Morgunblaðið - 29.09.2002, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 19
yfir vetrartímann og frostið getur
farið niður í 20 gráður. Til staðar sem
er í órafjarlægð frá nokkru öðru
landi! Gott og vel; vitaskuld kem ég!
„Viðkvæmt“ að kennt skuli á ensku
Auglýst hefur verið eftir fleira
starfsfólki að upplýsingatæknideild-
inni, bæði hérlendis og í Bandaríkj-
unum.
„Það vill þannig til að við erum þrír
Bretar hér núna, en engu máli skiptir
hvaðan gott starfsfólk kemur.“
Kennt er á ensku við deildina, sem
Mark segir vissulega „viðkvæmt“ en
af því leiðir að kennarar víða að komi
til greina; nefnir Bandaríkin, Kanada,
Bretland, Suður-Afríku og Nýja-Sjá-
land. Margir Frakkar og Þjóðverjar
geti einnig kennt á ensku, svo og
Rússar.
En hvers vegna var ákveðið á sín-
um tíma að öll kennsla í tölvufræðinni
færi fram á ensku?
Mark svarar því svona: „Það var
einfaldlega ómögulegt að kenna þetta
á íslensku. Hugsanlega tengir ein-
hver þetta sjónarmið mitt við menn-
ingarlega heimsvaldastefnu, en í
fyrsta lagi er þorri námsefnis í fræð-
unum bandarískur um þessar mundir
og í öðru lagi var óhugsandi að ég
kenndi öðru vísi en á ensku næstu ár-
in.“
Hann segir nógu erfitt í bili að
reyna að nota íslenskuna til þess að
tala um daginn og veginn.
Að auki telur hann það, að kenna á
ensku, geta orðið háskólanum og
bæjarfélaginu til framdráttar. „Há-
skólinn hefur mikil áhrif á bæinn og
efnahagslega þróun hér og með þess-
um hætti er hugsanlegt að hingað
komi erlendir nemendur í einhverjum
mæli.
Ég geri mér ljósa tilfinningasemi á
Íslandi fyrir því að kennt sé á ís-
lensku. En það er hægt að breikka
umræðugrundvöllinn; ég á ættir að
rekja til Írlands, og Wales raunar
líka. Langalangamma mín talaði til að
mynda einungis velsku, enga ensku.“
Velska er enn brúkuð en írskan lít-
ið sem ekkert.
„Írar flýðu til Bandaríkjanna á sín-
um tíma af efnahagsástæðum og þar
voru þeir neyddir til að taka upp
ensku í stað írskunnar. Tungumál
dafna þegar fólk kemur til viðkom-
andi lands og lærir málið þó það noti
það ef til vill ekki að staðaldri. Og ef
hingað flytjast námsmenn eru ein-
hverjir þeirra með börn sem læra
málið. Við hjónin komum með dóttur
okkar hingað og hún talar íslensku.
Við erum því aldeilis ekki að leggja
málið niður heldur höfum bætt einum
íslenskumælandi einstaklingi í hóp-
inn!
Ímyndaðu þér að nokkur þúsund
manns kæmu hingað vegna háskól-
ans og börn þeirra lærðu málið.
Ástandið yrði ekki ósvipað því og var í
Bandaríkjunum fyrir um 100 árum.“
Mark segir Íslendingum því greiði
gerður með því að kenna á ensku.
Telur raunar ekki hægt að kenna
miklum fjölda tölvufræði á íslensku;
það sé að vísu gert við Háskóla Ís-
lands, en með þeim hætti sé ekki
hægt að laða erlenda nemendur að
skólanum.
„Mér fannst ósanngjarnt af mér að
koma til landsins, krefjast þess að
kenna á erlendu tungumáli en veita
ekki stuðning. Þess vegna er boðið
upp á sérstaka námsgrein við skól-
ann, ensku fyrir tölvufræðinga, sem
Liz eiginkona mín kennir.“
Þegar hann hófst handa komst
Mark reyndar að því að íslensk ung-
menni eru mjög vel að sér í ensku.
„Þótt nemendur skorti ef til vill ýmis
tækniorð skilja þeir nánast öll slang-
uryrði sem ég nota. Þeir hafa horft
svo mikið á bandarískt og breskt efni
í sjónvarpi og kvikmyndahúsum. Það
að kenna á ensku hefur því ekki verið
einum einasta nemanda hindrun og
er ekkert vandamál hvað þá snertir.
Vitaskuld eru nemendur misjafnlega
sleipir á svellinu en það er ekki
vandamál heldur verkefni mitt hér;
að kenna fólki hvar svo sem það er á
vegi statt í þessum efnum.“
Háskólar gjarnan afskekktir
Í framhaldi þess sem að framan var
fjallað um er spurt: Er raunhæft að
flytja inn nemendur í einhverjum
mæli?
„Ekki eins og er, en ég vil að svo
verði. Fyrir því eru vissulega ýmsar
hindranir sem þarf að yfirstíga.
Einhver kann að segja að Akureyri
sé of afskekkt, en það eru engin rök.
Margt ungt fólk í Bretlandi og á meg-
inlandi Evrópu hleypir heimdragan-
um til þess að læra og ef saga háskól-
anna gegnum aldirnar er skoðuð
kemur í ljós að þeir eru gjarnan á af-
skekktum stöðum. Tveggja til
þriggja daga ferðalag var á sínum
tíma til Oxford og Cambridge frá
London og segja má að Akureyri sé
því jafn langt frá London í dag. Har-
vard er hvorki í New York né Wash-
ington og sama á við um marga fleiri
skóla. Þeir eru yfirleitt ekki í miðju
mikillar byggðar.“
Hver er ástæða þessa?
„Ein er sú að í háskóla fást menn
við að þróa þekkingu, jafnvel bylting-
arkennda þekkingu, og valdhafar eru
sjaldnast spenntir fyrir slíkri starf-
semi í næsta nágrenni við sig.
Þá geta nemendur verið hávaða-
samir, stundum einum of – þannig
hefur það einfaldlega alltaf verið – og
af þeim ástæðum voru þeir hreinlega
ekki velkomnir í stórborgum fyrri
tíma.
Einnig má nefna kröfuna um ein-
angrun háskólamannsins, að hann
geti unnið í næði, fjarri ys og þys stór-
borgarinnar.“
Hefð er sem sagt fyrir því að fólk
mennti sig fjarri heimahögum og á
því segir Mark hægt að byggja.
„Hér er gott að vera, öðruvísi; hér
er fólk laust við mengun og glæpi og
fjarlægð skiptir engu máli við upplýs-
ingaöflun nú orðið. Allt sem nauðsyn-
legt er má finna á Netinu.
Annað dæmi er að mjög dýrt er
fyrir Breta að komast á skíði og oft
um langan veg að fara; við fórum á
skíði nánast á hverjum degi í þrjá
mánuði síðasta vetur. Ég lýk vinnu
klukkan fjögur, fer upp í „jeppi“ og ek
upp í Fjall á fáeinum mínútum.
Klukkan sjö ek ég svo heim á leið.
Hér er líka næturlíf fyrir ungt fólk;
Akureyri er aldeilis ekki dauður stað-
ur. Hér eru kvikmyndahús þar sem
sýndar eru myndir á ensku.“
Svo nefnir hann Leikfélagið. „Við
fórum að sjá Blessað barnalán á síð-
asta vetri. Það er farsi og því mikið af
sjónrænu gríni en við fengum líka
handritið, þýddum það og ég skrifaði
brandarana á spjöld sem ég fór með í
leikhúsið!
Þurfti reyndar ekki að styðjast við
spjöldin því við vissum hvað gerðist
hvenær. En þetta var mjög fyndið;
sumir leikhúsgestir litu okkur undr-
unaraugum; hvað við værum eigin-
lega að hlæja sem skildum ekki orð í
íslensku!“
Námslán til útlendinga?
Mark O’Brien finnst slæmt að er-
lendir ríkisborgarar geti ekki fengið
námslán hér á landi, nema í fáeinum
tilvikum.
„Einhver kvartaði við mig yfir því
hve miklu fé ríkisstjórnin ver vegna
framkvæmda við álverksmiðjur. Ég
hef sagt sem svo að ef 10% af þeim
upphæðum yrðu látnar íslenskum há-
skólum í té myndi það skila mun
meiri gjaldeyristekjum til þjóðarbús-
ins en álframleiðsla.“
Því fylgja vissulega ákveðnir
ókostir að búa á Íslandi, segir hann.
Hér sé til dæmis mjög dýrt að lifa. Því
sé erfitt fyrir erlenda nemendur að
fjármagna námsdvöl á Íslandi, ef ekki
komi til lánsfé frá innlendum yfir-
völdum.
„Ekki má gleyma því að þetta fjár-
magn fer ekki úr landi. Fólk greiðir
fyrir gistingu, borðar og skemmtir
sér. Slík lán myndu því auka veltu í
þjóðfélaginu, ekki bara hér í þessu
samfélagi heldur hagnast til dæmis
Flugleiðir á því að flytja fólk til og frá
landinu svo dæmi sé tekið. Og svo
greiðir fólk lánin vitaskuld til baka
síðar.“
Þessir þættir finnst Mark jákvæð-
ir, sem og það að eitthvað af því fólki
sem hingað kæmi settist væntanlega
að á Íslandi. „Á móti kemur að sum-
um kann að finnast það ógnun við
hefðbundið líf á Íslandi að hingað
komi svo mikið af útlendingum til
dvalar. Þið hafið verið einangruð svo
lengi. Þetta gæti því kostað talsverða
breytingu á samsetningu þjóðfélags-
ins og slíkt er viðkvæmt. Og þetta er
ekkert sem gerist í einu vetfangi;
svona nokkuð yrði að gerast hægt og
rólega, með yfirveguðum hætti.“
Mark telur rétt að fara þessa leið
hvað tölvufræðina varðar, „en hvort
það samrýmist því sem forráðamenn
bæjarins, skólans eða ráðuneytis
menntamála geta hugsað sér veit ég
ekki.“
Ekkert liggur heldur á. „Nú ein-
beitum við okkur að því að deildin
gangi vel, en eftir þrjú ár, þegar við
útskrifum fyrstu nemendurna og
deildin verður orðin fullmönnuð
starfsfólki, getum við farið að hugsa
um þetta.“
skapti@mbl.is
GOLFBÚÐIN
Strandgata 28, Hafnarfirði, sími 565 1402.
Útsala
20–60% afsláttur
Dæmi:
Stór 14 hólfa kerrupoki kr. 5.000
Náttfatadagar
30—60% afsláttur
Náttsloppar, náttföt, náttkjólar
Meyjarnar, Austurveri,
Háaleitisbraut 68, sími 553 3305.
3.-31. október
Yury Musatov
fyrirKARLMENN
Leiðbeinandi:
GAY O
yogawest.isSeljavegi 2 sími: 511-2777
YOGASTÖÐ VESTURBÆJAR
verð: 5.900 kr.fimmtud. 18.45-20.15
Upplýsingar gefur Martin
í síma 567 4991 eða 897 8190
Um er að ræða 4ra ára nám sem byrjar
í haust á vegum College of Practical
Homoeopathy í Bretlandi.
Mæting 10 helgar á ári í Reykjavík.
Spennandi nám.
Kennarar með miklu reynslu.
Hómópatanám