Morgunblaðið - 21.09.2002, Page 18

Morgunblaðið - 21.09.2002, Page 18
AKUREYRI 18 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem stunduð er sveppatínsla á um- ferðareyjum á Akureyri. Guð- ríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppa- fræðingur á Akureyrarsetri Náttúrufræðistofnunar Íslands, var þó við slíka iðju í gærmorgun og vakti óneitanlega athygli. Sveppurinn sem Guðríður Gyða er með á myndinni heitir taðk- umbur (eða taðkempingur) á ís- lensku en það eru nöfn sem Helgi Hallgrímsson hefur gefið tegund- inni, sem líklega er Agaricus vap- orarius. Guðríður Gyða sagði að þessi sveppur væri fremur fátíður hérlendis en hefur á síðustu 10 árum borið aldin á nokkrum stöðu meðfram Glerárgötu og Hörgárbraut rétt norðan Gler- árbrúar. Hún sagði þetta nokkuð stór- vaxinn ættinga matkumbs (mat- kempings) Agaricus bisporus, sem ræktaður er til manneldis. Taðkumbur vex á taðhaugum og í fjárhúsum og meðfram helstu umferðargötu Akureyrar. Þar sem greining tegundarinnar er ekki örugg flokkast hún sem óæt, að sögn Guðríðar Gyðu. Hatt- urinn er fyrst nokkuð hnöttóttur en opnast síðan upp og verður til- tölulega flatur, yfirborðið spring- ur gjarnan upp og verður afar vörtótt og sveppurinn hefur auk þess áberandi þykkan kraga sem hangir ofan til á stafnum. Stærsti sveppurinn við Glerárgötuna var 9 cm hár og með 16 cm breiðan hatt. Ekki þótti viðeigandi að nota nafnið ætisveppur um alla ætt- kvíslina þótt tegundin túnkambur (túnkempingur) A. campestris, hafi borið það lengi. Guðríður Gyða sagði sveppanöfn ung í ís- lensku máli og hefur Helgi Hall- grímsson, náttúrufræðingur á Egilsstöðum, fundið flest þeirra upp. Ekki er komin reynsla á notkun þeirra en til þess að hægt sé að fjalla um sveppi á íslensku þarf bæði nöfn og íðorð og eru þessi nöfn fengin úr handriti bók- ar Helga um íslenska sveppi sem bíður þess nú að einhver gefi hana út, að sögn Guðríðar Gyðu. Morgunblaðið/Kristján Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur með taðkumb sem hún tíndi á umferðareyju á Glerárgötunni í gærmorgun. Sveppatínsla við helstu umferðar- götu bæjarins ÞRJÚ tilboð bárust í lagningu hita- veitu á Hjalteyri í Eyjafirði en til- boðin voru opnuð hjá Norðurorku í vikunni. GV gröfur ehf. áttu lægsta tilboðið en það hljóðaði upp á tæpar 5 milljónir króna, eða um 62% af kostnaðaráætlun. G. Hjálmarsson hf. bauð tæpar 8 milljónir króna, eða um 96% af kostnaðaráætlun og Vinnuvélar Símonar Skarphéðins- sonar ehf. buðu um 8,3 milljónir króna, eða sömu upphæð og kostn- aðaráætlun hljóðaði upp á. Síðastliðið vor hófst borun eftir heitu vatni í landi Arnarholts norð- an Hjalteyrar, sem gaf mjög góða raun en áður höfðu verið boraðar fjölmargar rannsóknarholur á svæð- inu. Sleipnir, bor Jarðborana hf., kom niður á mikið magn af heitu og gefur holan um 50 sekúndulítra af 85 gráðu heitu vatni. Hitaveita verð- ur lögð frá holunni og í þorpið á Hjalteyri, alls 3–4 km leið og í um 20–30 íbúðir og sumarhús á svæð- inu. Verkinu skal lokið fyrir lok október nk. Hitaveita lögð á Hjalteyri VETRARSTARF KFUM og K er að hefjast og verður boðið upp á sam- veru fyrir tvo aldurshópa. Fundir verða vikulega í félags- heimili KFUM og K í verslunarmið- stöðinni Sunnuhlíð í Glerárhverfi. Á fundunum kynnast börnin Guði og Jesú gegnum söng, bæn og hugleið- ingu út frá frásögnum úr Biblíunni auk þess sem farið verður í leiki og fleira skemmtilegt gert. Fyrsti fund- ur í yngri deild, 10 til 12 ára, verður næsta mánudag, 23. september, kl. 17.15 og fyrsti fundur í unglinga- deild, 13 til 15 ára, verður fimmtu- daginn 26. september. Húsið verður opnað hálftíma fyrr og er hægt að spila t.d. billjard eða fótboltaspil. Vetrar- starfið hjá KFUM og K GISTINÆTUR á tjaldsvæðunum á Akureyri, að Hömrum og við Þór- unnarstræti, voru mun fleiri í sumar en í fyrra. Munar þar mestu um landsmót skáta að Hömrum. Gisti- nætur á tjaldsvæðinu við Þórunnar- stræti voru um 18.400 í sumar og um 6.500 að Hömrum, fyrir utan lands- mót skáta. Með landsmótinu fjölgar gistinóttum þar um 15 til 18 þúsund, að sögn Ásgeirs Hreiðarssonar, framkvæmdastjóra tjaldsvæðanna. Ásgeir sagði að frá því að tjald- svæðið að Hömrum var tekið í notk- un sumarið 2000 hafi gistinóttum þar fjölgað um ríflega helming, úr 3.000 í um 6.500. Gistinóttum hafi þó ekki fækkað á þessum tímabili við Þór- unnarstræti og því sé um hreina fjölgun tjaldgesta að ræða. Ásgeir sagði að mikill fjöldi tjaldgesta vildi vera við Þórunnarstrætið en aðrir hafi ekki enn heyrt af tjaldsvæðinu að Hömrun, þar sem unnið hefur að uppbyggingu undanfarin sumur. Ásgeir sagði að uppbyggingin að Hömrum væri komin vel á veg og að næsta sumar verði megin tjaldsvæð- in og salernisaðstaðan tilbúin. Í framtíðinni sé svo hugmyndin að byggja stærra og betra þjónustuhús, með enn betri þvottaaðstöðu. „Enda eru kröfur um bætta þjónustu alltaf að aukast og við því þarf að bregð- ast.“ Það hefur yfirleitt farið lítið fyrir Íslendingum á tjaldsvæðunum á Ak- ureyri þegar komið er fram í sept- ember og þá frekar að útlendingar séu þá enn á ferðinni. Um síðustu helgi voru þó nær eingöngu íslenskir ferðalangar á báðunum tjaldsvæðun- um á Akureyri, enda veðrið með allra besta móti. Ásgeir sagði að tjaldgestir væru aðallega á ferðinni á tveggja mánaða tímabili, frá miðjum júní fram í miðjan ágúst og að lang- flestir væru á tjaldsvæðunum frá fyrstu helginni í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Gestum á tjald- svæðunum fjölgar ♦ ♦ ♦ SÆBÝLI hf. er að margfalda eldi á sandhverfu í eldisstöð sinni í Voga- vík. Sandhverfan verður önnur helsta stoð fyrirtækisins ásamt sæeyrunum sem þar hafa verið framleidd um árabil. Sæbýli hf. keypti eignir þrotabús Vogalax hf. á árinu 1994 í þeim til- gangi að hefja framleiðslu á sæeyr- um fyrir Japansmarkað. Hefur sú framleiðsla verið þróuð síðan og er farin að skila hagnaði, að sögn Jóns Gunnarssonar framkvæmdastjóra. Með kaupum á stöðinni eignaðist Sæbýli fjölda kera og mikla aðstöðu til fiskeldis sem ekki nýttist við eldi sæeyrnanna en Jón segir að áhugi hafi verið á að koma aftur í rekstur. Sandhverfan hafi orðið fyrir valinu því aðstæðurnar hentuðu henni vel, ekki síst sá tiltölulega heiti sjór sem dælt væri úr borholum stöðvarinnar. Á sama tíma hafi farið að nást betri árangur í seiðaframleiðslu í tilrauna- eldisstöð Hafrannsóknastofnunar. Góður árangur í seiðaframleiðslu Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar með klak og eldi sandhverfu hér á landi, með misjöfnum árangri. Fisk- urinn veiðist hér við land sem flökku- fiskur og starfsmenn tilraunaeldis- stöðvar Hafrannsóknastofnunar á Stað í Grindavík hafa í nokkur ár byggt upp klakstofn með því að safna lifandi sandhverfum frá fiskiskipa- flotanum. Hefur stofnunin verið að þróa aðferðir við klak og hefur Sæ- býli keypt seiðin síðustu árin. Fyrstu seiðin komu árið 1998, um eitt þús- und talsins. Í ár náðist sá árangur að út úr klakinu komu 130 þúsund seiði og fékk Sæbýli að kaupa 60 þúsund auk þess sem hjá fyrirtækinu sjálfu tókst að framleiða 25 þúsund seiði úr lirfum frá Hafrannsóknastofnun. Með þessu tók stjórn fyrirtækisins þá ákvörðun að stórauka sand- hverfueldið og gera það að annarri helstu stoð fyrirtækisins. Þótt eldisaðstaðan sé fyrir hendi í útikerum þarf að leggja í nokkra fjárfestingu til að hafa aðstæður ákjósanlegar. Meðal annars er talið nauðsynlegt að byggja yfir kerin og stendur fyrir dyrum að byggja yfir fyrstu keraröðina, 8 útiker af 36 sem eru í stöðinni. Verður það gert á næstunni. Verðmæt afurð Sandhverfueldið hefur gengið vel og áfallalaust hjá Sæbýli til þessa. Tekur um það bil tvö ár að ala fiskinn í tveggja kílóa stærð sem gott verð fæst fyrir á mörkuðunum. Fyrsta framleiðslan var flutt út á síðasta ári, aðallega til Sviss, og fékkst gott verð fyrir að sögn Jóns. Sandhverfan er dýr sælkerafiskur og fékkst um 940 króna skilaverð fyrir kílóið á síðasta ári. Jón segir að í áætlunum fyrir- tækisins sé gert ráð fyrir að verðið lækki en samt verði hægt að ala fisk- inn með góðum hagnaði. Hann segir að allar áætlanir stjórnenda fyrirtækisins um að auka sandhverfueldið mikið grundvallist á reynslutölum úr eldinu og eigi því að vera raunhæfar. Þá byggist mögu- leikar fyrirtækisins á að halda fram- leiðslukostnaði í lágmarki á því að aðstaðan hafi verið fyrir hendi, hlýr sjór, þjálfað starfsfólk og eldi á ann- arri tegund í stöðinni. Hann segir að vaxtarhraði sand- hverfu í stöð Sæbýlis sé jafngóður eða betri en í góðum stöðvum erlend- is og afföll ekki meiri. Eldið er þó ekki gallalaust. Þannig hafa verið vandræði með litinn á fiskinum, hann hefur verið hvítskellóttur og það get- ur valdið erfiðleikum við sölu þótt það hafi ekki háð Sæbýli enn sem komið er. Álitið er að þetta vandamál skapist við startfóðrun seiðanna og eru starfsmenn tilraunaeldisstöðvar- innar í Grindavík að ná sífellt betri tökum á henni. Þá segir Jón að ef þetta valdi erfiðleikum á mörkuðum verði í framtíðinni hægt að flokka þennan fisk frá og selja flakaðan. Stefnt er að 250-300 tonna fram- leiðslu á ári þegar eldið verður komið í full afköst, en í ár verða flutt út um 12 tonn af sandhverfu. Einnig hefur Jón áhuga á að taka seiðaframleiðsl- una í eigin hendur. Tekur Jón fram að ráðast þurfi í nokkrar fjárfesting- ar þegar framleiðslan eykst, meðal annars með því að bora nýja holu til að dæla upp sjó. Þá þurfi að fjölga um tvo starfsmenn á ári. Núna starfa ellefu menn hjá fyrirtækinu en þurfa að vera um 20 þegar fram í sækir. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Starfsmenn þykktarflokka sandhverfu sem verið er að flytja milli kera. Sæbýli marg- faldar sand- hverfueldið Vogar Sandhverfan sem Jón Gunnars- son heldur á viktar um þrjú kíló.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.