfi
þær að takast á við alvarlegar lík-
amlegar og andlegar afleiðingar
þess að hafa verið notaðar í vænd-
isiðnaði. Þá eigi þær oft í miklum
vandræðum með að vinna önnur
störf. Sökum þess hve samfélagið
líti niður á nektardansmeyjar og
vændiskonur geta þær ekki til-
greint á atvinnuumsókn að þær
hafi t.d. unnið á nektarstað í fjögur
ár.
„Hvaða val er verið að tala um?
Erum við að tala um að þær hafi
getað valið milli þess að gerast
nektardansmeyjar eða hjúkr-
unarfræðingar, vændiskonur eða
lögfræðingar. Varla. Þessar konur
eru að flýja eymd og fátækt heima
fyrir og það er því ekki hægt að
tala um að þær hafi valið sér þetta
starf af fúsum og frjálsum vilja,“
segir hún.
Konur frá Eystrasaltsríkjunum seldar mansali til allra Norðurlandanna
„Hvaða val er
verið að tala um?“
Morgunblaðið/Golli
„Við verðum að líta á þá sem halda uppi vörnum fyrir vændisiðnaðinn
og velta því fyrir okkur hvaða hagsmuna þeir hafa að gæta. Eru það
kannski sömu menn og græða á iðnaðinum?“ segir Gunilla Ekberg sem
er stödd á Íslandi í tilefni af málstofu Stígamóta um baráttu gegn vændi.
Talið er að nokkur þúsund konur séu seldar
mansali frá Eystrasaltsríkjunum til Norð-
urlandanna á hverju ári. Stjórnvöld í lönd-
unum eru nú í herferð gegn mansali og
henni stýrir Gunnilla Ekberg, sænskur
lögfræðingur og félagsráðgjafi.