Morgunblaðið - 21.09.2002, Síða 39
Skarphéðinsson. Kaffiveitingar í boði
sóknarnefndar eftir messu.
SELFOSSKIRKJA: Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Léttur hádegisverður að
messu lokinni. Septembertónleikar þriðju-
daginn 24. sept. kl. 20.30. Morguntíð
sungin þriðjudag til föstudags kl. 10. Kaffi-
sopi að henni lokinni. Foreldrasamvera
miðvikudag kl. 11. Sóknarprestur.
EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðsþjón-
usta sunnudag kl. 11. Sóknarprestur.
STOKKSEYRARKIRKJA: Messa sunnudag
kl. 14. Sóknarprestur.
ÞORLÁKSKIRKJA: Barnastarf hefst.
Sunnudagaskóli kl. 11. Barnaefni kynnt.
Sigþrúður, Julian og sr. Baldur sjá um
stundina.
HJALLAKIRKJA: Messa kl. 14. Organisti
Julian Edward Isacs. Söngfélag Þorláks-
hafnar. Sr. Baldur Kristjánsson.
HVERAGERÐISKIRKJA: Sunnudag kl. 11
sunnudagaskólinn með miklum söng og
gleði, nýjar bækur og Jesúmyndir. Þriðju-
dagur 24. september kl. 10-11:30 for-
eldramorgun í Hveragerðiskirkju. Heima-
vinnandi foreldrar eru hvattir til að sýna sig
með börnin og sjá aðra. Séra Bára Friðriks-
dóttir leiðir stundina.
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 14 (at-
hugið breyttan messutíma). Kór Patreks-
fjarðarkirkju syngur ásamt Kór Ísafjarð-
arkirkju. Sr. Leifur Ragnar Jónsson
predikar. Sóknarprestur.
AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa kl.
20.30. Sr. Svavar A. Jónsson. Erla Þórólfs-
dóttir syngur einsöng og leiðir almennan
söng. Organisti Björn Steinar Sólbergsson.
GLERÁRPRESTAKALL: Messa verður í
Lögmannshlíðarkirkju kl. 14.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Sunnu-
dagur kl. 11 sunnudagaskóli. Kl. 19.30
bæn, kl. 20 almenn samkoma. Mánudag-
ur kl. 15 heimilasamband.
HVÍTASUNNUKIRKJAN á Akureyri: Sunnu-
daginn 22. september verður sunnudaga-
skóli fjölskyldunnar kl. 11:30. Er ástandið
milli Bandaríkjamanna og Íraka liður í End-
urkomu Jesú Krists? Snorri Óskarsson
heldur áfram kennslu um síðustu tíma.
Einnig verður kennsla fyrir börn frá 0-12
ára og verður skipt í hópa eftir aldri. Síðan
verður almenn samkoma kl. 16:30 og þá
mun Fjalar Freyr Einarsson predika. Fjöl-
breytt lofgjörð, fyrirbænaþjónusta og
barnapössun fyrir 1 til 6 ára börn. Allir eru
hjartanlega velkomnir.
KOLFREYJUSTAÐARPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta í Fáskrúðsfjarðarkirkju sunnu-
dag kl. 11. Allir krakkar sem vilja vera með
í barna- og unglingastarfi eru beðnir að
koma. Þau börn sem ætla að fermast að
vori eru boðuð til guðsþjónustunnar ásamt
foreldrum og/eða forráðamönnum. Fundur
með þeim um fermingarfræðsluna og fleira
tengt fermingunni verður að athöfn lokinni.
Organisti verður Bjartur Logi Guðnason.
Prestur sr. Þórey Guðmundsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 39
geðheilsu. Leiðbeinandi á nám-
skeiðinu er Haukur Ingi Jónasson
guðfræðingur og sálgreinir.
Á námskeiðinu sem sam-
anstendur af fjórum fundum verður
í upphafi fjallað um heilbrigði og
tengsl líkama og sálar. Síðan verð-
ur skoðað hvernig trú getur leitt til
vanlíðunar. Einnig verður fjallað
um hvernig skoða megi trúarlíf sem
þátt í að næra geðslag í daglegu lífi.
Haukur Ingi mun síðan enda nám-
skeiðið á að fjalla um aðferðir sem
stuðla að góðri geðheilsu, andlegri
vellíðan og vexti.
Námskeiðið hefst þriðjudaginn
24. september kl. 20, kennt verður í
aðalbyggingu Háskóla Íslands,
stofu 5. Skráning fer fram í síma
535 1500 eða á vef leikmannaskól-
ans www.kirkjan.is/leikmannaskoli
Ævintýri Kuggs og
Málfríðar í KFUM
og KFUK
VETRARDAGSKRÁ KFUM og
KFUK í Reykjavík er hafin. Vandað
barnastarf fer fram á sama tíma og
almennar samkomur kl. 17:00 í að-
alstöðvum félagsins við Holtaveg.
Sunnudaginn 22. sept. mun Stopp-
leikhópurinn sýna börnunum leik-
ritið „Ævintýri Kuggs og Mál-
fríðar.“ Fólk er hvatt til að koma
með börnin sín, barnabörn og
barnabarnabörn.
Leikgerðin er byggð á hinum vin-
sælu barnabókum Sigrúnar Eldjárn
um Kugg og Málfríði. Leikritið seg-
ir frá Kugg litla sem er fluttur í nýtt
hverfi. Þar býr bara gamalt fólk en
engir krakkar. Þá kynnist hann
Málfríði sem er gömul kona en ung í
anda eigi að síður. Frá þessum degi
gerist alltaf eitthvað nýtt, skrýtið
og skemmtilegt og áður en þau vita
af, eru þau dottin inn í ævintýri þar
sem allt getur gerst.
Leikarar eru Eggert Kaaber og
Katrín Þorkelsdóttir.
MINNINGAR
✝ Þorvaldur ÖrnVigfússon (Bói)
fæddist í Holti í Vest-
mannaeyjum 24. jan-
úar 1929. Hann lést á
heimili sínu í Reykja-
vík 16. september
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Vigfús
Jónsson, útgerðar-
maður í Vestmanna-
eyjum, f. 14. júní
1872, d. 26. apríl
1943, og Valgerður
Jónsdóttir, f. á Þor-
grímsstöðum í Ölfusi
6. apríl 1891, d. 17.
nóvember 1969. Systkini Bóa eru:
Alsystir Guðleif, f. 13. júlí 1926,
hálfsystir Þórdís Erlendsson sam-
mæðra, hálfsystkin Þórdís, Guð-
mundur Jón, Guðlaugur, Sigríður
og Axel samfeðra.
Bói kvæntist 25. maí 1953 Ástu
Þorvarðardóttur, f. 17. júlí 1929.
Foreldrar hennar voru Þorvarður
Tómas Stefánsson bygginga-
fulltrúi á Siglufirði, f. 15. október
1900, d. 30. júlí 1979, og Guðrún
Pálsdóttir, f. 15. desember 1909,
d. 29. desember
1994. Börn Bóa og
Ástu eru: Guðrún
Linda, f. 3. janúar
1953, Valgerður, f.
10. júní 1955, maki
Ola K. Nå, f. 18. sept.
1956; Þorvarður
Vigfús, f. 20. nóvem-
ber 1956, maki Guð-
rún Bjarný Ragnars-
dóttir, f. 6. október
1959; Jóhanna Erla,
f. 25. september
1960, sambýlismað-
ur Sigurður Guð-
mundsson, f. 8. júlí
1964; Hannes, f. 6. júní 1969, maki
Anna M. Sívertsen, f. 26. febrúar
1966; og Björk, f. 31. desember
1973, maki Hjalti E. Sveinsson, f.
4. september 1972. Barnabörnin
eru orðin fimmtán talsins og
barnabarnabörnin þrjú.
Bói var lærður húsgagnasmíða-
meistari og starfaði sjálfstætt
mestalla ævi.
Útför Bóa verður gerð frá Graf-
arvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Þegar hringt var til okkar og til-
kynnt um lát Þorvaldar, eða Bóa
eins og hann var ætíð nefndur, kom
það okkur er til þekktum ekki mjög
á óvart, þar sem við vissum að hann
hafði barist við illvígan sjúkdóm um
nokkurt skeið. Kynni okkar hófust
1955 er sá er þessar línur ritar hóf
vinnu hjá trésmíðaverkstæðinu
Smið hf. í Vestmannaeyjum. Þar
hafði Bói numið húsgagnasmíði.
Þarna unnum við saman í eitt ár, en
1956 stofnuðum við ásamt nokkrum
ungum mönnum trésmíðaverkstæði
er við nefndum Nýja kompaníið. Það
rákum við saman til ársins 1964, er
því var slitið. Þá hófst nýr kafli í
samstarfinu, er stofnað var fyrir-
tækið Þorvaldur og Einar og rákum
við það saman til ársins 1992. Á
þessum árum unnu hjá okkur marg-
ir ungir menn og útskrifuðum við
nokkuð af lærlingum. Eins og nærri
má geta var oft glatt á hjalla í starfi
og leik og lét Bói sitt ekki eftir
liggja. Margt væri hægt að segja en
við geymum það í minningunni.
Alltaf voru næg verkefni, þá var
ekki eins og nú, að hægt væri að fara
út í búð og kaupa innréttingar,
skápa, hurðir og glugga og hvað það
nú heitir, allt var þetta smíðað hér
heima. Samstarf okkar stóð yfir í 37
ár sem er allnokkur tími og segja má
að það hafi gengið nokkuð vel. Þrátt
fyrir það vorum við ekki alltaf á
sama máli, en við bárum virðingu
fyrir skoðunum hvor annars.
Bói var vinnusamur maður og féll
honum sjaldan verk úr hend. Honum
var umhugað um að fegra heimili
sitt, jafnt utan sem innan en þau
hjón, Bói og Ásta, byggðu sér hús í
Hólagötu 43, er þau bjuggu í lengst
af sínum búskap hér í Eyjum. Þar
kom í ljós mikill áhugi þeirra hjóna á
blóma- og trjárækt. Þau gerðu sér
fagran garð við húsið sitt svo eftir
var tekið, enda fengu þau viðurkenn-
ingu fyrir.
Fljótt eftir að við fórum að vinna
saman sá ég hversu laghentur hann
var og útsjónarsamur. Hann var
óragur við að koma með eitthvað
nýtt og framkvæma það. Þá gerði
hann mikið að því að gera við hús-
gögn, oftar en ekki voru þau illa far-
in og líkari því að þau ætti að setja á
haugana, en þegar hann hafði farið
höndum um þau voru þau sem ný.
Þannig vann Bói, þetta lék í höndum
hans.
Bói tók þátt í félagsstarfi hér í bæ,
Meistarafélagi Byggingarmanna,
Iðnaðarmannafélaginu, Kiwanis-
klúbbnum Helgafelli. Hann sat í
byggingarnefnd um nokkurt skeið, í
prófnefnd í húsgagnasmíð o.fl.
Að lokum kveð ég góðan félaga
eftir áratuga samstarf og þakka
samfylgdina. Votta ég Ástu, börnum
þeirra og öllum aðstandendum ein-
læga samúð, megi Guð vera með
ykkur og styrkja.
Einar Magnús Erlendsson.
Elsku afi. Kallið er komið og þú
hefur kvatt okkur að sinni. Huggun
mín er sú að þú ert nú komin til
Guðs, foreldra þinna og annarra sem
þér þykir vænt um á himnum. Við
munum svo hittast seinna þegar
mitt kall kemur. Það var erfitt að
horfa upp á þig í veikindum þínum
en alltaf varst þú eins og hetja. Ef
þú varst spurður hvernig þú hefðir
það var alltaf sama svarið: ,,Ég hef
það bara fínt“. Þetta var dæmigert
fyrir þig. Þú reyndir alltaf að gera
gott úr hlutunum.
Núna sit ég eftir með minning-
arnar einar en að nógu er að taka og
ég veit að þú ert með okkur í anda.
Ég minnist allra stundanna með þér.
Þegar ég var yngri var húsið ykkar
ömmu á Hólagötu 43, í Vestmanna-
eyjum mitt annað heimili. Alltaf var
jafn gott að koma til ykkar. Það var
alltaf veisluhæft á Hólagötunni.
Amma átti alltaf eitthvað gott í
gogginn og allt var svo hreint og fal-
legt. Mér fannst alltaf að þið byggj-
uð í höll því húsið var svo vel gert í
alla staði en þú, elsku afi, hafðir
smíðað húsið og allar innréttingarn-
ar sjálfur. Garðurinn ykkar var líka
svo flottur og unnuð þið til verðlauna
fyrir hann. Það var svo gaman að
fylgjast með þér og ömmu vinna í
garðinum og fá að hjálpa til. Ég
gleymi því aldrei hvað þú hafðir
gaman af því að stríða garðáhuga-
fólki alls staðar að. Í garðinum hjá
þér uxu hvannir í ýmsum litum og
hafði enginn séð annað eins. Ég man
eftir ferðalöngum frá ýmsum þjóð-
um sem komu við til að dást af
þessu. Enginn vissi að í skjóli nætur
læddist þú út með spreybrúsa og
spreyjaðir hvannirnar.
Þér var margt til lista lagt og
gaman var að fá að hjálpa til í skúrn-
um þar sem þú smíðaðir og gerðir
upp húsgögn. Ég og Björk fengum
oft að hjálpa til við að slípa og pússa
hjá þér í skúrnum. Á sunnudögum
þrifum ég, Björk og Hannes svo oft
bílinn hjá þér og svo fórst þú með
okkur í ísbíltúr. Það voru ófáir ísbílt-
úrarnir sem við fórum í. Einu sinni
höfðum við rúntað svo lengi og var
mér farið að lengja eftir að komast
heim. Ég leit út um gluggann og sá
allt svart. Ég spurði þig hvort við
værum komin til útlanda. Og auðvit-
að notaði þú tækifærið og sagðir
,,já“. Þegar ég kom heim sagði ég
mömmu sigri hrósandi frá því að ég
hefði keyrt með þér alla leiðina til
útlanda. En við vorum víst bara að
rúnta uppi á hrauni í Vestmanna-
eyjum. Ég og Björk gerðum okkur
oft ferð niður á trésmíðaverkstæði
eða í Húsgagnaversluninni hjá þér
því oft laumaðir þú til okkar pen-
ingum eða keyrðir okkur heim til
ömmu þegar við vorum þreyttar eft-
ir labbið í bænum. Alltaf var stutt í
húmorinn hjá þér. Þegar ég var
yngri varst þú svo stríðinn. Þegar ég
fór í sund spurðir þú mig alltaf hvort
ég hefði séð hákarlana í lauginni eða
ef ég fór upp á loft hjá ykkur ömmu
spurðir þú mig hvort ég hefði hitt
kústinn á loftinu. En góðu stund-
irnar sem við höfum átt saman eru
svo margar. Sem stelpa fór ég með
þér, ömmu, Hannesi og Björk til
Noregs að heimsækja Völu og fjöl-
skyldu. Það voru yndislegir tímar.
Öll jól og áramót sem við höfum átt
saman eru yndisleg. Jólin voru alltaf
svo hátíðleg hjá ykkur. Amma var
alltaf búin að þrífa og pússa allt hátt
og lágt og baka 20 sortir af kökum.
Og allt skreytt að utan sem innan. Á
gamlárskvöld keyptir þú svo mikið
af flugeldum að maður hafði aldrei
séð annað eins. Jólin byrja aldrei
fyrr en maður hefur komið til þín og
ömmu. Eftir að ég flutti upp á land
reyndi ég alltaf að koma á jólunum
til ykkar.
Fyrir 3 árum fluttuð þið svo upp á
land. Það var yndislegt því þá sá ég
ykkur oftar. Og alltaf var jafn gam-
an að koma til ykkar í Vættaborg-
irnar þar sem þið höfðuð komið ykk-
ur svo vel fyrir. Við spjölluðum um
allt milli himins og jarðar og þú afi
minn varst alltaf inn í öllu sem var
að gerast í þjóðfélaginu. Þú hafðir
skoðanir á öllu og gátum við rætt
hlutina fram og aftur. Tíminn okkar
saman í Glasgow fyrir tveimur árum
var frábær. Það er ótrúlegt hvað þú
og amma voruð alltaf hress. Það var
svo gaman að vera með ykkur. Ég,
þú, amma og Willy höfðum það svo
gott þarna. Það var svo sætt að sjá
hvað þið voruð skotin í hvort öðru
eftir öll þessi ár saman. Á þessu
búðarápi okkar í Glasgow notaðir þú
hvert tækifæri þegar amma sá ekki
til að kaupa einhvern glaðning
handa henni. Ef þú hvarfst úr aug-
sýn varst þú búinn að kaupa nýtt
hálsmenn handa ömmu. Það voru
ófáir ballkjólarnir sem amma keypti
sér og þú hjálpaðir henni að velja.
Síðasta daginn okkar í Glasgow
baðstu mig svo að skutlast í Deb-
enham’s og kaupa 2 dragtir sem
amma hafði mátað deginum áður.
Þetta var mikið leynimakk og amma
vissi ekkert fyrr en hún tók upp úr
töskunum á Íslandi. Þetta fannst
mér mjög rómantískt.
Það er með sorg í hjarta sem ég
kveð þig en ég þakka þér fyrir allar
góðu stundirnar sem við höfum átt
saman. Ég er fegin að börnin mín,
Aron, Leifur og Lovísa fengu tæki-
færi til að kynnast þér.
Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af
ömmu því börnin ykkar hugsa vel
um hana og ég skal gera allt sem ég
get til að hjálpa henni í gegnum
þessa erfiðu tíma. Ég votta þér
elsku amma mín, alla mína samúð og
megi Guð vaka yfir þér og hjálpa þér
að takast á við sorgina. Mamma,
Vala, Varði, Erla, Hannes, Björk og
fjölskyldur, ég samhryggist ykkur
og bið Guð að hjálpa ykkur að takast
á við sorgina. Þið eruð öll í bænum
mínum.
Mér finnst við hæfi að kveðja þig,
elsku afi, með bæn sem ég fór alltaf
með þegar ég gisti hjá þér og ömmu
eftir að þú varst búin að segja mér
og Björk söguna af henni Stínu.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Þitt barnabarn,
Jóhanna.
Í dag kveðjum við æskuvin minn,
Þorvald Örn Vigfússon, eða Bóa í
Holti, eins og hann var alltaf kall-
aður í Vestmannaeyjum. Við kynnt-
umst 1937 er faðir minn byggði hús
á Ásavegi 5, en Bói átti þá heima á
Ásavegi 2. Æ síðan hefur vinskapur
okkar haldist.
Margt og mikið væri hægt að
skrifa um kæran vin og æskuárin í
Eyjum. Eitt sinn var stofnað refabú
á Arnarstapa þar sem notaður var
fiskur til að fóðra refina. Við Bói fór-
um eitt sinn með kassabíl niður á
bryggju og veiddum murtu (ufsa)
sem við fórum síðan með í söluferð
upp að refabúinu, upp allar brekk-
urnar, með bílinn í eftirdragi. Af-
rakstur þessarar ferðar varð reynd-
ar ekki mikill, aðeins nokkrir aurar,
og var því ekki farið í fleiri svona
túra.
Við vorum saman í skátunum, fór-
um t.a.m. í útilegur og m.a. á skáta-
mót að Hreðavatni, sem þótti á þeim
tíma mikið ferðalag.
Bói var mjög handlaginn og minn-
ist ég þess er hann fann teikningu af
kajak í dönsku blaði. Hann varð
strax staðráðinn í að smíða eftir
þessari teikningu og hófst þegar
handa. Þegar átti að finna efni í ytra
byrðið vandaðist reyndar málið því
efniviður var af skornum skammti
þá, en að endingu var honum bent á
að fá gott léreft, smyrja það með
mörgum lögum af fernisolíu og mála
síðan yfir með málningu. Þetta gerði
Bói og nú var „glæsifleyið“ tilbúið til
reynslusiglingar. Við marseruðum
upp að Vilpu, kajakinn settur á flot,
skipstjórinn tróð sér niður í hann og
honum var rétt árin. Hann var varla
lagður af stað í jómfrúrsiglinguna
þegar allt í einu heyrist hátt GÚLP,
GÚLP, GÚLP og sjáum við þá að
báturinn er að sökkva. Bóa var
bjargað snarlega á land gegnblaut-
um og ómeiddum nema kannski
helst að stoltið hafi þurft nokkra
daga til að jafna sig. Kom í ljós að
efnið í ytra byrðinu lak svona mikið
þrátt fyrir vandlega meðhöndlun.
Þetta varð endirinn á þessu æsku-
ævintýri, en alltaf fundum við okkur
nóg að gera.
Þegar við vorum nemendur í
gagnfræðaskólanum, hjá þeim mikla
hugsuði og kennimanni Þorsteini Þ.
Víglundssyni, voru haldnar dansæf-
ingar öðru hvoru.
Fyrsta árið fannst okkur dans-
kunnátta okkar hörmung, þrátt fyrir
að við legðum okkur alla fram. Við
vorum þá svo heppnir að til starfa
við barnaskólann kom ungur kenn-
ari sem var frábær dansari. Við
heimsóttum hann og spurðum hvort
hann væri fáanlegur til að kenna
okkur nýjustu danssporin.
Danskennarinn tók bón okkar
mjög vel og taldi sjálfsagt mál að
leiðbeina okkur ef við gætum útveg-
að æfingaaðstöðu.Við Bói töluðum
við Þorstein skólastjóra sem sagði
það sjálfsagt að lána okkur skóla-
stofu á Breiðabliki til að æfa okkur í
og hvatti hann okkur til dáða. Feng-
um við nokkrar skólasystur okkar
með og svo var æft stíft. Þegar skól-
inn byrjaði um haustið og dansæf-
ingarnar byrjuðu voru fyrstu nem-
arnir úr „dansskóla“ Pálma
Péturssonar fljótir út á dansgólfið.
Á sumrin fór Bói á síld til Siglu-
fjarðar og þar kynntist hann ástinni
sinni, henni Ástu.
Ég og fjölskylda mín höfum mjög
oft farið til Eyja og dvalið hjá Ástu
og Bóa og þau hjá okkur í Reykja-
vík.
Við sjáum nú á bak kærum vini og
miklu prúðmenni sem við munum
sárt sakna.
Að þessum fátæklegu kveðjuorð-
um loknum sendum við Ástu og fjöl-
skyldu okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigurður og Ágústa.
ÞORVALDUR ÖRN
VIGFÚSSON
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.