Morgunblaðið - 18.10.2002, Side 11

Morgunblaðið - 18.10.2002, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 11 TALSMENN Flugleiða segja að ekki séu nein sérstök tengsl á milli verð- lækkunar félagsins og hugsanlegra áforma írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair um flug til Íslands. Þeir benda á að Flugleiðir lifi í frjálsu sam- keppnisumhverfi í flugi og ferðaþjón- ustu og á íslenska markaðinum eigi félagið í samkeppni við ferðaskrifstof- ur og erlend flugfélög í leiguflugi. Keppum líka við aðra ferða- og frístundamöguleika Guðjón Arngrímsson hjá Flugleið- um segir að það hafi stöðugt verið uppi vangaveltur um hvort önnur flugfélög hygðust hasla sér völl hér eða stofnað yrði til nýrra þannig að það sé ekki nýtt af nálinni. „Við mið- um okkar hugsun einfaldlega við það umhverfi sem við lifum í. Og þegar kemur að ferðalögum Íslendinga til útlanda erum við ekki bara að keppa við aðra á þeim markaði heldur önnur ferðalög, frístundamöguleika eða af- þreyingu. Ef hægt er bjóða upp á hagstæð fargjöld og ferðamöguleika eru væntanlega meiri líkur á að menn verji fé í þau en eitthvað annað.“ Guðjón segir að tilgangurinn með verðlækkun sé að að hreyfa við mark- aðinum og það sé í takt við það sem menn hafi verið og séu að gera víða, t.d. eins og að lækka lægstu verð og setja þau með meira afgerandi hætti á Netið. „Við gerum ráð fyrir og trúum því að með þessu takist okkur einfald- lega að fá fleiri Íslendinga í loftið.“ Ekki verið að lækka verð vegna Ryanair NÝTT heimili í Hafnarfirði fyrir fatlaða var í gær afhent Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi til rekstrar. Heimilið, sem er við Svöluhraun, er hið fyrsta af fjórum sem byggt er fyrir fjár- magn úr hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ, auk þess sem byggja á eitt til viðbótar af Framkvæmda- sjóði fatlaðra. Heimilin munu sam- kvæmt samningi frá byrjun ársins milli félagsmálaráðherra og heil- brigðisráðherra taka við þeim tutt- ugu fötluðu einstaklingum sem hafa búið á Landspítalanum í Kópavogi, áður Kópavogshæli. Fjórir heim- ilismenn verða í Svöluhrauni og flytja inn í byrjun nóvember. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra tók í gær við lykli að húsinu af Helga Hjörvar, stjórnarformanni hússjóðs ÖBÍ, og kom lyklavöldum til fulltrúa svæðisskrifstofunnar. Helgi sagði við Morgunblaðið að opnun heimilisins væri fagnaðar- efni. Íbúarnir á gamla Kópavogs- hælinu hefðu búið við óviðunandi aðstæður. „Það hefur líka verið baráttumál hagmunasamtaka fatlaðra til fjölda ára að heilbrigt fólk með fötlun væri útskrifað af Kópavogshælinu og því skapað heimili í venjulegum íbúðahverfum líkt og öðrum borg- urum,“ sagði Helgi. Andmæli í Ásahverfi og Bessastaðahreppi Hann sagði félagsmálaráðherra hafa farið þess á leit við hússjóð ÖBÍ að hann léti reisa fjögur heimili fyr- ir þá fötluðu einstaklinga sem hafa dvalið í húsnæði á lóð gamla Kópa- vogshælisins. Auk hússins við Svöluhraun í Hafnarfirði stendur til að taka í notkun þrjú heimili á þessu og næsta ári, sem eru við Skagasel í Reykjavík, í Ásahverfi í Hafnarfirði og í Bessastaðahreppi. Þá er Fram- kvæmdasjóður fatlaðra að leita að húsnæði undir eitt heimili, að sögn Helga. Kostnaður hússjóðsins vegna heimilanna er rúmar 150 milljónir króna og sagði Helgi það fjármagn einkum koma af sölu Lottósins. „Í þessari vinnu hefur það hins vegar verið sérstakt áhyggjuefni að við höfum orðið vör við andmæli ná- granna vegna heimilanna, sér- staklega í Ásahverfi og jafnvel í Bessastaðahreppi. Mótmælin hafa komið fram formlega, bæði í tengslum við grenndarkynningu í Ásahverfi og þá hefur okkur borist eitt bréf úr Bessastaðahreppi. Þetta er eitthvað sem við höfum ekki fundið undanfarinn áratug eða svo. Mikilvægt er að taka jafnvel á móti þessum íbúum líkt og öllum öðrum,“ sagði Helgi Hjörvar. Fallegt heimili Ásrún Jónsdóttir, verkefnisstjóri hjá Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Reykjanesi, sagði gærdaginn hafa verið mikinn gleðidag. Nýja heim- ilið væri fallegt og skemmtilega hannað og vonandi yrði framhald verkefnisins jafn ánægjulegt. Hún sagðist hafa hafið störf á sínum tíma við umönnun fatlaðra á Kópa- vogshælinu og nú væru sumir þeirra einstaklinga loksins að fá úr- lausn sinna húsnæðismála. Hún hefði fyrir 20 árum ekki getað ímyndað sér þá að þeir myndu nokkurn tímann komast inn á heim- ili á borð við þau sem nú ætti að taka í notkun. Húsnæðismál fatlaðra af gamla Kópavogshælinu leyst Fyrsta heimilið af fimm afhent í Hafnarfirði Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimilið er við Svöluhraun í Hafnarfirði, en fjórir fatlaðir einstaklingar munu flytja þangað inn í næsta mánuði. Margir góðir gestir voru viðstaddir afhendingu heimilisins í Hafnarfirði, m.a. frá Hafnarfjarðarbæ og Öryrkjabandalagi Íslands. HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 12. mars sl., þess efnis að sýkna skuli Líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins af líf- eyrisréttindakröfum Félags prófess- ora í Háskóla Íslands. Krafðist félagið þess að viðurkennt yrði að þeir pró- fessorar við H.Í. sem heyrðu undir ákvörðun kjaranefndar og greiddu eða hefðu greitt lífeyrisgjöld til starfsloka til B-deildar lífeyrissjóðs- ins, ættu frá starfslokadegi rétt á líf- eyri sem tæki mið af heildarmánaðar- launum þeirra fyrir dagvinnu, þ.e. dagvinnu að viðbættum einingum fyr- ir fasta yfirvinnu samkvæmt skil- greiningu kjaranefndar í úrskurði hennar 2. júlí 1998, enda greiddu pró- fessorarnir frá 1. janúar 1998 til starfsloka 4% lífeyrisiðgjald til við- bótar af greiðslum fyrir þessa föstu yfirvinnu sem ekki hefði verið dregið af launum þeirra. Héraðsdómur taldi að ekki hefði verið hnekkt því mati kjaranefndar að hluti af vinnu prófessora yrði ekki lát- inn í té á hinum daglega vinnutíma en væri þó þáttur í venjubundnu starfi þeirra. Var talið að þó svo að kjara- nefnd hefði talið, að starfinu fylgdi yf- irvinna sem rétt væri að launa og greiða fyrir alla mánuði ársins, án þess að sýnt væri fram á að vinna þessi væri unnin utan hins venjulega vinnutíma eða jafnvel innt af hendi á dagvinnutíma, væri ekki þar með ver- ið að launa fyrir dagvinnu. Var því ekki fallist á að greiðslur fyrir fasta yfirvinnu hefðu verið þess eðlis að skylt væri að líta á þær sem hluta af launum fyrir dagvinnu er veitti rétt til eftirlauna á grundvelli laga nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Með vísan til forsendna héraðsdóms og þess að Félag prófessora í H.Í. væri réttur aðili að málinu var dóm- urinn staðfestur. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Guðrún Erlendsdóttir, Gunn- laugur Claessen, Haraldur Henrys- son, Ingibjörg Benediktsdóttir og Pétur Kr. Hafstein. Lögmaður áfrýj- anda var Ragnar Aðalsteinsson hrl. og lögmaður stefnda, Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Þórunn Guð- mundsdóttir hrl. Lífeyrissjóður sýknaður af kröf- um prófessora SJÁLFSTÆÐISMENN gagnrýndu vinnubrögð R-listans varðandi kaup Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á ljós- leiðarakerfi Línu.Nets fyrir 1,8 millj- arða króna á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gærkvöld. Sagði Guð- laugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, málefni Línu.Nets eflaust stærsta pólitíska klúður síð- ustu ára, ekkert hafi staðist af því sem upphaflega var lagt upp með. Ekki hafi staðið til að leggja meira en að hámarki 200 milljónir króna í fyrir- tækið, en í dag væri beinn kostnaður borgarsjóðs vegna Línu.Nets og fyr- irtækja því tengdu 3,2 milljarðar króna. Kjarni málsins sé að borgar- fulltrúar R-listans beri enga virðingu fyrir fjármunum almennings. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður OR, vísaði gagnrýni sjálfstæð- ismanna á bug, sagði ljósleiðarakerfið eitt mesta framfaraspor í fjarskipta- tækni síðustu ár. Það hafi orðið til þess að gjöld vegna gagnaflutninga til fyrirtækja og einstaklinga hafi lækk- að um að minnsta kosti 40%, leiða megi að því líkum að sá sparnaður sé um milljarður króna á ári. Ef slíkur ljósleiðari væri lagður í dag yrði kostnaðurinn rúmlega tveir milljarð- ar króna. Sagðist hann eiga erfitt með að átta sig á því hvert vandamálið væri. OR ætti rúma tvo þriðju hluta í Línu.Neti, rekstrartekjur fyrirtækis- ins væru orðnar meiri en rekstrar- kostnaður og félagið því að verða sjálfbært. Áætlað sé að ársvelta fé- lagsins verði um 400 milljónir króna á næsta ári. Ljósleiðarinn muni skila OR um 160 milljónum á næsta ári og þær tekjur eigi eftir að aukast á næstu árum. Nýjar reglur verði settar um vinnubrögð Guðlaugur Þór sagði að mikill vandræðagangur hefði einkennt sögu Línu.Nets frá upphafi. Áætlanir fyr- irtækisins hafi brugðist hvað eftir annað, t.d. hafi staðið til að 20% allra heimila á höfuðborgarsvæðinu gætu nýtt sér ljósleiðarakerfið sumarið 2001, en í dag séu notendur kerfisins um 400 talsins. Þá gagnrýndi Guðlaugur Þór hvernig staðið var að sölu ljósleiðar- ans. Alfreð Þorsteinsson, sem gegnir stjórnarformennsku í bæði OR og Línu.Neti, hafi samið við sjálfan sig um 1,8 milljarða króna viðskipti auk þess að semja um leigu Línu.Nets á leiðaranum. Hann sagðist telja nauð- synlegt að nýjar reglur verði settar um vinnubrögð hvað mál af þessu tagi varðar í stjórnum fyrirtækja í eigu borgarinnar. Það væri mjög óeðlilegt að Alfreð hafi ekki vikið af fundi þegar þetta var til afgreiðslu stjórnarinnar, þetta væru ólíðandi vinnubrögð, þótt heimild væri fyrir þeim í sveitarstjórn- arlögum. Sérstaklega væri það óeðli- legt hjá svo stóru sveitarfélagi sem Reykjavíkurborg. Einnig gagnrýndi Guðlaugur Þór að engin gögn hefðu verið lögð fram á fundi stjórnar OR þegar fjallað var um þessi kaup, ekki sé hægt að sjá annað en þessi samn- ingur þýði einhverjar skuldbindingar fyrir Orkuveituna. Augljóst sé að mik- ið hafi legið á til að klára málið, taka yf- ir skuldir Línu.Nets og rekstrarkostn- að ljósleiðarans. Mistökin að stofna sérstakt hlutafélag um ljósleiðarann Höfðu sjálfstæðismenn farið fram á það við borgarstjóra að fenginn yrði hlutlaus aðili til að fara yfir fjárhags- legar forsendur sem liggja til grund- vallar kaupverðs á ljósleiðaraneti og tengdra kerfa Línu.Nets og fjölda- mörgum spurningum sem settar voru fram í bókun í stjórn OR væri svarað. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði að það ætti að vera hægt að fá þessi gögn og upplýsingar hjá Orkuveitunni og að hún teldi að borgarráð ætti ekki að blanda sér í þetta mál. OR sé sameignarfélag og einkaréttarlegs eðlis. Við stofnun þess hafi verið gengið frá því með ákveðnum hætti hvenær mál ættu að koma til kasta eigenda. Ljóst sé að þetta sé ekki mál af því tagi. Hún sagði að líklega hafi það verið mistök að stofna sérstakt hlutafélag, Línu.Net, um lagningu ljósleiðara- kerfis í borginni. OR hefði sjálf átt að leggja ljósleiðarann, grunnnet sem væri aðgengilegt öllum þeim sem vildu leigja aðgang að því. Samkeppn- ishluti rekstursins, hvort sem hann verði áfram undir merkjum Línu.- Nets eða renni inn í Íslandssíma, sé nú með skynsamlegra fyrirkomulagi, en nú standa yfir sameiningarviðræð- ur milli Íslandssíma og Línu.Nets. „Þannig held ég að að mörgu leyti sé þetta fyrirkomulag, sem hér er að verða að veruleika, skynsamlegra allra hluta vegna og kannski sú leið sem hefði átt að fara í upphafi,“ sagði Ingibjörg. Borgarstjóri segir fyrirkomulagið eftir sölu ljósleiðarakerfisins skynsamlegra Sjálfstæðisflokkur segir Línu.Net stærsta pólitíska klúður síðari ára TVEIR heimsþekktir fræðimenn, Zygmunt Bauman, prófessor í fé- lagsfræði, og Elmar Altvater, pró- fessor í stjórn- málafræði, munu halda fyrirlestra við opnun tveggja daga alþjóðlegrar ráðstefnu um hnattvæðingu, sem hefst í dag í Hátíðarsal Há- skóla Íslands kl. 13. Á fjórða tug innlendra og er- lendra fyrirlesara munu flytja erindi á ráðstefnunni í níu málstofum. Spurt verður um hverjum hnattvæðingin þjóni, fjallað um kosti hennar og galla og þær siðferðis- spurningar, sem hún vekur. Hverjir hagnast á hnattvæðingu og hverjir verða útundan? Er æskilegt að koma böndum á fjármálakerfi heimsins eða er það hlutverk markaðarins að sjá til þess að jafnvægi komist þar á? Er hnattvæðing tæki til að brjóta niður landamæri? Heiðursgestur ráðstefn- unnar, Zygmunt Bauman, er pólskur og er einn þekktasti félagsfræðingur, sem nú er uppi. Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis. Hnattvæðing, en í þágu hverra? Zygmunt Bauman Alþjóðaráðstefna í Há- skóla Íslands í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.