Morgunblaðið - 18.10.2002, Side 10

Morgunblaðið - 18.10.2002, Side 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ með einhliða hernaði gegn Írak. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, var málshefjandi umræðunnar. „Heimsbyggðin hefur undanfarnar vikur og mánuði, með ugg í brjósti, horft upp á stríðsund- irbúning. Bandaríkjamenn virðast hafa ákveðið að ráðast inn í Írak og skipta þar um stjórn,“ sagði Stein- grímur m.a. og spurði forsætisráð- herra um afstöðu ríkisstjórnarinnar til þessara mála. Ennfremur spurði hann ráðherra að því hvort rík- isstjórnin hefði tekið afstöðu til fyr- irhugaðs tillöguflutnings Bandaríkj- anna í öryggisráði SÞ um hern- aðaraðgerðir í Írak. Tillaga ekki komin fram í öryggisráðinu Í svari sínu lagði Davíð Oddsson áherslu á að tillaga Bandaríkjanna væri ekki komin fram. „Tillagan er DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, sagði í utandagskrárumræðu á Al- þingi í gær, að ekki væri hægt að útiloka að einstök ríki færu með einhliða hernaði á hendur Írak. Ítrekaði hann í umræðunni afstöðu ríkisstjórnarinnar til Íraksmálsins. „Íslenska ríkisstjórnin sem og ís- lenska þjóðin eru friðelskandi fólk og vill auðvitað forðast stríðsástand hvarvetna í veröldinni og auðvitað líka í Írak ef þess er nokkur kost- ur,“ sagði hann. Davíð, sem svaraði fyrir hönd utanríkisráðherra sem var fjar- staddur, minnti á að hann hefði áður sagt að út frá Íslandi yrði mál þetta rekið undir merkjum, þ.e. ályktunum og ákvörðunum, Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar hefði utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, bent á að trúverðug- leiki SÞ væri í húfi. Því væri ekki hægt að útiloka að einstök ríki færu ekki komin fram og fyrirfram get- um við útaf fyrir sig ekki sagt til um hver okkar afstaða verður,“ sagði hann. Síðan sagði hann: „En ég nefni það á nýjan leik að við höf- um sagt að það sé ekki hægt að úti- loka, ef allt um þrýtur, að beita þurfi hervaldi í Írak. Og hótanir um hervald hafa þegar bersýnilega leitt til þess að einræðisstjórn Saddams Husseins Íraksforseta er að gefa eftir, stig af stigi.“ Að lokum sagði Davíð: „Ef að- gerðir verða gerðar í Írak, nauð- synlegar taldar, með samþykki hinna Sameinuðu þjóða eða í um- boði þeirra, þá er enginn vafi á því að aðstaða og aðbúnaður hér á landi verður veittur sem atbeini að slík- um aðgerðum. Við erum þátttak- endur í SÞ og styðjum auðvitað að- gerðir brýnar af því tagi. Þannig að það þarf enginn að velkjast í vafa um það.“ Ekki hægt að útiloka einhliða hernað MARGRÉT Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á Suðurlandi, sagði í utandagskrár- umræðu á Alþingi í gær að flest sýslumannsembætti í landinu glímdu við stöðugan fjárhags- vanda sem oftar en ekki bitnaði á fjölda stöðugilda lögreglumanna á svæði viðkomandi embætta. Sól- veig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra vísaði þessum fullyrðingum hins vegar á bug. „Staða lögregl- unnar á Íslandi er sterk. Við eig- um fjölmennt og vel þjálfað lögreglulið sem stenst fyllilega samanburð við nágrannaríki okkar,“ sagði hún. Margrét var málshefjandi utandagskrárumræð- unnar sem snerist um stöðu löggæslumála í hinu nýja Suðurkjördæmi, þó einkum um stöðu lög- gæslumála á Suðurlandi. „Álagið í starfi lögreglu- manna hefur aukist gífurlega án þess að fullt tillit hafi verið tekið til þess við ákvörðun um fjölda stöðugilda. Þetta á ekki bara við hér á höfuðborg- arsvæðinu; ástandið víða um land er afar erfitt og alvarlegt. Fyrir stuttu barst okkur þingmönnum Suðurlands bréf frá Lögreglufélagi Suðurlands, en félagssvæði þess nær yfir embætti lögreglustjór- ans á Selfossi, Hvolsvelli, Vík og Höfn. Á öllum þessum stöðum hafa lögreglustjórar á síðustu ár- um lent í erfiðleikum með rekstur embætta sinna sem hefur bitnað á löggæslumálum þannig að lög- reglumönnum hefur fækkað hjá embættunum.“ Margrét sagði að lögreglumenn á fyrrgreindum stöðum hefðu gegnt starfi sínu einstaklega vel. „En álagið á þá er óhóflegt og ekki bjóðandi,“ sagði hún. „Að þessu sinni er því umræðan tekin upp vegna þess að langlundargeð Lögreglufélagsins á Suður- landi er þrotið. Bréf þeirra einkennist ekki af upp- hrópunum heldur staðreyndum um stöðu lög- gæslumála.“ Margrét spurði því ráðherra m.a. að því hvert mat hennar væri á stöðu löggæslumála á Suðurlandi sem og í Vest- mannaeyjum og í Keflavík. Fjöldi lögreglu- manna viðunandi Sólveig Pétursdóttir hóf mál sitt á því að segja að staða lög- reglunnar á Íslandi væri sterk. Síðan sagði hún: „Í þessari umræðu vekur háttvirtur málshefjandi sérstaklega athygli á stöðu mála í hinu nýja Suðurkjördæmi, en í því kjördæmi eru yfir 80 lögreglumenn að störfum, um 120 ef lög- reglan á Keflavíkurflugvelli er talin með. Það þýðir að á svæðinu í heild er um það bil einn lögreglu- maður á hverja 500 íbúa ef lögreglan á Keflavík- urflugvelli er ekki tekin með inn í myndina. Það er einmitt sú tala sem lengi var höfð til viðmiðunar, þó að hún sé ekki algild vegna mismunandi aðstæðna á hverjum stað. Út frá þessu sjónarmiði er því ekki hægt að segja annað en að fjöldi lögreglumanna sé viðunandi.“ Ráðherra sagði að einnig yrði að hafa í huga að í umræddum umdæmum væri tíðni alvarlegra brota s.s. líkamsárása og eignarspjalla töluvert undir landsmeðaltali. „Í heildina tekið er því ljóst að lög- regluliðin á þessu svæði eru vel í stakk búin til að takast á við þau verkefni sem gert er ráð fyrir að þau leysi af hendi.“ Ráðherra sagði að bréf það sem Margrét hefði vitnað til hér að ofan, frá Lögreglufélagi Suður- lands, hefði ekki verið sent til sín. Hún hefði fyrst séð það í fyrradag og í kjölfarið leitað umsagna hjá viðkomandi sýslumönnum. Ráðherra fór yfir efnis- atriði einstakra svarbréfa sem henni hefðu borist frá sýslumönnunum og sagði síðan að af þeim mætti ljóst vera að ástand löggæslumála væri ekki með þeim hætti sem Margrét hefði dregið upp. „Þvert á móti bendir flest til þess að löggæslan sé í sókn á því svæði sem hér er til umfjöllunar,“ sagði ráðherra. Hún sagði ennfremur að ýmisleg væri í deiglunni sem miðaði að því að styrkja og efla lög- gæsluna á umræddu svæði enn frekar en nú væri. Í lok umræðunnar sagði Margrét Frímannsdótt- ir að bréf Lögreglufélagsins á Suðurlandi gæfi ekki til kynna að staða löggæslumála á svæðinu væri viðunandi. „Haldið þið að formaður og varaformað- ur Lögreglufélagsins á öllu Suðurlandi skrifi svona bréf með þeim tölum sem þar eru bara að gamni sínu?“ spurði hún. Utandagskrárumræða fór fram á Alþingi í gær um löggæslumál Ráðherra vísar á bug gagnrýni á löggæslu- mál í Suðurkjördæmi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Margrét Frímannsdóttir: „Álagið á lögreglu- menn er óhóflegt og ekki bjóðandi.“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra: „Lög- gæslan er í sókn á svæðinu.“ Þjóðaratkvæði um frumvörp FJÓRIR þingmenn Samfylkingar- innar hafa lagt fram frumvarp um breytingar á þingsköpum Alþingis. Snýst breytingin um að þingnefndir geti að eigin frumkvæði fjallað um og rannsakað önnur mál en þau sem þingið vísar til þeirra, svo sem um framkvæmd laga, meðferð opinberra fjármuna og önnur mikilvæg mál er almenning varða. Um slík mál getur nefnd gefið þinginu skýrslu. Sömu þingmenn hafa einnig lagt fram frumvarp um að fimmtungur kosningabærra manna í landinu geti krafist þess að þjóðaratkvæða- greiðsla fari fram um lagafrumvarp sem Alþingi hefur samþykkt. Jóhanna Sigurðardóttir er fyrsti flutningsmaður beggja frumvarp- anna. Í frumvarpinu um þingnefnd- irnar segir m.a. að telji nefnd ríkar ástæður til sé henni heimilt að eigin frumkvæði að efna til sérstakrar rannsóknar um mál sem fram fari fyrir opnum tjöldum, nema nefndin ákveði annað. Hún hafi þá rétt til að krefjast nauðsynlegra gagna um málið og heimta skýrslur, munnleg- ar og skriflegar. ÞINGMENN Samfylkingarinnar gagnrýndu Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra í fyrradag fyrir ástand löggæslumála í landinu. Kom þessi gagnrýni fram í fyrirspurnar- tíma á Alþingi. Rannveig Guðmunds- dóttir, þingmaður Samfylkingarinn- ar, hóf umræðuna og sagði m.a. að ástandið væri sérstaklega slæmt í Kópavogi. Þar væri einn lögreglu- maður á hverja 905 íbúa. „Þetta er al- gjörlega óviðunandi í 25 þúsund manna bæ,“ sagði hún. Sólveig Pétursdóttir sagði hins vegar að ýmislegt hefði á undanförn- um árum verið gert til að efla lög- gæsluna í landinu. Í skýrslu, um stöðu og þróun löggæslu, sem hún hefði lagt fram á Alþingi á síðasta lög- gjafarþingi, hefði m.a. komið fram að raunhækkun á fjárframlögum til lög- gæslu hefði verið um 30% á sl. fimm árum. „Og þá eru hvorki taldar með hækkanir til sýslumannsins á Kefla- víkurflugvelli né til Ríkislögreglu- stjóra,“ sagði hún. Ráðherra minnti einnig á að á vegum ráðuneytisins væru unnið að því að leggja mat á það hvernig unnt væri að efla löggæsluna með því að nýta betur þá fjármuni sem nú væru veittir til löggæslu. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að því mið- ur hefði lítið verið gert síðustu árin sem hægt væri að segja að hefði eflt löggæsluna í landinu og Gísli S. Ein- arsson og Jóhann Ársælsson, þing- menn Samfylkingarinnar, tóku í sama streng. „Það er t.d. vert að nefna að nýlega er búið að skipa nýj- an sýslumann í Búðardal. Sá sýslu- maður hefur einn lögregluþjón og sá lögregluþjónn á að sjá um allt svæðið frá Gilsfjarðarbotni og næstum því að Stykkishólmi,“ sagði Jóhann. Sagði hann að ráðherra hefði ekki nýtt tækifæri til að bæta ástand mála. Sól- veig Pétursdóttir kvaðst hins vegar undir lok umræðunnar undrast stór- yrði sumra þingmanna stjórnarand- stöðunnar í umræðunni. Lagði hún m.a. áherslu á að búið væri að auka fjármagn til löggæslumála. „Allt tal um að löggæslumál séu í ólestri hér á landi er víðsfjarri raunveruleikan- um.“ Ástand löggæslumála gagnrýnt Birgir Ármannsson, lögfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Versl- unarráðs Íslands, hefur lýst því yfir að hann gefi kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem fram mun fara dagana 22. og 23. nóvember nk., að því er fram kemur í tilkynningu frá stuðnings- mönnum Birgis. Birgir er lögfræð- ingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Versl- unarráði Íslands allt frá árinu 1995, að undanskildu einu ári er hann var við framhaldsnám í lögfræði við King’s College í London. Hefur Birg- ir verið aðstoðarframkvæmdastjóri Verslunarráðs frá því í september ár- ið 2000. Birgir hefur gegnt fjölmörgum trún- aðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var m.a. formaður Heimdallar í Reykjavík 1989–1991, í stjórn Sam- bands ungra sjálfstæðismanna 1991– 1993 og 1995–1997 og í stjórn Full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1989–1991 og 1998–2000 og hefur setið í miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins frá árinu 1993. Birgir sat í stjórn Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, á árunum 1993–2000, þar af sem formaður 1998–2000. Hann sat í Stúdentaráði 1989 til 1991 fyrir hönd Vöku og átti sæti í stjórn félagsins. Í DAG STJÓRNMÁL Ríkislögreglustjóri Greiðir fyrir lögreglumann á Hvolsvelli RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur ákveðið, að höfðu samráði við dóms- málaráðherra, að standa straum af einni stöðu lögreglumanns við lög- reglustjóraembættið á Hvolsvelli í eitt ár, að því er fram kemur á lög- regluvefnum. Segir þar að með frek- ari hagræðingu í rekstri ríkislög- reglustjóraembættisins hafi verið unnt að gera þessa breytingu. Um er að ræða stöðu lögreglumanns við umferðardeild ríkislögreglustjórans, sem verður með aðsetur á Hvolsvelli og undir daglegri stjórn lögreglu- stjórans þar. Sams konar fyrirkomulag er hjá lögreglustjóranum á Akureyri. Lögreglan á Hólmavík Hefur ekki efni á tveimur lög- reglumönnum DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ skoð- ar nú fjárhagsvanda lögreglustjórans á Hólmavík sem greint hefur ráðu- neytinu frá fjárhagsvanda embættis- ins og beðið ráðuneytið að ákveða hvort það fækki lögreglumönnum um einn.Tveir lögreglumenn eru starf- andi í umdæminu og segir Áslaug Þórarinsdóttir lögreglustjóri að emb- ættið ráði ekki við launakostnað vegna þeirra í kjölfar nýs kjarasamn- ings lögreglumanna frá því í fyrra, of- an á kostnað vegna reksturs lögreglu- stöðvar og -bifreiðar. Áslaug er vongóð um að ráðuneytið muni finna lausn á vandanum svo ekki þurfi að fækka lögreglumönnum, eftir óform- legt svar frá ráðuneytinu í gær. Segir hún ráðuneytið hafa skilning á fjár- hagsvanda minnstu lögregluembætt- anna og hafi ráðuneytið lofað að skoða málið gaumgæfilega. Hún segir að- spurð að það myndi hafa afar slæmar afleiðingar í för með sér ef aðeins einn lögreglumaður væri starfandi við embættið. „Þetta er mjög víðfeðmt umdæmi og það er óæskilegt að lög- reglumenn séu einir við störf. Það koma oft upp tilvik þar sem menn verða að fara tveir í útköll,“ segir Ás- laug. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.