Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Dagmar Fanndalfæddist á Akur- eyri 24. september 1915. Hún lést laug- ardaginn 24. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Sig- urður J.S. Fanndal og Soffía Gísladóttir Fanndal. Dagmar var næstyngst fjög- urra barna þeirra. Systkini hennar voru Gestur, f. 1911, d. 1995, Sigríður Svava, f. 1913, d. 1991, og Georg, f. 1917, d. 1970. Dagmar giftist Daníel Þórhalls- syni, útgerðarmanni og söngvara, frá Höfn í Hornafirði, f. 1. ágúst 1913, d. 7. sept. 1991. Börn þeirra eru: 1) Þórhallur, f. 1941. 2) Sig- urður Gunnar, f. 1944. Sambýlis- kona hans um tíma var Elínborg Sigurgeirsdóttir, f. 1951, sonur þeirra er Daníel Geir, f. 1984. 3) Soffía Svava, f. 1948, maki Birgir Guðjónsson, f. 1948. Börn þeirra eru: a) Bryndís Eva, f. 1972, sambýlis- maður Tómas Orri Ragnarsson, f. 1973, dóttir þeirra er Theodóra, f. 2001. b) Hákon Örn, f. 1976. c) Dagmar Ingi- björg, f. 1983. 4) Ingibjörg, f. 1951. Maki I Sveinbjörn Ársæll Svein- björnsson, f. 1941, d. 1985. Synir þeirra eru Sveinbjörn Ársæll, f. 1981, og Gunnar Daníel, f. 1984. Maki II Sigurður Valdimarsson, f. 1937, d. 2001. Dagmar var jarðsett í kyrrþey að eigin ósk. Amma var mikill gleðigjafi í lífi okkar systkinanna. Hún fæddist á Akureyri og fluttist til Siglufjarðar með fjölskyldu sinni fimm ára göm- ul. Hún bjó á Siglufirði til ársins 1969. Þar vann hún verslunarstörf og síðar húsmóðurstörf á fjölsóttu heimili. Hún kynntist afa þegar hann kom sem einsöngvari til að syngja með karlakórnum Vísi. Þar ól hún upp fjögur börn og upplifði ýmsar breytingar bæði jákvæðar og neikvæðar, sem oft tengdust duttlungum síldarinnar enda var afi útgerðarmaður og síldarsalt- andi. Þegar öll börnin voru upp- komin fluttust afi og amma til Reykjavíkur. Fljótlega eftir það fór að bera á heilsubrest hjá afa og hann dó 1991. Þegar hún varð átt- ræð missti hún annan fótinn og var bundin í hjólastól upp frá því. Með dyggri hjálp dagdeildar Landakots varð henni kleift að búa ein á heim- ili sínu, þar til í vor að hún lagðist inn á sjúkrahús í síðasta skipti. Amma var duglegasta kona sem við höfum kynnst. Þrátt fyrir þrá- lát veikindi bar hún ávallt höfuðið hátt og sýndi ótrúlega styrk í gegnum þau öll. Hún mat það mjög mikils að koma vel fram og vera vel til höfð, enda afskaplega glæsi- leg sjálf alla tíð. Hún var okkur góð fyrirmynd í einu og öllu (fyrir utan reykingarnar) og hafði alltaf mikinn áhuga á því sem við vorum að gera. Hún spurði hiklaust um ástarmálin og fylgdist vel með hvernig lífið gengi fyrir sig hjá okkur. Hún las mjög mikið, bækur frá öllum heimshornum og hafði þá oft landakort sér við hönd. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn og reyndum við að koma því við sem oftast. Var maður þá ósjaldan sendur til að kaupa eitthvað gott með kaffinu, eitthvað „slikk“. Hún var góð spilakona með mikið keppnisskap. Ósjaldan var setið löngum stundum heima hjá ömmu yfir kaffibolla og spilað yatsí, kas- ína, pikkí eða manni, sem oftar en ekki endaði með sigri ömmu. Þá sjaldan að hún var ekki að vinna heyrðist oft „Ja, nú reiddist góð- mennið“ og staðan breyttist mjög skjótt. Lífsgleði hennar, glæsileika og dugnaðar munum við alltaf minnast og láta okkur verða að leiðarljósi. Elsku amma, við eigum eftir að sakna þín. Bryndís Eva, Hákon Örn og Dagmar Ingibjörg. DAGMAR FANNDAL           !           !"  !#$$ % &    '  (  !"#$%& '' '& !"#'' ( !) '*+'#, (- %# !"#'#, ./'& (,%'' 0'%( !"#'#, ,1*' 2% ' !"#'' (- %#"% !#, (3 ) *        44.5$ 4410  +  '   ' , *  -  !%( '/((6#, 6& *'' & (&'/((6#, +'+'' .##( *(/((6#, & (*%&'&# & /((6#, ) '*+31*' 1+!3/((6' &''&%*,"'#,  ( !/((6#, 6 # (3 ) *         7 4 3$8 19 484 -2'((,%' % !-2'": +! %-& " % ' (-% ; +  .   / &    -    / &  &  !0  !$$ -<+%'#,  (*(3 &"#'#, 9/'& 7& <+%%" &"#'' ) ' &"#'#, %-*+%"5&(& 1/* &"#'#, ( %'' (3      44 31 484 %& "/#& +    1   (*,<+%%(' %%,%6& (%%#,'#, , '#,  = %''  '' 4&# '. '#, (3   2    < >4 7 ''&#%& .(%# +  .  / &   0  3     / & 4  !1  !$"$ % &(-" "-(-" ."".% '&(-" % (-&/(-" 7+( '  "'' -(?&#/(-" " "'' % @&4&&/(. %&&@- ' 5@ '()& -' 6 (6#"&3 Kæri vinur, nokkur kveðjuorð til þín. Kynni okkar hjóna við ykkur Siggu voru ljúf og góð, þið alltaf svo ró- leg og yfirveguð, eng- inn asi. Alltaf gaman að spjalla yfir kaffibolla hvort sem var hjá okkur eða ykkur og ekki var verra þegar þú bauðst nýbakað brauð eða kökur eftir sjálfan þig, þú varst snillingur í bakstri. Þið voruð góðir vinnufélagar, Bragi og Pétur vélstjórar, hjá Björg- un og síðar á Jóni Vídalín, alltaf sömu góðu strákarnir. Við vorum svo BRAGI GUÐMUNDSSON ✝ Bragi Guð-mundsson fædd- ist í Stykkishólmi 25. apríl 1942. Hann andaðist á heimili sínu 28. ágúst síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Garða- kirkju 5. september. ánægð að sjá hvað þú varst hress í 60 ára af- mælinu þínu í apríl, okkur fannst allt vera í góðum gír, þú svo kát- ur og glettin. En allt er breytingum háð. Þú komst úr siglingu í jan- úarbyrjun úr söluferð í Þýskalandi, varst á sjó yfir jól og áramót, ekki grunaði okkur að það væri þín síðasta sigling á hafinu. Skjótt skipast veður í lofti, líf þitt tók aðra stefnu. Nú ertu farinn í aðra lengri siglingu í ný heimkynni. Þú kvaddir þessa jarðvist, umvafinn hlýju góðrar konu og barna heima í Görðum. Guð gefi þeim styrk að halda áfram. Hafðu þökk fyrir góðar samverustundir. Far í guðs friði, kæri vinur. Líði þér vel í nýjum heimkynnum. Dagný og Pétur V. Hafsteins. Hefur göngu æskan ör árla lífs á degi, sýnist ævin unaðsför eftir sléttum vegi, skilur ei að kuldakjör koma á daginn megi. Haustsins þungu kröm og kör kennir vorið eigi. (Örn Arnarson.) Grettir Gunnlaugsson, mágur minn, er fallinn frá, langt fyrir aldur fram, 57 ára að aldri. Hann laut í lægra haldi fyrir óvægnum sjúk- dómi á skömmum tíma. GRETTIR GUNNLAUGSSON ✝ Grettir Gunn-laugsson fæddist í Reykjavík 24. júlí 1945. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 28. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 9. september. Bjartsýni ríkti í fyrstu um að hægt yrði að vinna á meininu, en vonirnar brugðust, þrátt fyrir harða bar- áttu. Fjölskyldan hef- ur, síðustu vikur, horft á það máttvana, hvern- ig honum hrakaði jafnt og þétt, uns yfir lauk. Ég horfi á mynd af tveimur litlum bræðr- um, gleði og fölskva- leysi skín úr svip þeirra. Það eru þeir Grettir og Jón Steinar, sem síðar varð eigin- maður minn. Ég ímynda mér alltaf að þessir drengir hafi verið þannig í æsku, að frá því þeir opnuðu augun á morgnana og þar til þeir lögðust á koddann aftur, hafi ótrúlega mikil orka verið leyst úr læðingi, þar sem strákaviðfangsefnin voru óþrjótandi. Þess á milli hafi þeir hámað í sig mat og hefur mínum manni alltaf þótt frekar verra að Grettir skyldi æv- inlega vera fljótari að klára af disk- inum en hann. Bernskuárin áttu þeir bræður í Blönduhlíðinni. Ég sé þá í anda rog- ast með drasl í brennu í Öskjuhlíð af miklum áhuga og atorku, standa í frosti við búð í Lönguhlíð að selja jólatré eða leika sér í drullupollinum stóra við Blönduhlíð 2, fyrir framan Jónsbúð, sem afi þeirra átti. Þeir voru sendir í sveit á sumrin, Grettir að Reynistað í Skagafirði og Jón Steinar að Gili í Svartárdal. Tíu ára lagði Jón Steinar á sig langt ferðalag til að heimsækja bróður sinn. Höfðu þeir þá ekki hist í tvo mánuði eða svo. Er hann kom á bæ- inn var honum tjáð að Grettir væri staddur í fjárhúsi einu þar skammt frá. Hann fór þangað og sem hann kom inn um dyrnar sá hann Gretti í hrókasamræðum við strák sem með honum var. Þegar Grettir sá bróður sinn birtast óvænt í dyrunum sagði hann af miklum ákafa við strákinn: „Þarna er Nonni bróðir. Hann kann lagið.“ „Nonni, syngdu „Ú í ú aa“ fyrir hann.“ Og þarna stóð Jón Steinar og söng lagið „Ú í ú aa, ding dong valla valla bing bong“, án alls formála, eins og ekkert væri sjálfsagðara en að heilsa fólki á þennan hátt eftir langar fjarvistir. Góðir saman. Er þeir uxu úr grasi tengdi þá sameiginlegt áhugamál, sem þeir höfðu erft frá föður sínum, en það var laxveiðin. Ekki hef ég tölu á því hversu oft þeir fóru til veiða í Svartá í Svartárdal, en hana kunnu þeir ut- anað. Grettir skrifaði lýsingu á ánni í tímaritið Veiðimanninn á sínum tíma. Einnig vorum við nokkrum sinnum með þeim hjónum við Haf- fjarðará. Sama eljan og dugnaður- inn hefur einkennt þá bræður við veiðarnar og annað, sem þeir hafa haft áhuga á, sem er heilmargt. Grettir kynntist ungur ástinni sinni, henni Þuru. Eignuðust þau fjögur börn. Samband þeirra var einstaklega hamingjuríkt og virtist verða nánara með árunum. Hún var vakin og sofin yfir honum í veik- indum hans og stóð sig eins og hetja. Það virðist svo ótrúlega stutt síð- an ekkert amaði að. Við fórum saman til Washington í áttræðisafmæli Auðar, móðursystur þeirra bræðra, í apríl í fyrra. Á ætt- armóti, sem haldið var í júlí í fyrra, u.þ.b. viku áður en hann veiktist, var hann kátur og hrókur alls fagnaðar. Skjótt skipast veður í lofti og leiðir þetta hugann að því hve dýrmætur hver dagur lífsins er. Grettir hafði einstaklega létta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.