Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Þú hringir
JEPPI, sem hefur setið fastur í far-
vegi Krossár frá verslunarmanna-
helgi, kom í ljós þegar áin færði sig
um set í miklum rigningum fyrir
rúmri viku. Jeppinn hafði þá grafist
djúpt niður í farveg árinnar og er
fullur af sandi og grjóti.
Sigurður Ólafur Sigurðsson,
skálavörður í Langadal, segir að of
mikið hafi verið í ánni til að ná
jeppanum upp úr um versl-
unarmannahelgi þegar hann festist
en síðan hafi verið reynt í tvígang
að ná honum upp, án árangurs. Síð-
ast hafi verið reynt með traktor og
þá hafi allir spottar slitnað. Telur
Sigurður að öll olía hafi þegar lekið
frá bílnum, sem er um tíu ára gam-
all, óbreyttur Cherokee-jeppi.
Fyrir rúmri viku breytti Krossá
um árfarveg í kjölfar mikilla rign-
inga þannig að bíllinn, sem hafði
verið í mjög djúpu vatni, kom aftur
í ljós. Finnbogi Ómarsson, skála-
vörður í Húsadal, segir að þá hafi
hann án árangurs reynt að moka í
kringum jeppann til að losa hann.
Fólkinu bjargað fyrir Guðs náð
Bíllinn er á ábyrgð eigandans og
segir Finnbogi að Austurleið, sem
rekur ferðaþjónustuna í Húsadal,
muni skoða hvort þess verði krafist
að eigandinn láti fjarlægja bílinn.
Segir Finnbogi að eigandinn hafi
haft samband á mánudagskvöld, en
þá hafði ekkert í honum heyrst í
margar vikur. Ætlar eigandinn að
fara í Þórsmörk um næstu helgi.
Þrír voru í bílnum þegar hann
festist í ánni. „Fólkinu var bjargað
fyrir Guðs náð, það var ægilegt
vatn í ánni þennan dag,“ segir Finn-
bogi. Hann segir að fólkið hafi kom-
ist upp á þak bílsins þaðan sem því
var bjargað í rútu sem flutti það
aftur á þurrt land.
Niðurgraf-
inn í farveg
Krossár
Ljósmynd/Sigurður Ó. Sigurðsson
STEINGRÍMUR Ari Arason, fram-
kvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra
námsmanna og fyrrum aðstoðarmað-
ur fjármálaráðherra, hefur sagt sig úr
framkvæmdanefnd um einkavæð-
ingu. Tilkynnti hann þetta í bréfi í
gær til forsætisráðherra. Geir H.
Haarde fjármálaráðherra, sem einnig
gegnir störfum forsætisráðherra í
fjarveru Davíðs Oddssonar, staðfesti
þetta í samtali við Morgunblaðið í
gærkvöldi um leið og hann sagðist
ætla að tilnefna Baldur Guðlaugsson,
ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis-
ins, fyrst um sinn í nefndina í stað
Steingríms Ara.
Steingrímur Ari vildi ekki tjá sig
um málið er Morgunblaðið náði tali af
honum í gær en hann hefur setið í
einkavæðingarnefnd frá því að hún
var sett fomlega á laggirnar í ársbyrj-
un 1992. Hann var tilnefndur í nefnd-
ina af þáverandi fjármálaráðherra,
Friðriki Sophussyni.
Aðspurður hvaða ástæður lægju að
baki ákvörðun Steingríms Ara sagði
Geir H. Haarde þær vera ákveðinn
skoðanamun vegna einkavæðingar
Landsbankans. Geir sagði að sér
fyndist leitt að Steingrímur Ari skyldi
hafa ákveðið að segja sig úr nefndinni
eftir langt og gott starf.
Fjármálaráðherra sagði að í sínum
huga væri aðalatriðið hvernig mark-
aðurinn og fréttaskýrendur á fjár-
málamarkaði hefðu brugðist við já-
kvæðum tíðindum um sölu
ríkisbankanna.
„Það er alveg ljóst að hagsmunir
ríkisins í málinu eru margþættir. Eitt
atriðið eru hin almennu efnahagsáhrif
eins og innflæði gjaldeyris, áhrif á
gengi krónunnar og hlutabréfamark-
að. Til margra átta er að líta þegar hin
pólitíska ákvörðun er tekin hjá ráð-
herranefnd um einkavæðingu. Það
var gert á grundvelli álits alþjóðlega
bankans HSBC. Ágreiningurinn er
um atriði í því máli. Við sem berum
hina pólitísku ábyrgð höfum tekið
þessa ákvörðun og ef menn, sem
vinna að þessu máli, eru ekki sáttir þá
segir það sig sjálft að þeir hverfa af
vettvangi,“ sagði Geir ennfremur.
Þetta er í annað sinn á þessu ári
sem breytingar verða á skipan einka-
væðingarnefndar. Sem kunnugt er
sagði Hreinn Loftsson lögmaður sig
úr nefndinni sem formaður hennar í
febrúar sl. og Ólafur Davíðsson, ráðu-
neytisstjóri forsætisráðuneytisins,
var skipaður í hans stað. Aðrir í
nefndinni eru Jón Sveinsson lögmað-
ur, tilnefndur af utanríkisráðherra,
og Sævar Þ. Sigurgeirsson endur-
skoðandi, tilnefndur af viðskiptaráð-
herrra.
Samson eignarhaldsfélag ehf. er
reiðubúið að kaupa allt að 45% hlut í
Landsbanka Íslands og getur verð-
mæti þess hlutar numið allt að 12
milljörðum íslenskra króna. Félagið
hefur ennfremur lýst yfir áhuga á að
kaupa kjölfestuhlut í Búnaðarbanka
Íslands.
Samson eignarhaldsfélag, sem er í
eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar,
Magnúar Þorsteinssonar og Björg-
ólfs Guðmundssonar, fékk í gær af-
hent bréf frá framkvæmdanefnd um
einkavæðingu þar sem fram kemur að
ákveðið hafi verið að ganga til við-
ræðna við félagið um kaup á umtals-
verðum hlut í Landsbanka Íslands hf.
Steingrímur Ari Arason segir sig úr einkavæðingarnefnd
Skoðanamunur
vegna sölu LÍ
Samson vill /16
Dreifð eignaraðild /12
STARFSMENN efnahagsbrota-
deildar ríkislögreglustjóra gerðu hús-
leit í gær í höfuðstöðvum verslunar-
keðjunnar SMS í Færeyjum, sem
Baugur Group er helmingshluthafi í.
Frá þessu var greint í fréttum rík-
isútvarpsins klukkan 22 í gærkvöld og
einnig að lögregla hefði yfirheyrt
menn sem tengjast SMS.
Rannsóknin er gerð í kjölfar kæru
Jóns Geralds Sullenbergers, eiganda
Nordica-heildsölunnar í Bandaríkj-
unum, á hendur forsvarsmönnum
Baugs.
Húsleitin fór fram með aðstoð stað-
arlögreglu að fengnum dómsúrskurði
í Færeyjum. Haraldur Johannessen
ríkislögreglustjóri staðfesti fréttina
við Morgunblaðið í gærkvöld og sagði
saksóknara embættisins hafa verið að
störfum í Færeyjum undanfarna
daga ásamt endurskoðanda og rann-
sóknarlögreglumönnum. Fjórir
starfsmenn á vegum ríkislögreglu-
stjórans eru því að störfum í Fær-
eyjum. Haraldur vildi ekki tjá sig
nánar um efnisatriði málsins.
Á heimasíðu Baugs kemur fram að
Baugur – ID, eitt þriggja fyrirtækja
Baugur Group sé helmingshluthafi í
p/f SMS verslunarfélagi í Færeyjum.
Segir þar að verslanir SMS séu 8 tals-
ins, 6 Bónusverslanir og 2 stórmark-
aðir undir nafninu Miklagarður. Þá
undirbúi SMS sókn á sérvörumarkaði
í Færeyjum.
Húsleit gerð hjá
hlutdeildarfélagi
Baugs í Færeyjum
JÓN Ásgeirsson tónskáld hefur sagt
sig úr STEFi, Samtökum tónskálda
og eigenda flutningsréttar. Ástæð-
una segir Jón vera þá að STEF hafi
ekki verið reiðubúið að aðstoða hann
við að ná fram rétti sínum, þegar
höfundarréttur hans hefur verið
vanvirtur.
Um er að ræða nokkur mál. Flest
snúast þau um lagið Vísur Vatns-
enda-Rósu, þjóðlag sem Jón útsetti
og bætti við kafla frá eigin brjósti.
Matsnefnd á vegum STEFs hefur
eignað Jóni tónsmíðina, að tíu tólftu
hlutum og gefið honum leyfi til að
kalla sig höfund hennar. Ítrekað hef-
ur þó útsetning Jóns verið notuð
nánast óbreytt eða umrituð fyrir
hljóðfæri og eignuð öðrum.
„Ég sagði upphaflega að þetta
væri þjóðlag í minni útsetningu, en
útsetningin nýtur auðvitað höfund-
arréttar líka. Menn hafa gengið í
þetta og notað lagið í minni útsetn-
ingu og sagt hana sína eigin ef þeir
hafa notað hljóðfæri. Þetta hefur
skapað mikil leiðindi,“ segir Jón í
samtali við Morgunblaðið í dag.
Jón Ásgeirsson tónskáld segir sig úr STEFi
Vísur Vatnsenda-
Rósu valda deilum
Telur STEF/ 23
NÓTASKIPIÐ Steinunn SF kom
með fyrstu síldina á vertíðinni til
Hornafjarðar í gærmorgun. Sama
skip kom með fyrstu síldina á síð-
ustu vertíð; þá nefndist skipið
Arney KE. Þetta var þremur dög-
um fyrr en nú en síldin veiddist á
sömu slóðum í Berufjarðarálnum.
Jóna Eðvalds SF kom einnig í
gærmorgun með 60 tonn af síld
af sömu slóðum. Hermann Stef-
ánsson, vinnslustjóri hjá Skinney-
Þinganesi, sem gerir út Steinunni
og Jónu Eðvalds, og Sigurður
Ægir Birgisson, skipstjóri á
Steinunni SF, eru hér með sýn-
ishorn af fyrstu síldinni sem þeir
segja að sé nokkuð blönduð en
líti vel út.
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Fyrsta síld-
in á land á
Hornafirði
Höfn. Morgunblaðið.
TVEIR Búlgarar, kona um
fimmtugt og þrítugur sonur
hennar, gáfu sig fram við
starfsfólk Rauða krossins í
Reykjavík í gær og sögðust
óska eftir hæli sem pólitískir
flóttamenn á Íslandi. Þar með
hafa 87 manns óskað eftir hæli
á landinu það sem af er þessu
ári, 35 fleiri en óskuðu hér hæl-
is allt árið 2001.
Að sögn Kristínar Völundar-
dóttur, lögfræðings Útlend-
ingaeftirlitsins, eru almennt
litlar líkur á því að Búlgarar fái
hæli á Íslandi eða í nokkru öðru
Evrópuríki. Mál mæðginanna
verði þó að sjálfsögðu tekið til
skoðunar hjá stofnuninni. Eng-
inn ríkisborgari frá Búlgaríu
hefur farið í hælismeðferð á Ís-
landi frá 1997.
Þegar mæðginin gáfu sig
fram sögðust þau ekki hafa
vegabréf meðferðis en lögregl-
an í Reykjavík fann þau við leit
á konunni í gær. Í vegabréfun-
um kemur fram að þau komu
inn á Schengen-svæðið í Finn-
landi fyrir um mánuði.
Tveir Búlg-
arar óska
eftir hæli
Á þessu ári hafa
87 manns óskað
eftir hæli hér