Morgunblaðið - 15.09.2002, Side 20

Morgunblaðið - 15.09.2002, Side 20
20 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í EVRÓPU hafa verið starfandifjölmiðlafulltrúar á skrif-stofum Flugleiða í Frankfurt,París, London og Kaup-mannahöfn undanfarin eitt til þrjú ár og í Bandaríkjunm í nærri tíu ár. Guðjón Arngrímsson, blaða- fulltrúi Flugleiða, segir að fjölgun ferðamanna til landsins á undan- förnum árum sýni ótvíræðan árang- ur af starfi fjölmiðlafulltrúanna er- lendis. Árið 1992 hafi 142.561 ferðamaður komið til landsins en undanfarin þrjú ár hafi þeir verið yf- ir 300 þúsund. Á sama tíma hafi gjaldeyristekjur af ferðamönnum aukist úr 13 milljörðum í 35 til 40 milljarða. „Flugleiðir eru eina íslenska fyr- irtækið sem að einhverju marki starfar á almennum neytendamark- aði á heimsvísu,“ segir Guðjón. „Og þó að Flugleiðir séu stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða þá er það smátt á alþjóðavísu og reyndar er það svo að helsta vörumerki okkar erlendis er ekki Icelandair heldur Ísland sjálft. Það er landið og þjóðin öðru fremur sem söluskrifstofur okkar eru að selja. Í raun er sáralítil eftirspurn eftir Íslandi sem áfanga- stað meðal almennings í Evrópu og Bandaríkjunum. Það eru fáir sem þurfa að fara til Íslands. Við verðum því að búa til eftirspurn og selja fólki þá hugmynd að koma hingað.“ Guðjón segir að Flugleiðir hafi auglýst mikið erlendis, m.a. með þúsundum veggspjalda á lestar- stöðvum í London, París og Frank- furt s.l. vetur, fyrir utan blaða-, út- varps- og sjónvarpsauglýsingar. „En vegna þess að við erum að selja Ís- land öðru fremur hefur ein aldrýgsta leiðin til að kynna land og þjóð reynst sú að aðstoða fjölmiðlafólk við að fara til Íslands. Árangur slíkra heimsókna er yfirleitt jákvæð um- fjöllun. Ekki þó alltaf en langoftast,“ segir Guðjón. „Þess vegna hafa Flugleiðir lagt aukna áherslu á fjöl- miðlatengsl á skrifstofunum erlendis og ráðið sérfræðinga til starfa og má ætla að um 3.500 erlendir fjölmiðla- menn hafi komið til Íslands á und- anförnum fimm árum.“ Stórir og smáir Kristín Jóhannsdóttir er fjöl- miðlafulltrúi á skrifstofu Flugleiða í Frankfurt. „Ég hef búið í Þýskalandi alla mína ævi, lærði þar og starfaði síðan sem fréttaritari Ríkisútvarps- ins og það er mjög góður grunnur að starfi mínu í dag.“ sagir hún. „Það er mitt að halda utan um umfjöllum um Ísland og Flugleiðir í Þýskalandi og að það sé gert á sem jákvæðastan hátt. Reynslan sem ég fékk sem fréttaritari kemur sér vel þegar á að skilja á milli litlu og stóru strákanna í þýskum fjölmiðlum auk þess sem nauðsynlegt er að hafa góða yfirsýn því fjölmiðlaheimurinn í Þýskalandi er stór og hafi mér fundist ég þekkja vel til þegar ég hóf störf þá hef ég komist að því að þar eru gefin út milli 10 og 20 sérrit sem eingöngu fjalla um ferðamál. Annars vegar eru það rit sem seld eru almenningi og svo önnur sem ætluð eru ferða- skrifstofum. Maður verður því að vera vakandi yfir hvaða markhópar það eru sem ætlunin er að ná til.“ Kristín segir að þó að hún sé ráðin til Flugleiða fari mikill tími í að kynna Ísland sem ferðamannaland. Frá því hún hóf störf hafi aðaláhersl- an verið lögð á að kynna og selja helgarferðir til Reykjavíkur að vetr- arlagi. „Þegar ég byrjaði var ansi al- gengt að þýskum Íslandsvinum í lopapeysum fyndist sumarið vera eini tíminn til Íslandsferða en þessu er verið að breyta með því að fá hingað blaðamenn á haustin, vet- urna og snemma vors,“ segir Krist- ín. „Ég er mjög ánægð með árang- urinn. Þjóðverjar eru farnir að bóka sig í slíkar ferðir eftir að hafa lesið umfjöllun um þær í blöðum og tíma- ritum. Kristín bendir á að Reykjavík hafi það fram yfir aðra áfangastaði í Evr- ópu að boðið er upp á stuttar ferðir út í náttúruna að degi til og góða veitingastaði og bari að kvöldi. Þetta hafi mælst vel fyrir hjá Þjóðverjum, sem ávallt tengja Ísland náttúrunni. Meðal annarra nýjunga, sem boð- ið er upp á, eru svokallaðar heilsu- ferðir með áherslu á Bláa lónið og gistingu í Reykjavík. Kristín segir að sér gangi vel að fá blaðamenn til landsins. Þýskar sjón- varpsstöðvar séu einnig mjög áhuga- samar og hafa þær sent tökulið, sem hafa tekið upp góða kynningarþætti um Ísland er vakið hafa athygli. Hún segir það mesta misskilning að Þjóðverjar séu nískir eins og stundum sé haldið fram. „Þeir eru mjög meðvitaðir um verðgildi pen- inganna og í kjölfar evrunnar fannst þeim að svindlað hefði verið á sér,“ sagði hún. „Við aftur á móti reynum að sannfæra þá um að ekki sé ástæða til að óttast verðhækkanir á Íslands- ferðunum.“ Helgarferð sem ein vika Elísabet Steffan er fjölmiðla- og kynningarfulltrúi Flugleiða í París. Hún var ráðin eftir að ákvörðun var tekin um beint flug til Parísar allan ársins hring. „Þetta er skemmtileg og fjölbreytt vinna,“ sagði hún. „Við erum fámenn á skrifstofunni en and- rúmsloftið er mjög gott og samvinna mikil. Mitt starf felst í að sjá um all- ar auglýsingar, markaðssetningu, samskipti við fjölmiðla og framtíð- arþróun. Við sjáum ekki eingöngu um kynningu á Flugleiðum heldur miklu frekar kynningu á Íslandi og það finnst mér spennandi. Það er mun skemmtilegra að kynna flug- leiðir og áfangastaði heldur en flug- félag. Flugleiðir eru öruggt flugfélag en líka kraftmikið og fyrirtækið tek- ur þátt í ýmsum menningarviðburð- um. Það er virkilega gefandi að koma á framfæri fjölbreyttum þátt- um íslensks mannlífs við franska fjölmiðla.“ Fyrir rúmu ári vann Gallup mark- aðskönnun fyrir Flugleiðir í Frakk- landi og voru þátttakendur meðal annars spurðir hvað þeir vissu um Ísland. „30% vissu ekki hvar Ísland var,“ sagði Elísabet. „Og sumir héldu að landið væri ísilagt og aðrir að hér væri eilíft náttmyrkur. Síðan hefur margt breyst. Áður varð ég að grátbiðja blaðamenn um að fara til Íslands í efnisleit en nú hringja þeir í mig og vilja endilega fá að koma. Ís- land er komið í tísku í Frakklandi sem skemmtilegur áfangastaður, þar sem ævintýrin bíða.“ Elísabet segist verða vör við veru- lega fjölgun franskra ferðamanna frá ári til árs. Árið 1999 hafi komið um 10 þúsund ferðamenn frá Frakk- landi til Ísland en sú tala hafi nær tvöfaldast síðan. „Það er orðið auð- velt að selja vikuferðir til Íslands og einnig styttri helgarferðir,“ segir hún. „Það hafa allir áhuga á að sjá norðurljósin og í vetur sem leið má segja að sprenging hafi orðið í sölu á helgarferðum í kjölfar sérstakrar Ís- landskynningar, sem við stóðum að. Ísland er talið vera öruggur og af- slappandi áfangastaður en þetta eru atriði sem sífellt fleiri leggja áherslu á. Lífsstíll Íslendinga er auk þess allt annar en Frakka þannig að helg- arferð virkar á þá eins og heil vika þegar heim er komið.“ England hefur vinninginn Ian Bradley er kynningarfulltrúi Flugleiða í London þaðan sem flestir ferðamenn komu á síðasta ári og sagði hann að útlit væri fyrir að skrifstofan í London héldi þeirri for- ustu í ár. „Við stóðum að mikilli sölu- herferð með þessum árangri en að auki komu um 270 blaðamenn á okk- ar vegum til Íslands í fyrra og í ár er reiknað með að þeir verði ríflega 300,“ sagði hann. „Í ár höfum við ein- beitt okkur að því að vekja athygli sjónvarpsstöðvanna á Íslandi og það hefur gengið nokkuð vel. BBC hefur þegar tekið upp þáttaröð um Ísland, sem mun ná til tæplega níu milljóna áhorfenda og þar að auki hafa sjö aðrar sjónvarpsstöðvar þegar sýnt þætti um Ísland á árinu. Ian sagði auk þess hafa verið birt- ar greinar um Ísland í öllum helstu dagblöðum og tímaritum í Englandi. „Við fáum raunar svo margar beiðn- ir frá breskum fjölmiðlum um ferðir til Íslands að við neyðumst til að hafna mörgum þeirra,“ sagði hann. „Við höfum að undanförnu einbeitt okkur að því að ná til fimm mark- hópa ferðamanna. Sumir sækjast eftir því að komast í mismunandi klúbba eða bari, aðrir hafa áhuga á menningarviðburðum og enn aðrir eru í ævintýraleit. Stór hópur sækir í náttúruskoðun og svo eru það þeir sem hafa áhuga á heilsulindum. Þannig að við bjóðum upp á góða blöndu fyrir ferðamenn á öllum aldri.“ Langt í burtu en samt nálægt Fyrir tæpum tveimur árum fannst Karen Österby tími til kominn að reyna fyrir sér í öðru starfi eftir tíu ár í blaðamennsku. „Ég rak augun í litla auglýsingu frá Flugleiðum einn daginn innan um aðrar mun stærri og ákvað að sækja um,“ segir Karen, fjölmiðla- fulltrúi Flugleiða í Kaupmannahöfn. „Ég hafði þá einu sinni komið til Ís- lands í brúðkaupsferðinni á leið til Bandaríkjanna og varð þá strax fyrir einhverjum áhrifum, sem ég get ekki skýrt. En það sem heillar mig að- allega við starfið er að Flugleiðir eru lítið fyrirtæki í samanburði við önn- ur flugfélög og minni fyrirtæki eru bæði mannlegri og persónulegri.“ Karen segir norræna fjölmiðla mjög áhugasama um Ísland og vilja gjarnan koma hingað í efnisleit. „Blaðamönnum sem vilja reyna eitt- hvað nýtt hefur fjölgað verulega,“ sagði hún. „Og það er mikill áhugi fyrir Íslandsferðum meðal almenn- ings á Norðurlöndum en Danir eru þó áhugasamastir. Ísland er „sval- asta“ ferðamannalandið í Danmörku þessa stundina. Landið býður upp á miklar andstæður, hestaferðir og vélsleðaferðir að degi til og yndisleg mjúk hótelrúm á góðum hótelum í Reykjavík að kvöldi og málsverði á góðum veitingastöðum. Þetta finnst Norðurlandabúum mjög áhugavert fyrir utan eldfjöll og hveri sem þeir hrífast alltaf af, sérstaklega þó Dan- ir. Ísland er langt í burtu í hugum Norðurlandabúa en samt svo ná- lægt.“ Í fylgdarliði Reagans Debbie Scott er kynningar- og markaðsfulltrúi Flugleiða í Banda- ríkjunum. Hún er fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og kom fyrst til landsins í fylgdarliði Reag- ans þegar hann kom til leiðtogafund- arins í Höfða. Debbie hóf störf hjá Flugleiðum fyrir rúmum tíu árum og segist hún verða vör við stóraukna ásókn bandarískra fjölmiðla í Íslandsferð- ir. Áður hafi hún þurft að ganga á eftir fjölmiðlamönnum um að koma en nú streymi að umsóknir og fyr- irspurnir um Ísland. „Í vetur til- nefndi bandaríska ferðatímaritið Blue Ísland öruggasta áfangastað heims. Við erum að vonum mjög ánægð með þessa grein og létum sérprenta hana í ríflega 35 þúsund eintökum og dreifðum henni á ferða- skrifstofur í Bandaríkjunum og Kan- ada auk þess sem henni verður dreift á ferðakaupstefnum,“ sagði Debbie. Undanfarin ár hefur Debbie haldið til haga greinum um Ísland, sem birtar hafa verið í bandarískum fjölmiðlum. „Þegar við minntumst siglingar Leifs Eiríkssonar frá Ís- landi um Grænland til Ameríku árið 2000 birtust 400 greinar um Ísland í dagblöðum og tímaritum vestanhafs fyrir utan alla útvarps- og sjónvarps- þættina, sem sýndir voru og fjölluðu um Ísland. Mér fannst mikið til koma en ári síðar birtust 6–700 greinar og í júlí í ár hafa 700 greinar þegar verið birtar um Ísland og þar á meðal í öllum stærstu dagblöðum og tímaritum. Greinarnar í ár verða því tvöfalt fleiri en í fyrra, sem er frábært.“ Debbie segist ekki lengur fá mikið af fyrirspurnum um boðsferðir frá fjölmiðlum. „Þeir kaupa sína miða sjálfir og það er ekki alltaf sem við vitum fyrirfram hvenær eða hvar grein birtist,“ sagði hún. „Sennilega eru það aðallega sjónvarpsstöðvarn- ar, sem við vitum af, fremur en blaðamennirnir.“ Engin ókeypis frí Debbie segir að þeir blaðamenn, sem sækist eftir aðstoð Flugleiða eða eftir boðsferð verði að sækja um skriflega og sýna fram á að þeir séu með ákveðið umfjöllunarefni í huga, sem hún og aðstoðarkona hennar eru sammála um að sé þess virði að fjallað sé um. Miðað er við að blöðin sem þeir skrifa fyrir hafi minnst 50 þúsund áskrifendur. „Þau blöð sem fjölluðu um Ísland í maí síðastliðnum eru t.d. með yfir 27 milljónir áskrif- enda,“ sagði Debbie, „Við erum með sérstök eyðublöð sem blaðamenn fylla út þegar þeir sækja um en þetta gerum við til að tryggja að enginn sé að verða sér úti um ókeypis frí á Ís- landi.“ Debbie bendir á að Flugleiðir séu nokkuð þekkt fyrirtæki í Bandaríkj- unum. „Við erum í allt annarri stöðu en samstarfsmenn okkar í Evrópu,“ sagði hún. „Flugleiðir eða réttara sagt Loftleiðir voru þekktar sem „hippa“-flugfélagið hér áður fyrr og nú hefur sú kynslóð vaxið úr grasi og eignast sína af komendur sem ferðast í dag. Fyrirtækið hefur getið sér góðan orðstír vestanhafs og við heyrum frá fjölmörgum, sem minn- ast Flugleiða langt aftur í tímann. Það hefur verið gaman að fylgjast með þróun síðustu ára frá því að allt miðaðist við að bjóða sem ódýrastar ferðir. Nú þykir Ísland „svalt“ og smart og við farin að selja ferðir þangað allt árið en ekki eingöngu yf- ir sumarið. Landið er öðru vísi en önnur og góð byrjun á ferð til Evr- ópu.“ Öruggasti áfangastaður í heimi Á helstu skrifstofum Flug- leiða erlendis hafa á und- anförnum árum starfað fjöl- miðlafulltrúar. Verkefni þeirra er að vekja athygli þarlendra fjölmiðla á Ís- landi. Kristín Gunn- arsdóttir forvitnaðist um hvernig þeim gengi og komst að raun um að aðal- áherslan væri lögð á Ís- landsferðir allt árið og að Ís- land þætti spennandi og „svalur“ áfangastaður. Morgunblaðið/Kristinn Fjölmiðlafulltúar Flugleiða beggja vegna Atlantshafsins. Efri röð frá vinstri: Debbie Scott Bandaríkjunum, Guðjón Arn- grímsson blaðafulltrúi Flugleiða, Ian Bradley Bretlandi, Áslaug Thelma Einarsdóttir upplýsingadeild Flugleiða, Kristín Jó- hannsdóttir Þýskalandi og Karen Österby Danmörku. Neðri röð frá vinstri: Karen Hancock aðstoðarkona Scott, Addý Ólafsdóttir markaðssviði Flugleiða og Elisabet Steffan Frakklandi. krgu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.