Morgunblaðið - 21.09.2002, Page 12

Morgunblaðið - 21.09.2002, Page 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR tveimur árum ákváðu stjórnendur Háskólans í Reykjavík að taka þátt í samstarfi virtra há- skóla í Evrópu, Bandaríkjunum og Mexíkó um kennslu og þróun fjöl- þjóðlegs stjórnunar- og viðskipta- náms, þar sem rík áhersla er lögð á hagnýtingu upplýsingatækni. Sam- starf þessara 10 skóla, Aþenu-há- skóla, Viðskiptaháskólans í Kaup- mannahöfn, ERASMUS í Rotter- dam, EGADE í Monterrey í Mexíkó, ESADE í Barcelona, Georgia í Atl- anta í Bandaríkjunum, HR, Kölnar- háskóla í Þýskalandi, Denver-há- skóla í Bandaríkjunum og Viðskipta- háskólans í Bergen, nefnist GeM, Global eManagement, og hóf 31 nemandi þetta 15 mánaða nám við HR í janúar 2001, en tæplega 60 sóttu um. Kennslan er á ensku og eru kennarar meðal annars frá sam- starfsháskólunum, en náminu er ætlað að undirbúa stjórnendur framtíðarinnar fyrir þátttöku í al- þjóðlegu viðskiptaumhverfi. Allir, sem hófu nám, útskrifast í dag og hefst hátíðin í húsakynnum skólans klukkan 13. Á námstímanum hafa nemendurnir sótt þrjár viku- langar námsstefnur á Spáni, í Bandaríkjunum og Mexíkó og unnið viðamikil hópverkefni með nem- endum samstarfsskólanna. Í liðinni viku fór fram sameiginleg GeM út- skriftarathöfn í EGADE viðskipta- háskólanum í Monterrey og markaði hún lokin á námsstefnu, þar sem nemendur kynntu m.a. niðurstöður lokaverkefnavinnu sinnar. Námið nýtist vel Í útskriftarhópnum eru m.a. lög- fræðingar, verkfræðingar og læknir. Meðal þeirra sem eru að útskrifast er Elín G. Ragnarsdóttir, þjónustu- stjóri Norðurljósa, sem útskrifaðist sem leikskólakennari 1991 og í stjórnun frá framhaldsdeild Kenn- araháskóla Íslands 1997. Hún segir að staðið hafi til að ljúka masters- námi í stjórnun frá KHÍ, en þegar hún hafi ráðið sig, fyrir hálfgerða til- viljun, í vinnu hjá Íslenska útvarps- félaginu hafi hún kynnst viðskipta- umhverfinu og það hafi vakið áhuga hennar svo um munaði. „Hjá Ís- lenska útvarpsfélaginu taldi ég mig vera komna í það umhverfi sem ég á heima í. Styrkleikar mínir nýttust mér þar sem aldrei fyrr. Tölvu- og upplýsingatæknin hefur verið eitt af mínum helstu áhugamálum og hef ég notað tölvuna og Internetið mikið í tengslum við það sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Ég var lengi vel bara óhræddur „takka-fiktari“ en eftir að hafa lokið forritunarnámi í Rafiðnaðarskólanum með vinnunni á Stöð 2 var ég komin með ódrepandi áhuga. Einn kaldan vetrarmorgun horfði ég með öðru auganu á morg- unsjónvarp Stöðvar 2 og þar birtist mér Agnar Hansson, forseti við- skiptadeildar HR, líkt og vitrun frá æðri máttarvöldum. Hann talaði við mig og engan annan, að mér fannst, og boðaði fagnaðarerindið. MBA- nám í rafrænum viðskiptum. Ég hafði himin höndum tekið. Þetta nám var svar við bænum mínum. Hérna voru saman komin á einum stað helstu hugðarefni mín. Rafræn viðskipti. Eftir þetta var ekki aftur snúið.“ Elín er gift Ásmundi Helgasyni, sem er einn af eigendum auglýsinga- stofunnar ABX, og eiga þau fjögur börn á aldrinum sex til fimmtán ára. Þegar námið hófst vann hún við al- menna deildarstjórn í þjónustudeild Íslenska útvarpsfélagsins. Mikið var að gera í skólanum, m.a. í alþjóðleg- um verkefnum, en hún var í verk- efnahópi með tveimur Dönum, Mex- íkana og Íslendingi. „Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegt og ég hvet alla sem hafa áhuga á að mennta sig í krefjandi og hagnýtu framhaldsnámi til þess að velta þessu námi fyrir sér,“ segir hún og vísar til þess að námið komi henni vel í starfi. Í júlí sem leið bauð Hermann Her- mannsson, sjónvarpsstjóri Norður- ljósa, Elínu starf þjónustustjóra Norðurljósa og sinnti hún náminu með fullu starfi undir lokin. „Þetta var stanslaus vinna allan daginn, á kvöldin og um helgar, en námið hef- ur nýst mér mjög vel. Það hefur víkkað sjóndeildarhringinn auk þess sem ég hef kynnst mjög mörgu góðu fólki.“ Hún segist hafa tekið námið á seiglunni og áréttar að álagspunkt- arnir gleymist fljótt þó brekkurnar hafi virst brattar á tíðum. „Þegar ég var send í munnlegt próf í ensku hjá dönskum prófessor var ég að hugsa um að pakka niður og þakka fyrir mig. Mér leist ekki á blikuna enda ekki hefð fyrir öðru en skriflegum prófum í gömlu skólunum mínum. Það tók líka á að kynna verkefnin á ensku en ég sjóaðist í þessu og var orðin nokkuð örugg þegar á leið.“ Elín segir að það hafi hjálpað mik- ið að vera í hópi fólks með ólíkan bakgrunn hvað menntun varði. „Ég komst fljótlega að því að það var ekki bara ég sem var að lesa við- skiptafræði fyrir byrjendur til klukkan þrjú á nóttunni til að kom- ast inn í ný og framandi hugtök. En ég er gríðarlega ánægð og stolt með þennan áfanga og að hafa fengið þetta einstaka tækifæri til að kynn- ast samnemendunum. Ég á eftir að búa að þessu alla ævi.“ Námið og vinnan fara saman Baldur Örn Guðnason, fram- kvæmdastjóri Sjafnar hf. og Mjallar hf. og starfandi stjórnarformaður Hörpu Sjafnar hf., segir að ástæða þess að hann hafi farið í umrætt nám hafi verið sú að þetta alþjóðlega nám hafi heillað sig. 10 háskólar hafi ver- ið að þróa sameiginlegt nám og hann hafi séð fyrir sér að reynsla og þekk- ing hvers skóla myndi nýtast í nám- inu, sem væri fyrir bragðið með al- þjóðlegu ívafi. Áður en Baldur Örn hóf námið hafði hann starfað í 14 ár hjá Sam- skipum og verið í framkvæmda- stjórn fyrirtækisins í átta ár. Eftir að hafa unnið við uppbyggingu fyr- irtækisins erlendis flutti hann heim um áramótin 2000/2001 til að taka við rekstri Sjafnar á Akureyri og segir að hann hafi talið það ágætan tímapunkt til að fara í andlega end- urhæfingu og skella sér í námið sam- hliða nýjum verkefnum og nýjum starfsvettvangi. Baldur Örn segir að námið og vinnan hafi farið vel saman. End- urskipulagning starfsemi Sjafnar hafi verið nauðsynleg og hann hafi getað nýtt sér verkefnavinnu og fleira í náminu í verkefnavinnu í starfinu, m.a. í markaðsmálum, fjár- málum og stefnumótun. Námið gangi mikið út á það að vinna verk- efni og hann hafi getað unnið þau í tengslum við starfið. Kennsla fór fram á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum í ann- arri hverri viku. Baldur Örn segir að hann hafi þurft að vera töluvert á ferðinni vegna vinnunnar og hann hafi getað tengt vinnuferðirnar námsferðunum. Á þessum tíma hafi Sjöfn þróast úr því að vera efnaverk- smiðja í það að verða eignarhalds- félag í Hörpu Sjöfn hf. og Mjöll hf. og segja megi að sú stefnumótun og breytingar, sem hafi orðið á Sjöfn, hafi verið hluti af verkefnum og vinnu sem hann hafi þurft að vinna í skólanum. „Þetta féll því vel saman en þetta var mikil vinna og mikið álag,“ segir hann. Baldur Örn tók stúdentspróf við Menntaskólann á Akureyri 1986 og samhliða vinnu hjá Samskipum hef- ur hann sótt ýmis námskeið í Banda- ríkjunum og Evrópu. Hann er kvæntur og eiga þau hjón þrjú börn á aldrinum tveggja til 14 ára. Baldur Örn segir að það hafi verið mjög gaman að setjast á skólabekk á ný og vinnan og vinnuálagið gleymist fljótt. Hann hafi eignast góða félaga en námið hafi kallað á mikinn aga og skipulagningu á tíma. Hann var með Dana, Bandaríkjamanni og Hollend- ingi í verkefnahópi og segir að eftir sitji góð sambönd og vinátta. Fjöl- skyldan hafi sýnt náminu góðan skilning og stuðning, en nú taki við að bretta upp ermarnar og fara að vinna af enn meiri krafti með þá þekkingu, sem fengist hafi í náminu, sem veganesti. „Ég sé fyrir mér að hafa 20 til 30 fleiri klukkutíma tíma til ráðstöfunar fyrir fjölskylduna, frístundir og meiri vinnu í hverri viku. Það verður því hægt að sinna mörgum viðfangsefnum.“ Fyrstu MBA-nemendurnir verða útskrifaðir í dag frá Háskólanum í Reykjavík Heillandi nám með alþjóðlegu ívafi Tímamót verða í sögu Háskólans í Reykjavík í dag, þegar fyrstu nem- endur skólans útskrifast með MBA-gráðu frá við- skiptadeild skólans, en þar á meðal eru Baldur Örn Guðnason og Elín Guðrún Ragnarsdóttir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Elín Guðrún Ragnarsdóttir og Baldur Örn Guðnason útskrifast með al- þjóðlega MBA-gráðu frá viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík í dag. Í UMRÆÐUM um húsaleiguverð á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á fimmtudag voru kynnt gögn frá fundi félagsmálaráðs á mið- vikudag þar sem fram kemur að mikill munur væri á húsaleigu á almennum markaði og fé- lagslegum íbúðum. Sjálfstæðismenn sögðu við umræðurnar að skortur á leiguhúsnæði í Reykjavík stafaði af of litlu lóðaframboði meirihlutans en fulltrúar Reykjavíkurlistans sögðu hækkandi vexti á lánum til félagslegra íbúða draga úr áhuga á byggingu þeirra. Fram komu í ræðum borgarfulltrúa allra flokka þau sjónarmið að brýnt væri að byggja upp leigumarkað, marka stefnu í húsaleigu- málum og að borgaryfirvöld verði að taka höndum saman við stjórnvöld að auka framboð á leiguhúsnæði. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Reykja- víkurlistans, hóf umræðuna og vitnaði til bók- unar borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði sl. þriðjudag. Segir þar að rætt hafi verið um mikla hækkun húsaleigu á almennum markaði í Reykjavík og að félagsmálaráðherra telji að menn ofmætu húsaleigu. Segir að fulltrúar leigusala og leigutaka hafi mótmælt þeim orðum. Sjálfstæðismenn setja fram þá skoðun í bókuninni að mikilvægt sé að haldgóð- ar og hlutlægar upplýsingar um húsaleigu liggi fyrir og ekki sé deilt um það með þeim hætti sem verið hafi. Björk sagði að félagsmálaráð borgarinnar hefði einmitt kannað húsaleigumarkaðinn og greindi frá því að meðal leiguverð á fjögurra herberga íbúð á almennnum markaði væri rúmlega 66.500 krónur en hjá Félagsbústöðum rúmlega 40 þúsund krónur. Tveggja herberga íbúð væri leigð á 45 þúsund krónur að með- altali á almennum markaði en 24 þúsund hjá Félagsbústöðum. Einnig sagði hún hafa verið óskað eftir samanburði við leigu hjá félagasam- tökum, svo sem Öryrkjabandalaginu, Sjálf- björgu o.fl. og hjá öðrum sveitarfélögum. Sagði hún þar koma fram að Félagsbústaðir, félaga- samtök og Kópavogur og Hafnarfjörður væru með mjög sambærilegt leiguverð. Félagsbú- staðir væru með lægsta verðið á tveggja her- bergja íbúðum en það hæsta á fjögurra her- bergja íbúðum. Markaðist það af því að fyrirtækið hefði nýverið keypt allmargar stærri íbúðir sem hefði áhrif á leiguverðið. Segir hækkandi vexti draga úr uppbyggingu „Það mun breytast á næstunni þegar leigu- verð verður tengt fasteignamati og mun þá leiguverð nýkeyptra íbúða í flestum tilfellum lækka,“ sagði Björk. Hún sagði það vekja undrun sína að ekki skyldi hafa verið rætt meira um áhrif vaxtahækkana á lánum til upp- byggingar félagslegra íbúða, ríkisvaldið hefði staðið fyrir því að hækka vextina í byrjun síð- asta árs úr 1% í 3,5%. Þetta hefði haft í för með sér rekstrarerfiðleika hjá leigusölum og nú horfði svo að annaðhvort yrði að hækka leigu- verð félagslegra íbúða eða draga úr kaupum á félagslegu leiguhúsnæði. „Borgin greiðir um- talsverðar fjárhæðir í rekstrarframlag með fé- lagslegum leiguíbúðum og ef auka þarf það rekstrarframlag mun það að sjálfsögðu koma niður á möguleikum okkar til að fjölga íbúð- um,“ sagði Björk. Sagði hún áhrif vaxtahækk- unarinnar hafa verið þau að ásókn í að nýta lánsheimildir hjá Íbúðalánasjóði til byggingar félagslegs íbúðarhúsnæðis hefði stórminnkað. Hún sagði uppbyggingu leigumarkaðarins í höfuðborginni umfangsmikið verkefni og að fé- lagsmálaráð myndi í næsta mánuði kynna hug- myndir starfshóps um hvernig vinna megi að henni. Segir að marka þurfi skýra stefnu Björn Bjarnason, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sagði borgaryfirvöld hafa ráð- andi stöðu á húsnæðismarkaðnum bæði sem leigusali og með framboði á byggingarlóðum. Nauðsynlegt væri að borgin hefði skýra stefnu í þessum málaflokki sem byggð væri á hald- góðum upplýsingum, m.a. um leigukjör. Hann sagði húsnæðisskort hafa aukist í borginni, haft hefði verið eftir framkvæmdastjóra Fé- lagsbústaða að um 780 manns væru á biðlista eftir félagslegu húsnæði og hefði þeim fjölgað mjög í sumar. Þá sagði hann formann Stúd- entaráðs hafa sagt að um 600 manns væru á biðlista eftir íbúðum í stúdentagörðum. „Ég er ekki í neinum vafa um til hvers má rekja þessa óheillaþróun. Undirrótin er hin óskynsamlega lóðastefna eða réttara sagt lóða- skortsstefna, sem hefur verið fylgt hér í Reykjavík undanfarin ár undir forystu R- listans, hafta- og skömmtunarstefnan,“ sagði Björn. Hann kvaðst velta fyrir sér hversu lang- ur biðlisti þyrfti að verða eða hve hátt leigu- verð íbúða þyrfti að vera áður en Reykjavík- urlistinn viðurkenndi mistök sín. „Verði skipulega unnið að þeirri úttekt, sem við sjálf- stæðismenn viljum að borgarstjóri geri á þessu máli, fæst að minnsta kosti grundvöllur til að greina vandann – en það er forsenda skyn- samlegra lausna,“ sagði Björn ennfremur. Lokað á félagslega kerfið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri benti á í þessari umræðu að borgin hefði síð- ustu tvö ár úthlutað lóðum fyrir 370 íbúðir með lágmarksgjaldskrá gatnagerðargjalda. Hún benti einnig á að lokað hefði verið á félagslega íbúðalánakerfið og því væri meiri ásókn en áð- ur í leiguíbúðir og ekki væri hægt að kenna lóðaskorti í Reykjavík um skort á íbúðum í þessu skyni. Ólafur F. Magnússon, óháður borgarfulltrúi, sagði sök ríkisvaldsins ljósa, að hafa lagt niður félagslega kerfið og vísað fólki á almennan markað. Það breytti ekki þeirri staðreynd að borgin yrði að auka framboðið á almennum markaði og í félagslega kerfinu. Borgin og rík- isvaldið yrðu að taka höndum saman um lausn vandans. Borgarfulltrúar telja brýnt að byggja upp húsaleigumarkað í Reykjavík Mikill munur á verði húsaleigu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.