Morgunblaðið - 21.09.2002, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 21.09.2002, Qupperneq 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gunnlaugur Blöndal Verið velkomin að skoða verkin í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14-16, í dag kl. 10.00-17.00 og á morgun kl. 12.00-17.00. Seld verða rúmlega 160 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rauðarárstíg 14-16sími 551 0400 LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið annað kvöld kl. 19.00 á Hótel Sögu, Súlnasal. Á KORNMARKAÐNUM í mið- borg Nürnberg bíða um tíu þúsund manns eftir því að Gerhard Schröder kanslari birtist. Í mann- fjöldanum stendur einstæð móðir, sem eins og flestir viðstaddir hefur þegar ákveðið að kjósa sósíaldemó- krata. Þegar hún er spurð hvers vegna er svarið stutt: „Ég vil ekki stríð.“ Hún er ekki ein um þetta viðhorf. Umtal um stríð vekur al- mennt óhug meðal Þjóðverja og ekki að furða. Á fundinum í Nürn- berg halda margir á skiltum sem á er letrað „Ekkert stríð í Írak“. Írak hefur sett svip á kosninga- baráttuna hér í Þýskalandi. Stjórn- málaskýrendur halda því fram að afstaða kanslarans gegn því að ráðist verði gegn Írak eigi ásamt frammistöðu hans vegna flóðanna, sem víða ollu miklu tjóni í ágúst, stóran þátt í þeirri fylgisaukningu, sem veitt hefur flokki hans nýja von um að halda velli í kosning- unum á sunnudag. Stjórnarandstaðan sakar kansl- arann um að hafa einangrað Þýskaland á alþjóðlegum vettvangi og Edmund Stoiber, kanslaraefni kristilegra demókrata, gengur svo langt að segja að Þjóðverjar hafi ekki verið einangraðri síðan 1949. Ekki nóg með að Schröder hafi móðgað Bandaríkjamenn, heldur hafi hann grafið undan þeim þrýst- ingi, sem alþjóðasamfélagið hafi beitt Saddam Hussein, forseta Íraks. Stoiber sakar Schröder um ómerkilegt kosningaskrum. Í því skyni að veiða atkvæði leggist hann svo lágt að ala á stríðsótta og um leið stefni hann í hættu sam- skiptum Þjóðverja við sína helstu bandamenn. Hinn harða gagnrýni á kansl- arann þarf kannski ekki að vekja furðu. Framganga Schröders hefur verið klaufaleg. Þýskir fjölmiðlar segja að hann hafi ekki einu sinni rætt við George W. Bush Banda- ríkjaforseta og á einum stað var því haldið fram að hann hefði meira að segja neitað að taka sím- tal frá Washington. Scharping ræðir um bandaríska gyðinga Kosningabaráttan í Þýskalandi fer ekki fram hjá bandarískum fjölmiðlum og bergmál þeirrar um- fjöllunar berst síðan aftur til Þýskalands. Það nýjasta í þeim efnum eru skrif Williams Safires, dálkahöfundar New York Times, sem birtust á fimmtudag. Safire skrifar að Rudolf Scharping, vara- formaður sósíaldemókrata, hafi á fundi með íhaldssömum Banda- ríkjamönnum í lok ágúst sagt að gyðingar hefðu jafnvel of mikil áhrif í Bandaríkjunum og rekja mætti stefnu Bush gagnvart Írak til þessara áhrifa. Aðstandendur fundarins neita því að Scharping hafi tekið svona til orða þótt hann hafi talað um að bandarískir gyð- ingar fylgdust náið með gangi mála í Írak og áhrifunum í Ísrael, en Safire heldur fast við orð sín. Það er alltaf mjög viðkvæmt þegar Þjóðverjar byrja að tala um áhrif gyðinga, en þegar því er haldið fram að þýskir ráðamenn líki erlendum þjóðhöfðingjum við leiðtoga þriðja ríkisins fer málið fyrst að vandast. Herta Däubler- Gmelin, dómsmálaráðherra Þýska- lands, sagði samkvæmt frásögn í dagblaðinu Schwäbisches Tage- blatt að Bush gengi það eitt til með því að fara í stríð gegn Írak að beina athygli almennings frá vandamálunum, sem að steðja heima fyrir. Slíkar aðferðir hafi „notið hylli allt frá tímum Adolfs Hitlers“. Ráðherrann segir orð sín slitin úr samhengi, en afleiðing- arnar hafa ekki látið á sér standa. Ari Fleischer, talsmaður Bush for- seta, lýsti því þegar yfir að þessi ummæli væru óhugnanleg og óút- skýranleg. Samtök gyðinga for- dæmdu ummælin þegar. Schröder kvaðst treysta ráðherranum, en sagði um leið að sá, sem léti slík orð falla, ætti ekki heima í stjórn sinni. Hin harða gagnrýni kristilegra demókrata á Schröder vegna Íraks gefur tilefni til að ætla að reg- inmunur sé á stefnu flokkanna í málinu. Sú er hins vegar síður en svo raunin. Stoiber segir fullum fetum að Bandaríkjamenn eigi ekki að láta til skarar skríða gegn Írak nema með fulltingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir Schröder ljúga þegar hann haldi fram að að- eins undir stjórn sósíaldemókrata verði tryggt að enginn Þjóðverji verði sendur til Íraks. Sú verði einnig raunin komist kristilegir demókratar til valda. „Það verður enginn Þjóðverji sendur til Íraks,“ hrópar Stoiber á kosningafundum. Það er heldur ekki merkjanlegur munur á yfirlýsingum keppinaut- anna um kanslaraembættið um það að Bandaríkjamenn skuli ekki stunda einleik í Austurlöndum nær. „Það er engin sérleið fyrir Bandaríkjamenn,“ segir Stoiber, en bætir síðan við, rétt til þess að aðgreina sig frá Schröder með ein- hverju móti. „En það má ekki öskra á þá á markaðstorgum [stjórnmálanna].“ Bæði Schröder og Stoiber segja að markmiðið hafi náðst þegar Írakar létu undan alþjóðlegum þrýstingi og féllust á að hleypa vopnaeftirlitsmönnum inn í landið og nú beri að láta á það reyna hvort þeir standi við orð sín. Þessi afstaða er í beinni mótstöðu við yf- irlýsingar Bush, sem segir að Írak- ar séu að syngja sama gamla lagið og þeir hafi sungið í 11 ár og bætir við: „Kalli Sameinuðu þjóðirnar Íraki ekki til ábyrgðar munu Bandaríkjamenn og nokkrar vina- þjóðir gera það.“ Ef marka má yf- irlýsingar bæði Schröders og Stoibers verða Þjóðverjar ekki meðal þeirra vinaþjóða. Undan skugga Bandaríkjanna? Oft er sagt að þegar öllu sé á botninn hvolft ráði buddan úrslit- um þegar kjósandinn greiðir at- kvæði. Sú kenning gæti hins vegar orðið haldlítil þegar Þjóðverjar ganga til kosninga. Hin einarða en umdeilda afstaða kanslarans höfð- ar greinilega til kjósenda og má leiða að því getum að það sé ekki aðeins vegna þess að friðarsinnar eigi hér sterk ítök, heldur hafi Schröder stigið ákveðið skref í þá átt að færa Þýskaland undan skugga Bandaríkjanna í utanrík- ismálum þótt um leið virðist hann einnig vera að spila á þá andúð á Bandaríkjunum sem greina má hjá ákveðnum hópum í Þýskalandi, ekki síst í nýju sambandslöndun- um, sem áður voru Austur-Þýska- land. Hins vegar á eftir að koma í ljós hvaða áhrif dómgreindarleysi dómsmálaráðherrans muni hafa á lokasprett baráttunnar. Munurinn á málflutningi flokk- anna er lítill sem enginn, hér er deilt um aðferðir. Hins vegar má ekki gleyma því að hér ræðir um kosningabaráttu. Hvort síðan verði staðið við stóru orðin þegar kosn- ingarnar eru afstaðnar er annar handleggur. Kosningabarátta reynir á tengslin yfir Atlantshafið Reuters Bandarískur hermaður stendur vörð við herstöð í Heidelberg í Þýskalandi. Samstarf Bandaríkjanna og Þýska- lands hefur verið náið allt frá stríðslokum en í kosningabaráttunni hefur mátt greina aukna spennu í sambandinu. Leiðtogar helstu fylkinga í Þýskalandi, Gerhard Schröder og Edmund Stoiber, eru báðir andvígir því að þjóðin sendi hermenn til að taka þátt í árás á Írak ef til hennar kem- ur, segir í grein Karls Blöndal sem fylgist með kosningabaráttunni í Þýskalandi. ’ Stjórnarand-staðan sakar kansl- arann um að hafa einangrað Þýska- land á alþjóðlegum vettvangi. ‘ SLÓVAKAR gengu að kjör- borðinu í gær til að kjósa full- trúa á þing landsins, og lýkur kjörfundi í dag. Geta niðurstöð- ur kosninganna ráðið úrslitum um það hvort Slóvakía fær inn- göngu í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið. Stend- ur slagurinn fyrst og fremst á milli Roberts Ficos, leiðtoga Smer-flokksins, og Vladimirs Meciars, fyrrverandi forsætis- ráðherra, sem vonast til að ná endurkjöri. Fico nýtur stuðn- ings Bandaríkjanna og ESB en Meciar, sem var forsætisráð- herra frá 1994 til 1998, hefur verið gagnrýndur af Bandaríkj- unum og ESB fyrir að sýna ekki í verki að hann vilji réttar- fars- og lýðræðisumbætur. Meinað um framboð KJÖRSTJÓRN í Tyrklandi bannaði í gær Recep Tayyip Erdogan, hófsömum leiðtoga íslamista, að bjóða sig fram í komandi kosningunum í land- inu. Erdogan hefur hlotið mest fylgi í könnunum undanfarið, en kjörstjórnin komst að þeirri niðurstöðu að hann ætti ekki rétt á að bjóða sig fram. Deilur um það hvort Erdogan mætti bjóða sig fram hafa staðið í marga mánuði, en hann hefur verið dæmdur fyrir uppreisn- aráróður. Samkvæmt tyrk- neskum lögum koma þessir dómar í veg fyrir að hann geti boðið sig fram. Gbagbo held- ur heimleiðis FORSETI Fílabeinsstrandar- innar, Laurent Gbagbo, batt í gær enda á heimsókn sína til Ítalíu og sneri aftur heim til þess að takast á við afleiðingar mannskæðrar en misheppnaðr- ar byltingartilraunar. Undir- býr herinn í landinu nú aðgerð- ir gegn þeim byltingarmönnum sem enn hafa ekki gefist upp. Byltingartilraunin var gerð á fimmtudagsmorgun, og kostaði að minnsta kosti 80 manns lífið. Höfðu byltingarmennirnir í gær enn á valdi sínu næst- stærstu borg landsins, Bouake. Trimble í vörn DAVID Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinn- aðra mótmælenda á Norður-Ír- landi, á í vök að verjast í dag er miðstjórn flokksins greiðir at- kvæði um tillögu um að útiloka Sinn Fein, flokk lýðveldissinna, frá heimastjórninni á N-Ír- landi. Harðlínusinnar í flokki Trimbles eru eindregið andvíg- ir því að deila völdum með kaþ- ólskum lýðveldissinnum. STUTT Kosið í Slóvakíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.