Morgunblaðið - 29.09.2002, Page 16
16 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NORRÆNA félagið á Ís-landi fagnar 80 ára af-mæli sínu með því aðbjóða almenningi á
kynningu á félaginu í nýju skrif-
stofuhúsnæði á Óðinsgötu 7 og af-
mælisdagskrá á Óðinstorgi á milli
kl. 14 og 17 í dag. Þrátt fyrir að af-
mælisbarnið hafi náð jafnháum
aldri og raun ber vitni er engan
bilbug á því að finna. Þvert á móti
segir Sigurlín Sveinbjarnardóttir,
formaður Norræna félagsins,
starfsemina afar blómlega um
þessar mundir, t.d. hafi félagið ný-
verið fest kaup á eigin húsnæði í
fyrsta sinn. Afmælisbarnið sé því
afar vel á sig komið og dreymi
stóra drauma um framtíðina. Einn
af þeim tengist einmitt staðsetn-
ingu hátíðarhaldanna á Óðinstorgi
í dag. „Okkur dreymir um að fá
merki Norræna félagsins flutt úr
Vatnsmýrinni á Óðinstorg þar sem
verði eins konar norrænt torg í
framtíðinni,“ upplýsir Sigurlín.
Grasrótin upphafið
Ótryggt stjórnmálaástand varð
til þess að konungar Danmerkur,
Noregs og Svíþjóðar ákváðu að
efna til formlegs samstarfs sín á
milli árið 1914. Í kjölfarið voru
Norrænu félögin stofnuð hvert í
sínu landi. Fyrstu félögin í Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð 1919 og
Norræna félagið á Íslandi 29. sept-
ember árið 1922. „Ef frá er talið
formlegt samstarf konunganna
þriggja er gaman að segja frá því
að í rauninni fór grasrótin fyrir
öðru norrænu samstarfi,“ segir
Sigurlín. „Eftir stofnun Norrænu
félaganna sköpuðu þingmenn sér
samstarfsvettvang með stofnun
Norðurlandaráðs árið 1952 og ráð-
herrar með stofnun Norrænu ráð-
herranefndarinnar árið 1973.“
Markmið Norræna félagsins á
Íslandi er að stuðla að norrænu
samstarfi, ekki síst á sviði félags-,
menningar- og umhverfismála.
Norræna félagið hefur reynt að
stuðla að aukinni þekkingu á
tungumálum, sögu og menningu
hinna Norðurlandaþjóðanna. Ekki
má heldur gleyma því að stuðlað
hefur verið að aukinni vináttu og
samskiptum – jafnt milli einstak-
linga, sveitarfélaga og þjóða. Þá
hafa norrænu félögin á Norður-
löndunum átt frumkvæðið í þróun
norræns samstarfs á mörgum svið-
um.
Dæmi um að fæðingarorlofs-
greiðslur falli niður
Einn liður í fjölbreyttri starf-
semi Norræna félagsins eru svo-
kölluð höfuðborgamót. Höfuð-
borgamót stóð einmitt yfir í
Reykjavík 26. til 29. september nú
í haust. „Höfuðborgamótum svipar
um margt til vinabæjamóta í minni
bæjum,“ útskýrir Óðinn Alberts-
son, framkvæmdastjóri Norræna
félagsins, og upplýsir að 38 ís-
lenskir bæir eigi vinabæi á hinum
Norðurlöndunum og yfirleitt í fjór-
um Norðurlandanna, þ.e. Dan-
mörku, Finnlandi, Noregi og Sví-
þjóð. „Með reglulegu millibili
heimsækja svo gestir frá vinabæj-
unum íslensku bæina og öfugt á
svokölluðum vinabæjamótum.
Gestirnir gista í heimahúsum og
taka þátt í nokkurra daga fjöl-
breyttri dagskrá með áherslu á
sérkenni bæjanna. Höfuðborga-
mótin eru skipulögð með svipuðum
hætti ef frá er talið að erlendu
gestirnir gista ekki í heimahúsum
heldur á hótelum, t.d. á Hótel Sögu
og Hótel Baron núna. Hingað
komu á vegum Norræna félagsins í
Reykjavík um 50 gestir frá hinum
Norðurlöndunum og Litháen þar
sem Norrænu félögin eiga syst-
urfélög til að taka þátt í höfuð-
borgamótinu og er hægt að nefna
að á meðal dagskrárliða var skoð-
unarferð um Elliðaárdalinn og
hópferð á leiksýninguna Veisluna í
Þjóðleikhúsinu. Við erum ákaflega
ánægð með höfuðborgamótið í
Reykjavík. Ekki síst í ljósi þess að
í ár er 80 ára afmælisár félagsins.“
Upplýsingaþjónustunni Halló
Norðurlönd var fyrst hleypt af
stokkunum í Svíþjóð fyrir nokkr-
um árum. Esther Sigurðardóttir,
skrifstofustjóri Norræna félagsins,
segir að fljótlega hafi komið í ljós
að þörf væri fyrir slíka þjónustu í
hverju landi fyrir sig. Hún hefur
sinnt þjónustunni á Íslandi frá því
farið var að bjóða upp á hana í
fyrravor. „Halló Norðurlönd snýst
um að veita Norðurlandabúum
upplýsingar um réttindi sín og
skyldur á Norðurlöndunum. Yfir-
leitt tengjast erindin búferlaflutn-
ingum fólks á milli Norður-
landanna. Venjulega hringir fólk
fyrir fyrirhugaða búferlaflutninga
þó dæmi séu um að fólk sé búið að
flytja og hafi rekið sig á einhvers
konar erfiðleika í tengslum við
flutningana,“ segir Esther og tek-
ur fram að Halló Norðurlönd leysi
ekki vandamálin fyrir fólk heldur
veiti því upplýsingar um hvar sé
hægt að leita aðstoðar við að leysa
vandann. „Annað hlutverk upplýs-
ingaþjónustunnar er að vekja at-
hygli Norrænu ráðherranefndar-
innar á ýmiss konar brotalömum í
kerfinu. Oft stafa þær af því að lög
og reglugerðir í löndunum stang-
ast á. Vandamálin sem fólk lendir í
eru margs konar. Ég get nefnt
sem lítið dæmi að ef heimavinn-
andi íslensk kona sem er barnshaf-
andi flytur til Danmerkur áður en
barnið fæðist fær hún engan fæð-
ingarstyrk þar sem Danir greiða
ekki styrk til heimavinnandi
kvenna. Bíði hún hins vegar með
flutninginn þar til barnið er fætt, á
hún rétt á greiðslum frá Íslandi.
Mjög mismunandi reglur gilda um
þetta mál á Norðurlöndunum og er
kerfið það flókið að full ástæða er
til þess að skoða málin vel áður en
lagt er í hann.“
Esther segir að 350 fyrirspurnir
hafi verið skráðar á Íslandi frá því
farið var að bjóða upp á þjón-
ustuna 10. maí árið 2001. Flestar
fyrirspurnirnar hafi borist frá því
uppúr áramótum og fram á haust.
Skýringin á því sé að flestir flytji
sig á milli landa á vorin og fram á
haust. „Miðað við fjölda erinda
hafa Íslendingar verið mjög dug-
legir að nýta sér þjónustuna. Fólk
er líka yfirleitt mjög þakklátt fyrir
að geta leitað á einn stað eftir upp-
lýsingum. Sum atriði eins og að
flytja bíl á milli landa geta reynst
talsvert flóknari en ætla mætti í
fyrstu. Þess vegna er líka mjög
mikilvægt að starfsmenn viðeig-
andi stofnana séu meðvitaðir um
heildarferlið og gildandi reglur á
hinum Norðurlöndunum. Um þess-
ar mundir erum við einmitt að
undirbúa eins dags námskeið fyrir
starfsmenn Tryggingastofnunar,
Vinnumálastofnunar, Hagstofunn-
ar og Ríkisskattstofunnar í því
skyni að gera þá meðvitaðri um
þessa hluti. Bæði fyrirlesararnir
og þátttakendurnir koma frá þess-
um stofnunum.“
Sama sagan á sama tíma
Hin árlega Norræna bókasafna-
vika verður haldin í sjötta sinn
undir yfirskriftinni Norðrið hefur
orðið – Norðurlandaráð 50 ára
dagana 4.–10. nóvember nk. Óðinn
segir að einn liður í bókasafnavik-
unni sé svokölluð morgunstund.
„Morgunstundin felur í sér að
sama sagan er lesin upphátt við
kertaljós fyrir börn í leik- og
grunnskólum á öllum Norðurlönd-
unum á sama tíma. Nú þegar hafa
fjölmargir leik- og grunnskólar
skráð þátttöku sína í nóvember.
Miðað við þátttökuna í fyrra má
því búast við að um 200.000 leik-
skóla- og grunnskólabörn hlýði á
sögu Tove Janson Jólatréð úr bók-
inni Ósýnilega barnið á sama tíma
á öllum Norðurlöndunum í ár. Alla
vikuna verður síðan ýmislegt ann-
að skemmtilegt um að vera á bóka-
söfnunum. Alls tók 1.006 bókasöfn
á Norðurlöndunum þátt í Norrænu
bókasafnavikunni í fyrra.“
1% þjóðarinnar félagar
Um 3.000 manns, eða ríflega 1%
þjóðarinnar, eru í Norræna félag-
inu á Íslandi. „Þetta hlutfall er
heldur hærra heldur en á hinum
Norðurlöndunum. Fjöldinn segir
heldur ekki alla söguna. Norræna
félagið hefur alla tíð skipað sér-
stakan sess í huga Íslendinga. Við
Norræna félagið á Íslandi er 80 ára í dag
Óðinstorg verði norrænt torg
Norræna félagið á Íslandi á
80 ára afmæli í dag. Af því
tilefni hitti Anna G.
Ólafsdóttir Sigurlín Svein-
bjarnardóttur, formann
félagsins, Óðinn Albertsson,
framkvæmdastjóra, og
Esther Sigurðardóttur,
skrifstofustjóra, að máli í
nýju húsnæði félagsins á
Óðinsgötu 7.
Morgunblaðið/Kristinn
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður Norræna félagsins, Óðinn Albertsson, framkvæmdastjóri, og Esther Sigurðardóttir, skrifstofustjóri, í afmælisskapi. Aðrir
starfsmenn á skrifstofu félagsins eru Virpi Jokinen frá Finnlandi og Stefán Vilbergsson frá Íslandi.
Gunnar Thoroddsen, formaður Norræna félagsins frá 1954 til 1965 og aftur frá 1969 til 1975, þakkar Veiko Karsma og
Tuure Salo fyrir gjöf frá Norræna félaginu í Finnlandi — merki félagsins. Merkið var gefið í tilefni af 1100 ára afmæli Íslands
byggðar og afhent hinn 26. júlí árið 1974. Nú hefur Norræna félagið farið fram á að merkið verði flutt á Óðinstorg. Merkið
sem nefnist Norræna merkið er hannað af Gísla B. Björnssyni.