Morgunblaðið - 21.09.2002, Page 53

Morgunblaðið - 21.09.2002, Page 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 53 MENNTABÆRINN Oxford er sögusvið þessarar vönduðu kvik- myndar sem leikstýrt er af spænska leikstjóranum Gracia Querejeta. Myndin er byggð á skáldsögu eftir Javier Marías og má segja að hún beri þess nokkurt vitni að vera aðlögun á bókmennta- verki. Sú atburðarás sem á sér stað í framvindu sögunnar afhjúpar smám saman ákveðna baksögu og fortíð persónanna sem um ræðir. Ég gæti vel trúað því að bókin gefi ítarlegri upplýsingar um fortíð per- sónanna, en úrvinnsla kvikmyndar- innar gengur engu að síður vel upp. Systkinin Alfred og Jill eru nokk- urs konar miðpunktur sögunnar. Alfred er prófessor við háskólann en Jill starfar sem hjúkrunarkona á milli þess sem hún annast tíu ára gamla dóttur sína. Dag einn snýr maður að nafni Robert Rylands, sem einnig er prófessor við Oxford, aftur úr 10 ára sjálfskipaðri útlegð. Í ljós kemur að hann hefur snert líf systkinanna á ólíkan máta og við tekur tilfinningaþrungið uppgjör. Nánd, tilfinningar og vitsmunir eru umfjöllunarefni í þessari sögu, þar sem persónurnar eru dregnar sterkum dráttum, svo sterkum að þær fylgja manni heim að kvik- myndinni lokinni. Leikstjóri: Gracia Querejeta. Aðal- hlutverk: Ben Cross, Cathy Underwood, William Franklyn, Kenneth Colley. 102 mín. Spánn, Bretland, 1996. SÍÐASTA FERÐ ROBERTS RYLANDS (ÚLTIMO VIAJE DE ROBERT RYLANDS)  BRÓÐIR hans Pau hét Alex, en hann er dáinn. Þar sem Pau hefur lít- ið frétt af Alexi undanfarin ár, held- ur hann ásamt móður sinni upp í Pýreneafjöllin þar sem Alex hafði unnið við vegagerð, til að komast að hvaða lífi hann lifði. Þar hitta þau fyrir vini hans og kærustu. Og þetta er eiginlega öll sagan. Myndin fjallar um sorg, viðbrögð fólks við sorg, fólk í leit að nýju lífi og fólk sem hefur nýtt líf í kjölfar dauða annarrar manneskju. Og sögufléttan er í lágmarki. Svo miklu að maður veit eiginlega ekki hvernig myndin endar og hvað verður um þetta fólk sem er farið að taka þátt í lífi hvert annars. Frjálslegri og opnari gerist vart kvikmyndagerð en í mynd sem þess- ari, sem mætti flokka sem tilrauna- mynd. Leikurum eru greinilega gefnar frjálsar hendur í leik sínum sem er yfirleitt mjög góður. Mörgum atriðum er leyft að lifa of lengi, og myndin er mjög langdregin og full- viðburðalítil á köflum. Og þrátt fyrir fínan leik þá veit maður lítið hvað persónurnar eru að hugsa, og hefur lítil tækifæri á að fá samúð með þeim. En um leið og mað- ur er þannig lokaður úti, tekst samt að ná til manns agnarögn á einhvern dularfullan máta. Kannski af því að við erum fólk að horfa á annað fólk? Kannski þarf ekki meira til. Leikstjórn: Marc Recha. Handrit: Marc Recha og Joaquín Jordá. Aðalhlutverk: David Selvas, Nathalie Boutefeu, Mar- ieta Orozco, Luis Hostalot og Alicia Orozco. Spánn/Frakkl. 112 mín. 2001. PAU OG BRÓÐIR HANS (PAU I EL SEU GERMÀ) Hildur Loftsdóttir HÚN byrjar ósköp sakleysislega þessi spænska gamanmynd, sem leidd er skörulega áfram af Carmen Maura, sem leikur hér blanka fast- eignasölukonu í bleikri dragt. Sögu- sviðið er þó klástrófóbískt, eitt gam- alt fjölbýlishús, með járnsleginni lyftu. Og smám saman tekur að þrengja að aðalpersónu okkar, eftir því sem hinir vökulu nágrannar verða furðulegri og ekki síst eftir að lottóvinningshafi finnst látinn á efri hæðum hússins. Þetta er svört kó- medía í anda Delicatessen, þar sem kannað er hversu lágt manneskjan getur lagst til að tryggja sína eigin hagsmuni. Húmorinn er í fyrstu bara léttgrár, en tekur smám saman að dökkna þar til hann verður kolsvart- ur. Söguþráðurinn byrjar sömuleiðis á fremur lógískum nótum en verður sífellt manískari eftir því sem á líður, allt þar til menn eru farnir að sprikla í Matrix-stökkum á húsþökum. Hressandi og biksvört gamanmynd. Leikstjóri: Álex dela Iglesia. Aðal- hlutverk: Carmen Maura, Emilio Gutiér- rez Caba, Terele Paves. 110 mín. Spánn, 2001. HÚSFÉLAGIÐ (LA COMMUNIDAD)  Heiða Jóhannsdóttir ÞEGAR Otto er bara átta ára út- skýrir faðir hans fyrir honum að allt fari í hring. Að allt í lífinu eigi sér hringlaga tímabil, og þegar þau enda, sé það upphafið að einhverju nýju. En Otto er ekki sammála, hann trúir því ekki að ástin geti endað. Og þannig skapar hann sér sín eigin örlög. Örlögin eru mjög sterkur þráður í þessari mynd, að manni sé ætlað að deila lífinu með eða elska eina mann- eskju. Og hjá Ottó er það Ana. Strax sem lítill strákur verður hann ást- fanginn af henni, og fer samband þeirra í gegnum þrjú tímabil, eða þrjá hringi, hvern öðrum ólíkari. Fyrst sem börn, síðan unglingar og aftur á fullorðinsárum. Fyrst kynnast þau og reyna að nálgast hvort annað (á ólík- um forsendum þó), síðan eru þau saman, en síðan eru þau að reyna að ná aftur hvort til annars. Frásagnarmátinn er skemmtileg- ur, þar sem talað er til skiptis frá brjósti Önu og Ottós, þar sem þau eru sögumenn. Á þann hátt kynnist mað- ur mjög fljótt aðalpersónunum, löng- unum þeirra og því sem knýr þau áfram. Síðan leggjum við af stað með þeim á vit örlaganna í þessu kringl- ótta og óvænta lífi og tökum þátt í því af öllu hjarta. Það er helst að seinni helmingurinn sé aðeins of langdreginn og síðan að endirinn sé kannski ekki alveg eins og við búumst við eða erum vön úr róm- antískum myndum. En þessi mynd er engin klisja, heldur fín ljóðræn ást- armynd á heimspekilegum grunni, ekki gerð til að þóknast neinum en gerir það samt. Leikstjórn og handrit: Julio Medem. Aðal- hlutverk: Najwa Nimri, Fele Martínez, Nancho Novo og Maru Valdivielso. Spænsk 112 mín. 1998. ELSKHUGAR VIÐ HEIMSKAUTSBAUG (LOS AMANTES DEL CÍRCULO POLAR) Hildur Loftsdóttir Heiða Jóhannsdóttir FRUMRAUN er ekki rétta orðið yfir þetta fyrsta verk leikstjórans Alejandro Amenábar. Í Lokaverk- efninu, sem Amenábar gerði þegar hann var að ljúka námi í kvikmynda- skóla, sýnir hann meiri færni og skapar sögu sinni áhugaverðari skír- skotanir en flestir kollegar hans geta látið sig dreyma um á heilli starfs- ævi. Sögusviðið er einfalt, þar kynn- umst við ungri konu sem er að vinna ritgerð um sjónrænt ofbeldi í mynd- miðlum við kvikmynda- og fjöl- miðlaháskóla. Hún fer að skoða „snöff“-myndir, þ.e. myndir sem sýna raunverulegt ofbeldi, og kemst að því að verið er að búa til slíkar myndir innan veggja háskólans. Í at- burðarásinni sem eftir fylgir hrein- lega leikur Amenábar sér að því að skapa hrollvekjandi senur, og spennufléttu sem virkar frá upphafi til enda. En umfjöllunarefni ritgerð- arinnar, þ.e. nákvæm sviðsetning of- beldis í kvikmyndum og sjónvarpi, er síðan skoðað frá mörgum hliðum og er áhorfandinn dreginn inn í spurn- inguna um hver skapi ofbeldið, sá sem framleiðir kvikmyndaefnið eða hinn forvitni áhorfandi sem biður um það. Er Amenábar að svala gægju- þörf okkar á meðan við þykjumst fordæma ofbeldið á skjánum? Hið tvöfalda lag myndavélarlinsunnar verður flott stílbragð í meðförum leikstjórans í þessari mynd. Leikar- ar eru sterkir og hér kemur m.a. fram leikarinn Eduardo Noriega sem átti eftir að leika aðalhlutverkið í hinni frábæru mynd Amenábar Abre los ojos (Opnaðu augun). Vökult auga mynda- vélarinnar SPÆNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ Regnboginn Leikstjóri: Alejandro Amenábar. Aðal- hlutverk: Ana Torrent, Eduardo Noriega, Fele Martínez. 125 mín. Spánn, 1996. LOKAVERKEFNIÐ (TESIS) ½ Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.