Morgunblaðið - 15.09.2002, Side 16
16 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Siglingagetraun - CARNIVAL
Í tilefni af komu hins glæsilega skips CARNVIVAL LEGEND til
Reykjavíkur efnir umboðið Heimsklúbbur Ingólfs-Príma til
getraunar, sem þú getur svarað með því að kynna þér það nýjasta í
siglingum og unnið til veglegra verðlauna:
SIGLING fyrir 2 í KARÍBAHAFI - frítt!
Spurningar:
1) Hvað hefur Carnival mörg skip í siglingum? Svar:
2) Frá hvaða höfn sigla flestir farþegar Heimsklúbbsins?
Svar:
3) Hvað er innifalið í siglingunni? Svar:
4) Hvar er gist á undan og eftir siglingu? Svar:
5) Hvaða viðkomustaðir eru hjá Carnival Pride á vesturleið um
Karíbahaf? Svar:
6) Hvað er lægsta verðið í 12 daga ferðum Heimsklúbbsins til Flórída með
siglingu innifalinni? Svar:
7) Hvað hefur Heimsklúbburinn lengi haft umboð Carnival? Svar: ár.
8) Hverjir eru augljósustu kostir þess að velja siglingu í Karíbahafi með
Carnival? Svar:
Fyllið út: Nafn: _____________________________ Kt.___________
Heimilisfang:___________________________
Póstfang: ______________________________
Merkt: Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA,
GETRAUN, Pósthólf 140, 121 Reykjavík - (fyrir 22. sept.)
FYRR í þessum greinaflokkihefur verið farið almenntyfir stækkunarferli ESBtil austurs og litið á aðild-arundirbúning fjölmenn-
asta umsóknarríkisins, Póllands, og
þau vandamál sem honum tengjast.
Nú er röðin komin að þeim fjórum
smærri löndum Miðaustur-Evrópu,
sem auk Póllands og Eystrasalts-
landanna eru komin lengst í aðild-
arviðræðunum og leiðtogar ESB
hafa sagt að eigi að geta fengið inn-
göngu árið 2004.
Lítum áður en lengra er haldið á
nokkrar staðreyndir um þessi lönd:
Tékkland og Slóvakía, sem áður
mynduðu sambandsríkið Tékkó-
slóvakíu, hafa farið hvort sína leið
frá því árið 1993, þótt tengslin milli
þeirra séu áfram náin. Í Tékklandi
búa nú 10,3 milljónir manna en um
5,4 milljónir í Slóvakíu. Íbúar Ung-
verjalands eru því sem næst jafn-
margir og í Tékklandi, sléttar tíu
milljónir. Fámennast í þessum
ríkjahópi er Slóvenía, með rétt um
tvær milljónir íbúa. Samtals býr í
þessum fjórum löndum um 11 millj-
ónum færra fólk en í Póllandi einu.
Öll eiga þessi lönd sameiginlegt
að hafa fram til loka fyrri heims-
styrjaldar árið 1918 verið hluti
Austurrísk-ungversk keisaradæm-
isins. Ungverska ríkið á sér reynd-
ar 1000 ára gamla sögu og Tékk-
land nær nú nokkuð nákvæmlega
yfir sömu lendur og tilheyrðu
krúnu Bæheimsko ungs á miðöld-
um, en annars eru þessi fjögur
lönd, sem nútímaþjóðríki, öll skapn-
aðir 20. aldarinnar. Slóvenía er
þeirra yngst; er hú sleit si út úr
júgóslavneska sambandsríkinu árið
1991 var það í fyrsta sinn sem Sló-
venar eignuðust eigið ríki.
Fyrir tilstilli sigurvelda fyrri
heimsstyrjaldar var Tékkóslóvakía
búin til úr héruðum Austurríkis-
Ungverjalands, sem þjóðríki Tékka
og Slóvaka, þótt stór hluti íbúa
þessara héraða væru hvorki Tékkar
né Sló ka ; stærsti voru minni-
hlutahópar Þjóðverja og Ungverja.
Einnig fyrir tilstilli sigurveldanna
voru l ndamæri Ungverjalands
sniðin þannig eftir lok fyrri heims-
styrjaldar – og þau landamæri
gilda enn í dag – að milljónir Ung-
verja lentu utan landamæranna.
Þannig eru enn þann dag í dag
stórir minnihlutahópar Ungverja í
grannríkjunum, einkum í Rúmeníu
og Slóvakíu.
Það er því ekki að undra, að í að-
ildarviðræðunum sem nú standa yf-
ir leggur Evrópusambandið mikið
uppúr því að allar landamæradeilur
milli hinna tilvonandi nýju aðild-
arríkja séu til lykta leiddar og að
þau sýni í verki að þjóðernisminni-
hlutahópar innan landamæra þeirra
njóti sanngjarnra réttinda.
Tékkland: Aðildarundirbúningur
á góðum skriði
Ludek Zahradnicek, talsmaður
Evrópumáladeildar tékkneska ut-
anríkisráðuneytisins, sem Morgun-
blaðið hitti að máli í Prag, segir
engan vafa leika á því í sínum huga
að Tékkland verði meðal fyrstu um-
sóknarríkjanna, sem ljúka aðildar-
samningum við Evrópusambandið.
Telur hann raunhæft að það gangi
eftir, að samningarnir verði frá-
gengnir fyrir leiðtogafundinn í
Kaupmannahöfn um miðjan desem-
ber nk. Fram til þessa hafi engin
alvarleg vandamál komið upp í að-
ildarviðræðunum. Eins og fram
komi í síðustu skýrslu fram-
kvæmdastjórnar ESB um stöðu að-
ildarundirbúnings Tékklands (sem
út kom í nóvember í fyrra) hafi
undirbúningurinn gengið vel; við
lok síðasta árs hafi verið búið að
samræma um 90% allrar löggjafar í
Tékklandi löggjöf ESB. Rétt sé, að
enn vanti nokkuð uppá fram-
kvæmdina á sumum þessara laga,
en það standi allt til bóta. Nú í júní
fóru fram þingkosningar í Tékk-
landi og lagasetning lá því niðri í
marga mánuði. Þetta tafði auðvitað
fyrir, en að sögn Zahradniceks er
ekki von á öðru en að takast muni
að koma öllum þeim lagabreyting-
um í gegnum þingið, sem nauðsyn-
legar eru vegna inngöngunnar í
ESB, tímanlega áður en aðildar-
samningarnir ganga í gildi.
„Sum þessara laga verða ekki af-
greidd í þinginu fyrr en á næsta
ári, en þó tímanlega fyrir inngöng-
una í sambandið árið 2004,“ segir
hann. Eins og sakir standa sér
hann ekki neina hindrun í veginum,
sem orsakað gæti neina alvarlega
töf á ferlinu.
Aðspurður hvað hann teldi vera
styrkleika Tékklands m.t.t. inn-
göngunnar í ESB í samanburði við
önnur umsóknarlönd segist hann
líta svo á að mið-evrópsku umsókn-
arríkin, þar sem hann þekki bezt
til, væru að sínu mati á mjög svip-
uðu róli í aðildarundirbúningnum,
„ef til vill með eilítilli undantekn-
ingu í Póllandi. Pólland á við stórt
vandamál að stríða á sviði landbún-
aðar; mjög stór hluti íbúa landsins
starfar við landbúnað og mörg býli
eru svo lítil að þar er aðeins stund-
aður sjálfsþurftarbúskapur. Þetta
og sértæk vandamál á nokkrum
öðrum sviðum valda því að Pólland
er að sumu leyti á eftir okkur
Tékkum, sem og Ungverjum og
Slóvenum.“ Strategískt og pólitískt
vægi Póllands væri samt svo mikið,
að það fengi nær örugglega aðild á
sama tíma og Tékkland. „Jafnframt
vonumst við auðvitað til að Slóvakíu
og Eystrasaltslöndunum takist að
fá aðild jafnfljótt,“ bætir hann við.
Zahradnicek fullyrðir, að aðild-
arundirbúningur Tékklands sé nú
orðinn betri en dæmi séu um að
hann hafi verið í fyrri stækkunar-
lotum ESB. „Tékkland er tvímæla-
laust betur í stakk búið til að takast
á við aðildina en t.d. Grikkland var
þegar það fékk inngöngu á sínum
tíma,“ segir hann. Það eina sem úr
þessu gæti sett áformin um inn-
göngu Tékklands í ESB að ein-
hverju leyti í uppnám er að sögn
Zahradniceks almenningsálitið.
Þjóðaratkvæðagreiðsla verði vænt-
anlega haldin um aðildarsamning-
inn og mikilvægt sé að tékkneskir
kjósendur geri sér grein fyrir hve
mikið sé í húfi en gefi lýðskrum-
urum ekki færi á að telja þeim trú
um annað en að inngangan í ESB
sé heillaspor fyrir þjóðina.
Viðkvæmt almenningsálit
Lengi framan af var stuðningur í
Tékklandi við ESB-aðildina mjög
útbreiddur, en í skoðanakönnunum
hefur þessi stuðningur tekið dýfur
á síðustu misserum. Athyglisvert er
þó í þessu sambandi, að í þingkosn-
ingunum í júní var uppskera þess
flokks rýr sem í kosningabarátt-
unni gerði hvað harðast út á þjóð-
ernishyggju og tortryggni í garð
Evrópusamvinnunnar – þ.e. hinn
Lýðræðislegi borgaraflokkur Vac-
lavs Klaus, ODS. Sigurvegarar
kosninganna voru jafnaðarmenn, og
þrátt fyrir að leiðtogar þess flokks
hafi í kosningabaráttunni einnig
tekið þátt í að slá á þjóðernis-
sinnaða strengi (í tilefni af deil-
unum um Benes-tilskipanirnar svo-
kölluðu sbr. sérumfjöllun um þær í
næstu grein þessa greinaflokks)
hefur flokkurinn ekki vikið frá því
markmiði að setja ESB-aðildina í
algjöran forgang. Það er því óhætt
að fullyrða að litlar líkur séu á því
að innganga Tékklands í ESB muni
stranda á afstöðu almennings, þótt
ekki sé heldur hægt að útiloka
þann möguleika.
En hvað er það, sem tékkneskur
almenningur hefur helzt áhyggjur
af í tengslum við inngönguna í Evr-
ópusambandið? Greinarhöfundur
varð var við gott dæmi um það á
knæpurölti í Prag í vor: Hefð er
fyrir því að svo til alls staðar þar
sem bjórskenk er að finna í landinu
sé hægt að fá hefðbundna smárétti,
svo sem pæklaðan ost og pylsur, til
að borða með lífselixír landsmanna,
bjórnum. Óttast margir að strangir
staðlar og heilbrigðisreglur ESB
muni binda enda á þessa hefð og
þar með spilla því sem fólk álítur
mikilvægan hluta af lífsgæðum sín-
um. Af þessu má álykta, að takist
stjórnvöldum í Prag að sannfæra
fólk um að þetta sé ástæðulaus ótti,
þurfi þau ekki að örvænta um
stuðning landsmanna við ESB-að-
ildina.
Slóvakía: Út úr skammarkróknum?
Þegar Evrópusambandið tók árið
1998 upp fyrstu formlegu viðræð-
urnar um stækkun þess til austurs
var Slóvakía eina landið í mið-evr-
ópska fereykinu Pólland-Tékkland-
Slóvakía-Ungverjaland, sem ekki
var boðið í hinn svokallaða „fyrstu-
lotu-hóp“ tilvonandi aðildarríkja.
Landinu var heldur ekki boðin aðild
að Atlantshafsbandalaginu um leið
og hinum þremur Visegrad-ríkjun-
um, eins og þau eru líka stundum
nefnd, eftir ungversku borginni þar
sem leiðtogar ríkjanna (þá Pól-
lands, Ungverjalands og Tékkó-
slóvakíu) undirrituðu árið 1991 yf-
irlýsingu um að stefna
sameiginlega að því að fá inngöngu
í helztu samstarfsstofnanir Evrópu-
ríkja. Ástæðna fyrir þessari nei-
kvæðu sérstöðu Slóvakíu er fyrst
og fremst að leita í stefnu og
Tékkar, Slóvakar, Ungverjar og Slóvenar stefna hraðbyri inn í Evrópusambandið
Fáar hindranir
sjáanlegar í veginum
Morgunblaðið/Auðunn
Vaktaskipti Við forsetahöllina í Bratislava bera skrúðbúnir varðliðar fána slóvakíska þjóðhöfðingjans af stolti. Þjóðernishyggja er afl sem stjórnmálamenn af öllu
tagi hafa virkjað í löndunum um austanverða Mið-Evrópu að undanförnu og sumir reyna að tefla því gegn inngöngu landanna í Evrópusambandið.
Mið-Evrópulöndin Tékk-
land, Slóvakía, Ungverja-
land og Slóvenía gera sér öll
vonir um að geta lokið
samningum um aðild að
ESB í desember nk. Auðunn
Arnórsson fór á vettvang og
lýsir hér, í þriðja hluta
greinaflokks, aðildarund-
irbúningi þessara landa og
fjallar um sértæk vandamál
sem tengjast honum í
hverju þeirra.