Morgunblaðið - 15.09.2002, Side 21

Morgunblaðið - 15.09.2002, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 21 ÞAÐ sýnist orðið ótrúlega mikilvægt þjóðfélagslega séð að fólk skuli hafa hár og láta sér hreint ekki á sama standa um hvernig það er og fer. Ótrúlegur fjöldi hefur beina at- vinnu af að þvo, greiða, klippa, mýkja, krulla, slétta og lita hárin sem vaxa út úr höfðinu á samtíðar- fólkinu. Það væri annars forvitnilegt að vita hversu miklum peningum landslýður eyðir í hár sitt árlega. Það er sannarlega af sem áður var í gamla bændasam- félaginu þegar ís- lenskar konur flétt- uðu bara á sér hárið eða vöfðu í hnút og karlarnir létu í besta falli skella af sínu strýi með sauðaklippun- um. Þegar ég sat á hárgreiðslustofu um daginn, eitt sinn sem oftar, og horfði út undan mér á alvörugefnar manneskjur með permanettrúllur eða álpappírsvöndla í hárinu lesa Mannlíf og Séð og heyrt og fá sér kaffisopa varð mér á að hugsa að við Íslendingar gætum ábyggilega hætt að veiða fisk og stunda landbúnað ef erfðafræðingar nútímans fyndu upp stökkbreytt gen sem gerði okkur kafloðin um allan kroppinn, – úr því svona mikill kostnaður og fyrirhöfn er af einum litlum höfuðhárbletti hversu mundi þá ekki kroppur vax- inn síðu hári skapa mikla vinnu (sbr. dýr myndi Hafliði allur)? Ég lét vera að ræða þessar um- þenkingar við hárgreiðslukonuna mína, en spurði þess í stað hvort al- gengt væri að fólk „vissi ekki neitt hvað það ætti að gera við hárið á sér?“ „Já, það er algengt, – en svo er á hinn bóginn til fólk sem aldrei breyt- ir um hárgreiðslu. Kona nokkur kom t.d. í fjöldamörg ár á stofu þar sem ég vann með mynd af sér frá því hún var ung og vildi fá nákvæmlega eins greiðslu og hún var með á myndinni – túberinguna og alla lokkana, smáa og stóra. Síðast þegar ég vissi til var myndin orðin ákaflega lúin og velkt,“ sagði hárgreiðslukon- an. Í framhaldi af þessu tóku umræð- ur okkar að snúast um alls kyns óvæntar uppákomur og jafnvel harmsögur í sambandi við hár- greiðslu. Eins og t.d. þegar ein ágæt hár- greiðslukona litaði hár mitt með henna fyrir árshátíð með þeim afleið- ingum að ljóst hárið var á litinn eins og gulrót hátíðarkvöldið. Heilan sunnudag var reynt að ná hennalitn- um úr með steinolíu en ljósar strípur urðu loks þrautalendingin. Eða þá þegar ég fór á hárgreiðslustofu með hár niður á axlir og ætlaði að láta að- eins „særa“ það. Því miður var hár- greiðslukonan annars hugar, tók stóran slurk af hári uppi á miðju höfði og klippti snöggt eins og bursta (þ.e. öfuga indíánaklippingu). Ég fór út með knallstutt hár en þurfti ekki að borga fyrir klippinguna. Þá er mér ógleymanlegt fjaðrafok- ið þegar ég fyrir ferminguna ákvað að hækka á mér ennið með því að raka nokkuð drjúga rönd af hárinu (þetta hafði verið gert við fræga kvikmyndaleikkonu), hárgreiðsla mín þótti ófögur meðan röndin var að vaxa upp í að verða toppur. „Þú hefur næstum verið eins og konurnar sem koma með skaðbrennt hár úr heimapermanettinu svo það verður hreinlega að snoða þær,“ sagði hárgreiðslukonan mín. Já, það er víst vandaverk að setja permanett í hár svo vel sé, – en ef það heppnast vel getur það verið af- ar glæsilegt. Hún var í það minnsta ansi „flott“ að eigin mati, stúlkan sem sat á Hótel Borg á blómatíma permanettsins og hristi með jöfnu millibili þykkt og mik- ið hár sitt með nýjum permanettkrull- um og sagði í hvert skipti háum rómi: „Oo, ég ræð ekkert við hárið á mér, ég var að þvo það og það er bara út um allt.“ Ungur maður sat við næsta borð og var að lesa í blaði en komst ekki hjá því að heyra þessi ummæli stúlk- unnar æ ofan í æ. Loks stóð hann á fætur og steig um leið fast ofan á fót stúlkunnar og sagði um leið: „Ææ, fyrirgefið, ég var að enda við að þvo mér um fæturna og ræð ekkert við þá, – þeir eru bara út um allt.“ Loks læt ég fljóta hér með spán- nýja hugmynd um hvers vegna Hall- gerður langbrók vildi ekki láta Gunnar á Hlíðarenda hafa leppinn úr hári sér. Þetta með kinnhestinn kann nefnilega að hafa verið yfir- varp. Allt eins getur verið að hún hafi verið búin að hafa mikið fyrir að safna þessu líka síða hári og séð sem var að það myndi hafa óheppileg áhrif á hárgreiðsluna ef hún færi að byrja á því að tæta það niður í boga- strengi. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Hvað skyldum við eyða miklu í hármeðhöndlun? Harmsögulegar hárgreiðslusögur eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Acidophilus H á g æ ð a fra m le ið sla Er þér illt í maganum? Fyrir meltingu og maga með gæðaöryggi FRÁ FRÍHÖFNIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.