Morgunblaðið - 11.09.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðrún Berg-þóra Þorbjarnar-
dóttir fæddist í Flat-
ey á Breiðafirði 5.
júní 1913. Hún lést
30. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Guðrún Guð-
mundsdóttir, f. 9.
september 1877, d. 4.
maí 1937, og Þor-
björn Magnússon, f.
28. maí 1878, d. 5. júlí
1920. Alsystur Guð-
rúnar Bergþóru voru
Guðlaug, f. 2. sept-
ember 1910, d. 18.
desember 1943, og Sólborg, f. 25.
júlí 1914, d. 5. september 1963.
Hálfsystkini sammæðra voru Mar-
grét Gísladóttir, f. 16. júní 1897, d.
12. ágúst 1937, Sigríður Gísladótt-
ir, f. 15. júní 1898, d. 1. september
1957, og Jón Sigurðsson, f. 11.
mars 1904, d. 14. febrúar 2002.
Guðrún Bergþóra eignaðist
tvær dætur með Guðmundi Sig-
fússyni, bónda á Eiríksstöðum í
Svartárdal. Þær eru: 1) Ragnheið-
ur, f. 16. desember 1948, búsett í
Marbæli í Skagafirði, maki Árni
Sigurðsson, f. 14. apríl 1944. Þau
eiga fjóra syni. Þeir eru: A) Sig-
urður, f. 8. október 1968, maki
Anna Steinunn Friðriksdóttir, f.
19. ágúst 1971. Börn
þeirra Árni Freyr, f.
12. júlí 1995, og
Bríet Lilja, f. 17. maí
1998. B) Gunnar
Þór, f. 20. janúar
1970, maki María
Blöndal, f. 20. maí
1976. C) Birkir Már,
f. 25. febrúar 1976,
maki Berglind Stef-
ánsdóttir, f. 20. nóv-
ember 1979. D) Ingi
Björn, f. 31. mars
1981, unnusta Íris
Ósk Elefsen, f. 16.
júní 1985. 2) Guðrún
Sóley, f. 11. desember 1950, búsett
á Egilsstöðum, maki Broddi
Bjarni Bjarnason, f. 20. janúar
1950. Þau eiga þrjá syni. Þeir eru:
Heiðar Steinn, f. 21. september
1971; Bjarni Þór, f. 2. janúar 1974;
og Jón Grétar, f. 14. júlí 1982.
Guðrún Bergþóra fluttist að Ei-
ríksstöðum í Svartárdal og með
henni systurdóttir hennar Guðrún
Birna Ólafsdóttir, f. 4. október
1936, d. 7. október 1948. Síðustu
20 árin bjó Guðrún Bergþóra á
Blönduósi og síðastliðið ár var
hún Heilbrigðisstofnuninni á
Blönduósi.
Útför Guðrúnar Bergþóru fór
fram í kyrrþey.
Sumarið er að kveðja og haustið
byrjað að gera vart við sig. Árstíð-
irnar koma og fara ekki ólíkt lífinu.
Nýir einstaklingar koma í heiminn
sem við tökum fagnandi og kveðjum
aðra með söknuði. Sumir fá að njóta
þess að eldast og ná háum aldri en
aðrir kveðja alltof fljótt. Guðrún
Berþóra móður systir mín, sem við
kveðjum nú, fékk að eldast og að
mörgu leyti eldast vel. Þrátt fyrir
að hún þyrfti að dveljast á Héraðs-
sjúkrahúsinu á Blönduósi síðustu
misserin var hugurinn skýr og hún
fylgdist vel með því sem var að ger-
ast í samfélaginu, og ekki síst í fjöl-
skyldunni, fram á síðustu stundu.
Gunna, eins og hún var kölluð,
fæddist í Flatey á Breiðafirði og
ólst þar upp. Foreldrar hennar,
Guðrún og Þorbjörn, voru verka-
fólk sem þurftu allt sitt líf að berj-
ast fyrir hinu daglega brauði, þar
kom ekkert af sjálfu sér. Gunna
missti föður sinn á unga aldri af
slysförum og stóð móðir hennar ein
uppi með telpnahóp. Þátt fyrir erfið
skilyrði var lífið gott í Flatey sem í
byrjun síðustu aldar skaraði fram
úr á mörgum sviðum.
Leiðin frá Flatey lá til Eiríks-
staða í Svartárdal en systir hennar
hafði þá hafið þar búskap. Vart er
hægt að hugsa sér meiri andstæð-
ur, þröngur dalurinn girtur fjöllum
og litla eyjan í víðum Breiðafirð-
inum. Þrátt fyrir andstæðurnar
varð Svartárdalurinn og Húna-
vatnssýslan hennar sveit upp frá
því.
Þegar móðir mín veiktist fyrir
um 40 árum af krabbameini og lést
langt fyrir aldur fram, annaðist
Gunna heimilið og gerði sitt til að
halda því saman en án hennar hefði
það reynst erfitt.
Mér er það ljóst að lífið á Eiríks-
stöðum var henni ekki alltaf auðvelt
en hún var staðráðin í að búa hópn-
um sem best heimili og gekk það
fyrir. Fyrir hennar framlag vil ég
þakka. Síðustu áratugina bjó Gunna
á Blönduósi og lengst af ein í lítilli
íbúð sem hún keypti sér. Árin henn-
ar á Blönduósi voru kannski hennar
bestu ár, þar réð hún sér sjálf og
undi sér vel meðal vina og ættingja.
Fyrir nokkrum árum var Flatey
heimsótt og var Gunna með, en
þangað hafði hún ekki komið í hálfa
öld. Það er okkur öllum ógleym-
anleg stund þegar við fórum um
þorpið undir hennar leiðsögn. Hús-
in í þorpinu fengu nýja merkingu
því þetta voru sömu húsin og þegar
móðir mín og hún voru að alast upp
sem börn í eyjunni. Í mörgum til-
fellum voru húsin enn í eigu sömu
fjölskyldunnar en nýir ættliðir
teknir við þeim. Allt hafði sína
sögu, húsin, holtið, mýrin og gamla
höfnin; eina sem hafði breyst var að
flest samtíðarfólk hennar í eyjunni
var farið. Um kvöldið var farið á
dansleik í gamla samkomuhúsinu
og stiginn dans undir tónum harm-
onikunnar. Það er dýrmæt minning
sem við eigum, sem nutum sam-
vistar við Gunnu úti í Flatey eina
ágústhelgi fyrir nokkrum árum.
Nú hefur Gunna kvatt okkur og
verður jarðsungin á Bergsstöðum. Í
annað sinn flytur hún í dalinn
þrönga og nú til langrar dvalar. Það
er gott að minnast hennar, bæði
sem frænku og konu sem kom að
nokkru leyti í móðurstað. Vinir
hennar og ættingjar deila saman
minningunum og söknuðinum á
kveðjustund sem fór fram í Bergs-
staðakirkju í lokaðri athöfn að
hennar ósk.
Þorbjörn Guðmundsson.
GUÐRÚN
BERGÞÓRA ÞOR-
BJARNARDÓTTIR
✝ GuðmundurGíslason fæddist
í Vilborgarhúsi í
Ólafsvík 15. júlí
1908 en ólst upp
Flateyjarhúsi. Hann
lést á dvalarheimili
aldraðra, Garðvangi
í Garði, hinn 3. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Anna Sigríður Guð-
mundsdóttir frá
Brimilsvöllum og
Gísli Magnússon frá
Malarrifi. Bróðir
Guðmundar er Ing-
ólfur Gunnar Gíslason.
Árið 1940 kvæntist Guðmund-
ur Guðrúnu Sigmundsdóttur frá
Fíflholti, f. 9. maí 1913, d. 4. apr-
íl 1999. Börn þeirra eru: 1)
Brynhildur, f. 21.
ágúst 1944, maki
Guðmundur Garð-
arsson. Börn þeirra
eru Ása, Guðrún,
Sara, Anna Sigríð-
ur og Helga. 2)
Gísli, f. 4. mars
1951, maki Ingi-
björg Jónsdóttir.
Börn þeirra eru
Stella Norðdal og
Bryndís. 3) Sig-
mundur, f. 7. maí
1955, maki Guðrún
Ágústa Björgvins-
dóttir. Börn þeirra
eru Daníel Adam, Björgvin, Guð-
mundur og Guðrún.
Útför Guðmundar var gerð
frá Keflavíkurkirkju 10. septem-
ber.
Í dag kveð ég góðan vin og elsku-
legan afa sem hefur alltaf verið stór
hluti af lífi mínu. Ég var fyrsta barna-
barnið sem afi og amma eignuðust og
fannst mér ég alltaf vera í pínulitlu
uppáhaldi hjá honum. Þegar ég var
lítil stelpa og afi kom í heimsókn var
ég fljót að ná í skóna mína til að vera
tilbúin á rúntinn með honum. Svo
snerist dæmið við þegar afi varð gam-
all maður, þá var það hann sem náði í
skóna sína til að fara með mér á rúnt-
inn, þetta kalla ég góða verkaskipt-
ingu. Ég var alltaf mikið í kringum
ömmu og afa og bjó hjá þeim í eitt ár.
Það var árið sem við fjölskyldan flutt-
um úr Keflavík í Njarðvík og ég var
ekki tilbúin að skipta um skóla. Þá
voru þau afi og amma fljót að bjóða
mér að búa hjá sér. Það ár er í minn-
ingu minni sæluár, þau dekruðu við
mig daginn út og inn. Svo kom að því
að ég stofnaði mína eigin fjölskyldu,
mikið var afi stoltur þegar hann eign-
aðist sitt fyrsta langafabarn, sem var
enn ein stúlkan í stelpufjölskyldunni.
Þegar ég eignaðist mína fjórðu stúlku
fyrir tveimur árum var heilsu afa far-
ið að hraka mikið en ekkert hindraði
hann í að heimsækja mig á fæðing-
ardeildina á spítalanum. Hann lét
keyra sig í hjólastól til að færa mér
blóm og skoða nýju prinsessuna.
Hann lét ekkert stoppa sig þótt heils-
an væri orðin léleg og fundum við fjöl-
skyldan það þegar hann fagnaði síð-
ustu áramótum með okkur og er sú
stund okkur dýrmæt.
Ég á eftir að sakna afa míns mikið
og hans skarð verður aldrei fyllt í
huga mínum.
Blessuð sé minning hans.
Þín afastelpa,
Ása.
Elskulegur afi minn er farinn.
Þrátt fyrir háan aldur hélt ég að þú
myndir vera lengur hjá okkur, en
maður má víst ekki vera eigingjarn
því ég veit að þú varst innilega tilbú-
inn að fara. Frá því að ég man eftir
mér hef ég ávallt litið á þig sem glað-
an, skemmtilegan og einstaklega
hraustan mann og mun ég ávallt
minnast þín þannig þó að á síðustu
þremur árum hafi heilsu þinni hrakað
mikið eftir að amma dó. Ég er ekki
bara að missa afa minn heldur er ég
missa góðan vin. Það var alltaf svo
gaman að koma til ykkar ömmu á
Brekkubrautina og fá nýbakað bakk-
elsi og leika sér í garðinum hjá ykkur
þegar ég var yngri. Mér hefur alltaf
fundist það heiður að fá að vera al-
nafna mömmu þinnar og hversu gam-
an við höfðum af því þegar þú kallaðir
mig í gríni „mömmu gömlu“. Við átt-
um góðar stundir saman á rúntinum
og í seinni tíð var það ég sem kom oft
eftir skóla eða vinnu og fór með þig á
rúntinn um bæinn og stundum í gegn-
um Sandgerði. Þú varst alltaf svo
heilsuhraustur og man ég ekki eftir
þér veikum fyrr en undir lokin. Það
var svo gaman að hlusta á þig tala um
bernsku þína og um gamla tíma, það
er að segja hvernig lífið hefur breyst
mikið frá því þú varst ungur maður.
Við tvö höfum alltaf átt góð sam-
skipti og unun af félagsskap hvors
annars og fannst mér yndislegt
hversu duglegur þú varst að styðja og
fylgjast með mér í lífi og starfi. Mikið
á ég eftir að sakna þín, elsku afi minn,
og kveð ég þig í hinsta sinn góði vinur
minn.
Anna Sigríður.
GUÐMUNDUR
GÍSLASON
VETRARSTARFSEMI fyrir full-
orðna í Fella- og Hólakirkju, í um-
sjón Lilju G. Hallgrímsdóttur
djákna, er að fara í gang.
Mánudaginn 16. september er
fyrsta „opna húsið“ í safnaðarheim-
ili kirkjunnar í vetur og verður það
áfram á mánudögum kl. 13-15:30. Á
„opnu húsi“ er spjallað, spilað og
fræðst. Kaffiveitingar eru kl. 14:45
og kl. 15:15 hvern mánudag er fyr-
irbænstund í kirkjunni eða kapell-
unni. Bænaefnum má koma til Lilju
djákna eða annarra starfsmanna
kirkjunnar í síma 557 3280. Boðið er
upp á akstur fyrir þá sem ekki kom-
ast að öðrum kosti og eru þeir sem
óska eftir akstri beðnir að láta vita í
sama síma fyrir hádegi á mánudög-
um. Af og til koma gestir sem
skemmta og fræða og farið verður í
heimsóknir eða í smáferðalög. Allir
eru hjartanlega velkomnir.
Foreldrastund er hvern þriðju-
dagsmorgun kl. 10–12 í safn-
aðarheimili kirkjunnar. Þangað eru
allir foreldrar velkomnir með eða án
barna. Hjúkrunarfræðingar koma af
og til og ræða við foreldrana um ým-
is mál. Farið verður í heimsóknir á
foreldramorgna í öðrum sóknum,
gestir koma o.fl. En aðaltilgangur
foreldrastundanna er að gefa for-
eldrum kost á að hittast og bera
saman bækur sínar í góðu umhverfi
kirkjunnar.
Biblíulestur og helgistund er
hvern fimmtudag í Gerðubergi kl.
10:30–12 í samstarfi félagsþjónust-
unnar þar og Fella- og Hólakirkju.
Allir eru hjartanlega velkomnir
þangað til að fræðast og sameinast í
bæn. Fyrirbænaefnum má koma til
Lilju eða Guðrúnar Jónsdóttur, for-
stöðumanns félagsþjónustunnar í
Gerðubergi. Í lok stundarinnar njóta
þátttakendur kaffiveitinga og sam-
veru.
Bænin er eitt mikilvægasta verk-
efni kristins safnaðar. Fella- og
Hólakirkja býður upp á námskeið
um bænina fjögur þriðjudagskvöld
8. til 29. október nk. kl. 20–22. Nám-
skeiðið verður þátttakendum að
kostnaðarlausu. Umsjón með nám-
skeiðinu hefur Lilja djákni. Á nám-
skeiðinu læra þátttakendur m.a. að
biðja og æfa sig í því að biðja einir
og með öðrum. Hámarksfjöldi þátt-
takenda á hverju námskeiði er 12
manns. Nánari upplýsingar um nám-
skeiðið hjá Lilju í síma 557 3280.
Fella- og Hólakirkja býður upp á
kirkjulega heimsóknarþjónustu þar
sem markmiðið er að veita sálgæslu
og viðhalda tengslum milli sókn-
arbarns og kirkjunnar. Lilja G. Hall-
grímsdóttir, djákni sóknanna, tekur
að sér að heimsækja fólk sem ekki á
heimangengt. Heimsóknin getur
verið á heimili, á sjúkrahús eða á
stofnun. Hafi sóknarbarn áhuga á
því að Lilja heimsæki sig eða sína
eða vill koma sjálft á fund djákna þá
hafi viðkomandi samband í viðtals-
tíma Lilju mánudaga til miðviku-
daga kl. 11–12 í síma 557 3280.
Guðsþjónustur og messur eru kl.
11:00 á sunnudögum í Fella- og
Hólakirkju og sunnudagaskóli er í
safnaðarheimilinu á sama tíma. Sjá
nánar í kirkjustarfi Morgunblaðsins
fyrir hverja helgi.
Lilja G. Hallgrímsdóttir
djákni.
Bænastund
11. september
Í TILEFNI þess að í dag, miðviku-
daginn 11. september, er eitt ár liðið
frá hryðjuverkunum í Bandaríkj-
unum verður sameiginleg bæna-
stund í Fríkirkjunni í Reykjavík
klukkan 12.
Beðið verður fyrir fórnarlömbum
stríðs og hryðjuverka í heiminum.
Sérstaklega verður þeirra minnst
sem létust í kjölfar atburðanna í
Bandaríkjunum fyrir ári. Að þessari
bænastund koma: Fríkirkjan í
Reykjavík, Óháði söfnuðurinn, Fíla-
delfía, Aðventistar og söfnuðir þjóð-
kirkjunnar. Tónlist verður í höndum
Carls Möller og Önnu Sigríðar
Helgadóttur.
Við viljum hvetja alla til þátttöku
– allir velkomnir.
Kyrrðar- og friðarstund
í Grafarvogskirkju
Í DAG, miðvikudag, verður að venju
kyrrðarstund í hádeginu, kl. 12: í
Grafarvogskirkju. Í þetta sinn verð-
ur fórnarlamba hryðjuverkaárás-
anna í Bandaríkjunum fyrir einu ári
sérstaklega minnst, og beðið fyrir
ástvinum þeirra. Textar og bænir
fluttir á íslensku og ensku. Ein-
söngur: Þorvaldur Halldórsson.
Organisti: Hörður Bragason. Prest-
ar Grafarvogskirkju þjóna.
Að athöfn lokinni verður boðið
upp á léttan hádegisverð.
Héraðsfundur Skafta-
fellsprófastsdæmis
HÉRAÐSFUNDUR Skafta-
fellsprófastsdæmis fyrir árið 2002
verður haldinn á Hótel Höfdabrekku
í Mýrdal (rétt austan Víkur) laug-
ardaginn 28. sept. nk. og hefst kl.
13:00. Heit súpa í boði fyrir þá sem
vilja, fyrir fund.
Dagskrá: Venjuleg héraðsfund-
arstörf skv. starfsreglum þjóðkirkj-
unnar. Sóknarprestum, formönnum
sóknarnefnda og öðrum sem rétt
eiga til setu á héraðsfundi send nán-
ari tilkynning um fundinn bréflega.
Haraldur M. Kristjánsson, pró-
fastur Skaftafellsprófastsdæmis.
Vetrarstarf með
fullorðnum í Fella-
og Hólakirkju
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Létt-
ur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyr-
irbænum í síma 520 9700.
Grensáskirkja. Samverustund aldraðra kl.
14. Biblíulestur, bænagjörð, kaffi og spjall.
Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra
ungra barna kl. 10–12.
Háteigskirkja. Kvöldbænir kl. 18.
Laugarneskirkja. Kirkjuprakkarar (1.–4.
bekkur) kl. 14.10. Jóhanna G. Ólafsdóttir
og Jóhanna Kristín Steinsdóttir leiða starf-
ið TTT-fundur (10-12 ára) kl. 16.15. Andri
Bjarnason og Þorkell Sigurbjörnsson leiða
starfið ásamt Sigurbirni Þorkelssyni, fram-
kvæmdastjóra safnaðarins, og Bjarna
Karlssyni, sóknarpresti. (Sjá síðu 650 í
Textavarpi).
Neskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12.
Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdótt-
ir. Kirkjustarf fyrir 7 ára börn kl. 14.30.
Sögur, leikir, föndur og fleira. Skráning í
síma 511-1560. Fyrirbænamessa kl. 18.
Sr. Örn Bárður Jónsson.
Seltjarnarneskirkja. Hádegistíð kl. 12.
Tíðagjörð þar sem textar Biblíunnar eru
sungnir og íhugaðir í bæn og lofgjörð til
drottins. Helstu þættir þessa helgihalds
kynntir og æfðir í upphafi stundarinnar,
sem tekur u.þ.b. 20 mínútur. Verið hjart-
anlega velkomin.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir
stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12
ára kl. 17.30.
Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er
upp á léttan hádegisverð á vægu verði að
lokinni stundinni. Allir velkomnir.
Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12.
TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. 12-spora
námskeið kl. 20.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag
kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega
velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í
kirkjunni í síma 567 0110.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar verða í
sumar í safnaðarheimili Kirkjuhvoli kl. 10–
12. Við hittumst og spjöllum. Heitt á könn-
unni og djús fyrir börnin. Öll foreldri velkom-
in með eða án barnanna.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbæn-
ir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti
Strandbergs.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á
fimmtudögum kl. 10–12.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgnar í
dag kl. 10–12.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 20 op-
ið hús fyrir unglinga í Æskulýðsfélagi
Landakirkju/KFUM&K í KFUM&K húsinu
við Vestmannabraut.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
Bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar í
síma 565 3987.
Kefas. Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allt
ungt fólk velkomið.
Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í
safnaðarheimili. Opið hús, kaffi og spjall.
Allir foreldrar velkomnir með börn sín.
Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58.
Samkoma í kvöld kl. 20.30. „Ég veit hvar
þú býrð.“ Ragnar Gunnarsson talar. Kaffi
og meðlæti til sölu á eftir. Allir hjartanlega
velkomnir.
Safnaðarstarf
KIRKJUSTARF