Morgunblaðið - 27.09.2002, Page 1

Morgunblaðið - 27.09.2002, Page 1
226. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 27. SEPTEMBER 2002 VLADÍMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, sagðist í gær ekki telja að þörf væri á nýrri ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um vopna- eftirlit í Írak. „Við erum fylgjandi því að málið verði leyst hið snarasta með diplómatískum leiðum á grundvelli fyrirliggjandi ályktana öryggisráðs SÞ og í samræmi við alþjóðalög,“ sagði Pútín í Moskvu, er hann ávarp- aði nýja, rússneska sendiherra. Bandaríkjamenn og Bretar leggja áherslu á að ný ályktun verði sam- þykkt þar sem lögð verði fram skil- yrði sem Saddam Hussein Íraksfor- seti verði að uppfylla, m.a. að hleypa vopnaeftirlitsmönnum SÞ inn í landið en sæta árás ella. Rússar hafa fasta- fulltrúa í öryggisráðinu og geta beitt neitunarvaldi þar. Embættismaður í bandaríska varn- armálaráðuneytinu sagði í gær, að Bandaríkjamenn og Bretar væru komnir vel á veg með uppkast að strangri, nýrri ályktun og myndu inn- an skamms leggja fastmótað orðalag hennar fyrir hin ríkin þrjú sem eiga fastafulltrúa í ráðinu, en auk Banda- ríkjanna, Bretlands og Rússlands eru það Kína og Frakkland. Embættismaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, tjáði fréttastofu AFP að Marc Grossman, aðstoðar- utanríkisráðherra Bandaríkjanna, myndi taka sér ferð á hendur til höf- uðborga fastafulltrúaríkjanna til að ræða orðalag ályktunarinnar. Banda- ríkjamenn vilja að í ályktuninni verði afdráttarlaust kveðið á um, að fari Saddam ekki að fyrirliggjandi álykt- unum öryggisráðsins heimili ráðið árás á Írak. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að hann teldi að Rússar myndu áfram gegna „upp- byggilegu“ hlutverki í alþjóðlegum tilraunum til að fá Íraka til að eyða gereyðingarvopnum sínum. Reyndi Straw að draga úr vægi orða Pútíns um að Rússar teldu ekki þörf á nýrri ályktun öryggisráðsins. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði á frétta- mannafundi í gær, að Bandaríkja- menn hefðu fyrir því afdráttarlausar sannanir að tengsl á milli háttsettra manna í al-Qaeda, hryðjuverkasam- tökum Osama bin Ladens, og hátt- settra manna í ríkisstjórn Íraks hefðu verið að styrkjast síðan 1998. Vitað væri að liðsmenn í al-Qaeda hefðu dvalið í Írak. George W. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann væri nærri því að komast að samkomulagi við þingið um „einróma“ andstöðu við Saddam. „Demókratar og repúblikanar neita að búa við ótta,“ sagði forsetinn í Rósagarðinum við Hvíta húsið í gær, þar sem hann var ásamt þingmönnum beggja flokka er styðja áætlanir hans um að steypa Saddam af stóli með hervaldi ef nauðsyn krefur. London, Washington. AFP, AP.  Rice segir/20  Heimta að/22 Pútín kveðst ekki telja þörf á nýrri ályktun SÞ Tengsl sögð á milli Íraka og hátt- settra liðsmanna al-Qaeda HJÓLREIÐAMAÐUR í New Or- leans á suðurströnd Bandaríkj- anna lét ekki flóð aftra för sinni í gærmorgun, er hitabeltisstorm- urinn Ísidór kom þar upp á land. Vindhraðinn fór mest í 29 metra á sekúndu, sem er rétt tæplega fellibylsstyrkur, en engar fregnir höfðu í gærkvöldi borist af mann- tjóni af völdum veðursins. Raf- magn fór af víða í Mississippi og Louisiana. Ísidór gat af sér nokkra skýstrokka sem ollu tölu- verðum skemmdum á mann- virkjum á Flórídaskaga. Ísidór lætur til sín taka AP ÞRÍR ræningjar hófu skothríð í banka í Nebraskaríki í Banda- ríkjunum í gærmorgun, myrtu fjóra starfsmenn bankans og einn viðskiptavin, að því er lög- regluyfirvöld greindu frá. Önn- ur kona varð fyrir skoti. Mikið úrhelli torveldaði leitina að ræn- ingjunum þremur sem hlupu út úr bankanum og sáust hverfa á braut í hvítri Subaru-bifreið. Um þrem tímum síðar voru þrír menn handteknir á stolnum pallbíl um 120 km frá Norfolk, en ekki var ljóst hvort um morð- ingjana væri að ræða. Skólum í bænum var lokað á meðan leitin stóð, og bönkum í nágranna- byggðum var einnig lokað. Lög- regla vildi ekkert segja um hvort mennirnir hefðu haft ein- hverja peninga á brott með sér. Bankarán í Bandaríkjunum Fimm myrtir Norfolk í Nebraska. AP. TIL mikilla átaka kom í gær milli rússneskra hermanna og tsjetsj- neskra skæruliða í Íngúshetíu, ná- grannaríki Tsjetsjníu. Beittu Rússar stórskotaliði og flugvélum gegn skæruliðunum, sem tókst að skjóta niður rússneska þyrlu. Þyrlan, með tveimur mönnum inn- anborðs, hrapaði til jarðar í bænum Galashki en Rússar sögðu í gær, að þeir hefðu misst 10 menn og 15 hefðu særst. Um 80 skæruliðar af um 150 manna hópi hefðu verið felldir og hinir væru innikróaðir. Talsmaður rússneska hersins sagði, að innan um fallna skæruliða hefðu þeir fundið lík bresks sjón- varpsfréttamanns, Roderick John Scotts. Var hann lausamaður hjá bresku sjónvarpsstöðinni Frontline Television News og hafði fengið vegabréfsáritun til Georgíu. Rann hún út 15. þessa mánaðar. Frá bækistöðvum í Pankisi-skarði Rússar segja, að meðal skærulið- anna, sem voru felldir, hafi verið arabar, Tyrki og Georgíumaður. Hafi þeir allir komið frá Pankisi- skarði í Georgíu og ætlað til Tsjetsj- níu um Íngúshetíu. Eru átökin í gær þau fyrstu þar í landi frá upphafi Tsjetsjníustríðsins. Að sögn Rússa nota skæruliðarnir Pankisi-skarðið í Georgíu sem bæki- stöð fyrir árásir inn í Tsjetsjníu og hafa þeir hótað að ráðast á þá þar. Segja þeir, að tilraunir Georgíu- manna til að bægja þeim burt hafi engan árangur borið en Georgíu- menn neita því og segja, að skæru- liðarnir séu á förum. Talið er, að tsjetsjnesku skæru- liðarnir séu ekki lengur færir um meiriháttar árásir á Rússa og leggi því mesta áherslu á það nú að skjóta niður rússneskar þyrlur. Bardagar geisa í Íng- úshetíu í fyrsta sinn Hörð átök milli Rússa og tsjetsj- neskra skæruliða Galashki. AFP. TVEIR herskáir múslimar féllu í gær er Ísraelar gerðu eldflaugaárás í Gazaborg, en alls létust sjö Palest- ínumenn í átökum á Gaza og Vest- urbakkanum í gær. Umsátur Ísraela um höfuðstöðvar Yassers Arafats Palestínuleiðtoga hefur nú staðið í á aðra viku. Mennirnir sem felldir voru í Gaza- borg voru meðlimir í Hamas-sam- tökum múslima og voru á ferð í bif- reið er eldflaug var skotið á þá. Mun skotmark Ísraela hafa verið leiðtogi vopnaðs arms Hamas, Mohammed Deif, en samtökin báru til baka til- kynningu Ísraela um að Deif, sem sloppið hefur lifandi úr nokkrum til- ræðum, hefði fallið. Hamas hótaði þegar í stað hefnd- um. „Við munum gera árás á Tel Aviv. Við munum gera árásir hvar- vetna,“ sagði Abdel Aziz Rantisi, leiðtogi í samtökunum. Að minnsta kosti 25 manns særð- ust í eldflaugaárásinni, þ. á m. um tíu börn, en hún var gerð skammt frá barnaspítala og einnig eru nokkrir skólar í grenndinni. Lést af völdum táragass Fyrr í gær lést í Hebron 14 mán- aða palestínsk stúlka af völdum tára- gass, er til óeirða kom milli palest- ínskra íbúa borgarinnar og ísraelskra hermanna sem voru að reyna að framfylgja útgöngubanni í palestínskum hverfum. Í gærkvöldi særðust fjórir Ísrael- ar, þ. á m. eitt barn alvarlega, er skotið var á bifreið þeirra á sunn- anverðum Vesturbakkanum, að því er ísraelskir landnemar greindu frá. Fregnir bárust í gær af veikindum meðal þeirra 250 vopnuðu manna sem gæta Arafats á skrifstofu hans í Ramallah. Hafa mennirnir heitið því að berjast til síðasta manns reyni Ísraelar að ráðast inn í bygginguna. Ísraelar segjast ekki munu létta um- sátrinu fyrr en Arafat samþykki að afhenda eftirlýsta menn sem halda til á skrifstofunni með honum. Sjö falla á Gaza og Vestur- bakkanum Gazaborg. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.