Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 47
Vikuna 21.-28. september
Gerið góð kaup!
• Aukahlutir
• Fatnaður
• Hjálmar o.fl.
Opið í dag, laugardag kl. 10-16
Skútuvogi 12a s. 594 6000www.merkur.is
dagarHjóla
ÞÓ AÐ Norðurá í Borgarfirði sé
toppá sumarsins með ótrúlega kú-
vendingu frá fyrra sumri er hún
ekki hástökkvari ársins. Það er
Selá ekki heldur þótt hún hafi skil-
að metveiði í sumar. Hástökkvari
ársins er Hofsá í Vopnafirði, en
lokatala úr henni er 1.912 laxar.
Í fyrra veiddust 911 laxar í
Hofsá, ásamt þveránni Sunnu-
dalsá, þannig að stökkið er upp á
1.001 lax á milli ára. Hástökk
Norðurár var upp á 973 laxa, en áin
fór úr 1.337 löxum í 2.310. Í met-
veiðiánni Selá var stökk upp á „að-
eins“ 543 laxa, en áin fór úr 1.108
löxum í 1.651 stykki og er þar með
leiðrétt um hundrað löxum lægri
tala sem birt var fyrir slysni í nafni
Selár í veiðipistli þessum fyrir
fáum dögum.
Fáeinar lokatölur
Lokatala í Miðfjarðará er, sam-
kvæmt upplýsingum frá leigutak-
anum, fyrirtækinu Lax-á, 748 lax-
ar. Það er gríðarlega góður bati,
300 löxum meira en í fyrra og var
þó engin maðkveiði í ánni eftir
mánaðamót júní–júlí. Þá eru loka-
tölur í Blöndu og Laugardalsá
samkvæmt Lax-á 818 laxar og 320
laxar. Þetta er fremur slök útkoma
í Blöndu þar sem gruggugt yfir-
fallsvatn frá Blönduvirkjun eyði-
lagði mikið í ágúst. Aftur á móti var
þetta mikil og góð uppsveifla í
Laugardalsá, 64 löxum meira í
þessari 3 stanga á heldur en í fyrra.
Þá er Vatnsdalsá einnig komin
vel yfir 700 laxa, en nákvæm loka-
tala hefur ekki enn verið tekin
saman þar eð afli í ánni er skráður í
fleiri en eina bók og óvenjumikið af
laxi hefur veiðst á svokölluðu sil-
ungasvæði.
Góður lokakafli í Svartá
Svartá er að gera það gott á
haustdögum, í vikulokin voru
komnir 257 laxar á land að sögn
Lofts Atla Eiríkssonar, eins leigu-
taka árinnar. Sagði Loftur líflega
veiði þessa daganna, þannig hefðu
tvö síðustu holl veitt 26 laxa hvort,
en það seinna lauk veiðum á mið-
vikudaginn. Veiði lauk þar í gær og
vantar því tölu lokahollsins.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmunds
Vinnufélagar í kerskálanum í Straumsvík með góða veiði af svæði IV
í Stóru Laxá. F.v. Jakob Jakobsson, Þórður Örn Gunnarsson, Stefán
Kristjánsson, Hilmar Örn Gunnarsson og Tómas Sigurðsson.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Hástökkv-
ari ársins
er Hofsá
Framboðsfrestur rennur
út 27. sept.
Í frétt um prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík fyrir komandi
alþingiskosningar var farið rangt
með framboðsfrest. Frestur til að til-
kynna framboð rennur út föstudag-
inn 27. september en ekki 27. nóv-
ember eins og stóð í fréttinni. Beðið
er velvirðingar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
FULLTRÚAR frá nemendaráðum
grunnskólanna í Reykjavík tóku ný-
lega þátt í verkefninu Unglingar
þinga. Þema þingsins var: Unglingar
– kynlíf – fjölmiðlar. Unglingarnir
sendu frá sér eftirfarandi ályktun um
niðurstöður þingsins:
„Okkur finnst gagnrýni á ungt fólk
vera alltof mikil í fjölmiðlum. Í fjöl-
miðlum kemur einungis fram nei-
kvæð umfjöllun um unglinga. Okkur
finnst vera vaxandi virðingarleysi
gagnvart unglingum. Unglingum er
ekki treyst. En það er gott að vera
unglingur þegar hægt er að tjá sig og
hlustað er á mann af alvöru og virð-
ingu.
Við viljum að fjölskyldur séu meira
saman – og noti tímann til að gera
eitthvað saman. Það flokkast ekki
undir samverustund að sitja bara við
sjónvarpið. Unglingar sem koma frá
sterkum fjölskyldum falla síður fyrir
áhrifum neikvæðra áhrifavalda. For-
eldrar eiga að fá að vita ef börn þeirra
drekka eða nota önnur vímuefni.
Við gagnrýnum platið í auglýsing-
unum þar sem tölvufígúrur eru fyr-
irmyndir en ekki alvörufólk og þar
sem gínur eru notaðar til að sýna hina
fullkomnu konu sem er grindhoruð
með stór brjóst. Við vitum að hlut-
föllin í Barbie eru kolrugluð og að
grindhoruð módel eru hvorki heil-
brigð né eðlileg. Það er plat sem því
miður alltof margir falla fyrir og
reyna að líkjast þessum gervimódel-
um. Okkur finnst rangt að gera litlar
stelpur að kynverum í konufötum og
að nota kynlíf til að ná athygli í aug-
lýsingum. Okkur finnst líka rangt að
hafa klámblöð þar sem börn sjá þau í
búðum. Í mörgum skólum er kyn-
fræðsla góð en hún verður að vera það
í öllum skólum. Til dæmis þarf
fræðslu um tilfinningalega þáttinn í
kynlífi og um ábyrgðina sem fylgir
kynlífi. Og svo geta foreldrar líka
bætt sig mikið í því að fræða börn sín.
Við gagnrýnum fordóma gegn
hommum og finnst orðið hommi vera
notað í niðrandi merkingu. En hins
vegar eru næstum ekki neinir for-
dómar í garð lesbía.“
Telja gagnrýni á
ungt fólk of mikla
Ályktun frá þátttakendum
á unglingaþingi
FJALLAÐ verður um starfsskyldur
stjórnenda í hlutafélögum á nám-
skeiði hjá Endurmenntun HÍ dag-
ana 24. og 26. sept. kl. 16-19. Nám-
skeiðið er ætlað lögfræðingum og
öðrum sem taka þátt í stjórnun fyr-
irtækja.
Fjallað verður um mögulega
ábyrgð stjórnenda gagnvart félag-
inu, hluthöfum, viðsemjendum og
opinberum aðilum fari eitthvað úr-
skeiðis í rekstri félagsins. Bæði verð-
ur fjallað um skaðabóta- og refsi-
ábyrgð. Kennari er Áslaug
Björgvinsdóttir, lektor við HÍ.
Frekari upplýsingar um þetta
námskeið eru á vefslóðinni
www.endurmenntun.is og þar er
jafnframt hægt að skrá sig á nám-
skeiðið.
Námskeið
um ábyrgð
stjórnenda í
hlutafélögum
MS-FÉLAG Íslands minnir á aðal-
fundinn í dag, laugardag 21. septem-
ber, kl. 11 árdegis í MS-heimilinu
Sléttuvegi 5, Reykjavík. Félags-
menn eru hvattir til að mæta.
Aðalfundur
MS-félagsins
VILHJÁLMUR Egilsson fyrsti
þingmaður Norðurlands vestra mun
sækjast eftir 1. – 2. sæti á framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins í nýju
norðvestur-kjördæmi fyrir næstu al-
þingiskosningar ef til prófkjörs kem-
ur. „Búist er við að prófkjör verði
notað til að raða á lista Sjálfstæð-
isflokksins, en tillaga um slíkt verður
lögð fram á kjördæmisþingi Sjálf-
stæðisflokksins á Ólafsvík um aðra
helgi. Ef til prófkjörs kemur mun
Vilhjálmur þá formlega tilkynna
framboð sitt á kjördæmisþinginu,“
segir m.a. í fréttatilkynningu.
Vilhjálmur
Egilsson stefnir
á 1.– 2. sætið
MÁNUDAGINN 23. september efn-
ir Háskóli Íslands til fundar til að
kynna opinberlega áætlun sína Upp-
bygging Háskóla Íslands – markmið
og aðgerðir 2002–2005.
Áætlunin felur í sér fjölmörg ný-
mæli og er þetta í fyrsta sinn sem
sett er saman í eina heild áætlun af
þessu tagi sem nær til allra helstu
þátta í starfi skólans.
Á fundinum mun Páll Skúlason
háskólarektor, ásamt háskólaráði og
deildarforsetum Háskólans, greina
frá helstu atriðum áætlunarinnar og
svara fyrirspurnum.
Lagður verður fram nýr kynning-
arbæklingur um efni fundarins.
Kynningin fer fram í hátíðarsal á
2. hæð í aðalbyggingu Háskóla Ís-
lands mánudaginn 23. september nk.
kl. 11:00.
Fundur um
framtíðar-
markmið
Háskóla Íslands SUNNUDAGINN 22. september
efnir Ferðafélag Íslands til göngu-
ferðar um Hafnardal bak við Hafn-
arfjall. Gangan hefst við félagsheim-
ilið Ölver, sem stendur rétt við
þjóðveginn vestan undir Hafnar-
fjalli. Þaðan verður gengið upp
Hafnardal og yfir í Grjóteyrardal og
göngunni lýkur við Grjóteyri, um 5
km norðan við Borgarfjarðarbrúna.
Þetta er áætluð um 5 tíma ganga,
fararstjóri verður Sigurður Krist-
jánsson. Brottför er frá BSÍ kl. 10:30
með viðkomu í Mörkinni 6. Verð kr
2600 kr. er fyrir félagsmenn og 2900
kr. fyrir aðra.
Gönguferð um
Hafnardal við
Hafnarfjall
FÉLAG ungra framsóknarmanna í
Kópavogi hefur sent frá sér ályktun
þar sem skorað er á þingflokk fram-
sóknarmanna að leggja fyrir Alþingi
nú í haust nauðsynlegar breytingar á
lögum sem dragi úr áhrifum svo-
nefndra jaðarskatta. „Framsóknar-
flokkurinn sótti fylgi til ungs fólks
við síðustu Alþingiskosningar meðal
annars vegna stefnu sinnar í skatta-
málum. Þótt nokkur árangur hafi
náðst meðal annars með því að tekn-
ar hafi verið upp ótekjutengdar
barnabætur, skorar fundurinn á
þingflokkinn að gera enn betur,“
segir í ályktuninni.
Ungir
framsóknarmenn
Áskorun um
að draga úr
jaðarsköttum
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft-
ir vitnum að ákeyrslu á mannlausa
bifreið á Grettisgötu við Barónsstíg
þann 7. september. Atvikið varð milli
klukkan 11 og 18.10. Ekið var á
framenda blárrar Toyotu Camry
með númerinu Ö-541. Tjónvaldur yf-
irgaf vettvang án þess að tilkynna
um tjónið til hlutaðeiganda eða lög-
reglu. Er hann eða aðrir, sem geta
gefið frekari upplýsingar, beðnir að
snúa sér til umferðardeildar lögregl-
unnar í Reykjavík.
Lýst eftir vitnum
SUNNUDAGINN 22. september
verður farin skógarganga í Borgar-
nesi. Þetta er haustganga í fræðslu-
samstarfi skógræktarfélaganna og
Búnaðarbanka Íslands. Skógræktar-
félag Borgarfjarðar hefur veg og
vanda af göngunni. Mæting er við
Skallagrímsgarð kl. 16.00.
Gangan er ókeypis og öllum opin.
Áhugamenn um útivist og skóg- og
trjárækt eru hvattir til þess að
mæta.
Skógarganga í
Borgarnesi
SAMFYLKINGIN í Hafnarfirði
heldur félagsfund nk. mánudag 23.
september kl. 20:00 í Alþýðuhúsinu.
Á fundinum fer fram kjör fulltrúa fé-
lagsins í kjördæmisráð Suðvestur-
kjördæmis fyrir aðalfund ráðsins
hinn 16. október.
Félagsstarfið á haustmánuðum
verður kynnt og önnur mál verða
rædd.
Félagsmenn eru hvattir til að
mæta á fundinn.
Samfylkingin í
Hafnarfirði
með félagsfund
HAFIN er sala á tveimur geisladisk-
um með hljómlist eftir Jóhann
Helgason. Flytjendur eru: Signý
Sæmundsdóttir, Bergþór Pálsson,
Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Egill
Ólafsson.
Jóhann Helgason hefur ætlað
Leikfélagi Snúðs og Snældu, leik-
félagi eldri borgara, allstóran hlut af
söluhagnaði geisladiskanna.
Geisladiskar til
styrktar Snúði
og Snældu