Morgunblaðið - 27.09.2002, Síða 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Áskell Jónssonfæddist á Mýri í
Bárðardal 5. apríl
1911. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Seli á Akureyri 20.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru: Jón Karlsson
bóndi á Mýri í Bárð-
ardal, f. 25. júní
1877, d. 13. apríl
1932, og Aðalbjörg
Jónsdóttir, f. 7. ágúst
1882, d. 13. október
1943. Systkini hans
voru: Karl Jónsson,
bóndi á Mýri í Bárðardal, Hulda
Jónsdóttir, húsfreyja á Hlíðskóg-
um í Bárðardal, Pálína Jónsdóttir,
húsfreyja á Bólstað í Bárðardal,
Þórólfur Jónsson, bóndi í Stóru-
tungu í Bárðardal, Jón Jónsson
bóndi í Fremstafelli í Kinn, Páll H.
Jónsson, lengst af kennari á Laug-
um í Reykjadal, Baldur Jónsson,
bóndi á Grýtubakka í Höfðahverfi
og Kristjana Jónsdóttir húsmóðir
á Akureyri. Kristjana er ein eft-
irlifandi systkinanna frá Mýri.
Hinn 11. júní 1944 kvæntist Ás-
kell eftirlifandi konu sinni Sigur-
björgu Hlöðversdóttur frá Djúpa-
vogi, f. 8. apríl 1922. Foreldrar
hennar voru þau Hlöðver Lúðvíks-
son, f. 22. nóvember 1894, d. 10.
september 1971, og Rósa Eiríks-
dóttir, f. 15. október 1891, d. 10.
febrúar 1976, og áttu þau heima á
Sunnuhvoli á Djúpavogi. Börn Ás-
kels og Sigurbjargar eru: 1) Jón
Hlöðver Áskelsson, f. 4. júní 1945,
tónlistarmaður á Akureyri, kvænt-
ur Sæbjörgu Jónsdóttur ritara, f.
1. maí 1949. Börn þeirra eru: Sig-
urbjörg Hlöðversdóttir sjúkraliði,
f. 14. júlí 1969, gift Má Guðmunds-
syni garðyrkjumanni og húsasmið,
f. 11. febrúar 1968. Börn: Sæbjörg
Lára, f. 16. apríl 1991, Sædís Lind,
f. 20. janúar 1996, og Viktor Már, f.
31. júlí 1998. Hrund Hlöðversdótt-
ir kennari, f. 9. janúar 1972. Mað-
ur: Sigmar Ingólfsson framreiðslu-
maður, f. 22. september 1971 og er
dóttir þeirra Erna Sól, f. 3. október
1998. Heimir Freyr Hlöðversson
kvikmyndagerðarnemi, f. 10. októ-
ber 1976. Kona: Íris Auður Jóns-
dóttir, f. 28. janúar 1981. 2) Freyr
Áskelsson, f. 20. september 1946,
rafvirki á Akureyri, kona Frið-
björg Hallgrímsdóttir sundlaugar-
vörður, f. 25. febrúar 1956. Dóttir:
Ása Björg Freysdóttir nemi, f. 22.
f. 7. maí 2001. Áskell Harðarson, f.
24. maí 1990. 6) Gunnhildur Ás-
kelsdóttir, f. 5 september 1955,
leikskólaleiðbeinandi, búsett í
Ósló, gift Knut Jarbo, stjórnmála-
fræðingi í Ósló, f. 10. apríl 1952.
Börn þeirra eru: Einar Ingi Jarbo
nemi, f. 9. júní 1985. Ingunn Jarbo,
f. 28. ágúst 1992. Frá fyrra hjóna-
bandi átti Gunnhildur Gísla Frey
Gunnhildarson Grimstad við-
skiptafræðinema, f. 15. janúar
1978. 7) Lúðvík Áskelsson, f. 21
febrúar 1961, blikksmiður á Akur-
eyri, fráskilinn. Synir hans eru:
Arnar Ari Lúðvíksson f. 14. júlí
1981. Lúðvík Leó Lúðvíksson nemi
í framreiðslu í Reykjavík, f. 10.
febrúar 1983.
Áskell stundaði nám við Héraðs-
skólann á Laugum S-Þing. 1931
1932, og tónlistarnám við Tónlist-
arskólann í Reykjavík 1940–1942.
Hann starfaði sem söngkennari
við Héraðsskólann á Reykjum við
Hrútafjörð 1934–1939, Héraðs-
skólann Laugum 1939–1940, Sam-
vinnuskólann í Reykjavík 1940–
1942 og Gagnfræðaskólann á Ak-
ureyri 1943–1975.
Hann var stjórnandi Karlakórs
Akureyrar 1943–1966, aðstoðar-
stjórnandi Kantötukórs Akureyr-
ar 1951 og stjórnaði þeim kór er
hann hlaut silfurverðlaun á sam-
norrænu kóramóti í Stokkhólmi
sama ár. Auk þess stjórnaði hann
Lúðrasveit Akureyrar umn stutt
skeið og kom fram sem píanóleik-
ari með söngvurum við ýmis tæki-
færi. Hann var organisti Lög-
mannshlíðarsóknar 1945–1987.
Áskell samdi fjölda söng- og kór-
verka og hafa mörg laga hans not-
ið vinsælda. Heftið, Við syngjum,
með sönglögum f. samkór, einsöng
og tvísöng, 19 lög, var gefið út af
Kirkjukór Lögmannshlíðarsóknar
árið 1988.
Áskell var formaður Kirkju-
kórasambands Eyjafjarðar frá
1950 um árabil. Söngbók skólanna,
kennslubók í tónfræði og nótna-
lestri fyrir unglingaskóla, sem
samin var og gefin út af Áskeli og
bróður hans Páli H. Jónssyni árið
1954 var ljós vitnisburður um
skilning þeirra bræðra á að bæta
tónlistarfræðslu unga fólksins,
sem skilaði góðum árangri.
Áskell var heiðraður með hinni
íslensku fálkaorðu árið 1983 og
gerður heiðursfélagi Karlakórs
Akureyrar 1970 og Félags ís-
lenskra orgelleikara árið 1992. Ár-
ið 1991 hlaut hann heiðursviður-
kenningu fyrir tónlistarstörf í
þágu Akureyrarbæjar.
Útför Áskels verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
maí 1978. Dóttir Frið-
bjargar og stjúpdóttir
Freys: Elva Sturlu-
dóttir nemi, f. 16. júlí
1973. Maður hennar
er Stefán Þórðarson
háskólanemi, f. 7. júlí
1973 og er dóttir
þeirra: Sóldögg, f. 11.
desember 1994. 3)
Rósa Áskelsdóttir, f.
22 júlí 1948, meina-
tæknir, búsett í Ósló.
Eiginmaður hennar er
Högne Steinbakk hag-
fræðingur í Ósló, f. 3.
febrúar 1948. Börn
þeirra eru: Gunnhildur Högna-
dóttir Steinbakk stærðfræðingur,
f. 19. febrúar 1975 og er maður
hennar Ola Brattås kvikmynda-
gerðarmaður í Ósló, f. 22. janúar
1973. Markús Högnason Steinbakk
viðskiptafræðinemi, f. 27. septem-
ber 1977. Kona: Monica Hausen f.
17. mars 1977. Andreas Högnason
Steinbakk háskólanemi, f. 25.
mars 1983. 4) Aðalbjörg Áskels-
dóttir, f. 20 nóvember 1950, leik-
skólakennari á Akureyri, gift Gísla
Má Ólafssyni bókhaldara á Akur-
eyri, f. 18. júní 1946. Synir þeirra
eru: Áskell Þór Gíslason verslun-
armaður, f. 27. febrúar 1971.
Kona: Kristjana Ösp Birgisdóttir,
f. 13. mars 1973. Dóttir þeirra er
Hilma Ösp, f. 11. febrúar 2000.
Geir Gíslason viðskiptafræðingur,
f. 19. september 1972. Kona Inga
Lilja Ólafsdóttir kennari, f. 24.
febrúar 1973. Börn þeirra eru:
Ýmir Már, f. 11. nóvember 1997,
og Lilja Björg, f. 13. ágúst 2002.
Ingvar Már Gíslason viðskipta-
fræðingur á Akureyri, f. 24. nóv-
ember 1976. Kona: Hilda Jana
Gísladóttir fréttamaður, f. 17.
ágúst 1976. Hennar dóttir og fóst-
urdóttir Ingvars Más er Hrafnhild-
ur Lára Hrafnsdóttir, f. 9. janúar
1997. Gísli Björgvin Gíslason, f. 24.
júní 1990. 5) Hörður Áskelsson, f.
22 nóvember 1953, organisti og
kórstjóri í Reykjavík, kvæntur
Ingu Rós Ingólfsdóttur sellóleik-
ara, f. 17. mars 1953. Börn þeirra
eru: Guðrún Hrund Harðardóttir
víóluleikari, f. 7. september 1974.
Maður: Gunnar Andreas Kristins-
son tónlistarnemi, f. 30. des. 1976.
Inga Harðardóttir guðfræðinemi,
f. 17. febrúar 1979. Maður: Guð-
mundur Vignir Karlsson guðfræð-
ingur, f. 10. nóvember 1978. Dóttir
þeirra er: Björt Inga Vignisdóttir,
„Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég
segi aftur; verið glaðir. Ljúflyndi yð-
ar verði kunnugt öllum mönnum.“
Fil.4. 4–5.
Einn mesti ljúflingur, sem ég hef
kynnst á lífsleiðinni og sú mann-
eskja, sem mér hefur þótt hvað
vænst um var tengdafaðir minn, Ás-
kell Jónsson söngstjóri, sem kvadd-
ur er í dag. Texti Filippíbréfsins hér
að ofan finnst mér eiga vel við um
persónu hans. Sem ung stúlka kom
ég inn í fjölskyldu þeirra Sigurbjarg-
ar og reyndist hann mér frá upphafi
sem besti faðir.
Tónlistin var sá þráður, sem
tengdi okkur hvað sterkustum bönd-
um og einnig það, að sonurinn Hörð-
ur, eiginmaður minn, skyldi velja
sama ævistarf, að stýra söng og leika
á orgel við kirkju. Það er ómetanlegt
að hafa fengið að upplifa Áskel í fullu
fjöri í sínu starfi og minnist ég m.a.
ógleymanlegrar guðsþjónustu á ný-
ársdag í Lögmannshlíðarkirkju, með
hrífandi fallega mótuðum kórsöng
með kirkjukórnum hans, og einnig
glæsilegra tónleika í Akureyrar-
kirkju í tilefni af 70 ára afmæli hans,
þar sem ég lék í hljómsveit undir
hans stjórn. Áskell hafði einstaka
hæfileika til að hrífa fólk með í söng
og smitaði hann alla með sterkri út-
geislun á sinn glaða og ljúfa hátt.
Heimilið ómaði af tónlist meðan
kraftar hans leyfðu og minningarnar
um samleik með Áskeli í stofunni í
Þingvallastræti og við orgelið á Mýri
og Bólstað eru dýrmætar. Áskell var
gæddur mikilli kímnigáfu og leitað-
ist við að sjá björtu hliðarnar í lífinu.
Honum fannst skemmtilegt að
krydda tilveruna með óvæntum
uppákomum, t.d. þegar hann, án
þess að gera boð á undan sér, stóð á
tröppunum hjá okkur í Reykjavík,
kominn til að upplifa með okkur tón-
leika eða annað, sem skipti okkur
máli og hann langaði til að fylgjast
með í eigin persónu. Þessi leikur
hans gerði fjarlægðina milli okkar að
engu og var okkur mikils virði. Hann
var dásamlegur afi, sem lagði ríka
áherslu á að barnabörnin fengju til-
sögn í tónlist og lærðu að lesa nótur,
því hversu snautt væri lífið ekki án
tónlistar!
Tengdamóðir mín, Sigurbjörg,
stóð að baki Áskeli í erilsömu og gef-
andi ævistarfi, glöð, gestrisin og
ósérhlífin studdi hún hann til hinstu
stundar. Nú hefur lokahljómurinn í
lífssinfóníu Áskels hljóðnað. Söngur
hans mun þó áfram óma í hjörtum
okkar. Eftir lifir minning um ein-
stakan ljúfling og mikinn höfðingja.
Guð blessi minningu hans og alla
sem honum unnu.
Inga Rós Ingólfsdóttir.
Það var komið haust í lífi afa.
Hann hafði átt gott og langt sumar
og við vissum að það var farið að
hausta. Á fögrum haustdegi kom svo
að því að elskulegur afi okkar
kvaddi. Við erum svo þakklát fyrir
að hafa átt hann að og hversu stóran
þátt hann á í okkur. Það verður aldr-
ei frá okkur tekið. Við geymum alla
tíð góðar minningarnar um afann
okkar sem gerði svo margt skemmti-
legt með okkur, tíndi ber, setti niður
kartöflur, byggði snjóhús, bjó til
buslupolla úti í garði og var alltaf til í
að gefa okkur tíma, í leik, söng eða
spjall.
Stærsta gjöfin sem þú gafst okkur
var tónlistin. Hún var svo stór hluti
af þér, afi, og fjölskyldunni allri.
Sem lítil börn sungum við með þér
öll skemmtilegu barnalögin, sem
unglingar héldum við áfram að
syngja við undirleik þinn gömlu
dægurlögin, Tondelejo, Litli vin,
Gunna var í sinni sveit og svo mörg
fleiri. Á síðari árum eigum við ótelj-
andi minningar um stundir með þér
við píanóið. Síðustu árin komu lang-
afabörnin í afa- og ömmuhús til að
syngja sömu lögin og við sungum
sem börn.
Við óskum þess að þessa gjöf fær-
um við börnum okkar og barnabörn-
um, að söngur og tónlist verði líka
stór hluti af þeirra lífi.
Nú hafa haustlaufin þín verið að
falla eitt og eitt, elsku afi, þar til síð-
asta laufið féll hinn 20. september
síðastliðinn.
Þýtur í efstu eggjum
ókunnra vinda raust,
vekur hún beyg í brjósti,
boðar mér dapurt haust.
Frost varð í nótt á fjöllum
fölnaði gnípan traust.
Hélugrár feigðarfölvi
fellur á kinn um haust.
Burt er nú ilmur og angan,
andkulið sólskinslaust,
dagur að kvöldi kominn,
kaldur vindur um haust.
Hljóðnar í djúpum dölum,
dregið er skip í naust.
Sumarsins fegurstu fjaðrir
fellir svanur um haust.
(Sverrir Pálsson.)
Elsku amma. Megi góður Guð
styrkja þig í sorg þinni og okkur öll
sem horfum á eftir afa hverfa í annan
heim.
Bráðum færast árin yfir mig.
Einhvern tíma skil ég senn við þig.
Mundu þá að rata réttan veg,
reyndu’ að verða betri’ og meiri’ en ég.
– – –
Ég bið fyrir þér, litli vin,
að blessist þér allt, litli vin.
þegar ég fer þér frá,
þegar annar þig á,
viltu minnast mín þá,
litli vin.
(Erlent ljóð.)
Sigurbjörg, Hrund
og Heimir Freyr.
Elsku afi minn, það var þér líkt að
velja fallegan haustdag til að fara,
einnig var þetta einn af þínum mestu
hamingjudögum þar sem hann pabbi
minn fæddist þennan dag. Í hjarta
mínu veit ég að þér líður betur núna.
Þegar ég var lítil var ég svo mikil
mömmu- og pabbastelpa að ef þau
fóru eitthvað var vonlaust fyrir þau
að skilja mig eftir nema hjá ykkur
ömmu. Þar var ég svo örugg og hvað
var betra en að kúra á milli ykkar?
Þið kennduð mér mínar fyrstu bænir
sem voru Faðir vorið og Vertu Guð
faðir. Ef við vorum fleiri krakkarnir
gekkstu úr rúmi fyrir okkur, komst
svo skríðandi og þóttist vera lítill
hvolpur sem vildi komast í bólið sitt.
En amma rak hvolpinn jafnóðum til
baka. Allt gert til að skemmta litlum
næturgestum. Það var alltaf eins og
hátíð þegar maður kom í heimsókn,
afi settist ævinlega við píanóið og
maður söng hástöfum. Það varst ein-
mitt þú sem fórst með mig fyrst í
sunnudagaskólann og tónlistarskól-
ann.
Allt sem þú gerðir var gert af mik-
illi vandvirkni hvort sem það var tón-
listin eða kartöfluræktin. Þú vildir
öllum svo vel. Svo dæmi sé tekið átt-
irðu alltaf sömu tegundina af bíl og
einn daginn ákvaðstu að skipta og
varst að hugsa um að fá þér aðra teg-
und en þegar þú komst heim komstu
á nýjum bíl en það var sama tegund
og hinir og ég spurði af hverju og þú
sagðir að þér þætti eins og þú værir
að svíkja bílasöluna ef þú fengir þér
aðra tegund.
Það er eitt lag sem ég er alltaf að
hugsa um sem þú kenndir mér, en
kem ekki fyrir mig, sem við sungum
saman, eitthvað komu bláir gim-
steinar þar við sögu, ekki veit ég af
hverju ég hugsa um þetta lag því þau
voru nokkuð mörg sem þú kenndir
mér, en eitthvað í minningunni er
sérstakt við þetta lag.
Nú kalla ég fram minningarnar
um þig, þær koma hver af annarri.
Þú varst mikill hamingjumaður, afi,
áttir þá bestu konu sem hægt er að
hugsa sér og sjö indæl börn. Fallegt
heimili sem var alltaf ilmandi af
hreinlæti. En árin liðu og heilsu
þinni fór hrakandi. Myrkrið settist
að í augum þínum, þér fannst þú
stöðugt vera á ferðalagi, þráðir að
komast heim og hvíla þig. Stundum
varstu hræddur um að þú ættir eitt-
hvað ógreitt einhvers staðar, vildir
engum skulda neitt. Þó að ævikvöld-
ið hafi verið þér erfitt, naustu sér-
stakrar umönnunar og ástar ömmu
minnar og barna þinna. Þú ert hetja,
amma mín. Ég kveð þig núna, afi
minn, minningarnar um þig eru eins
og bláu gimsteinarnir og ég raða
þeim upp á festi.
Guð geymi þig.
Þín afastelpa,
Ása Björg.
Afi Áskell, við kveðjum þig með
miklum söknuði í hjarta en um leið
með gleði, vitandi að þú hafir loks
fengið þá hvíld og ró sem þú áttir
skilið. Eins og einn okkar sagði:
„Einum skemmtilegum manni færra
í þessum heimi.“ Í huga okkar litlu
guttanna úr Espilundinum varstu
höfuð ættarinnar og við gengum
hróðugir um göturnar og sögðum
stoltir frá afrekum afa úr Þingó.
Ólíkt þér þykjum við vita laglaus-
ir, getum varla sungið né leikið á
hljóðfæri nema rangir hljómar fljóti
með. Aldrei nokkurn tímann gafstu
þó upp við að kenna okkur að spila á
orgelið í Þingó með þeim árangri að
allir kunnum við að spila Gamla Nóa
eða syngja lítinn lagstúf. Á seinni ár-
um þegar þú áttaðir þig á að áhugi
okkar lá á öðrum sviðum tókstu til
við að uppfræða okkur um leyndar-
dóma bókfærslunnar og leyfðir okk-
ur að kíkja á debet- og kredit-færsl-
urnar þínar frá Reykjum. Það fannst
okkur tölvualdarmönnunum sniðugt,
handskrifað bókhald!
Ekkert var þó notalegra en að
koma til þín og ömmu í Þingó uppúr
hádegi á laugardegi og finna ilminn
af stútfullum potti af hrísgrjóna-
graut. Þar voru fjölskylduböndin
treyst enn frekar og oft rætt um
heima og geima. Þótt unga kynslóðin
væri oftar en ekki á hraðferð var allt-
af tími til eiga eilítið spjall og jafnvel
syngja saman þótt tilefnið væri ekki
neitt.
Við minnumst allra gistináttanna
hjá þér og ömmu, ekki síst uppbúna
rúmsins í hrútakofanum. Samt
fannst okkur mun betra að kúra bara
á milli ykkar og ekki leiddist okkur
er þú sýndir okkur skökku tærnar
þínar sem uxu saman líkt og trjáræt-
ur og mikið þótti okkur fáránlegt
þegar læknirinn fyrirskipaði að ein-
hverjar þeirra yrðu að víkja. Við
gripum í spil við og við, spiluðum tíu
eða annað það sem okkur datt í hug,
laumuðum í okkur súkkulaðimola og
höfðum það skemmtilegt. Vöknuðum
upp eldsnemma á sunnudagsmorgni,
rákum þig og ömmu á lappir og
kröfðumst sundferðar eða drógum
þig roskinn manninn út í garð í fót-
bolta. Amma laumaði að okkur
ærslafullum mönnunum nýupptekn-
um gulrótum við og við með þeim
orðum að við skyldum gæta að
blómabeðunum.
Elsku afi, nú ertu kominn á betri
stað og vakir yfir okkur sem eftir
stöndum. Um leið og við kveðjum þig
hinsta sinni þökkum við fyrir allt það
góða sem þú hefur gefið okkur, þær
leiðbeiningar á grýttum vegi lífsins
sem þú hefur veitt okkur og þá ást og
umhyggju sem geymir þitt mann-
lega eðli.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við ömmu Sigurbjörgu, enginn
maður getur orðið svo góður líkt og
afi nema eiga einstaka konu.
Áskell Þór, Kristjana Ösp,
Geir, Inga Lilja, Ingvar Már,
Hilda Jana og Gísli Björgvin.
ÁSKELL
JÓNSSON
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í
tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/
sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, – eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina