Morgunblaðið - 21.09.2002, Síða 20
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
20 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ir stóð að rými vantaði fyrir innra
starf safnsins, þ.e. söfnun, varðveislu,
skráningu og sýningagerð. Innra
starf safnanna er grundvöllur þess
sem blasir við hinum almenna safn-
gesti. Skráning og yfirsýn starfs-
manna yfir safnkostinn, traustur og
öruggur aðbúnaður hans eru mikil-
vægustu þættir þess að safnstarfið
þrífist til framtíðar.
Þetta hefur verið leiðarljós for-
ráðamanna Byggðasafns Árnesinga
sem báru gæfu til þess að leysa frum-
þarfir stofnunarinnar með uppbygg-
ingu hinnar glæsilegu vinnu- og þjón-
ustuaðstöðu safnsins á Eyrarbakka.
Húsið var reist á skömmum tíma en
frá því að framkvæmdin var boðin út í
september 2001 liðu aðeins átta mán-
uðir þar til verktaki afhenti húsið
fullbúið 19. apríl. Staðsetning þess í
þorpinu á afmarkaðri lóð utan sjálfs
safnsvæðisins er prýðileg. Vinnu-
staða fyrir starfsmenn safnsins er
BYGGÐASAFN Árnesinga hlaut Ís-
lensku safnaverðlaunin árið 2002,
fyrir byggingu á þjónustuhúsnæði
safnsins sem var fullfrágengið í apríl
sl. Verðlaunin voru afhent 12. sept-
ember síðastliðinn á farskóla safna-
manna sem haldinn var á Höfn í
Hornafirði. Það var Björn Bjarnason,
fyrrverandi menntamálaráðherra,
sem afhenti verðlaunin. Safnið hlýtur
verðlaunin vegna áherslu á faglegt
innra starf og framsýni sem lýsir sér í
byggingu nýs þjónustuhúsnæðis.
Í álitsgerð dómnefndar segir:
„Segja má að Byggðasafn Árnesinga
hafi frá upphafi glímt við aðstöðuleysi
svo sem fleiri söfn í landinu gera. Ár-
ið 1995 hófst uppbyggingarskeið hjá
safninu þegar opnaðar voru nýjar
sýningar í Húsinu og Assistentahús-
inu á Eyrarbakka. Þá höfðu bæði
húsin hlotið gagngera viðgerð en eft-
mjög góð og vinnan við að koma safn-
gripunum í framtíðarhúsnæði er
spennandi verkefni.
Það væri fengur fyrir safnastarf-
semi á Íslandi ef fleiri söfn ættu þess
kost að tryggja starfsemi sína og
varðveislu muna með svipuðum hætti
og aðstandendur Byggðasafns Ár-
nesinga á Eyrarbakka hafa búið sínu
safni.“
Lýður Pálsson, safnstjóri Byggða-
safns Árnesinga, hefur veitt safninu
forystu í þeirri uppbyggingu sem
safnið hefur gengið í gegnum á und-
anförnum árum. Hann tók við verð-
laununum og sagði m.a. við það tæki-
færi: „Ég vona svo sannarlega að
úthlutun Íslensku safnaverð-
launanna eigi eftir að vekja athygli
ráðamanna á mikilvægi þess að söfn-
um sé búin góð innri aðstaða til starf-
semi sinnar og að slík vinnuaðstaða
verði sjálfsögð á hverju safni hér á
landi.“
Byggðasafn Árnesinga hlaut
Íslensku safnaverðlaunin
Ljósmynd/Sigurður Jónsson
Lýður Pálsson, safnstjóri
Byggðasafnsins, í hinu nýja þjón-
ustuhúsi safnsins á Eyrarbakka.
Selfoss
EIGENDUR Hólmarastar á
Stokkseyri, Björn Ingi Björnsson og
Einar S. Einarsson, vinna að því að
finna Hraðfrystihúsinu á Stokkseyri
framtíðarhlutverk og hafa í huga að í
húsinu verði ýmiss konar starfsemi á
sviði framleiðslu og þjónustu.
Hólmaröst hóf starfsemi á Stokks-
eyri fyrir þremur árum. „Við komum
hér þá og ætlum að taka slaginn
hérna, framtíðarslag,“ sagði Björn
Ingi.
Á fyrstu hæð hússins er rekin fisk-
vinnsla frá Hólmaröst og Þormóði
ramma. Hómaröst er með 10-15
manns í vinnu við saltfiskverkun.
Hólmaröst er í vinnslusamstarfi við
Þormóð ramma og Granda.
„Þetta er gott hús fyrir vinnslu
sem er tæknivædd og vel búin og svo
er hér afbragðs starfsfólk sem er ag-
að í vinnu og fúlsar ekki við því að
vinna í fiski,“ sagði Björn Ingi. Á
fyrstu hæðinni er einnig flutnings-
aðili með sína starfsemi. Björn legg-
ur áherslu á að fiskvinnslan á fyrstu
hæðinni sé vel afmörkuð frá annarri
starfsemi í húsinu.
Listamenn í húsinu
Þeir félagar eru byrjaðir að virkja
húsið sem er í heild 5.500 fermetrar.
Tveir listamenn hafa nú aðstöðu í
húsinu, Elfar Guðni myndlistarmað-
ur er með sýningarsal og vinnuað-
stöðu á annarri hæð og Katrín Þor-
geirsdóttir leirlistakona er í þann
mund að koma í húsið með vinnu-
stofu. Þá hefur Myndlistarfélag Ár-
nessýslu skoðað möguleika á að nota
rými í húsinu fyrir námskeið og
vinnustofu ef mögulegt er. Auk þess
er unnið að því að tónminjasafn verði
í húsinu. Þeir Björn Ingi og Einar
telja það mikinn styrk fyrir húsið að í
næsta nágrenni þess er veitingastað-
urinn Við fjöruborðið sem dregur að
sér mikinn fjölda gesta.
Þeir félagar segjast heillaðir af
arfleifðinni á staðnum og í nágrenni
hans. Í húsinu vinnur Elfar Guðni nú
að gerð stórrar myndar sem verður
sett upp 12. október og vígð á hátíð
sem tengd verður nafni Páls Ísólfs-
sonar en myndir heitir Brennið þið
vitar.
Hraðfrystihúsi Stokkseyr-
ar fundið nýtt hlutverk
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Húsið skoðað. Kári Jónsson, formaður Myndlistarfélags Árnessýslu, Björn
Ingi Björnsson, Einar S. Einarsson og Elfar Guðni listamaður. Fyrir aftan
er verkið Brennið þið vitar sem komið verður fyrir utan á húsinu.
Selfoss
SUNNUDAGINN 15. sept. hófst
barnastarfið formlega í kirkjunni
með fjölskyldumessu. Nýr prestur,
Bára Friðriksdóttir, hóf störf fyrir
skemmstu og leysir Jón Ragn-
arsson af í vetur, meðan hann
dvelst ásamt fjölskyldu sinni við
nám í Bandaríkjunum. Bára sagðist
hlakka mikið til að vera með Hver-
gerðingum í vetur og var ánægð að
sjá kirkjugesti fjölmenna í kirkjuna
sína. Yfirskrift barnastarfsins í vet-
ur verður Réttum hjálparhönd, þar
sem börnin kynnast aðstæðum
barna í öðrum heimsálfum, heyra
sögur um Jesú, læra nýja söngva
og ýmislegt fleira. Eins og segir í
fréttabréfi frá sóknarpresti verður
glatt á hjalla í sunnudagaskólanum
í vetur og eru foreldrar hvattir til
að nýta sér þjónustu kirkjunnar,
sem vill styrkja foreldra í skírn-
aruppeldinu. Sameiginleg stund í
kirkjunni með börnunum á sunnu-
dagsmorgni leggur línurnar fyrir
góðan dag. Auk Báru, sem leiðir
stundina, verða Stefanía Sigurjóns-
dóttir og Berglind Halldórsdóttir
sunnudagaskólakennarar og Jörg
Sondermann sér um tónlistina.
Fjölmennt var á fyrstu athöfn vetr-
arins og voru krakkarnir vel með á
nótunum og svöruðu spurningum
prestsins og sungu af innlifun.
Ljósmynd/Margrét Ísaksdóttir
Börnin í sunnudagaskólanum eru ekki bara áhugasöm heldur eru þau líka afar stillt og góð.
Barnastarf-
ið í kirkj-
unni hafið
Hveragerði
FORELDRAFÉLAG
Grunnskólans í Hvera-
gerði boðaði foreldra
og forráðamenn á fund
nýlega. Mikill fjöldi
fólks mætti á fundinn.
Fundarstjóri var Theo-
dór Birgisson. Hvatinn
að fundinum var sá, að
árangur foreldrarölts í
öðrum sveitarfélögum
hefur skilað miklum ár-
angri. Á fundinum voru
þrjú framsöguerindi,
þau fluttu Elís Kjart-
ansson, varðstjóri lög-
reglunnar á Selfossi,
Herdís Hjörleifsdóttir,
félagsmálastjóri Hveragerð-
isbæjar og Hrönn Guðmunds-
dóttir, stjórnarmaður í foreldra-
félaginu.
Elís Kjartansson sagði í sínu
erindi að vissulega hefði lög-
reglan áhyggjur af fíkniefna-
neyslu unglinga því neyslunni
fylgdu alltaf afbrot, til að fjár-
magna neysluna. Hann sagði
einnig að ástandið í Grunnskól-
anum í Hvergerði væri mjög gott
og ekki vitað til að unglingarnir
væru í neyslu. Þá benti Elís for-
eldrum á, að þeir unglingar sem
ættu sér áhugamál væru í sáralít-
illi hættu á að fara út af beinu
brautinni. Elís upplýsti að á Sel-
fossi hefði foreldrarölt verið
starfrækt í nokkur ár og mætti
sjá ótvíræðan árangur. Í fram-
haldi af ummælum Elíss um
nauðsyn þess að gera unglingum
kleift að eyða tómstundum sínum
á uppbyggilegan hátt, hafði
fréttaritari samband við Yngva
Karl Jónsson, formann íþrótta-
og æskulýðsnefndar bæjarins, og
innti hann eftir íþróttaiðkun
skólabarna. Hann sagði að á elsta
stigi grunnskólans væru 113 nem-
endur í vetur og rétt tæp 90%
þeirra stunda íþróttir, eru í
skátafélaginu eða stunda nám í
tónlistarskólanum. Má telja það
góða forvörn í baráttunni við
fíkniefnadrauginn.
Herdís Hjörleifsdóttir sagði
m.a. í sínu erindi að markmið for-
eldrarölts væri að virkja foreldra
til samvinnu og það hefði sýnt sig
annars staðar að röltið drægi úr
neyslu unglinga. Herdís sagði
fundarmönnum sorgleg dæmi um
misnotkun unglinga í neyslu. Sem
betur fer er það fátítt, en öll slík
mál snerta fólk illa.
Hrönn Guðmundsdóttir stjórn-
armaður í Foreldrafélaginu sagði
frá því að Foreldrafélaginu hefði
verið falið að koma af stað for-
eldrarölti í haust. Stjórnin hefði
því ákveðið að boða til þessa
fundar til að kynna foreldrum
hvernig röltið færi fram. Ákveðið
hefur verið að foreldrar barna í
7. – 10. bekk sjái um að rölta á
föstudags- og laugardags-
kvöldum. Í ljós kom að hvert for-
eldri þarf aðeins að rölta einu
sinni til tvisvar yfir veturinn. Að
lokum sagði Hrönn að samstaða
og samvinna foreldra væri það
sem skipti mestu máli og kæmi til
með að skipta sköpum í röltinu.
Þessi fundur var virkilega gagn-
legur og vonandi fer foreldrarölt
af stað hér í haust af miklum
krafti.
Foreldrar í Hvera-
gerði á röltinu í vetur
Stjórn foreldrafélags grunnskólans ásamt
Marianne Nilsen, yfirlækni Heilsugæslu-
stöðvarinnar í Hveragerði.
Hveragerði
Ljósmynd/Margret Ísaksdóttir