Morgunblaðið - 21.09.2002, Qupperneq 42
MINNINGAR
42 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku amma Leifa.
Þá er komið að kveðju-
stund. Nú hefur þú kvatt þennan
heim. Hin langa þraut er liðin og
loksins hlaustu friðinn og allt er orð-
ið rótt. Nú ertu komin til afa og arm-
ur hans nær til þín og þið munuð
varðveita hvort annað. Við verðum
alltaf þakklát fyrir að hafa fengið að
kveðja þig áður en þú yfirgafst þenn-
an heim. Eftir sitja margar góðar
minningar um ánægjulegar sam-
verustundir sem við munum ávallt
varðveita, þar á meðal þær ánægju-
stundir sem ég átti með ykkur afa
vestur á Sandi og þær ánægjustund-
ir sem ég, Sjöfn, Aron Freyr og Elín
Helga áttum með þér í bænum. Við
kveðjum þig með söknuði elsku
amma Leifa.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þín
Lárus Brynjar, Sjöfn, Aron
Freyr og Elín Helga.
Það er margs að minnast við and-
lát ömmu minnar, Gunnleifar, og
hugur minn leitar niður á Snorra-
braut þar sem hún bjó til margra ára.
Samband okkar ömmu var mjög
GUNNLEIF ÞÓRUNN
BÁRÐARDÓTTIR
✝ Gunnleif ÞórunnBárðardóttir
fæddist á Skarði í
Neshreppi utan Enn-
is 29. júní 1919. Hún
lést á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu í
Holtsbúð í Garðabæ
mánudaginn 9. sept-
ember síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Ingjalds-
hólskirkju 17. sept-
ember.
sérstakt, ég var ekki
bara barnabarn hennar
og nafna, ég var einnig
eins og dóttir hennar.
Ég hugsaði um hana
eins og góðar dætur
gera og hún hugsaði
um mig eins og mæður
gera. Ég er svo þakklát
fyrir allan þennan tíma
sem við áttum saman.
Ég gat hlegið með
henni, grátið og hlustað
á sögurnar hennar um
Þorstein lækni sem hún
átti til að tala oft um.
Það var ómetanlegt
að eiga ömmu að þegar ég átti mitt
fyrsta barn, ég var einstæð móðir og
hún gerði allt til að hjálpa mér ef mig
vantaði eitthvað. Hún vildi að Stef-
anía Agnes, dóttir mín, fengi allt sem
börn þurfa að fá, ekki vantaði gjaf-
mildina hjá henni.
Ég gleymi ekki verslunarferð okk-
ar til Glasgow þegar ég var 11 ára.
Við vorum saman í herbergi og okk-
ur þótti gaman að vaka og tala sam-
an. Hún bað mig að hella upp á kaffi
og gefa sér smá Bailey’s í glas, sem
ég gerði. Ég skreið svo upp í rúm til
hennar og hún leit á mig og spurði
hvort ég ætlaði ekki að fá mér smá.
Við sprungum auðvitað úr hlátri.
Amma mín var mjög stolt af nafni
sínu og þoldi ekki að vera kölluð Guð-
leif, hún bara ansaði því ekki þótt
hún vissi að það væri verið að kalla á
sig.
Hún var sérstaklega stolt af því að
við vorum bara tvær á landinu sem
hétum þessu nafni og lét hún fólk
heyra það oftar en einu sinni að við
værum bara tvær Gunnleifarnar. Nú
er bara ein Gunnleif eftir og verð ég
að vera duglegri að nota það nafn og
vera stolt af því eins og hún var.
Ég elskaði hana ömmu mína af-
skaplega mikið og það er erfitt að
hugsa til þess að geta ekki talað við
hana lengur og deilt með henni öllum
mínum helstu málum.
Ég vona bara að afi minn, Tryggvi,
hafi tekið á móti henni því hún sakn-
aði hans mikið.
Ég mun aldrei gleyma henni
ömmu minni, þessari fallegu konu
sem bar höfuðið hátt og var ein
glæsilegasta kona sem ég hef
kynnst.
Leyf mér að hvílast, mér líður svo vel,
ljósið það dofnar, nú svefni ég stel,
samt er svo margt sem þarf að gera,
margt sem þarf að sjá,
leyf mér að leggjast og hvíldina löngu fá.
(Eyjólfur Kristjánsson.)
Gunnleif Sandra Lárusdóttir.
Í huga okkar ríkir hvorutveggja
sorg og léttir er við kveðjum elsku-
lega móðurömmu okkar, Gunnleifu
Bárðardóttur, Leifu ömmu. Sorg og
söknuður eftir yndislegri ömmu sem
lék svo stórt hlutverk í uppeldi okkar
systkinanna og jafnframt léttir yfir
því að hún skuli nú hafa fengið hvíld
frá þjáningunum, en síðustu árin
hafa verið henni afar erfið. Það eru
mikil forréttindi að fá að alast upp í
návist, ekki einungis foreldra sinna,
heldur einnig móður og föðurfor-
eldra. Leifa amma og Tryggvi afi
bjuggu í húsinu við hliðina á okkur
og föðurforeldrarnir steinsnar frá.
Því var samgangur á milli heimil-
anna mikill sem og þáttaka þeirra í
uppeldi okkar. Yngstu börn Leifu
ömmu og Tryggva afa, þau Bári og
Sigga, eru á líkum aldri og við bræð-
urnir og voru okkar bestu leikfélag-
ar. Oft var hamagangur og fyrirferð í
okkur en aldrei minnumst við þess að
amma hafi hvesst sig við okkur, en
við minnumst þess heldur ekki að
hafa nokkurn tímann óhlýðnast
henni, hún fékk einfaldlega sínu
framgengt með gæsku sinni og
ákveðni. Annað sem einkenndi
ömmu var hversu orðvör hún var og
spar á gífuryrðin. Engu að síður kom
hún vel orðum að því sem segja
þurfti og dró þá ekkert undan, á
sama tíma og ekkert var ofsagt var
heldur ekkert ósagt. Glaðvær var
hún alla tíð þótt heldur lengdist í
brosið hin síðustu ár í kjölfar erfiðra
veikinda.
Amma og afi bjuggu lengst af á
Hellissandi en fljótlega eftir að afi
lést árið 1979, langt um aldur fram,
flutti hún til Reykjavíkur þar sem
hún bjó upp frá því og vann á Land-
spítalum fram yfir sjötugt. Þar átti
amma góða vinnufélaga og undi hag
sínum vel, talaði hún ávallt um
„deildina sína“, 12G, af mikilli virð-
ingu og hlýhug. Amma vann lengst af
á kvöldvöktum enda kvöldin og næt-
urnar hennar tími. Ef eitthvað mikið
stóð til, s.s. stórhreingerningar eða
jólabakstur, var jafnvel byrjað um
tíuleytið og síðan verið að fram á
morgun. Leifa amma lagði mikið upp
úr því að líta vel út og oftar en ekki
sat hún við eldhúsborðið og lakkaði á
sér neglurnar með rúllur í hárinu og
alltaf var hún vel til fara. Snyrti-
mennskan var hluti af hennar sjálfs-
virðingu og leiddist henni mjög allra
síðustu árin að hafa ekki þrek og
heilsu til að punta sig.
Það var gott að eiga ömmu að þeg-
ar við fórum eitt af öðru til náms í
höfuðborginni. Það skipti engu máli
hvort maður kom til hennar þrisvar á
dag eða hvort langur tími liði á milli
heimsókna, alltaf voru móttökurnar
eins, sama ástúðin og hlýjan. Oftar
en ekki var slegið í pönnukökur eða
steiktar heimsins bestu fiskibollur.
Hafði hún mikinn metnað í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur sem og fyrir
hönd afkomenda sinna. Einhverju
sinni kom eitt undirritaðra til hennar
með nokkur ýsuflök, sem verið höfðu
ansi lengi í frystikistunni enda við-
komandi lítið fyrir eldamennsku á
þessum árum, og bað hana að gera úr
þeim fiskibollur sem hann hugðist
eiga til síðari tíma. Amma hélt nú
ekki, hún færi ekki að gera bollur úr
einhverju gömlu og uppþornuðu
drasli, það gæti komið óorði á hennar
rómuðu matseld.
Amma var næstelst 6 afar sam-
rýmdra systkina sem öll lifa hana.
Mikill kærleikur hefur alla tíð ein-
kennt samband þeirra og samskipti
en einungis 8 ár skilja það elsta og
yngsta að í aldri.
Við kveðjum Leifu ömmu með
hlýjum huga og þakklæti fyrir alla
hennar gæsku og leiðsögn í lífinu.
Ásbjörn, Tryggvi Leifur
og Júníana Björg
Óttarsbörn.
Elsku amma, við þökkum þér fyrir
öll árin sem við fengum að vera með
þér. Það var alltaf mikil tilhlökkun að
fara vestur á Sand og svo var líka
gott að koma til þín og kúra hjá þér í
hlýju rúminu. Svo fluttir þú til
Reykjavíkur og þá fékk ég að með
þér í vinnuna upp á Landspítala og
vera með þér í býtibúrinu og færa
sjúklingunum matinn og svo gefa
kaffi á eftir. Það var nú gaman fyrir
litla tátu að taka þátt í svona ábyrgð-
armiklu starfi með ömmu sinni og
svo þegar vinnan var búin hjá okkur
þá leiddumst við hönd í hönd niður á
Snorrabraut sælar og glaðar eftir
góðan vinnudag.
Elsku amma, við Örn Steinar
kveðjum þig og vitum að núna ertu
búin að hitta Tryggva afa sem misst-
ir alltof snemma og saknaðir svo
mikið.
Við felum þig Guði, en minningu
þína munum við systkinin geyma í
hjarta okkar.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri’ en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Saknaðarkveðjur,
Sigríður Björk og
Örn Steinar.
Það var á haustdögum 1986 sem
við undirritaðar hittum Leifu fyrst.
Þá hófum við nám í hjúkrunarfræði
við Háskóla Íslands og var það þar,
nánast á fyrsta degi, sem við kynnt-
umst henni Siggu dóttur Leifu. Þau
kynni þróuðust fljótlega upp í mikla
og djúpa vináttu með nánast dagleg-
um samvistum og kom þá Leifa mik-
ið við sögu því á þessum árum
bjuggu þær tvær saman mæðgurn-
ar.
Það var mikil ánægja að fá að
kynnast þessari stórbrotnu konu
sem Leifa var, þó að hún hafi þarna
ekki verið ung kona í árum talið þá
var hún svo ótrúlega ung í anda. Hún
vissi alltaf nákvæmlega hvað klukk-
an sló.
Margt og mikið brölluðum við vin-
konurnar næstu fjögur árin og var
þá „Snorrabrautin“ oftar en ekki við-
komustaður, hvort sem var á nóttu
eða degi. Mannkostir Leifu komu þá
berlega í ljós.
Það er okkur vinkonunum sér-
staklega minnisstætt hversu vel hún
tók alltaf á móti okkur. Gott dæmi
um það var þegar við komum á
„Snorrabrautina“ eitt sinn eftir
dansleik um hánótt, þá bauð Leifa
upp á heita kjötsúpu og fannst ekk-
ert sjálfsagðara en við fengjum okk-
ur nú vel að borða fyrir svefninn.
Einnig átti hún það til að breiða yfir
okkur heita sæng ef svo bar undir.
Oft var setið löngum stundum í
eldhúsinu hennar Leifu, drukkið
kaffi og spjallað og fengum við þar
oftar en ekki góð ráð fyrir framtíð-
ina. Fátt virtist koma henni úr jafn-
vægi og var hún ávallt sérlega hlý og
notaleg við okkur vinkonurnar.
Lífsgildi og mannkostir þessarar
konu lifa áfram í börnum hennar og
ber hún Sigga vinkona þess glöggt
merki.
En handan við fjöllin
og handan við áttirnar og nóttina
Elsku Charlotta
mín, ég trúi því vart að
ég sitji hér og skrifi til
þín hinstu kveðju. Ég
sat áðan og talaði við
vinkonu mína og sagði henni hvað
mér þætti undarlegt að þú hefðir
ekki komið á stefnumótið okkar á
Café Paris í síðustu viku. Ég var
CHARLOTTA M.
HJALTADÓTTIR
✝ Charlotta MaríaHjaltadóttir
fæddist í Reykjavík
24. ágúst 1932. Hún
lést á heimili sínu á
Seltjarnarnesi mið-
vikudaginn 11. sept-
ember og var sálu-
messa hennar í
Landakotskirkju 17.
september.
með samviskubit yfir
því að hafa ekki farið
heim til þín þá til að at-
huga hvort allt væri
með felldu, eins og ég
hafði svo oft gert.
Nokkrum mínútum
síðar fékk ég símtal
þar sem mér var til-
kynnt fráfall þitt.
Það var langt síðan
við höfðum hist og ég
hlakkaði mikið til að
sjá þig. Því miður hafði
ég verið erlendis dag-
inn sem þú varðst sjö-
tug og því ekki náð að
kasta á þig kveðju. En nú er það of
seint og afmælisgjöfin er enn í aft-
ursætinu á bílnum mínum.
Þegar svona hlutir gerast reikar
hugurinn aftur. Ég man að þú vakt-
ir strax athygli mína þegar ég byrj-
aði að vinna í ráðuneytinu. Ég hugs-
aði með mér: Voðalega er hún
sérstök þessi stóra mikla kona með
gráa síða hárið, dimmu röddina og
dökku sólgleraugun (inni um há-
bjartan dag!). Mig langaði að kynn-
ast þér frekar og varð þess aðnjót-
andi. Við náðum strax vel saman og
líkaði mér afskaplega vel hárbeittur
húmorinn. Það var eitthvað sem
tengdi okkur og þau tengsl urðu
sterkari eftir því sem á leið. Margir
furðuðu sig á því af hverju við vær-
um svona góðar vinkonur, ég
hálfþrítug og þú rétt að verða sjö-
tug. En aldur er afstæður. Vinkona
mín sagði einu sinni við mig án þess
að hafa séð þig eða vita hvað þú
værir gömul: „Björg, af hverju tek-
urðu ekki hana Charlottu vinkonu
þína með okkur út á lífið?“ Ég sagði
þér frá þessu og við hlógum dátt.
Stuttu eftir að þessi góðu kynni
okkar tókust fluttist ég til New
York og alltaf héldum við sambandi.
Fyrstu jólin mín úti sendir þú mér
lítið olíumálverk alla leið frá Íslandi,
sem þú hafðir keypt í París 1953.
Mér þótti svo vænt um það að ég
fékk tár í augun. Í kortinu sem
fylgdi sagðir þú mér að þetta mál-
verk hefði hangið uppi á vegg í
„íbúðinni okkar“ sem ég nú bjó í en
þú hafðir búið í nokkrum árum áð-
ur.
Það var margt sem við brölluðum
saman, fórum í bíó eða í leikhús, út
að borða eða sátum saman úti í sól-
stofunni þinni úti á Nesi yfir rauð-
vínsglasi og spjölluðum um heima
og geima, ekki síst ástina. Var oft
mikið hlegið. Um daginn þegar ég
hringdi í þig í nýju vinnuna varstu
svo hress og hljóðið í þér svo gott.
Þú sagðist hafa fengið vítamín-
sprautu við að skipta um vettvang
og hefðir áttað þig á því að allt í
einu værir þú farin að gera hluti
heima fyrir en ekki bara sitja og
stara út í loftið. Tilhugsunin um það
gleður mig í sorginni. (Sagðir mér
að þú hefðir meira að segja orðið
ástfangin í vor sem leið.)
Ég geri mér grein fyrir því þó svo
að þú segðir mér ekki frá því í smá-
atriðum að lífið fór ekki alltaf um
þig ljúfum höndum, elsku vinkona.
Ég veit líka að það fór margt á ann-
an veg en þú helst hefðir kosið.
Ég á svo margar minningar en ég
held ég láti staðar numið hér. Mér
finnst ég lukkunnar pamfíll að hafa
fengið að kynnast svona stórbrot-
inni konu og fæ það seint fullþakk-
að. Elsku Charlie mín, eins og ég
sagði svo oft, ég vona að þér líði vel
hjá Guði og öllum englunum. Fal-
lega hringinn sem þú gafst mér
passa ég eins og sjáaldur auga míns.
Sjáumst síðar og takk fyrir allt.
Þín
Björg Sæmundsdóttir.
Vegferðin á lífsins leið er um
margt sérstök. Lífið er eins og
óskráð framhaldssaga full af fyrir-
heitum og óráðnum atvikum. Sumir
kaflarnir verða langir, aðrir stuttir,
og innihaldið misjafnt eins og geng-
ur og gerist. Sögupersónurnar hafa
mismikið vægi og mismikil áhrif á
líf manns og gildir þá einu hvort
þær eru hluti af daglegu lífi eða líða
hjá eitt andartak. Koma og fara.
Þannig gleymast sumir en aðrir
eignast hlutdeild í hjarta manns og
huga ævilangt. Þannig kom Charl-
otta María Hjaltadóttir inn í líf mitt,
óvænt og eftirminnilega, fyrir tæp-
um þremur árum. Með einu símtali
stimplaði hún sig inn og var komin
til að vera. Samskipti okkar urðu
ekki tíð en þeim mun áhrifameiri.
Það leyndi sér ekki að þarna var á
ferð merkileg kona. Rík réttlætis-
kennd og áhugi á að standa vörð um
grundvallarstoðir þjóðfélagsins
tengdu okkur saman. Að styðja þá
sem minna mega sín eða verða fyrir
áföllum í lífinu og þurfa m.a. að þola
óréttlæti og svívirðingar siðblindra
manna. Að hefja sig yfir hversdags-
leg gildi markaðshyggjunnar þar
sem veraldlegur gróði ræður ríkjum
og setja önnur gildi jafnfætis. Kær-
leika, réttlæti, siðferði, fegurð. Og
hún lagði ríkulega sitt af mörkum.
Lengst af starfaði Charlotta í ut-
anríkisþjónustunni. Bjó hún lengi
og starfaði erlendis og gaf það
henni sérstakt yfirbragð. Hún talaði
fjölmörg tungumál og var heims-
borgari í allri framkomu og hugsun.
Í sumar bauð Charlotta til kvöld-
verðar á heimili sínu. Nokkrar kon-
ur úr ólíkum áttum voru komnar til
að eiga saman kvöldstund. Þetta var
eftirminnileg og ógleymanleg stund.
Charlotta var glæsileg þetta kvöld
og ljómaði af gleði og hamingju. Yf-
ir henni var ungæðislegur blær sem
ég hafði ekki tekið eftir áður. Hún
var um það bil að hætta störfum í
utanríkisráðuneytinu en settist ekki
í helgan stein. Eftir henni var sóst
vegna kunnáttu hennar og hæfni og
var hún ráðin til starfa á skrifstofu
kaþólska biskupsins á Íslandi.
Þótt ég hafi ekki þekkt þessa sér-
( -, 0 :3"
1+) "
/ ' - )
#0% & ' 1 ! ;*7$