Morgunblaðið - 21.09.2002, Page 1

Morgunblaðið - 21.09.2002, Page 1
221. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 21. SEPTEMBER 2002 EINKASKRIFSTOFUR Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, eru það eina, sem eftir er af höf- uðstöðvum palestínsku heima- stjórnarinnar í Ramallah á Vest- urbakkanum. Gengu ísraelskir hermenn hart fram í því í gær og fyrrinótt að sprengja upp öll önnur hús, eins og sjá má á myndinni, auk þess að grafa djúpan skurð við að- setur Arafats. Þá voru tuttugu Pal- estínumenn handteknir í gærkvöldi sem gáfu sig fram við ísraelska her- menn fyrir utan höfuðstöðvarnar. Einn helsti ráðgjafi Arafats sagði í gær, að líf hans væri í mikilli hættu en varnarmálaráðherra Ísr- aels sagði, að honum yrði hvorki gert mein né rekinn úr landi, aðeins einangraður. Ísraelar umkringdu höfuðstöðvar Arafats í fyrrakvöld eftir að Palest- ínumaður hafði sprengt sjálfan sig í loft upp í strætisvagni í Tel Aviv. Sex biðu bana og um 60 manns slös- uðust. Handtóku Ísraelar strax 23 Palestínumenn og síðan aðra 20, sem voru með Arafat. Særðust tveir lífvarða Arafats og ísraelsk leyni- skytta skaut einn til bana. Binyamin Ben Eliezer, varn- armálaráðherra Ísraels, sagði, að Arafat væri engin hætta búin en hins vegar hefði verið ákveðið að einangra hann. Ekki er ljóst hve lengi umsátrið um Arafat mun standa að þessu sinni en það stóð í 34 daga í mars og apríl og einnig í nokkurn tíma í júní. Reuters Höfuð- stöðvar Arafats í rúst GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti kynnti í gær með formlegum hætti nýja herfræðikenningu sína um réttmæti hernaðarárása í for- varnarskyni á spennu- og hættu- tímum. Þar er horfið í veigamiklum atriðum frá „fælingarstefnunni“ svonefndu sem varð til á fimmta áratug síðustu aldar og mótaði ut- anríkis- og varnarstefnu Banda- ríkjanna allt kalda stríðið. „Bandaríkin geta ekki lengur byggt stefnu sína á því fyrst og fremst að bregðast við [atburðum á alþjóðasviðinu] eins og við höfum gert fram að þessu,“ segir Bush í 33 síðna stefnumótunarplaggi sínu, sem gert var opinbert í gær. „Við getum ekki leyft óvinum okkar að hafa frumkvæðið.“ Getur þetta þýtt, að sögn forset- ans, að grípa þurfi til aðgerða gegn ríkjum eins og Írak, jafnvel þó að samtök á borð við Sameinuðu þjóð- irnar treysti sér ekki til að aðhafast nokkuð. „Þó að Bandaríkin muni ávallt leggja áherslu á að tryggja stuðning alþjóðasamfélagsins, munum við ekki hika við að efna, ef nauðsyn krefur, einhliða til aðgerða að fyrra bragði og neyta þannig réttarins til að verja land okkar.“ „Fæling“ dugir ekki til Segir í skjalinu, sem Bush þarf nú að leggja fyrir Bandaríkjaþing, að við breyttar aðstæður í heims- málum sé útilokað að fæla þá frá aðgerðum, þ.e. hryðjuverkum, sem „hata Bandaríkin og allt það sem þau standa fyrir“. „Óvinir okkar á árum áður þörfnuðust þróttmikils herafla og öflugs iðnaðar til að geta ógnað Bandaríkjunum,“ segir Bush. „Í dag getur fámennur hópur skuggalegra einstaklinga hins veg- ar valdið öngþveiti og miklum þján- ingum í landi okkar án þess að það kosti meira en sem samsvarar kaupverði eins skriðdreka.“ Er ennfremur brugðist við gagn- rýni á þá lund að Bandaríkin sýni ítrekað yfirgang á alþjóðavett- vangi. „Við munum ekki nota mátt okkar einfaldlega til að tryggja stöðu okkar,“ segir Bush. „Þvert á móti munum við reyna að skapa stöðugleika [í heiminum] sem byggist á mannréttindum og frelsi einstaklinga.“ Bandaríkjaforseti kynnir herfræðikenningu sína Réttmæti „forvarn- araðgerða“ áréttað Washington. AP. GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, bað George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær afsökunar á ummælum sem höfð voru eftir dóms- málaráðherra landsins í fyrradag en þar var Bush líkt við Adolf Hitler. Sagði Schröder í bréfi til Bush að ráð- herrann, Herta Däubler-Gmelin, hefði fullvissað sig um að hún hefði ekki látið þau ummæli falla sem henni væru eignuð. „Ég get lofað því að líki einhver forseta Bandaríkjanna við glæpamann á sá hinn sami ekki heima í ríkisstjórn minni,“ sagði Schröder. Málið hefur valdið miklum titringi í aðdraganda þingkosninga sem fara fram í Þýskalandi á morgun. Á fundi með blaðamönnum síðdegis í gær hélt Däubler-Gmelin hins vegar fram sak- leysi sínu og vísaði öllum kröfum um afsögn sína á bug. Tvísýnar kosningar Þýska blaðið Schwäbisches Tag- blatt hafði í fyrradag fullyrt að Däubl- er-Gmelin hefði sagt á fundi með iðn- verkamönnum að Bush vildi með umræðu um árás á Írak draga athygli frá vandamálunum heimafyrir. „Það er oft gert. Jafnvel Hitler gerði það,“ hafði blaðið eftir ráðherranum. „Hneykslanlegt og óskiljanlegt,“ sagði Ari Fleischer, talsmaður Bandaríkjaforseta, um þessi meintu ummæli Däubler-Gmelin og bætti við að Bush hefði reiðst mjög. Þá mun Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa hringt í Joschka Fischer, þýskan starfsbróður sinn, til að lýsa hneykslan sinni. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun, sem birt var í gær, hafa Jafnaðar- menn örlítið forskot á kosninga- bandalag kristilegu flokkanna CDU/ CSU. Mælist fylgi hinna fyrrnefndu 38,5% til 39,5%, en fylgi hinna síðar- nefndu 37-38%. Schröder biður Bush afsökunar Berlín. AFP.  Kosningabarátta/24 Titringur í Þýskalandi DAGBLAÐIÐ Adalat, sem Sap- armurat Niyazov, forseti Túrkmen- istan, stofnaði, lagði í gær til að spilavítum í landinu yrði lokað og í þeirra stað opnaðar stofur þar sem fólk gæti fræðst um kenningar for- setans. „Við heitum á eigendur spilavíta að loka þessum gleðihúsum,“ skrif- ar leiðarahöfundur Adalat undir fyrirsögninni Viðskipti Satans munu hrynja. Segir einnig í grein- inni að spilavíti séu andstæð menn- ingu Túrkmena og þau sæki venju- lega ríkir karlmenn í fylgd lauslátra kvenna. Loks er lagt til að opnaðir verði lestrarsalir í stað spilavítanna, þar sem fólk geti komið og lesið Rukhname, kver eftir forsetann þar sem Túrkmenum er sagt hvernig þeir eigi að hugsa og haga sér. Rukhname er skyldulesning í öllum skólum landsins. Niyazov er einráður í Túrkmen- istan og ræður yfir flestum fjölmiðl- um í landinu. Hann vill láta kalla sig Turkmenbashi eða Hinn mikla föð- ur allra Túrkmena. Í fyrra lét hann loka einu óperunni í landinu og einnig balletthúsi þar sem þau sam- ræmdust ekki „hugarfari“ þjóðar- innar. Musteri um fræði forsetans Túrkmenar vilja auka visku sína

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.