Morgunblaðið - 21.09.2002, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 21.09.2002, Qupperneq 38
MESSUR 38 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁSKIRKJA: Barna- og fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Kór Áskirkju syngur. Organisti Kristján Sigtryggsson. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Hljómsveit ungmenna undir stjórn Guð- mundar Sigurðssonar. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnum sínum. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Guðmundur Sigurðs- son. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur, Mar- teinn Friðriksson leikur á orgel. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra. Æðruleysismessa kl. 20. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir stundina. Anna S. Helga- dóttir syngur við undirleik Bræðrabands- ins. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf og guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðný Hall- grímsdóttir. Organisti Ástríður Haralds- dóttir. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs- þjónusta kl. 10:15. Prestur sr. Baldur Rafn Sigurðsson. Organisti Kjartan Ólafsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson. Hópur úr Mót- ettukór syngur. Organisti Hörður Áskels- son. Eftir messu kl. 12:30 verður farin haustlitaferð í Heiðmörk og suður fyrir Hafnarfjörð á vegum Kvenfélags Hallgríms- kirkju. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Elísabet Gísladóttir djáknanemi og sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Samkoma eldri borg- ara. LANDSPÍTALI, Hringbraut: Guðsþjónusta kl. 10:30. Sr. Ingileif Malmberg. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Hátíðarmessa og barnastarf í til- efni af 50 ára afmæli Langholtssafnaðar. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, predikar og prófastur, sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson, þjónar fyrir altari ásamt sókn- arpresti og fleiri prestum. Leikmenn ann- ast lestur. Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju syngja undir stjórn Jóns Stefánssonar. Barnastarfið hefst í kirkjunni þar sem að börnin syngja, en síðan fara börnin í safnaðarheimilið og eiga þar stund. Boðið er upp á létta hress- ingu eftir messuna. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Gunnars Gunnarssonar organista. Hildur Eir Bolladóttir og hennar vösku samstarfsmenn leiða sunnudaga- skólann. Sr. Bjarni Karlsson þjónar fyrir alt- ari, Sigurbjörn Þorkelsson er meðhjálpari og messukaffi Sigríður Finnbogadóttur kirkjuvarðar bíður svo allra í safnaðarheim- ilinu á eftir. Guðsþjónusta kl. 13 í Dagvist- arsalnum Hátúni 12. Gunnar Gunnarsson leikur, Þorvaldur Halldórsson syngur, Mar- grét Scheving sálgæsluþjónn og Guðrún K. Þórsdóttir djákni þjóna ásamt sr. Bjarna Karlssyni og hópi sjálfboðaliða. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Reynir Jón- asson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Sunnudagaskólinn og 8-9 ára starf á sama tíma. Kveðjutónleikar kl. 17. Reynir Jón- asson organisti Neskirkju leikur verk eftir ýmsa höfunda á orgel kirkjunnar. Aðgangur ókeypis. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Börnin hvött til að mæta. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason. Minnum á æskulýðsfélagið kl. 20. Verið öll velkomin. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjónusta kl. 14. Barnastarf á sama tíma. Ragnar Krist- jánsson messugutti prédikar. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Guðsþjónusta kl. 11. Tónlist í umsjón Carls Möller og Önnu Sigríðar Helgadóttur. Andabrauðið í lok samveru. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Óskar Ingi Ingason þjónar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju leiðir sönginn undir stjórn Pavels Manáseks organista. Sunnu- dagaskóli með Kalla Solla og félögum á sama tíma í safnaðarheimilinu undir öruggri stjórn okkar ágætu sunnudaga- skólakennara. Kaffi og djús fyrir alla að stundinni lokinni. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson messar. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Organisti Sig- rún Þórsteinsdóttir. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Bjarni Þ. Jónatansson. Kór Digraneskirkju B- hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústs- son. Organisti Lenka Mátéová. Sunnu- dagaskóli á sama tíma í umsjón Elínar El- ísabetar Jóhannsdóttur. Hægt er að taka rútu heim að sunnudagaskóla loknum. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Hörður Braga- son. Kór Grafarvogskirkju syngur. Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarna- son. Umsjón Sigríður Rún og Sigurvin. Barnaguðsþjónusta í Engjaskóla kl. 13. Sr. Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón Sigríður Rún og Sigurvin. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Ferming- arbörn og foreldrar þeirra sérstaklega vel- komin. María Guðmundsdóttir syngur ein- söng. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Íris Kristjánsdóttir. LINDAKIRKJA í Kópavogi: Messa í Linda- skóla kl. 11. Barnastarf fer fram í kennslu- stofum meðan á messu stendur. Sr. Guð- mundur Karl Brynjarsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safn- aðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng. Guðrún S. Birgisdóttir leikur á flautu. Organisti Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Mikill söngur og lífleg fræðsla. Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Valgeir Ástráðsson prédik- ar. Organisti er Marteinn H. Friðriksson. Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ást- ráðsson prédikar. Þorvaldur Halldórsson leiðir tónlist. Sóknarprestur. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguð- sþjónustan kl. 11. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Friðrik Schram heldur áfram að útskýra valda kafla úr Lúkasar guðspjalli. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyr- irbænir. Friðrik Schram prédikar. Allir hjart- anlega velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Bænastund kl. 16. Almenn samkoma kl. 16:30, Högni Valsson predikar, lofgjörð, fyrirbænir og mjög skemmtilegt aldursskipt barnastarf á sama tíma. Athugið breyttan samkomu- tíma. Allir hjartanlega velkomnir. FÍLADELFÍA: Laugardag 21. september, bænastund kl. 20. 12 spora kerfið kl. 21. Sunnudag 22. september, almenn sam- koma kl. 16:30. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu syngur. Miðvikudag 25. september, fjöl- skyldusamvera kl. 18. Föstudag 27. sept- ember, unglingasamkoma kl. 20:30. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl. 19.30 bænastund, kl. 20 hjálpræð- issamkoma. Umsjón majór Inger Dahl. KEFAS, Vatnsendabletti 601: Samkoma sunnudag kl. 14. Björg R. Pálsdóttir talar. Bænastund fyrir samkomu kl. 13.30. Lof- gjörð og fyrirbænir. Tvískipt barnastarf fyrir 1-5 ára börn og 6-12 ára. Þriðjudag, bæna- stund kl. 20.30. Miðvikudag, sam- verustund unga fólksins kl. 20.30. Lof- gjörð, hugleiðingar, fróðleiksmolar og vitnisburðir. Allir velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma kl. 17. Yfirskriftin er „Nóttin sem öllu breytti“ og ræðumaður er Kjartan Jónsson. Krist- ján Sigurðsson flytur upphafsorð. Stutt bænastund korteri fyrir samkomu. Á sama tíma verður barnastarf fyrir börn á öllum aldri. Sýnt verður leikritið Málfríður og Kuggur í flutningi Stopp-leikhópsins. Það fjallar um fallega vináttu milli lítils drengs og gamallar konu. Heitur matur á vægu verði eftir samkomu. Vaka kl. 20. Mikill söngur, lofgjörð, fyrirbæn, yndislegt sam- félag. Allir eru innilega velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík - Kristskirkja í Landakoti, dóm- kirkja og basilíka: Sunnudaga hámessa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga messa kl. 18. Reykjavík - Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga messa kl. 11. Laugardaga messa á ensku kl. 18.30. Virka daga messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður - Jósefskirkja: Sunnudaga messa kl. 10.30. Frá júlí til sept.er fellur messan á miðvikudögum kl. 18.30 niður. Karmelklaustur: Sunnudaga messa kl. 08.30. Virka daga messa kl. 8. Keflavík - Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga messa kl. 14. Fimmtudaga skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga messa kl. 18.30. Sunnudaga messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga messa kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga messa kl. 18. Sunnudaga messa kl. 11. BRAUTARHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11 f.h. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur messar. Gunn- ar Kristjánsson sóknarprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 barnaguðsþjónusta. Mikill söngur, sögur og lofgjörð. Barnafræðararnir. Kl. 14 messa. Prófasturinn dr. Gunnar Krist- jánsson setur sr. Þorvald Víðisson inn í embætti prets við Landakirkju. Fjölmenn- um til að fagna nýjum presti. Kaffi á eftir. Sr. Kristján Björnsson. Kl. 16 innsetning- armessunni útvarpað á ÚV FM04. Kl. 20.30 fundur í Æskulýðsfélagi Landa- kirkju/KFUM&K í safnaðarheimilinu. Hulda Líney, Ingveldur og leiðtogarnir. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar. Org- anisti Jónas Þórir. Sunnudagaskólinn hefst í safnaðarheimilinu, Þverholti 3, sama dag kl. 13. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl.11. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Antoniu Hevesi. Prestur sr. Þórhallur Heim- isson. Kaffi og safi í Strandbergi eftir stundina. Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma í safnaðarheimilinu og Hvaleyr- arskóla. Krakkar munið kirkjurútuna. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólasonar. Allir velkomnir. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Umsjón hafa Sigríður Kristín, Edda, Hera og Örn. Góð og uppbyggileg stund fyr- ir alla fjölskylduna. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Yngri og eldri deild- ir sunnudagaskólans með í upphafi en starfa síðan sér. Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnum sínum og efla þau í kirkju- starfinu. Kirkjukórinn og Jóhann Baldvins- son organisti leiða safnaðarsönginn. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Allir velkomnir. Prestarnir. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskóli kl. 11 í sal Álftanesskóla. Ásgeir Páll og Krist- jana leiða stundina. Rúta ekur hringinn fyrir og eftir. Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnum sínum og efla þau í kirkjustarfinu. Prestarnir. NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík) Guðs- þjónusta sunnudag kl. 20. Arngerður María Árnadóttir nýráðinn organisti kirkjunnar verður þá sérstaklega boðin velkomin. Kirkjukór Njarðvíkurkirkju syngur. Allir hjart- anlega velkomnir. Sóknarprestur KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Undirleikari Helgi Már Hannesson. Guðsþjónusta kl. 14 í stærri sal Kirkjulund- ar. Guðspjall: Lúkas 14:1-11. Jesús læknar á hvíldardegi. Ræðuefni: Umfjöllun um siðfræði og lífvísindi. Prestur Ólafur Oddur Jónsson. Meðhjálpari Björgvin Morgunblaðið/Sverrir Kotstrandarkirkja. Guðspjall dagsins: Jesús læknar á hvíldardegi. (Lúk. 14.) Velkomin í Háteigskirkju Á MORGUN, sunnudag, hefst dag- skráin í Háteigskirkju með barna- guðsþjónustu í umsjón sr. Helgu Soffíu Konráðsdóttur. Brúðurnar Kalli og Soffa koma í heimsókn og er gaman að fylgjast með frá hverju brúðurnar hafa að segja. Í barnaguðsþjónustunum er lögð áhersla á mikinn söng, bænir og sögur. Allir velkomnir. Minnum einnig á messu kl. 2 með samveru eldri borgara á eftir, með lifandi tónlist og ljóðalestri. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu kirkjunnar hateigskirkja.is Langholtssöfnuður 50 ára HÁTÍÐARMESSA og barnastarf sunnudaginn 22. september kl. 11 Opið hús í næstu viku. Í tilefni af 50 ára afmæli Lang- holtssafnaðar verður haldinn hátíð- armessa í Langholtskirkju sunnu- daginn 22. september kl. 11. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, predikar og prófastur, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti og fleiri prestum sem tengjast Langholts- kirkju. Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju syngja undir stjórn Jóns Stef- ánssonar. Barnastarfið hefst í kirkj- unni þar sem börnin syngja, en síð- an fara börnin í safnaðarheimilið og eiga þar stund. Á þessum tímamótum lofar söfn- uðurinn Drottin Guð fyrir trúfesti sína og fagnaðarerindið sem hefur hljómað í kirkjunni og uppörvað og styrkt unga sem gamla og vísað lífs- ins veg. Við messugjörðina þökkum við þjónustu og fórnfús störf þeirra fjölmörgu karla og kvenna sem hafa lagt fram ómælda krafta fyrir söfnuðinn á þessum 50 árum, byggt upp myndarlegt húsnæði og fjöl- breytt safnaðarstarf og annast margþætta þjónustu. Einnig horf- um við til framtíðar og þeirra verk- efna sem bíða og biðjum Guð að blessa og leiða söfnuðinn á hinum góða vegi, að hann megi vaxa í trú, von og kærleika. Þess er vænst að sem flest sókn- arbörn og velunnarar Langholts- kirkju fjölmenni til hátíðarmess- unnar og taki undir lofgjörð, bæn og þakkargjörð. Eftir stundina verður boðið upp á léttar veitingar í safnaðarheimilinu. Vikuna 22.-29. sept. verður opið hús í Langholtskirkju í tilefni af- mælisins og eru allir velkomnir að líta inn og kynnast starfinu eða njóta söngs og hljóðfæraleiks. Þriðjudagurinn 24. september kl. 12.10. Stuttir orgeltónleikar – ókeypis aðgangur. Jón Stefánsson leikur á Noack-orgel Langholts- kirkju. Kl. 17-19 Opið hús hjá kór- skólanum og Gradualekórum. Kl. 17.40 samsöngur Gradualekóra og kórskóla í kirkjunni. Kl. 18 hátíð- arsóknarnefndarfundur í tilefni þess að þennan dag fyrir 50 árum var fyrsti sóknarnefndarfundur safnaðarins haldinn! Dagskráin verður stutt, en væntanlega verður hægt að kynna og taka ákvörðun um mikilsvert hagsmunamál safn- aðarins. Kaffiveitingar eftir fund- inn. Allir eru velkomnir. Miðvikudag 25. september Kl. 12.10 bænagjörð með org- elleik og sálmasöng. Kl. 12.30 súpa og brauð í safnaðarheimilinu (kr. 300). Kl. 13-16 opið hús fyrir eldri borgara; Söngur, harmonikku- leikur, spjall og kaffisopi, tekið í spil o.fl. Boðið verður upp á kaffi- veitingar kl. 15. Allir velkomnir. Kl. 17-18.10 opin æfing hjá Krútta- kórnum (4-7 ára). Kl. 20-22 opin kóræfing hjá Kór Langholtskirkju. Fimmtudag 26. september Kl. 10-12 foreldra- og barna- morgunn, opið hús. Kl. 12.10 stuttir orgeltónleikar – ókeypis aðgangur. Jón Stefánsson leikur á Noack- orgel Langholtskirkju. Föstudag 27. september Kl. 12.10 stuttir orgeltónleikar – ókeypis aðgangur. Guðmundur Sig- urðsson leikur á Noack-orgel Lang- holtskirkju. Minnt er á að laugardaginn 28. september heldur Langholtsskóli upp á 50 ára afmæli skólans frá kl. 12-15.30. Sunnudag 29. september Kl. 11 fjölskylduguðsþjónusta; börn og fullorðnir eiga saman stund í kirkjunni. Nánari upplýsingar eru veittar í Langholtskirkju, Sólheimum 13-15, 104 Reykjavík. Sími 520 1300; heimasíðan: www.langholts- kirkja.is Alfa-námskeið í Digraneskirkju ALFA-námskeið í Digraneskirkju er nú haldið í fjórða sinn. Meira en eitt hundrað þátttakendur hafa komið á námskeiðin. Þau hafa tek- ist afar vel. Um það vitna umsagnir s.s.: Námskeiðið er uppbyggjandi fyrir sálina og trúna. Það er mann- bætandi. Kærar þakkir fyrir að fá tækifæri til að taka þátt í svo góðu og uppbyggilegu námskeiði. Þarna kynnist maður trúnni, kærleik- anum, samkennd og vináttu. Meira en 15 leiðtogar undir stjórn sr. Magnúsar Björns Björns- sonar sjá um námskeiðið, bæði hóp- starf, fræðslu og alla nauðsynlega þætti, ekki síst kvöldverðinn, sem er ómissandi hluti námskeiðsins. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 24. sept. kl. 19 og stendur næstu 10 þriðjudagskvöld. Enn er unnt að skrá sig t.d. á www.digraneskirkja.is. Göngumessa á Þingvöllum HAUSTFERÐ Kvennakirkjunnar verður farin sunnudaginn 22. sept- ember. Safnast verður saman við Umferðarmiðstöðina kl. 10 og farið á einkabílum til Þingvalla. Samvera, umræður um starf Kvennakirkjunnar og útivera er megininntak haustferðanna. Há- degisverður og miðdagskaffi verð- ur keypt í Hótel Valhöll. Klukkan 16 hefst göngumessa, sem er öllum opin, við Hakið þar sem gengið er niður í Almannagjá. Í göngumessu er áhersla lögð á að njóta umhverf- isins, sem vart getur verið fegurra á þessum árstíma, um leið og haldin er glaðleg messa í anda Kvenna- kirkjunnar. Stoppað verður á nokkrum stöðum til messuhalds og söngs og til á hlusta á prédikun séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur. Kvöldguðsþjónusta í Seljakirkju SELJAKIRKJA hefur kallað til kvöldguðsþjónustu þriðja sunnudag hvers mánaðar yfir vetrartímann. Fyrsta kvöldguðsþjónusta vetrarins verður á morgun sunnudaginn 22. september og hefst hún kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar og Þorvaldur Halldórsson mun leiða okkur í söng. Í þessum guðsþjónustum er kirkjugestum boðið að ganga til alt- aris. Verið velkomin í Seljakirkju. Geðheilsa og trú ÞRIÐJUDAGINN 24. september kl. 20 hefst í Leikmannaskóla kirkj- unnar námskeið um tengsl trúar og ÆÐRULEYSISMESSA, til- einkuð fólki sem leitar bata eftir tólfsporaleiðinni, verður í Dómkirkjunni sunnudaginn 22. september kl. 20. Einhver mun segja þar af reynslu sinni úr baráttunni við áfengisýkina. Anna Sigríður Helgadóttir, Birgir og Hörður Bragasynir, sjá um fjölbreytta tónlist. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir prédik- ar. Sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson leiðir samkomuna og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir leiðir fyrirbæn og altarisgöngu. Prestarnir verða svo í Safn- aðarheimili Dómkirkjunnar á þriðjudögum kl. 20 með hug- leiðingar um sporin tólf út frá ritningunni. Þær eru einkum ætlaðar fólki sem hefur náð nokkrum bata en langar að styrkja vitundarsamband sitt við Guð. Þar er gefinn kostur á fyrirspurnum og samræðum. Kirkjustarf Æðruleysis- messa í Dómkirkjunni Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.