Morgunblaðið - 15.09.2002, Síða 56

Morgunblaðið - 15.09.2002, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. www.namsmannalinan.is ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem margar fjöl- burafæðingar verða með nokkurra daga millibili á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut en undanfarna daga hafa tvennir tvíburar og tvennir þríburar fæðst þar með stuttu millibili. Að sögn Sólveigar Friðbjarnardóttur, deild- arstjóra á sængurkvennadeild, getur oft og tíð- um skapast mikið álag þegar mörgum börnum liggur á að komast í heiminn á sama tíma og skiptir þá miklu að starfsfólk geti unnið vel og skipulega undir miklu álagi. Sjötta september síðastliðinn eignaðist Arnfríður Magnúsdóttir, tvíbura, dreng og stúlku. Níunda september eignaðist önnur móðir tvíbura á fæðingardeild- inni og eru þeir sem stendur á vökudeild. Tíunda september sl. dró til tíðinda þegar Agnes Arnar- dóttir frá Akureyri eignaðist þríbura, einn dreng og tvær stúlkur, sem vógu átta til níu merkur. Á fimmtudag eignaðist önnur kona, Janja Lucic frá Króatíu sem búsett er í Grinda- vík, þríbura, allt stúlkur og vógu þær á bilinu 10–12 merkur. Að sögn Sólveigar heilsast mæðrum og börn- um þeirra afar vel og í gær fóru aðrir tvíbur- arnir heim með foreldrum sínum. Laust fyrir hádegi í fyrradag höfðu 1.746 börn fæðst það sem af er árinu á fæðingardeild Land- spítalans og hátt í þrjú hundruð börn í svoköll- uðu foreldrahreiðri, eða samtals í kringum 2.000 börn. Tvennir þríburar og tvennir tvíburar á fæðingardeild LSH Morgunblaðið/Kristinn Stoltar mæður með börnin sín. Frá vinstri: Agnes Arnardóttir frá Akureyri með þríburana, einn dreng og tvær stúlkur, Arnfríður Magnúsdóttir með tvíbura, dreng og stúlku og Janja Lucic með þríburana sína sem allir eru stúlkur. Að auki fæddust aðrir tvíburar á spítalanum um sama leyti. Óvenju mikið af fjölburafæðingum EKKI hefur náðst tilætlaður árang- ur í vatnsútflutningi þrátt fyrir að Ísland sé ferskvatnsauðugasta land veraldar með alls 666.667 rúmmetra af vatni á mann á ári. Það er helm- ingi meira en Kongó sem er í öðru sæti. Sett hefur verið fram þingsálykt- unartillaga um að skilgreina beri vatn sem auðlind en Íslendingar nýta aðeins um 1% grunnvatns sem kemur upp á láglendi. „Ef tekið yrði 1% af árlegu vatns- magni til viðbótar til útflutnings myndi það þýða um 100 til 150 millj- ónir tonna af vatni,“ segir Katrín Fjeldsted alþingismaður í samtali við Morgunblaðið. „Drykkjarvatn selst víða á 25–40 krónur lítrinn og verð á góðu vatni mun án efa fara hækkandi. Til samanburðar má nefna að um ein milljón tonna af eldsneyti er flutt til landsins á hverju ári og fiskútflutningur nemur nokkr- um hundruðum þúsunda tonna á ári.“ Segir Katrín því sjálfsagt að nota neysluvatnið til útflutnings. Johann Guðlaugsson viðskipta- fræðingur skrifaði lokaritgerð sína við Háskólann í Reykjavík um vatns- útflutning en hingað til hefur ekkert fyrirtæki, sem reynt hefur við vatns- útflutning, náð tilætluðum árangri. „Heimildir um íslenskt vatn eru oft ekki mjög góðar, ýmsu er slegið fram sem ekki á við rök að styðjast. Þar er bæði alhæft og ýkt,“ segir Jó- hann. Hann segir mikilvægt að út- flytjendur geri sér grein fyrir eig- inleikum vatnsins og hvernig þeir eru metnir í mismunandi löndum áð- ur en ráðist er í markaðssetningu. „Að mínu mati er nauðsynlegt að koma upp neti sölumanna og beina sjónum að dreifingaraðilanum í stað þess að reyna markaðssetningu beint til neytenda. Auglýsingakostn- aður verður of mikill og áróðurinn nær ekki eyrum neytendanna. Hins vegar, ef varan er kynnt vel fyrir heildsölum og verslunum, má ná mun betri árangri.“ Ísland vatnsauðug- asta land í heimi  Baráttan/10–11 NÓTASKIPIÐ Neptúnus ÞH strandaði á sandeyri við innsigl- inguna í Grindavík í gærmorgun en náðist á flot eftir hálftíma strand og sigldi fyrir eigin vél- arafli til hafnar í Grindavík. Skip- ið strandaði kl. 11.41 í þoku og súld þegar það fór austur úr inn- siglingunni og lenti á grynning- um við Boðann um 300 metra frá grjótgarðinum við höfnina. Liðs- menn björgunarsveitarinnar Þor- björns fóru á strandstað á björg- unarbátnum Oddi V. Gíslasyni og drógu skipið af strandstað með aðstoð áhafnar af hafnsögubátn- um Villa. Einnig aðstoðaði björg- unarbáturinn Oddný í Tungu við björgunaraðgerðir. Að mati kaf- ara björgunarsveitarinnar sem fóru niður að skipinu til að kanna hvort gat hefði komið á skips- skrokkinn, voru skemmdir á Nep- túnusi minniháttar. Skipverjarnir á Neptúnusi meiddust ekki og var lítil sem engin hætta á ferðum þar sem vindur var hægur og lít- ill sjór að sögn Birkis Agnars- sonar hjá björgunarsveitinni Þor- birni. Neptúnus var á leið til Grinda- víkur með kolmunna að austan þegar óhappið varð. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Neptúnus strandar við Grindavík ÍSLAND verður formlegur þátttak- andi sunnudaginn 22. september næstkomandi í bíllausum degi sem þá verður haldinn í Evrópu fjórða ár- ið í röð. Hefur umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, undirritað yfir- lýsingu þar um. Að sögn Sivjar er mikilvægt að vekja almenning til umhugsunar um það hvað einkabílinn sé mikið not- aður hérlendis og reyna að draga úr notkun hans eins og hægt er. „Það er mikilvægt að menn reyni að gera áætlanir og skoði í eigin ranni hvort þeir geti sameinast í bíla t.d. á leið til vinnu eða hvort þeir geti ekki notað almenningssamgöngur meira, geng- ið eða hjólað. Þetta er samvisku- spurning hvers og eins og dagurinn er hugsaður sem hvatning til að líta í eigin barm og athuga hvort menn geti ekki minnkað bílanotkun. Þótt einkabíllinn sé mikilvægur þá er hann oft og tíðum ofnotaður.“ Í fyrsta sinn í ár er efnt til evr- ópskrar flutningaviku (European Mobility Week) í tengslum við bíl- lausa daginn dagana 16. til 22. sept- ember en hún er helguð sjálfbærum samgöngum. Yfir 1.000 borgir og bæir í Evrópu hafa tilkynnt um þátt- töku í bíllausa deginum og um 300 sveitarfélög hafa ákveðið að taka þátt í flutningavikunni. Ísland aðili að bíllaus- um degi 22. september

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.