Morgunblaðið - 21.09.2002, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 31
F
ylkir getur tryggt sér
Íslandsmeistaratit-
ilinn í knattspyrnu
með sigri á Skaga-
mönnum í dag. Þeir
sem spáðu því fyrir meira en
fimmtán árum voru álitnir fárán-
lega bjartsýnir eða einfaldlega
skrýtnir. Slíkir spádómar voru
heldur ekki hrópaðir á torgum.
Hvíslað var um „gulldrengina“
inni í bílum sem lagt var við mal-
arvöllinn á bökkum Elliðaárinnar.
Þetta var heimavöllurinn þar sem
núverandi máttarstólpar Fylkisl-
iðsins lögðu jafnaldra sína hvaðan-
æva af landinu á meðan meist-
araflokkur Fylkis atti kappi í
annarri og þriðju deild. Gulldreng-
irnir vöktu vitanlega athygli langt
úr fyrir Árbæjarhverfið. Eins og
öðrum efnilegum úthverf-
astrákum voru þeim boðnir
strætómiðar, skór og sæti í ung-
lingalandsliðinu ef þeir gengju til
liðs við Fram sem var nokkurs
konar úrvalslið Breiðholtshverfis
á þessum árum. Fylkisliðið hélt
hins vegar saman þótt æfingar
þyrfti að sækja í Laugardalshöll,
Seljaskóla og Hólabrekkuskóla
vegna aðstöðuleysis í Árbænum.
Fylkir átti engin aðsóknarmet
fyrir tuttugu árum. Áhorfendur
voru ekki fleiri en svo að stór hluti
þeirra sat sem fastast í bílunum
fyrir ofan malarvöllinn og horfði á
kappleikina þaðan. Afgangurinn
kom sér fyrir í brekkunni fyrir
neðan. Gengið var á milli aðkomu-
manna til að krefja þá aðgangs-
eyris. Ég get ekki ímyndað mér að
það hafi gefið mikinn aur. Fylk-
ismenn voru engu að síður sam-
mála um að Árbæjarvöllur væri
besti malarvöllur landsins. Stór-
hugur var í starfi félagsins. Nýtt
félagsheimili var risið við hlið þess
gamla. Þangað streymdi fólk á
laugardögum til að skila inn get-
raunaseðlum og horfa á end-
ursýnda leiki úr ensku knatt-
spyrnunni í flutningi Bjarna Fel.
Félagið var fyrir löngu orðið hjart-
að í hverfinu. Þótt erfitt sé að
ímynda sér Árbæinn án Árbæj-
arlaugar, Ársels eða íþróttahúss-
ins er íþróttafélagið Fylkir jafnt-
engd hverfisvitundinni og raun
ber vitni vegna þess að félagið
kom til áður en flest önnur þjón-
usta hverfisins.
Fylkisheimilið gamla hafði verið
eitt allsherjar félagsheimili á
fyrstu árum hverfisins. Það hefur
yfir sér anda upphafsins, svipar í
raun til sumarbústaðar og hefði
auðveldlega verði tekið í mis-
gripum fyrir sumarhús ef nafn fé-
lagsins hefði ekki verið málað á
það stoltum stöfum. Ekkert var
heldur betur við hæfi. Sagan segir
að Fylkisnafnið hafi verið valið
þannig að stjórnarmenn hafi skipt
sér í tvö lið hvort í sínum enda fé-
lagsheimilisins og kallað „Áfram
Elliði!“ og „Áfram Fylkir!“ hvor á
móti öðrum þar til formaðurinn
úrskurðaði að Fylkir skyldi liðið
heita. Á sunnudögum var Fylk-
isbíó. Einhverjir pabbarnir höfðu
fórnað sér svo aðrir foreldrar
gætu sofið. Þeir höfðu komið upp
kvikmyndasýningavél, poppað og
raðað upp stólum svo krakka-
skríllinn gæti horft á bíó. Oft voru
þetta ekki nema bútar úr kvik-
myndum í fullri lengd. Og kannski
eins gott því inn á milli slæddust
brot úr Innrás mauranna og
óhugnanleg býflugnaatriði sem
mörg ár tók að dreyma úr sér. Í
miðri viku voru dansnámskeið. Og
blokkflautukennsla. Fylkisheim-
ilið var einsog félagsheimili í sveit
enda var búskapur enn stundaður
aðeins 20 metra frá. Skepnur
Rönku Bótar, eins og sú ágæta
kona var kölluð, kroppuðu túnið
þar sem nú er heimavöllur Fylkis.
Fyrstu sigursælu árgangar fé-
lagsins státuðu heldur ekki aðeins
af hæfileikaríkum íþróttamönnum
ekki síður af stórum hópi foreldra
sem stóð á bak við liðið. Íþrótta-
félag er miklu meira en leikmenn-
irnir sem spila fyrir þess hönd.
Tryggð leikmanna við Fylki er ef
til vill ekki síst að leita í samstöðu
þeirra með því fólki sem staðið
hefur á bak við uppbygging-
arstarfið í Árbæjarhverfi und-
anfarin ár og áratugi. Sömu sögu
er að segja úr fjölmörgum íþrótta-
félögum um alla Reykjavík og
raunar landið allt. Þar sem for-
eldrar leggja rækt og heilbrigðan
metnað við ástundun barna sinna
getur félagsstarf orðið að dýr-
mætu fararnesti út í lífið. Um for-
eldrafélög í skólum gildir sama
máli. Áhugi foreldra er jafnmik-
ilvægur góðum skóla og vönduð
námskrá og metnaðarfullir kenn-
arar.
Eitt meginverkefni næstu ára á
sviði stjórnmála er að nýta
krafta frjálsra félagasamtaka,
foreldra og íþróttafélaga í upp-
eldis- og uppbyggingarstarfi
fyrir börn og unglinga. Á því
sviði hafa verið stigin ákveðin
skref í Reykjavík. Á næstu ár-
um er stefnt að því að íþrótta-
félög, tónlistaskólar og frjáls
félagasamtök fái tækifæri til að
taka þátt í að gera skóladag
grunnskólabarna innihalds-
ríkan, hollan og heilsteyptan. Í
þessu felast fjölmörg ný tæki-
færi fyrir íþróttafélögin þótt
um leið fylgi nýjar kröfur í takt
við aukna ábyrgð. Veigamesta
breytingin felst án efa í því að líta
á íþróttir barna sem uppeldisstarf
sem hefur einnig skyldur við þá
sem ekki stefna að afrekum á
íþróttavellinum. Segja má að fé-
lögin séu þegar farin að axla slíka
ábyrgð í meira mæli en áður. Sér-
stakir fræðslufulltrúar hafa starf-
að að uppeldis- og íþróttamálum
innan nokkurra Reykjavík-
urfélaga undanfarin misseri með
tilstyrk Íþrótta- og tóm-
stundaráðs. Gefnar hafa verið út
leiðbeiningar til foreldra, reglur
um keppnisferðir og æ fleiri félög
hafa samþykkt viðamikla íþrótta-
námskrá sem ber vott um stór-
huga metnað. Á sama hátt geta
íþróttafélögin jafnframt tekið for-
ystu á sviði forvarna og almenn-
ingsíþrótta allra aldurshópa í
hverfum borgarinnar.
Íþróttafélög og frjáls fé-
lagasamtök geta gegnt lykilhlut-
verki við að skapa gott og inni-
haldsríkt mannlíf í hverfum
borgarinnar. Í því efni þarf ein-
mitt að horfa til frjálsra fé-
lagasamtaka og frumkvæði ein-
staklinga fremur en einblína á
framlag opinberra aðila. Ævintýr-
ið úr Árbænum hefur sannfært
mig um það. Stemningin í hverfinu
undanfarna daga, vikur og raunar
sumur er engu lík. Vissulega báru
stórveldisdraumar Árbæinga fyrir
fimmtán árum vott um bjartsýni.
Mestu skiptir hins vegar að eld-
hugar fengu notið sín og óeig-
ingjarnar hendur voru tilbúnar að
leggjast á plóginn. Til að ævintýri
verði að veruleika verður einhver
að trúa á þau. Ég trúi að Fylkir
verði Íslandsmeistari í dag.
Ævintýrið í
Árbænum
Eftir Dag B. Eggertsson
dagur@reykjavik.is
’ Vissulega báru stórveldisdraumar
Árbæinga fyrir fimm-
tán árum vott um bjart-
sýni. Mestu skiptir
hins vegar að eldhugar
fengu notið sín og
óeigingjarnar hendur
voru tilbúnar að leggj-
ast á plóginn. ‘
Höfundur er læknir og
borgarfulltrúi.
nu sinni
þegar
yndi fyrir
er, hvort
m afstöðu
m hefur
síðast
mmy-
með tölv-
gerð-
Um þess-
wood-
m Harr-
son eru
meðal
daborg-
eikafólk
ood staf-
ynda
múrskar-
skilja oft
hvernig
mynda,
í graf-
ð hug-
n hefur
a um þá
fur aukið
að sér
ðað er til
„amerík-
ðingar er
þurfi allir
heims-
sund
manna þjóð með eigið tungumál, sem aðeins Íslend-
ingar skilji.
Hnattvæðingin býður fleiri tækifæri en nokkru
sinni fyrr til að láta að sér kveða á alþjóðavett-
vangi. Galdurinn er að bjóða það, sem er einhvers
virði: Guðúnarkviðu eftir Hauk Tómasson í flotkví í
Kaupmannahöfn; kórinn Raddir Evrópu undir ís-
lenskri forystu Þorgerðar Ingólfsdóttur á menning-
arborgarárinu 2000; Sigur Rós með rímnakveðskap
Steindórs Andersens, trillukarls og formanns
Kvæðamannafélagsins Iðunnar, í Bretlandi og
Bandaríkjunum, vöggu poppsins, svo að þrjú dæmi
séu nefnd.
„Þetta er einkenni á góðum listamönnum, að
þora,“ sagði Steindór um framtak Sigur Rósar. Og
hver hefði svo trúað því, að rímur gengju í end-
urnýjun lífdaganna í gegnum rappið, götumenningu
frá New York, sem var tiltölulega nýlega markaðs-
sett af Wu Tang Clan og fleirum. Í sumar kom út
fyrsta rappsafnplatan hér, þar sem einungis er
rappað á íslensku – heitir hún Rímnamín.
x x x
Við töku Hafsins miðast sjónarhornið við að gera
hlut íslenskrar náttúru sem mestan og bestan. Að-
dráttarafl hennar er mikið, þótt hún sé oft kuldaleg
í hrikalegri fegurð sinni í þessari mynd. Með tveim-
ur útlendingum í mikilvægum hlutverkum gefst
færi á að skýra ýmislegt í íslenskri þjóðarsál og sið-
um; draga skil á milli okkar og þeirra.
Frá upphafi hefur verið tekið mið af því, að
myndin nyti sín á alþjóðamarkaði, en hefði þó sterk
íslensk einkenni. Þórður Ágústsson, útgerðarmaður
og fiskverkandi, er örlagavaldurinn í sögunni í leik
Gunnars Eyjólfssonar, sem hefur lýst Þórði og
sagt: „Ég er svo innilega sammála Þórði í afstöðu
hans til kvótamálsins. Satt best að segja dái ég
hann fyrir að vilja sjá til þess að kvótinn verði
áfram í byggðarlaginu. Við erum öll búin að sjá
hvað getur gerst. Að kaupa og selja verðbréf er
orðið að gera út í dag. Á meðan leggjast byggðir úti
um allt land í eyði. Neglt er fyrir glugga og bátum
lagt til að fólkið geti flust til Reykjavíkur. Ég tek
hatt minn ofan fyrir hugsjónum Þórðar Ágústs-
sonar.“
Við, sem þekkjum íslenskt þjóðlíf, skiljum kvóta-
broddinn í myndinni – en hvað um annarra þjóða
menn? Er það til marks um að þora, að setja þetta
samtíma deilumál okkar inn í þessa listrænu um-
gjörð fyrir alþjóðamarkað?
Kvótadeilur eru fjarlægt kvikmyndaefni á Holly-
wood-tímum og verða kvikmyndagestum ekki efst í
huga, þegar þeir ganga út af Hafinu heldur fjöl-
skyldudramað og mannlífið í íslensku sjávarþorpi
við upphaf nýrrar aldar. „Meginþorri ungs fólks er
ekki svona – er það?“ spyr Gunnar í Morgunblaðs-
viðtali um myndina og svarar sér sjálfur, að flest
ungt fólk sé ákaflega heilbrigt og rétt hugsandi.
x x x
Hnattvæðingin kallar í senn á, að menn leggi
rækt við heimahaga sína, leiti rótanna, og hafi
áhuga á að kynnast hinu sérstaka eða sérkennilega í
fari annarra. Í þessu kann styrkur Hafsins að felast,
þegar myndin hefur keppnisgöngu sína úti í hinum
stóra heimi, eftir að hafa kallað á svo marga áhorf-
endur á fyrstu dögum sínum hér heima.
Hitt getur auðvitað einnig gerst, að veröld Hafs-
ins sé of fjarlæg annarra þjóða mönnum. Engir
nema innvígðir skilji eða hafi áhuga á átökunum og
togstreitunni í myndinni. Gagnrýnandi Morg-
unblaðsins sagði: „Í kvikmyndinni er því á margan
hátt litið um öxl, horft er á veröld sem var, og þá
veröld sem kjarnar allt það sem við Íslendingar er-
um búin til úr og eigum eftir að bögglast með inn í
okkar fjölmenningarlegu og alþjóðavæddu framtíð.“
Hér er mikið sagt. Vissulega er ögrandi að horfa í
þennan spegil og sársaukafullt. Hitt er spennandi að
fylgjast með viðbrögðum þeirra, sem líta ekki á
Hafið sem enduróm eigin þjóðfélags.
heiman
bjorn@centrum.is
áldið á við
ekki ná til
t vonandi.
n það sem
nn sjálfan
fyrst og
óðabókum
að fyrsta
þó nýrri
kinni, Yfir
rsta ljóðið
ð.
ndar síðar
ur út og segir: hver vill eiga mig? eða Halló litli villi-
kötturinn minn eða Útsýni í rökkrinu (áfram má telja).
Þrátt fyrir ljóðrænuna bregður þó alltaf fyrir í fyrstu
bókunum heimspekilegum þankagangi og
ádrepu eins og í ljóðinu Dans á sandi og Svartálfa-
dansi.
Hliðin á sléttunni (1970) er ekki auðmelt en und-
anfari síðustu bókanna tveggja líkt og Farvegir. Glugg-
inn snýr í norður (1946) er hefðbundnust en leynir á
sér, ekki síst í endurskoðuðu útgáfunni 1979. Þar eru
Vísur af Melrakkasléttu og fleiri athyglisverð ljóð.
Stefán Hörður Grímsson stundaði enga umsvifa-
mikla ljóðaframleiðslu, fór sér hægt og vandaði sig.
Maðurinn var hljóðlátur en ef hann beitti sér var ágætt
að vera við öllu búinn.
Flest var þó í anda riddaramennskunnar og maður
hafði á tilfinningunni að honum þætti ekki til mikils
unnið í hinu mótsagnakennda þrefi umheimsins.
samtengd ljóð eins og Tengsl svo að segja má að mikið
sé um samtengingu í ljóðum hans.
Spyrja má hvort öll ljóð séu ekki tengd, en kannski
ekki alltaf með jafnmarkvissum hætti og hjá Stefáni
Herði. Rifja má upp Húm:
Hve hljótt/
flögra þau fiðrildin // fegurstu nótt í sumri
Húm II er svona: Hve hljótt/ hvarflar fræið á hvirf-
ilvæng // hverfula nótt um sumar
Fegursta nótt og hverfula nótt er í ljóðinu eitt og hið
sama og einnig má finna fjölmargar aðrar líkar teng-
ingar í bókum skáldsins.
Sennilega þykir mörgum undarlegt hve náttúran er
áberandi hjá Stefáni Herði. Hann var kallaður atóm-
skáld en yrkir þó ekki mikið um borgir og ógnir nútíma
mannlífs. Hann gerist málsvari landsins og náttúrunn-
ar, vill umfram allt vernda undur náttúrunnar og búa í
návist hennar.
Eitt magnaðasta ljóðið þessa efnis er Þögnuðuholt:
Þegar þú gengur núna
þessar beru klappir
þessar urðir og blásnu mela
sérðu nögur þínar
þar sem þú gengur
við hljóðnaðan fuglasöng
horfna stíga meðal ljósra
birkistofna í liðnum ilmi
skógar sem féll
svo að þú fengir lifað
sem af mannlegri náð ert á góðri leið
með að brenna allt sem fram undan er
og allar brýr að baki
svo að skelfingu þinni lostin stígur engilsmynd þín
upp úr lindinni
og rífur ímyndun þína á hol
Nú þekkjumst við bræðrungar
þeysandi á læmingjum
og hvorugur hefur farið úr skónum
Hvasst fyrir tungl
Heimspeki og dulúð setja þó meiri svip á síðustu
ljóðabækur Stefáns Harðar, eins og í Staðleysu sem
fjallar um það þegar „staður þinn kemur/ út úr skugga
sínum“ því að þá geristu annað en þú ert „og þegar
staður þinn hverfist/ inn í skugga sinn/ geristu annað
en þú varst/ hvað sem þú ert –/ og hvar sem þú ert ertu
margt“
Dulúð Stefáns Harðar er meira en óræður leikur
heldur hluti tilvistarinnar sjálfrar, þess að lifa og hugs-
anlega sætta sig við það eða verða það. Vonbrigði og
fjarvist breyta því ekki en eru jafnan efni í ljóð, einkum
hjá þeim sem kunna að yrkja jafnvel og Stefán Hörður.
Það er yfirleitt langur vegur frá fyrstu bókunum eins
og hinu yndislega ljóði (einu af þorpsljóðunum í Svart-
álfadansi (1951) Á kvöldin, um litlu stúlkuna sem kem-
rímsson
Yfir mófjallið rauða
bláhvítu ljósi stafar
nýmáninn fölur á brá.
Úti af fjörum brúnum
vesturfallinu knúin
ómar í logni hvítu
harpa í djúpum sjó
harpa sem leikur undir
vorkvöldsins slæðudansi
dapurt og glatt í senn.
Moldin dökka sem geymir
lík hinna týndu blóma
blóma sem hönd þín snerti
aftur er hlý og fersk.
Rökkur fellur á augu
kvöldsins og önnur blárri
handan við glötuð vor
verður að einu, rennur
saman kvöldið og mynd þín
hljóð og fögur sem minning
hrein og hvít eins og bæn
Kvöldvísur um
sumarmál
johj@mbl.is