Morgunblaðið - 21.09.2002, Side 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 25
Guerrero er 22 ára og gramsar í
ruslinu til að reyna að hjálpa fjöl-
skyldu sinni. Þau eru 10 í heimili og
faðir hans lést í maí síðastliðnum.
Guerrero vann áður í kjötverslun en
hún fór á hausinn. Almenningur hef-
ur ekki lengur efni á slíkri mun-
aðarvöru.
Demitri vann áður við sauma en
nú leitar hún í ruslinu við skrif-
stofubyggingu í miðborginni um leið
og jakkaklæddir menn ganga hjá.
„Þetta er þó betra en að stela,“
segir hún og horfir undan. „Þetta er
skammarlegt en hvað get ég gert?
Ég hef fyrir börnum að sjá.“
Endurvinnsla farin
að borga sig
Félagsfræðingurinn Artemio Lop-
ez telur, að 30 til 40.000 manns dragi
fram lífið á því, sem finnst í sorpinu.
„Þetta er ömurlegt,“ segir hann
en bætir við, að fólkið njóti þess þó,
að verð á notuðum pappa til endur-
vinnslu hefur rokið upp á skömmum
tíma. Eins og komið er í efnahagslíf-
inu er það farið að borga sig vel að
GUILLERMO Guerrero er atvinnu-
laus og hungraður. Hann brettir upp
skyrtuermarnar um leið og hann
gramsar í ruslatunnunni í leit að ein-
hverju ætilegu. Ekki langt frá eru
þau mæðginin Marisa Demitri og
Adrian, 11 ára sonur hennar, að róta
í rusli, sem sett hefur verið út á
götu. Í því eru matarleifar og
kannski eitthvað, sem hægt er að
selja.
Þegar degi hallar í Buenos Aires,
höfuðborg Argentínu, fara þúsundir
manna eins og þau Demitri og
Guerrero á kreik. Margir koma út
úr yfirgefnum byggingum eða ryðg-
uðum járnbrautarvögnum; aðrir
koma alla leið frá niðurníddum út-
hverfunum. Gangstéttirnar endur-
óma skröltið í innkaupakerrum og
vagnskriflum og stundum ber fyrir
augu hestvagna með heilu fjölskyld-
unum.
Mikil umskipti
á skömmum tíma
Fyrir ekki svo löngu var Buenos
Aires ein mesta velmegunarborg í
Rómönsku Ameríku. Upplausnin í
efnahagsmálum landsins síðustu
fjögur ár hefur breytt því. Nú er at-
vinnuleysi í Argentínu meira en
20%, gengi pesósins hefur fallið um
70% gagnvart dollara og nærri
helmingur landsmanna, sem eru 36
milljónir alls, býr við fátækt. Þeim
fjölgar dag frá degi, sem eiga ekki
lengur þak yfir höfuðið.
endurnýta pappa, flöskur og plast.
Samkeppnin milli fólksins á götunni
er hins vegar mjög hörð.
Marcos Benitez er einn í þessum
hópi, fyrrverandi háskólastúdent.
Fyrir hálfu ári vann hann á heilsu-
gæslustöð og lagði stund á lyfja-
fræði. Þá hrundi gengi gjaldmiðils-
ins og stöðinni var lokað.
„Námið verður að bíða betri
tíma,“ segir Benitez. „Nú snýst allt
um að finna einhvern mat ofan í mig
og mömmu og pabba. Þau eru líka
atvinnulaus.“
Gramsað í ruslatunn-
unum eftir sólsetur
Vegna upplausnar
í efnahagsmálum
býr helmingur
Argentínumanna
við sára fátækt
Buenos Aires. AP.
AP
Hópur manna, svokallaðra „pappasafnara“, bíður þess að komast með lestinni til Buenos Aires.
BARÁTTA Bandaríkjamanna gegn
hryðjuverkum hefur ekki orðið til að
draga úr áhuga þeirra á alþjóðasam-
starfi. Kemur það fram í könnun,
sem kynnt var nýlega á ráðstefnu Al-
þjóðaefnahagsráðsins (World
Economic Forum) í Austurríki.
Marshall Bouton, formaður Chic-
ago-utanríkismálaráðsins, sagði að
þótt Bandaríkjamönnum fyndist sér
ógnað eftir hryðjuverkin fyrir ári
væru þeir hlynntir alþjóðasamstarfi.
Fram kemur, að 70% Bandaríkja-
manna styðja Kýótó-bókunina um
aðgerðir gegn gróðurhúsaáhrifum.
Þá eru 65% hlynnt Alþjóðasakamála-
dómstólnum, jafnvel þótt hætta
kunni að vera á, að reynt verði að
draga bandaríska hermenn fyrir
hann.
Könnunin sýnir, að 59% Evrópu-
manna og 63% Bandaríkjamanna
styðja Heimsviðskiptastofnunina,
WTO, og 64% Bandaríkjamanna
vilja, að stjórnin hlýði úrskurðum
hennar þótt þeir gangi gegn henni.
Styðja
alþjóðlegt
samstarf
Salzburg. AFP.
COLIN Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, segir að Bandarík-
in muni finna leið til að koma í veg
fyrir að vopnaeftirlitsmenn Sam-
einuðu þjóðanna (SÞ) fari til Íraks
nema því aðeins að öryggisráð SÞ
samþykki nýja ályktun um málið,
að því er greint var frá á fréttavef
breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær.
Powell sagði er hann ávarpaði
bandaríska þingnefnd, að öryggis-
ráðið verði að gera Írökum ná-
kvæma grein fyrir því hvaða afleið-
ingar það muni hafa ef þeir sýni
eftirlitsmönnunum ekki samstarfs-
vilja. Fréttaskýrandi BBC segir, að
með þessu hafi Bandaríkin í raun
sett SÞ úrslitakosti.
Yfirmaður vopnaeftirlitsins,
Hans Blix, hefur sagt öryggis-
ráðinu að hann vonist til þess að
geta sent framvarðarsveit eftirlits-
manna til Íraks um miðjan næsta
mánuð.
Fréttastofan AFP greinir frá því
að Powell hafi ítrekað nauðsyn þess
að allar áætlanir um frekari aðgerð-
ir fælu í sér að Írakar myndu gjalda
þess ef þeir ekki yrðu samvinnu-
þýðir. Mörg aðildarríki SÞ vildu
taka orð Íraka trúanleg og senda
eftirlitsmenn til landsins án nýrrar
ályktunar frá SÞ, en slíkt væri ávís-
un á að aðgerðin misheppnaðis og
„við munum ekki taka þátt í slíku“,
sagði Powell.
Bandaríkin heimta nýja ályktun
Hóta að hefta för
eftirlitsmanna