Morgunblaðið - 21.09.2002, Síða 36
UMRÆÐAN
36 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SJÓMENNSKAN býr yfirnokkuð sérstöku tungu-taki, enda er mjög mikiðaf orðum um skip, veið-
arfæri og fiskileitar- og sigl-
ingatæki fengið úr ensku. Oft er
þar um tökuorð að ræða, sem hafa
lagast býsna vel að málinu eins og
troll, á ensku trawl. Í öðrum til-
fellum er um hrein ensk tökuorð
að ræða. Sé enn tekið dæmi af
veiðarfærum má nefna til sög-
unnar orðið rockhopper. Það er
lengja úr gúmmíi sem hefur það
hlutverk að halda trollinu opnu
niðri við botninn. Að ofan halda
trollkúlur höfuðlínunni uppi.
Rockhopper-lengjan kemur þá í
stað bobbinga, sem oftast eru not-
aðir á stærri troll en fótreipi á þau
minni. Hér er aðeins ætlunin að
fjalla um enska orðið rockhopper.
Eins og ráða má af orðinu á þessi
lengja að hjálpa trollinu til að
hoppa yfir stokka og steina sem á
botninum kunna að vera, þegar
það er dregið. Er það til að það
festist eða rifni síður. Í ljósi þessa
virðist augljóst að kalla þetta fyr-
irbæri steinastiklu á íslensku. Er
því hér með komið á framfæri.
– – –
Þættinum berast bæði bréf og
ábendingar. Eftirfarandi bréf er
frá Páli Bragasyni og birtist það
nú, því miður eftir nokkra bið: „Ég
þakka þættina um íslenskt mál í
Morgunblaðinu, og langar um leið
að nöldra örlítið um tiltekna orð-
notkun, sem fer afar mikið í taug-
arnar á mér.
Þannig er, að ég er áhugasamur
um knattspyrnu, og fylgist því
gjarnan með íþróttafréttum. Af
nógu er að taka, þegar að ambög-
um og brengluðu orðafari íþrótta-
fréttamanna kemur, enda oftlega
verið að því fundið. Þó ýmis mis-
mæli megi fyrirgefa í hita leiksins,
verður að gera þá kröfu, að þeir,
sem fjalla opinberlega um tiltekið
sérefni, þekki helstu hugtök sér-
efnis síns og merkingu þeirra, og
fari rétt með. Tel ég ábyrgð
íþróttafréttamanna ríkari en
margra annarra, þar sem íþróttir
njóta mikilla vinsælda og meiri
hluti ungs fólks fylgist með
íþróttafréttum. Því nefni ég þetta,
að mér sýnist nefndir fréttamenn
almennt lítinn eða engan grein-
armun gera á hugtökunum ,,félag“
og ,,lið“. Virðast þeir reyndar vera
á góðri leið með að leggja niður
orðið ,,félag“ úr máli sínu. T.a.m.
er þrástagast á, að lið séu að
kaupa og selja leikmenn, lið ráði
og reki þjálfara, og nú síðast tók
steininn úr, þegar sjálft rík-
isútvarpið, í fréttum síðast liðið
fimmtudagskvöld, lét þau boð út
ganga, að tiltekið franskt lið væri
til sölu með manni og mús. Með
sama áframhaldi styttist vænt-
anlega í að KR verði Knatt-
spyrnulið Reykjavíkur, FH verði
Fimleikalið Hafnarfjarðar og öll
ungmennafélög landsins með tölu
verði ungmennalið. Kóróna þessa
sköp-
unarverks
verður ugg-
laust Glímu-
liðið Ár-
mann, það
gamla og
virðulega fé-
lag.“
Umsjón-
armaður
þakkar Páli bréfið, tekur undir
ábendingar hans og hyggst ganga
í lið með honum. Liðið leikur fyrir
hönd félagsins, en ekki öfugt.
– – –
Stefán Vilhjálmsson sendi þætt-
inum einnig skemmtilega kveðju
og bregst hann til varnar orðinu
hundaklyfberi. Þar segir hann
meðal annars: „Ég tek undir með
þér, að leitt er ef hið sérkennilega
orð hundaklyfberi hverfur úr mál-
inu! Ég hef haldið upp á það síðan
Þórgnýr vinur minn Þórhallsson
notaði það eftirminnilega hér um
árið. Þá vann ég við matvælaiðnað
KEA að gæðamálum og vöruþróun
og m.a. við Efnagerðina Flóru.
Þar var bardúsað við margt,
m.a. að flytja inn matarolíu á tunn-
um og tappa henni á flöskur. Eitt
sinn gerist það, að olían er menguð
lífrænu leysiefni, ekki þó mjög
eitruðu, og þurfti að innkalla vöru
af markaði, því ekki uppgötvaðist
þetta við áfyllingu. Skömmu síðar
sendir sama danska fyrirtækið
okkur olíu í gölluðum tunnum svo
innihaldið var blandað ryð- og
málningarflögum. Þórgnýr var þá
fulltrúi kaupfélagsstjóra á iðn-
aðarsviði og nú var honum öllum
lokið og lét eftirfarandi orð falla í
símtali við mig: „Helvítis ekkisen
bölvaðir hundaklyfberarnir senda
okkur sitt á hvað, eitur eða mis-
indis merarhland!“ Því miður eru
nú alltof fáir á dögum svo kjarn-
yrtir!“
Umsjónarmaður þakkar kjarn-
yrt bréf og leyfir hann sér jafn-
framt að mæla með því, þurfi fólk
að bölva á annað borð, að það geri
það á íslensku.
– – –
Margrét Ríkharðsdóttir hafði
fyrir nokkru samband við umsjón-
armann og var ekki alveg dús við
notkun hans á viðtengingarhætti,
þegar hann ritaði: Umsjón-
armaður er viss um að vegagerðin
sé honum sammála … Umsjón-
armaður viðurkennir að betra
hefði verið að nota þarna fram-
söguhátt og segja, að vegagerðin
er. Hann tekur einnig undir með
Margréti að sé-veikin í íslensku er
orðin ansi útbreidd og gegn henni
þurfi að hamla.
Það fór líka í taugarnar á Mar-
gréti hve hinn svokallaði síðasta-
leikur er nú leikinn víða. „Það er
alltaf verið að tala um síðasta ár,
síðasta sumar, síðustu viku og svo
framvegis. Mér finnst þetta full-
endanlegt, því auðvitað var síðast-
liðið ár ekki síðasta árið okkar,“
sagði Margrét og benti á að þessi
orðnotkun væri augljóslega komin
úr ensku samanber last week.
Umsjónarmaður tekur heilshugar
undir skoðun Margrétar og vonar
að þessi þáttur verði ekki hans síð-
asti.
– – –
Sagt var í Ríkisútvarpinu fyrir
skömmu að Bandaríkjamönnum
hefði mistekist að taka mark á að-
vörunum um hryðjuverkin hinn 11.
september í fyrra. Heldur er þetta
klaufalega orðað því annaðhvort
taka menn mark á aðvörunum eða
ekki.
Nafnorðastíllinn er vinsæll í
fjölmiðlum um þessar mundir. Að
undanförnu hafa menn fram-
kvæmt húsleitir, gert verðsam-
anburð og verðkannanir og gert
hljóðritanir. Umsjónarmaður
hvetur frétta- og blaðamenn til að
draga úr þessari notkun og nota
þess í stað þær sagnir, sem við
eiga. Við leitum í húsum, við ber-
um saman og könnum verð og
hljóðritum tónlist.
Sagt var í Rík-
isútvarpinu fyrir
skömmu að
Bandaríkjamönn-
um hefði mistek-
ist að taka mark á
aðvörunum um
hryðjuverkin
hjgi@mbl.is
ÍSLENSKT MÁL
Eftir Hjört Gíslason
Í GÆRMORGUN
hringdi í mig 78 ára
gömul kona. Hún hafði
lítið getað sofið vegna
verkja og meinsemdar
í annarri stóru tánni.
Hún hafði leitað til
nokkurra fótaaðgerða-
fræðinga. Hún hafði
einnig reynt að fá tíma
hjá lýtalækni en ekki
tekizt. Ég bauð henni
að koma til mín í dag,
þar sem ég tróð henni
framan við minn full-
bókaða móttökulista.
Hún kom á tilsettum
tíma og hafði aldraður
slitinn eiginmaður
fylgt henni í strætisvagni. Hár
hennar og föt höfðu blotnað hressi-
lega í rigningunni. Ég bauð henni
að ganga inn og það gerði hún með
miklum erfiðismunum. Að loknu ör-
stuttu viðtali færðum við okkur yfir
á skoðunarherbergi, þar sem ég
hjálpaði henni að afklæðast og hóf
síðan aðgerð á támeininu. Að því
loknu hjálpaði ég gömlu konunni að
klæða sig á ný. Þegar því var lokið
bað hún mig að mæla
blóðþrýstinginn úr því
að hún væri nú komin.
Að lokum þurfti ég að
skrifa fyrir hana
nokkra lyfseðla. Ég
fylgdi síðan gömlu
konunni fram á gang
og sá þá að í þetta
höfðu farið 35 mínút-
ur. Um leið og gamla
konan kvaddi mig inni-
lega spurði hún: „Ætl-
ar þú nokkuð að hætta
líka?“
Aðalatriðið eftir
Þegar þarna var
komið var ég orðinn
tveimur sjúklingum of seinn. Ég
hafði þó hvergi nærri lokið við að
afgreiða gömlu konuna. Aðalatriðið,
skriffinnskan, var eftir. Ég átti enn
eftir að skrá allt sem ég hafði fyrir
hana gert. Ekki bara skrá heldur
líka flokka allt og kóða vísindalega
út í hörgul. Greiningar, aðgerðir,
lyf o.s.frv. Það er vegna þess að
gögnin fara í miðlægan gagnagrunn
á heilbrigðissviði skv. valdboði rík-
isstjórnarinnar. Heilbrigðisyfirvöld
gera sér sýnilega enga grein fyrir
þeim óhemju tíma og kostnaði sem
þetta hefur í för með sér fyrir hið
opinbera heilbrigðiskerfi. Á sjúkra-
húsunum lendir þessi vinna fyrst og
fremst á unglæknum og utan þeirra
á heilsugæzlulæknunum. Sjálfstætt
starfandi heimilislæknum og sér-
fræðingum dettur auðvitað ekki í
hug að sóa tíma sínum svo
heimskulega. Til þeirra flykkjast
sjúklingarnir eðlilega. Það er svo
kaldhæðnislegt að það eru einmitt
unglæknar og heilsugæzlulæknar
sem hrópa hæst á bætt kjör og
frelsi.
Á dögunum hlýddi ég á viðtal í
ríkisútvarpinu við aðstoðarmann
þinn, Elínu Friðfinnsdóttur hjúkr-
unarfræðing. (RÚV – Hér og nú 6.
september). Þar ræddi hún um
vinnubrögð okkar heilsugæzlu-
lækna og fór mikinn. Aðstoðar-
manninum varð tíðrætt um léleg af-
köst okkar: „En allar þær
upplýsingar … og þær skoðanir
sem við höfum verið að gera í ráðu-
neytinu … gefa til kynna að afköst-
in hafi minnkað verulega við þessa
breytingu á launakerfi.“ „Læknar
komast ekki yfir að sinna nema
1.700 sjúklingum þótt kjaranefnd
geri ráð fyrir að þeir sinni 2.400
sjúklingum.“ „Auðvitað verðum við
að endurskoða þetta vinnulag. Það
er ekki spurning.“ Þrátt fyrir að
ærin ástæða væri til að fjalla nánar
um þetta makalausa viðtal verður
það að bíða.
Í gíslingu
Hins vegar er ástæða til að vekja
athygli á þeirri ótrúlegu stöðu sem
ríkisstjórnin hefur hneppt heil-
brigðiskerfið í með miðlægum
gagnagrunni og þjónkun sinni við
hið ameríska fyrirtæki deCODE.
Ekki aðeins er skriffinnskan vegna
grunnsins að kaffæra heilsugæzl-
una og sjúkrahúsin heldur miðast
sjálft sjúkraskrárkerfið sem notazt
er við mest við þarfir deCODE og
gagnagrunnsins. Sjúkrakráin Saga
er rekin af fyrirtækinu eMR sem
nú er í meirihlutaeigu deCODE og
fylgjenda þeirra og hefur flutt sig í
Hlíðasmára þar sem Íslensk erfða-
greining var til húsa. Stjórnarfor-
maður eMR og einn aðaleiganda er
Guðmundur Sigurðsson heilsu-
gæzlulæknir, sem mjög hefur kom-
ið við sögu gagnagrunnsmálsins og
var áður tilsjónarmaður Tölvu-
nefndar með ÍE. Í stjórninni situr
einnig Kristján Erlendsson, fram-
kvæmdastjóri gagnagrunnssviðs
deCODE. Kristján var á sínum
tíma skrifstofustjóri í heilbrigðis-
ráðuneytinu og fékk á meðan hann
starfaði þar 125 þúsund hluti í de-
CODE. Auk framkvæmdastjóra-
stöðunnar hjá deCODE er hann í
30% starfi á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi og í 50% starfi hjá
læknadeild Háskóla Íslands. Það
eru svona vinnubrögð og þessi
einkafyrirtæki, sum raunar rekin
inni á sjálfum Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi af prófessorum,
sem eru að sliga heilbrigðiskerfið –
ekki laun unglækna eða heilsu-
gæzlulækna. Þetta er ríkisendur-
skoðanda vel kunnugt um og hefur
verið lengi.
Opið bréf til Jóns Kristjáns-
sonar heilbrigðisráðherra
Jóhann
Tómasson
Heilbrigðiskerfi
Ætlar þú nokkuð að
hætta líka? hljóðaði fyr-
irspurn til Jóhanns
Tómassonar, frá öldr-
uðum sjúklingi.
Höfundur er læknir.
ÉG ER með yngstu
sérfræðingum í heim-
ilislækningum á Ís-
landi, starfa hjá
heilsugæslustöðinni í
Garðabæ og hef afar
mikla ánægju af starfi
mínu. Það er bæði
fjölbreytt og gefandi
og verkefnin óþrjót-
andi. Það hefur vakið
furðu mína að sem
heimilislæknir er ég í
þeirri undarlegu stöðu
að hafa ekki sömu
starfsréttindi og aðrir
sérfræðilæknar á Ís-
landi, þrátt fyrir sam-
bærilegt nám. Aðrir
sérfræðilæknar geta gert gjald-
skrársamning við Tryggingastofn-
un ríkisins og stundað sjálfstæðan
rekstur. Eingöngu heimilislæknar
eiga þess ekki kost að vinna sjálf-
stætt. Heimilislæknar hafa ítrekað
sett fram þá sjálfsögðu kröfu að
þetta verði leiðrétt en yfirvöld heil-
brigðismála hafa staðið í vegi fyrir
því.
Neikvæð íhlutun
ráðuneytisins
Yfirvöld heilbrigðismála hafa
einnig endurtekið hlutast til um
starfssvið og launakjör heimilis-
lækna án nokkurs samráðs við
læknana. Er nærtækast að minn-
ast íhlutunar ráðuneytisins varð-
andi vottorðamál um síðustu ára-
mót sem hafði í för með sér
launalækkun lækna og versnandi
aðgengi almennings að heilsugæsl-
unni. Slíkar aðfarir eru fáheyrðar
innan fyrirtækja þar sem menn
vilja nýta sérfræðiþekkingu og
mannauð sem best. Auk þessa hef-
ur aðstoðarmaður ráðherra látið
ógætileg orð falla í garð heimilis-
lækna og viðhaft rangfærslur um
störf þeirra.
Heimilislæknar flæmast burt
Fjöldi heimilislækna hefur hætt
störfum innan heilsugæslunnar
undanfarin ár vegna óánægju með
starfskjör og afskipti heilbrigðis-
ráðuneytisins af innra starfi heilsu-
gæslunnar. Sumir hafa hætt og
haslað sér völl í öðrum sérgreinum
læknisfræðinnar. Aðrir hafa farið í
launalaust leyfi og víst er að stór
hluti þeirra mun ekki koma til
baka í heilsugæsluna að óbreyttu.
Fjöldi heimilislækna hefur sagt
upp störfum á síðustu
mánuðum og koma
þær uppsagnir til
framkvæmda í vetur.
Þeir vilja að gengið
verði að þeirri sjálf-
sögðu kröfu að þeir fái
sömu starfsréttindi og
aðrir sérfræðilæknar.
Það er ekki þar með
sagt að læknarnir
muni allir kjósa að yf-
irgefa heilsugæsluna
til að stofna stofur úti
í bæ, því fer fjarri.
Flestir munu eflaust
vilja starfa áfram inn-
an sinna heilsugæslu-
stöðva en þeir vilja
hafa valkost.
Minnisvarði um störf ráðherra
Krafan um sömu starfsréttindi
og aðrir sérfræðingar er réttlát og
við núverandi aðstæður forsenda
þess að heimilislækningar eigi sér
framtíð á Íslandi. Það hrun sem nú
blasir við í heilsugæslu á Íslandi er
á ábyrgð hæstvirts ráðherra heil-
brigðismála, Jóns Kristjánssonar.
Þeir kostir sem ráðherrann stend-
ur frammi fyrir er annars vegar að
ganga að sjálfsagðri kröfu heim-
ilislæknanna um jafnrétti sem skil-
ar sér í meiri starfsánægju
læknanna, betri þjónustu og
greiðara aðgengi almennings. Hinn
kosturinn, óbreytt ástand, felur í
sér áframhaldandi flótta úr stétt-
inni, heilsugæslunni til óbætanlegs
skaða. Það þarf vissulega pólitískt
hugrekki til að breyta núverandi
ástandi, en ef ekkert er að gert líða
heimilislækningar undir lok á Ís-
landi og grunnþjónustan leggst af.
Þann minnisvarða um hæstvirtan
heilbrigðisráðherra vill ekkert okk-
ar sjá.
Framtíðarsýn ungs
heimilislæknis
Gerður Aagot
Árnadóttir
Heimilislæknar
Eingöngu heimilis-
læknar, segir Gerður
Aagot Árnadóttir,
eiga þess ekki kost að
vinna sjálfstætt.
Höfundur er læknir og móðir
þroskahefts drengs.