Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 23 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, lau. 10-14 Ný vefsíða: www.i-t.isEitt mesta úrval landsins af hágæða baðinnréttingum úr einingakerfi sem hentar flestum stærðum baðherbergja. en nú er tækifærið! Hörkutilboð! w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 24 Oft er lag, Á SUNNUDAGSKVÖLD sýndi Sjónvarpið þátt um Jón Ásgeirsson tónskáld. Í þættinum sagði Jón frá því að hann hefði sagt sig úr STEFi, Samtökum tónskálda og eigenda flutningsréttar, Tónskáldafélagi Ís- lands og Íslenskri tónverkamiðstöð. Jón sagði ástæður þessa þær, að STEF hefði ekki verið tilbúið til að standa við bakið á honum í tilfellum þar sem höfundarréttur hans var brotinn. Í samtali við Morgunblaðið sagði Jón að þær tónsmíðar sem um ræðir væru annars vegar Vísur Vatnsenda-Rósu, þjóðlag, sem Jón útsetti og samdi nýjan millikafla í, en einnig Maístjarnan sem Jón samdi við ljóð Halldórs Laxness. Jón segir höfundarrétt sinn á Vís- um Vatnsenda-Rósu hafa verið brot- inn, bæði hér heima og erlendis. Í þeim tilfellum sem um ræðir hafi út- setning Jóns á laginu, og millikaflinn sem hann samdi inn í það verið eign- uð öðrum. „STEF vildi ekki veita mér fjár- hagslegan stuðning til að ná fram rétti mínum,“ segir Jón um málið sem sneri að notkun lagsins erlendis. „Ég óskaði eftir aðstoð STEFs við að ná fram rétti mínum, en í tvö ár var ekk- ert gert í málunum. Þegar ég var orð- inn leiður á að bíða réð ég mér sjálfur enskan lögfræðing, en STEF neitaði að veita mér nokkra fjárhagsaðstoð í sambandi við það.“ Má kalla sig höfund Vísna Vatnsenda-Rósu Vísur Vatnsenda-Rósu eru jafnan sagðar þjóðlag í útsetningu Jóns Ás- geirssonar. Þjóðlag er skilgreint sem lag, sem enginn veit lengur hver samdi; þ.e. enginn á tilkall til höfund- arréttar. En hvernig getur þjóðlag þá orðið eign tónskálds? Jón Ásgeirsson var á söngkenn- aranámskeiði einhvern tíma um 1960, þegar honum datt í hug að finna ís- lenskt þjóðlag til að útsetja fyrir morgunsamsöng þátttakenda á nám- skeiðinu. Hann valdi lag úr þjóðlaga- safni séra Bjarna Þorsteinssonar, en lagið er jafnan sungið við þjóðvísuna Enginn lái öðrum frekt. Jón vildi ekki nota þessa vísu, og setti lagið út við stökur eftir Rósu Guðmundsdóttur sem kennd var við Vatnsenda. Engin þjóðlög voru þá til með nafninu Vísur Vatnsenda-Rósu, og þær höfðu aldrei verið sungnar við þetta lag, en Jón gaf útsetningu sinni þetta nafn. Því má segja að með því að setja stökur Rósu við þetta lag hafi höfund- arréttur Jóns byrjað að verða til. Sá hluti lagsins sem vissulega er þjóðlag, er fyrsti og þriðji hlutinn. Þegar kem- ur að millikaflanum, sem sungið er við vísuna: Langt er síðan sá ég hann, þá er hann alfarið tónsmíð Jóns. Hann er í dúr, en ekki moll, eins og hinir. Þjóðlagið eitt og sér má kalla A, millikafla Jóns B, og síðasta kaflann, sem er eins og sá fyrsti, A. Með því er til orðin tónsmíð í ABA formi, sam- kvæmt tónfræðilegri skilgreiningu. Millikafli Jóns fellur vel að þjóðlaginu og því varla að undra að margir hafi haldið hann part af því. Útsetning lagsins skapar útsetjaranum einnig höfundarrétt. Matsnefnd á vegum STEFs komst að þeirri niðurstöðu að höfundarréttur Jóns á Vísum Vatns- enda-Rósu eins og hann útsetti þær, fyrir fjórar raddir, og með millikafl- anum, væri 10/12. Höfundarhluti Jóns er því tíu af tólf, og upprunalega þjóðlagið aðeins tveir af tólf. Þótt lag- ið sé jafnan sagt þjóðlag í útsetningu Jóns Ásgeirssonar má þó sjá að höf- undarverk Jóns er mjög stórt. „Mats- nefndin komst að þessari niðurstöðu og að ég mætti þess vegna kalla þetta tónsmíð eftir mig, sem þó væri byggð á íslensku þjóðlagi,“ segir Jón. „Ég sagði upphaflega að þetta væri þjóð- lag í minni útsetningu, en útsetningin nýtur auðvitað höfundarréttar líka. Menn hér heima hafa gengið í þetta og notað lagið í minni útsetningu og sagt hana sína eigin ef þeir hafa notað hljóðfæri. Þetta hefur skapað mikil leiðindi.“ Málareksturinn hefði fengið meira vægi með stuðningi STEFs „Erlendi útsetjarinn notaði einnig mína útsetningu og seldi svo í kvik- mynd, sem sitt eigið höfundarverk. Hann notaði mína útsetningu, en bætti við hana. Í grunninn var þetta þó mitt verk, og ég gat sannað það. Í annarri erlendri kvikmynd sjást meira að segja nóturnar að mínu eig- in handriti í upphafi myndar og kór- útsetningin er leikin tón fyrir tón af strengjahljóðfærum, þannig að þar fór ekkert á milli mála.“ Í þessum til- fellum náði Jón fram samkomulagi og viðurkenningu á rétti sínum og fær greiðslu fyrir sitt verk. „Þetta fólk var með harða lögfræðinga sem sýndu mér mikinn ruddaskap, en þetta hafðist. Ég slapp nokkurn veg- inn óskemmdur úr þessu ævintýri, en þurfti að vísu að greiða mínum enska lögfræðingi 25.000 krónur á tímann úr eigin vasa.“ Jón segir að þegar þarna var komið sögu, og hann búinn að leysa málið upp á eigin spýtur hafi hann séð að hann hefði ekkert með STEF að gera. „STEF ætlaði að láta mig hafa 250.000 krónur. Þeir end- urkröfðu mig svo einhverra hluta vegna um 125.000 krónur, og þá fauk svo í mig, að ég greiddi þeim allar 250.000 krónurnar til baka. Það var augljóst að það var engin hjálp í STEFi. Málaferlin kostuðu mig eina og hálfa milljón. Formaður STEFs var jafnframt formaður Tónskálda- félags Íslands og mér fannst að ef ég hefði fengið stuðning bæði STEFs og Tónskáldafélagsins, þá hefði mála- reksturinn haft allt annað og meira vægi, en að vera svona einn í þessu.“ Í því tilfelli er Vísur Vatnsenda- Rósu voru gefnar út á geisladiski á Íslandi og annað tónskáld skráð sem vann að útgáfunni hélt að Atli Heimir væri höfundur lagsins. Þegar útgáfan bað um heimilisfang Atla Heimis Sveinssonar vegna Maístjörnunnar, sá enginn í gegnum mistökin; þetta var ekki leiðrétt, og útgáfan fékk heimilisfang Atla Heimis. Auðvitað hefur Egved-útgáfan greitt Atla Heimi höfundarlaun fyrir. STEF hef- ur ekkert gert til að leiðrétta þetta, en bauð mér skaðabætur. STEF hefði auðvitað átt að höfða mál á hendur Egved-útgáfunni. Um það bað ég, og lét fylgja með ljósrit úr út- gáfunni. Ég veit að þeir skrifuðu Egved bréf, en beiðni STEFs var vís- að til föðurhúsanna, þar sem mistökin væru þeirra. En það má líka segja að það séu engin vinnubrögð hjá útgáfu- fyrirtækinu að hafa þessa hluti ekki á hreinu.“ En hvaða þýðingu hefur það fyrir tónskáld að vera ekki í STEFi? „Það hefur enga þýðingu. Ég sé um mín mál sjálfur og STEF hefur ekki leng- ur umboð til að fara með réttindi mín. Þeir innheimta að vísu almenn stef- gjöld fyrir mig áfram en það gera þeir hvort eð er fyrir alla.“ „Erfitt þegar leita þarf til annarra en okkar sjálfra um leiðréttingu“ Eiríkur Tómasson er fram- kvæmdastjóri STEFs. Hann segir að mál Jóns, þar sem útlent tónskáld hafi eignað sér útsetningu Jóns á Vís- um Vatnsenda-Rósu, hafi vakið upp deilur innan STEFs. Matsnefnd sér- fræðinga á vegum STEFs hafi síðan komist að því að þetta væri sjálfstæð tónsmíð að tíu tólftu hlutum, og því nyti hún höfundarréttarverndar. STEF hafi svo haldið þeirri nið- urstöðu fram gagnvart erlendum systursamtökum sínum. „Hitt er svo annað mál, að eins og oft vill verða, þá gengur illa að leiðrétta greiðslur aft- ur í tímann. Jón fór sínar eigin leiðir í því efni, án samráðs við STEF og hef- ur haft af því þónokkurn kostnað. Hann taldi að þetta mál gengi of hægt fyrir sig. Við höfum þó reynt að ýta á eftir þessu eftir fremsta mætti. Það er hins vegar alltaf erfitt þegar leita þarf til annarra en okkar sjálfra um leiðréttingu. Að öðru leyti hefur Jón fengið alla þá þjónustu hjá STEFi sem hann hefur óskað eftir.“ Eiríkur segir að Jón sé þó enn aðili að STEFi, þar sem uppsögnin taki ekki gildi fyrr en eftir tæp þrjú ár. „Ég er enn að vona að þetta mál leysist á þeim tíma.“ Eiríkur segir það líka valda erfiðleikum þegar deilur eru uppi milli félaga innan STEFs, eins og þegar Vísur Vatnsenda-Rósu voru umritaðar fyrir hljóðfæri af öðru ís- lensku tónskáldi. „Það var gengið frá því máli og búið að gera það upp að fullu. Það tónskáld sem Jón á við situr ekki lengur í varastjórn STEFs. Þau tónskáld sem hafa hafa notað Vísur Vatnsenda-Rósu á þennan hátt hafa gert það í góðri trú. Jón skráði verkið upphaflega sem raddsetningu á þjóð- lagi, höfundaraðild hans að verkinu varð ekki ljós fyrr en með úrskurði matsnefndarinnar.“ Hvað Maístjörn- una varðar, segir Eiríkur að mistök hafi orðið þegar Norræna ráðherra- ráðið gaf út umrætt sönglagahefti með fulltingi Egved-útgáfunnar. „Skrifstofu STEFs var send fyr- irspurn um Atla Heimi Sveinsson sem höfund lagsins Maístjörnunnar. Atli Heimir hefur samið lag við þetta ljóð, og því gerðum við engar at- hugasemdir við þetta; vissum ekki annað en að þarna væri um að ræða lag Atla vegna þess að engar nótur fylgdu fyrirspurninni. Þegar heftið kom út og mistökin komu í ljós, beitti ég mér fyrir því að Norræna ráð- herraráðið greiddi Jóni Ásgeirssyni bætur fyrir þessi mistök, þannig að þetta mál er fyrir löngu úr sögunni.“ Harmar að Jóni skuli ekki finnast hann eiga heima í fé- lagsskap íslenskra tónskálda Kjartan Ólafsson, formaður Tón- skáldafélags Íslands og formaður STEFs, segir mál Jóns að mestu snúa að STEFi, þar sem þau lúti að höfundarrétti, en með þau fari STEF. „Þeir sem eru í Tónskáldafélagi Ís- lands, verða að vera í STEFi. Tón- skáldafélagið er fyrst og fremst fag- félag og sinnir öðrum málum en STEF. Tónskáldafélagið hefur þó alla tíð stutt baráttu félagsmanna fyrir réttindum sínum. Ég held að Jón segi sig úr Tónskáldafélaginu vegna þess að hann getur ekki verið þar án þess að vera í STEFi. Þar kaus Jón að taka málin í sínar hendur, og STEF getur ekki fylgt eftir þegar svo er. STEF hefur þó unnið að hans málum í samræmi við þær reglur sem um slík mál gilda. Ég tel að STEF hafi unnið af fullum heilindum fyrir Jón, svo langt sem ég þekki til, en ef tón- skáld vill taka málin í sínar hendur er auðvitað ekki hægt að banna því það.“ Kjartan segist harma að Jóni Ás- geirssyni skuli ekki finnast hann eiga heima í félagsskap íslenskra tón- skálda, mál hans snúi fyrst og fremst að STEFi, en með úrsögn þaðan sé aðild að Tónskáldafélginu formlega úr sögunni. Jón Ásgeirsson tónskáld segir sig úr STEFi, Samtökum tónskálda og eigenda flutningsréttar Telur STEF ekki hafa stutt sig í að fá höfundarrétt sinn virtan Eiríkur Tómasson Kjartan Ólafsson Morgunblaðið/Kristinn Jón Ásgeirsson: „…nóturnar að mínu eigin handriti sjást í upphafi mynd- ar og kórútsetningin er leikin tón fyrir tón af strengjahljóðfærum…“. höfundur útsetningar, segir Jón að einungis hafi verið um umritun á hans eigin útsetningu að ræða. Í um- ritun felst það, að höfundarverk ann- ars; í því tilfelli fjögurra radda kórút- setning Jóns, var umrituð fyrir hljóðfæri, en röddunum ekki breytt. Umritun skapar ekki höfundarrétt líkt og útsetning, og því taldi Jón rétt sinn brotinn. „Ég gat vísað í reglur Coda, sem eru dönsk samtök með sama hlutverk og STEF gegnir hér. Um þetta var þó aldrei gert neitt samkomulag, því STEF hengdi bara haus og var alltaf að þvarga við mig í stað þess að vinna fyrir mig. Hitt tón- skáldið var reyndar í varastjórn STEFs. Það hlýtur að vera ólöglegt að tónskáld sem brjóta höfundarrétt annarra tónskálda sitji í stjórn fyr- irtækis sem á að vernda höfundarrétt tónskálda.“ Maístjarnan eignuð öðru tónskáldi fyrir mistök Maístjarnan er vafalítið eitt þekkt- asta og ástsælasta verk Jóns Ásgeirs- sonar. Það vildi þó svo óhönduglega til, að þegar Egved-útgáfan í Dan- mörku gaf lagið út fyrir Norræna ráðherraráðið ásamt fleiri norrænum lögum, var lagið eignað Atla Heimi Sveinssyni. „Þau mistök hafa ekkert verið leiðrétt. Egved-útgáfan hefur bara rifið kjaft og vísað ábyrgðinni á STEF, því þeir hefðu gefið þeim þessar upplýsingar. Manneskjan sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.