Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 43 DAGBÓK FÁTT er eins niðurdrep- andi við spilaborðið og að fara einn niður í fimm í hálit eftir slemmuleit. „Ég hata að spila fimm,“ segir Ás- mundur Pálsson iðulega, en það verður að gera fleira en gott þykir: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ DG6 ♥ 1065 ♦ K104 ♣KG74 Vestur Austur ♠ K1053 ♠ 9 ♥ KG8 ♥ D9742 ♦ G5 ♦ 73 ♣10952 ♣ÁD863 Suður ♠ Á8742 ♥ Á3 ♦ ÁD9862 ♣-- Spilið kom upp í Stórmóti Sumarbrids á sunnudaginn, í síðustu umferð sveita- keppninnar. Suður á falleg spil og sér fyrir sér slemmu- möguleika um leið og norð- ur styður spaðann. En leg- an er slæm og það er stórhætta á að fara jafnvel niður á fjórum spöðum. Ás- mundur og dálkahöfundur voru í NS gegn Jóni Hjalta- syni og Hermanni Friðriks- syni: Vestur Norður Austur Suður Jón Guðm. Hermann Ásmundur Pass Pass Pass 1 spaði Pass 2 lauf * Dobl 3 tíglar Pass 3 grönd Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 5 spaðar Pass Pass Pass Svar norðurs á tveimur laufum er svokölluð Drury- sagnvenja, sem notuð er við opnun á hálit eftir upphaf- legt pass: Sögnin lofar þrí- litarstuðningi við lit makk- ers og 9–11 punktum. Hermann doblaði til að sýna laufstyrk og Ásmundur krafði í geim með þremur tíglum. Með KG í laufi ætti norður að slá af við hvert tækifæri, en dálkahöfundur freistaðist til að taka þátt í slemmuleitinni með þeim af- leiðingum að Ásmundur þurti ellefu slagi en ekki tíu til að bjarga spilinu. Þrátt fyrir útspilsdobl makkers valdi Jón Hjalta- son að spila út litlu hjarta. Ásmundur tók drottningu Hermanns með ás og spilaði smáu trompi að litlu hjón- unum. Jón dúkkaði og drottning blinds átti slag- inn. Ásmundur fór næst heim á tígulás og spilaði aft- ur smáu trompi að blindum. En nú fór Jón upp með kónginn, tók hjartakóng og stytti Ásmund með hjarta- gosa. Það dugði þó ekki til. Ásmundur trompaði, spilaði spaða á gosann, fór heim á tíguldrottningu, tók síðasta tromp vesturs með spaðaás og henti tígulkóng úr borði! Þar með var leiðin greið fyr- ir tíglana og ellefu slagir í húsi. En hvernig fer spilið ef vestur kemur út með lauftíu í upphafi? Það virðist duga til að helstytta sagnhafa, en svo er ekki. Gosinn er settur úr blindum og HJARTA hent heima. Þannig má halda valdi á trompinu. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert með sterka réttlæt- iskennd og leggur þitt af mörkum til samfélagsins. Þú nýtir vel þau tækifæri sem þér bjóðast. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert maður til þess að ræða um málin af einlægni og skalt því ekki slá því lengur á frest. Enda er það öllum fyrir bestu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert gefinn fyrir það að taka áhættu og nú er eitthvað upp á teningnum sem hefur heltekið þig svo ekkert fær þig stöðvað. Vertu samt var- kár. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það getur verið ósköp leiðin- legt þegar aðrir dragast aftur úr í samstarfinu. Reyndu að sýna þolinmæði því við vinnum ekki öll á sama hraða. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er aldrei of seint að taka til í eigin garði. Það er nauð- synlegt til þess að geta svo haldið lífinu áfram til nýrra tíma. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér berast svo mörg boð að þú átt í vandræðum með að velja þar í milli. Reyndu að hitta á þau sem eru líklegust til að færa þér einhver skemmtilegheit. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú átt auðvelt með að komast að kjarna hvers máls fyrir sig því þú ert laginn í því að finna réttu stundina til að spyrja réttu spurninganna. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þótt þú sjáir í gegn um til- tæki fólks skaltu fara þér hægt í að afhjúpa það, ef eng- in hætta er á ferðum. En þú kemur málunum á hreint með lagni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það hefnir sín grimmilega að ætla að stytta sér leið með vanhugsuðum vinnubrögð- um. Það er betra að gefa sér tíma og hugsa málin til hlítar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Láttu ekki einkamál þín taka of mikinn tíma frá vinnunni. Gakktu í að gera þau upp svo þú getir verið heill maður; bæði heima fyrir og í vinnu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Til þess að skilja það mál, sem vefst fyrir þér nú þarftu að kafa til botns og velta upp öllum tiltækum staðreyndum. Gefðu þér tíma til þess. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það getur stundum reynst erfitt að láta drauminn ræt- ast. Það er þó engin ástæða til þess að leggja árar í bát. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ef þér finnst aðrir of kröfu- harðir á athygli þína skaltu segja þeim það og taka sjálf- ur stjórn á hlutunum. Ein- beittu þér að því sem skiptir máli. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT HEIMÞRÁ Reikult er rótlaust þangið, rekst það um víðan sjá, straumar og votir vindar velkja því til og frá. Fuglar flugu yfir hafið með fögnuði og vængjagný, hurfu út í himinblámann hratt eins og vindlétt ský. Þangið, sem horfði á hópinn, var hnipið allan þann dag. – Bylgjan, sem bar það uppi, var blóðug um sólarlag. Jóhann Sigurjónsson 1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Be7 6. Bf4 O-O 7. Dd2 Rc6 8. O- O-O Rxd4 9. Dxd4 Be6 10. f3 Rd7 11. De3 Bf6 12. g4 a6 13. g5 Be5 14. h4 De7 15. Bh2 Bxh2 16. Hxh2 Re5 17. Be2 f5 18. f4 Rc6 19. h5 fxe4 20. h6 g6 21. Rxe4 d5 22. Rc5 Hae8 23. Bf3 Bf7 24. Dxe7 Hxe7 25. Rxb7 Hb8 26. Rc5 Hb5 27. Rd3 Rd4 28. Bg4 He4 29. Hf2 Be6 30. Re5 Rf5 31. c3 Hb6 32. Bf3 Hxf4 Staðan kom upp á franska meistara- mótinu sem lauk fyrir skömmu í Val d’Is- ère. Joel Lautier (2663) hafði hvítt Jos- if Dorfman (2617). 33. Hxd5! Hd6 Hvorki 33...Bxd5 34. Bxd5+ né 33...Hxf3 34. Hd8# gekk upp fyrir svartan. Fram- haldið varð: 34. Hc5 Re3 35. Hd2 Hf5 36. b3 Hxg5 37. He2 Rd5 38. Rc4 Hg1+ 39. Kb2 Rf4 40. Hxc7 Hd3 41. Be4 Hd8 42. Hf2 Hf8 43. Hd2 He1 44. Rd6 Rh5 45. He7 og svartur gafst upp enda fátt til varnar eftir 45... Bg4 46. Bd5+. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla 95 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 11. september, er 95 ára Guð- mundur M. Ásgrímsson, fyrrverandi verslunarmað- ur, Hjallaseli 55, áður Hólmgarði 27, Reykjavík. Hlutavelta Morgunblaðið/Sverrir Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 2.671 til styrktar Rauða kross Íslands. Þær heita Karitas Mjöll, Elísabet og Thelma Rós. Með morgunkaffinu Ég held að hon- um lítist á þig. Hann slefar ekki á hvern sem er!                 FRÉTTIR DAGANA 12.–14. september gengst Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í er- lendum tungumálum við Háskóla Ís- lands fyrir málþingi um tungutækni og notkun tölva við tungumálarannsóknir, þýðingar og tungumálakennslu. Meðal efnis á þinginu eru tækninýjungar á sviði tungutækni, gagnagrunnar úr tal- máli og rituðu máli og notagildi þeirra við þýðingar, rannsóknir og tungu- málakennslu, þýðingaminni og notkun upplýsingatækninnar í tungumála- kennslu. Þekktir erlendir sérfræðingar á sviði tungutækni munu flytja erindi á mál- þinginu, en meðal þeirra er Jens All- wood, prófessor við Gautaborgarhá- skóla, Kris Van de Poel, prófessor og forstöðumaður Centrum voor Taal en Spraak í Antwerpen, og Anju Saxena, dósent við háskólann í Uppsölum. Mál- þingið er styrkt af NorFA, en einnig leggur Nýherji til einn fyrirlesara. Málþingið fer fram í Háskóla Íslands og er þegar fullbókað. Málþing um tungutækni og notkun tölva ÞINGKOSNINGAR verða í Svíþjóð 15. september n.k. Sví- um, sem eru á kjörskrá í Sví- þjóð, er velkomið að greiða at- kvæði í Sendiráði Svíþjóðar í Lágmúla 7 alla virka daga til og með 12. september kl. 9–12, segir í frétt frá sendiráðinu. Hægt að kjósa í sænska sendiráðinu í sveitasælunni Dagsnámskeið í haustskreytingum verður haldið sunnudaginn 15. sept. frá kl. 10-18. Meðal annars verður kenndur haustkrans, karfa/skreyting, skreyting í glugga og frjálst val. Skráning í síma 555 3932. Uppl. í síma 897 1876. Blómaskreytinganámskeið VR-styrkurUffe Balslev blómaskreytir Húsnæði — aðstaða fyrir fótaaðgerðastofu  Óska eftir leiguhúsnæði á stór-Reykjavíkursvæðinu. Helst í eða við verslunar- og þjónustukjarna.  Áhugi er fyrir „sambýli“ við stofur í áþekkum atvinnurekstri. Guðrún, sími 5516882/6932267, netfang: gudalf@isl.is Leirmótun í Leirkrúsinni Nú er sjöunda starfsárið að hefjast!  Handmótun byrjendur  Mótun á rennibekk  Upprifjun og annað nýtt Framhald í handmótun og mótun á rennibekk  Rakú brennslur  Skreytingar og blöndun glerunga Helgar-, dag- og kvöldnámskeið Upplýsingar á www.leir.is og í síma 564 0607. Leirkrúsin, Hákotsvör 9, Álftanesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.