Morgunblaðið - 15.09.2002, Page 19

Morgunblaðið - 15.09.2002, Page 19
dregur inngöngunni og samningar standa yfir um síðustu atriðin, dala vinsældirnar. Ein ástæðan fyrir hiki Slóvena við að lýsa stuðningi við ESB-aðild- ina er vafalaust sú, að mjög skammt er síðan þjóðin hlaut sjálf- stæði og því eru sumir tortryggnir gagnvart því framsali á fullveldi sem felst í því að gerast aðili að yf- irþjóðlegum stofnunum ESB. Aðrir óttast samkeppnisþrýstinginn sem fyrirtækin í landinu þurfa að þola á hinum opna Evrópumarkaði og enn aðrir, svo sem bændur, óttast að missa jafnvel spón úr aski sínum (framleiðsluverð á landbúnaðaraf- urðum í Slóveníu er nú komið upp fyrir meðaltalið í ESB, ólíkt hinum umsóknarríkjunum). Sem lið í að- ildarundirbúningnum hafa slóvensk stjórnvöld byggt upp stuðnings- kerfi við landbúnaðinn sem end- urspeglar reglur sameiginlegrar landbúnaðarstefnu ESB. Segist Potocnik þó ekki eiga von á öðru en að áformin um inngöng- una í sambandið gangi eftir, þrátt fyrir að aðildarsamningarnir verði lagðir undir þjóðaratkvæði, enda hafi andstæðingar aðildarinnar mælzt mun færri en stuðningsmenn í öllum skoðanakönnunum til þessa. Samantekt Í samantekt má segja, að öll fjög- ur löndin sem hér hafa verið til um- fjöllunar séu „komin á beinu braut- ina“ að inngöngu í Evrópu- sambandið (og Evrópska efna- hagssvæðið), nú á þrettánda árinu eftir að járntjaldið féll. Þau eiga sér nokkur sameiginleg vandamál í tengslum við aðildarundirbúning- inn, sem eiga sér flest rætur í því að þau voru öll kommúnistaríki um áratugaskeið og eru því fátæk og hafa verið að ganga í gegn um erf- itt umbyltingarferli í efnahagslegu, félagslegu og pólitísku tilliti á sama tíma og þau hafa verið að semja um aðild að ESB. Dæmi um vandamál af þessu tagi eru vandkvæði við að laga löggjöf landanna að löggjöf ESB og hrinda þeim í framkvæmd með fullnægj- andi hætti. Slóvakía og Slóvenía, sem bæði eru ný ríki sem hafa þurft að byggja upp stofnanir sínar frá grunni, hafa í þessu tilliti átt erfiðara en Tékkland og Ungverja- land, sem hafa getað byggt á stofn- unum sem fyrir voru og tilheyrandi stjórnsýsluhefð. Hitt kemur á móti að löndin eru lítil og hafa því þann kost að geta byggt fljótt upp sveigj- anlegt stjórnkerfi sem einnig er skilvirkara en t.d. pólska stjórn- kerfið, þar sem tregða er mikil ein- faldlega vegna stærðar kerfisins. Hvert land á sér síðan sértæk vandamál. Slóvenía er ungt og smátt en knátt hagkerfi og hefur á skömm- um tíma náð betri árangri en nokk- urt annað fyrrverandi kommúnista- land í að skapa borgurum sínum lífskjör sem líkjast því sem fólk býr við í hinum ríkari vesturhluta álf- unnar. Þar fyrir eru borgarar þess gagnrýnni á það sem í vændum er með ESB-aðildinni, því hinn fjár- hagslegi ávinningur af henni verður ekki eins mikill og hinna Mið- og Austur-Evrópuríkjanna sem lengra eiga í land með að mjaka lífskjörum sinna borgara nær ESB-meðaltal- inu. Tiltölulega mikið vægi landbún- aðar í Ungverjalandi veldur því að þar er töluverður titringur yfir þeim þætti aðildarviðræðnanna. Annars eru Ungverjar að mörgu leyti „fyrirmyndarnemendur“ í ESB-aðildarundirbúningnum og stuðningur við aðildina er þar stöð- ugri og meira afgerandi en í flest- um öðrum umsóknarríkjunum. Það sem skapar Ungverjalandi líka sér- stöðu er að milljónir Ungverja búa í löndunum í kring og veldur það spennu í samskiptum landsins við grannríkin. Er þess vænzt að ESB- aðildin muni hjálpa til við að draga úr þessari spennu. Í Slóvakíu er stærsti áhættuþátt- urinn pólitískur óstöðugleiki – þeg- ar hin þrjú ríkin sem hér um ræðir hófu aðildarviðræður við ESB árið 1998 var landið í eins konar skammarkrók, sem ríkisstjórn þjóðernissinnans Vladimírs Meciars hafði stýrt því inn í. Þetta olli því að þegar umbóta- og Evrópusinnuð stjórn komst til valda varð hún að knýja sársaukafullar umbætur í gegn á styttri tíma en hin ríkin, sem ekki er heldur til þess fallið að stuðla að pólitískum stöðugleika. Það er því stór spurning hverju þingkosningar sem fram fara í Sló- vakíu um næstu helgi munu breyta. Í Tékklandi hefur aðlögunarferlið gengið jafnar og markvissar fyrir sig, en þótt efnahagsþróunin hafi á heildina litið verið jákvæð hefur hægt á hagvextinum og takmörk getu stjórnkerfisins til að koma ESB-aðlagaðri löggjöf í fram- kvæmd sýnt sig. Þá hefur æsingur vegna deilna um Benes-tilskipan- irnar svokölluðu, sem sköpuðu lagalegan grundvöll fyrir brott- flæmingu Súdeta-Þjóðverja frá Tékkóslóvakíu fyrir rúmri hálfri öld, opinberað hvernig skyndilega geta komið upp mál, svo að segja öllum að óvörum, sem auðveldlega geta sett aðildarundirbúningsferlið úr skorðum, jafnvel stefnt því í hættu, ekki sízt m.t.t. þess að að aðildarsamningarnir verða bornir undir þjóðaratkvæði. auar@mbl.is Næsta sunnudag: Skuggar fortíðar yfir Mið-Evrópu MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 19 TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Styrkir til bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir viðtöku umsóknum um styrki sem veittir eru hreyfihömluðum til bifreiðakaupa og framfærendum barna sem fá umönnunargreiðslur. Helstu skilyrði úthlutunar:  Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar sé ótvíræð.  Umsækjandi má elstur verða 70 ára á umsóknarári.  Umsækjandi hafi ökuréttindi. Þó er heimilt að víkja frá því skilyrði tilnefni umsækjandi ökumann.  Kaup á bifreið eigi sér stað á umsóknarári eða fyrir 1. júlí 2003.  Árstekjur lífeyrisþega séu undir 2.397.772 kr. (hjá hjónum 4.795.544 kr.).  Eignir í peningum og verðbréfum séu undir 4.000.000 kr. (hjá hjónum 8.000.000 kr.). Fjögur ár þurfa að líða á milli styrkveitinga og undirritar styrkhafi kvöð um eignarhald bifreiðar á þeim tíma. Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar árið 2003 eru afhent í þjónustumiðstöð TR og hjá umboðsmönnum hennar um land allt. Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin á heimasíðu TR sem er www.tr.is. Læknisvottorð á þar til gerðu eyðublaði skal fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er til 1. október 2002. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 560 4460 og á heimasíðu Tryggingastofnunar www.tr.is. AFGREIÐSLUNEFND BIFREIÐAKAUPASTYRKJA Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Verona 26. september frá kr. 19.600 Heimsferðir bjóða þér nú síðustu sætin til Verona í haust á ótrúlegum kjörum en þessi fagra borg hefur slegið í gegn hjá Íslendingum í sumar. Þú bókar tvö sæti til Verona þann 26. september, en greiðir bara fyrir 1, og kemst til einnar mest spennandi borgar Evrópu á frábærum kjörum. Gildir eingöngu út 26. sept. og heim 1. okt. Verona er í hjarta Ítalíu, frábærlega staðsett og héðan er örstutt til allra átta og þú velur úr glæsilegustu verslunum heimsins og listasöfnum og nýtur lífsins í þessu menningarhjarta Evrópu. Verð kr. 19.600 Flugsæti á mann m.v. 2 fyrir 1. Tveir fullorðnir. 32.900/2 = 16.450. Skattar kr. 3.150 Ekki innifalið: Ferðir til og frá flugvelli í Verona kr. 1.800. Forfallagjald kr. 1.800 valkvætt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.