Morgunblaðið - 15.09.2002, Page 4

Morgunblaðið - 15.09.2002, Page 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BYKO opnaði nýtt 7.000 fermetra verslunarhúsnæði í Breiddinni í Kópavogi í gær. Með tilkomu versl- unarinnar er heildargólfflötur BYKO í Breiddinni orðinn um 20 þúsund fermetrar og segir í frétta- tilkynningu að um stærstu bygg- ingavöruverslun landsins sé að ræða. Timburverslun BYKO er á um 10 þúsund fermetrum er er nánast allt byggingarefni undir þaki þar sem viðskiptavinir geta ekið inn og í gegn á bílum sínum og afgreitt sig sjálfir en einnig er hægt að fá að- stoð frá afgreiðslufólki verslunar- innar. Þá verður vöruúrval í versluninni aukið, afgreiðslutími lengdur, við- skiptavinir geta keypt léttar veit- ingar í nýrri kaffiteríu, sér- inngangur verður fyrir iðnaðarmenn með betra aðgengi fyrir þá og komið hefur verið fyrir í versluninni barnahorni með leik- tækjum. Morgunblaðið/Sverrir Horft yfir hluta nýju verslunarinnar en Byko er nú með 20 þúsund fermetra verslunarhúsnæðis í Breiddinni. Ný verslun hjá BYKO Hér má sjá Þórð Magnússon stjórnarmann, Jón Helga Guðmundsson forstjóra, Sæmund Guðmundsson, sem var einn fyrsti viðskiptavinurinn þegar BYKO opnaði fyrst í Kópavogi árið 1962, og Eggert Kristinsson verslunarstjóra skoða bækling sem gefinn var út í tilefni af opnuninni. Morgunblaðið/Sverrir Það nýmæli er að viðskiptavinir geta ekið í gegn um timburverslunina og afgreitt sig sjálfir en einnig geta þeir fengið aðstoð afgreiðslufólks. Þessir viðskiptavinir hafa hins vegar valið að bera timbrið út í kerru. GUÐMUNDUR Einarsson, fram- kvæmdastjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, HR, tekur í meginatrið- um undir niðurstöðu stjórnsýsluút- tektar Ríkisendurskoðunar á HR, þess efnis að núverandi fastlauna- kerfi heilsugæslulækna sé talið óheppilegt. Guðmundur gerir þó at- hugasemdir við útreikning Ríkisend- urskoðunar á einingaverði þjónustu HR sem hann telur of hátt. „Við erum að sjálfsögðu ánægðir með að Ríkisendurskoðun skuli óbeint leggja blessun sína yfir þá stefnu sem gilt hefur í rekstri HR að lokinni viðamikilli stefnumótun,“ segir Guðmundur. „Ríkisendurskoð- un tekur í raun undir hugmyndir okkar um hvernig eigi að yfirvinna þá erfiðleika sem heilsugæslan sem hefur átt við að etja undanfarna mánuði og eru tilkomnir vegna fast- launakerfisins. Það gætir hins vegar misskilnings hjá Ríkisendurskoðun hvað snertir kostnaðarþróunina hjá HR. Það vantar töluvert upp á að skýrsla Rík- isendurskoðunar sýni rétta mynd af henni, þar sem mörg verkefni hafa flust til okkar frá öðrum stofnunum milli 1997 og 2001. Við höfum m.a. tekið yfir verkefni frá Landspítalan- um, Tryggingastofnun ríkisins og heilbrigðisráðuneytinu. Kostnaðar- aukning okkar af aukinni starfsemi er ekki nema um 15% en ekki 38% á þessu tímabili. Inn í 15% kostnaðar- aukninguna reiknast þrjár nýjar heilsugæslustöðvar og aukning í heilsuvernd og hjúkrun.“ Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að einingaverð þjónustu HR hafi hækkað á umræddu tímabíli og sé nú 3.000–3.500 krónur auk þess sem biðtími hafi lengst, m.a. vegna aukins frítökuréttar lækna og minni tíma sem þeir verji í að sinna al- mennri móttöku sjúklinga en áður. Þá sé hverjum sjúklingi ætlaður lengri viðtalstími en áður sem skýri að hluta hækkandi einingaverð. „Ég hef athugasemdir við útreikning Ríkisendurskoðunar á einingaverð- inu og tel það um 500–1.000 krónum of hátt. Ef ég beiti einingaverði rík- isendurskoðunar á einstakar heilsu- gæslustöðvar, fæ ég út hærri heild- arrekstrarkostnað en í reynd hefur kostað að reka þær og það getur ekki passað.“ Framkvæmdastjóri Heilsugæslu Reykjavíkur um stjórnsýsluúttekt Sammála Ríkis- endurskoðun en telur einingaverð of hátt reiknað HREYFILSEINVÍGI þeirra Tomas Orals og Stefáns Kristjánssonar hófst í gær í Þjóðarbókhlöðunni. Oral stýrði hvítu mönnunum í fyrstu skákinni og lék Svavar Guð- mundsson, formaður taflfélags Hreyfils, fyrsta leikinn fyrir hann. Tefldar verða sex skákir í einvíg- inu sem lýkur 19. september. Önn- ur skákin hefst klukkan 12 í dag og á morgun verður teflt klukkan 16. Stefán Kristjánsson er yngsti al- þjóðameistari Íslands í skák og Tomas Oral er sigurvegari Símaskámótsins – minningarmóts Dans Hanssonar. Morgunblaðið/Sverrir Stefán Kristjánsson (t.h.) og Tomas Oral tilbúnir í fyrstu skákina. Svav- ar Guðmundsson, formaður Taflfélags Hreyfils, leikur hér fyrsta leik- inn að viðstöddum Hrafni Jökulssyni (t.v.) og Einari S. Einarssyni. Hreyfilseinvígið hafið JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir ekki þjóna tilgangi sín- um að lögfesta hámarksbiðtíma sjúklinga eftir læknisaðgerðum ef ekki sé búið að útvega nauðsynlega fjármuni til að hrinda því í fram- kvæmd. Hann segist vilja vinna að því að útvega fé til að stytta biðlista en kveðst ekki vilja standa að löggjöf um hámarksbið ef hann geti ekki staðið við hana vegna fjárskorts. Eins og fram hefur komið í blaðinu telur Ásta R. Jóhannesdóttir alþing- ismaður að lögfesta beri hámarksbið sjúklinga eftir læknisaðgerðum og Jónína Bjartmarz alþingismaður sagði í Morgunblaðinu í gær að í heil- brigðisáætlun sem Alþingi sam- þykkti á síðasta ári kæmi fram að setja skyldi reglur um biðlista sjúk- linga og biðtíma með að markmiði að hámarksbið yrði ekki lengri en 3–6 mánuðir. Hún sagði að stöðugt væri unnið að því að stytta alla bið eftir heilbrigðisþjónustu. Jón Kristjánsson segir mikilvægt að gleyma því ekki að engir biðlistar séu í dag vegna hjarta- eða krabba- meinsaðgerða. ,,Engu að síður eru erfiðir biðlistar m.a. vegna bæklun- arlækninga, en þeir hafa styst,“ seg- ir hann. ,,Ef ætti hins vegar að lög- binda t.d. þriggja mánaða hámarksbiðtíma er það spurning um fjármuni. Við höfum mikla afkasta- getu, ágætan mannskap og góð tæki og auðvitað væri æskilegt að geta nýtt skurðstofurnar til hins ýtrasta en það er ekki hægt að horfa framhjá því að við þurfum meiri fjármuni til að leysa þennan vanda. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Ég vil vinna að því að reyna að fá í þetta peninga en vil ekki setja löggjöf nema ég sjái fram á að ég geti staðið við hana.“ Þýðingarlaust að setja lög nema fjármunir fáist Heilbrigðisráðherra um hámarksbiðtíma sjúklinga ÞAÐ var mikið um að vera í Grafarvog- inum í gær þegar íbúar þar héldu hverfishátíð sína. Þetta var í fimmta sinn sem Graf- arvogsdagurinn er haldinn hátíðlegur. Meðal þess sem var á dagskrá dagsins var opið hús í Borg- arholtsskóla þar sem listamenn, félög og fyrirtæki í hverfinu kynntu starfsemi sína en hér er það Helena Einarsdóttir sem greiðir Lísu Rún Kjartansdóttur í tilefni dagsins. Greitt á Grafarvogsdegi Morgunblaðið/Jón Svavarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.