Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 12
FRÉTTIR
12 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FJÁRHAGUR margra hótela á
landsbyggðinni er mjög bágborinn
og sýnist stefna í mikið óefni á
mörgum svæðum landsins, þar sem
veikur fjárhagur vegna skorts á
arðsemi er farinn að hafa alvarlegar
afleiðingar. Þetta kom fram í setn-
ingarræðu Einars K. Guðfinnsson-
ar, formanns Ferðamálaráðs Ís-
lands, við setningu Ferðamálaþings
2002 í Stykkishólmi í gær.
,,Það hafa orðið gífurlega miklar
fjárfestingar í hótelum á lands-
byggðinni á allra síðustu árum.
Helsta lánastofun ferðaþjónustunn-
ar á landsbyggðinni er Byggða-
stofnun og heildarútlán hennar til
ferðaþjónustuaðila, frá árinu 1997
og fram á þetta ár, eru um 2,3 millj-
arðar króna. Fjárfesting á þessum
tíma hefur þess vegna verið mjög
mikil og allir vita um þá miklu fjár-
festingu sem nú stendur yfir og
stendur fyrir dyrum, einkanlega í
hóteluppbyggingu á höfuðborgar-
svæðinu,“ sagði Einar.
Hann sagði nauðsynlegt að
bregðast við þessum vanda af skyn-
semi. ,,Við höfum í þessu sambandi
ákveðið að óska eftir samstarfi við
Samtök atvinnulífsins í ferðaþjón-
ustu, SAF, til þess að takast á við
þetta verkefni, með það að mark-
miði að finna úrlausn sem þó raskar
ekki innbyrðis samkeppnisstöðu
greinarinnar,“ sagði hann.
Mishá lendingargjöld til
að laða hingað flugumferð
Fram kom í máli Einars að lögð
væri áhersla á að lengja ferða-
mannatímann í markaðsstarfi
Ferðamálaráðs og komið hefði upp
sú hugmynd að laða meiri umferð til
Íslands með lækkun lendingar-
gjalda á Keflavíkurflugvelli utan
háannatímans. ,,Við höfum óskað
eftir viðræðum við viðkomandi
ráðuneyti um það að beita mismun-
andi lendingargjöldum í því skyni
að laða hingað flugumferð á þeim
tímum sem umferðin er minni. Nið-
urstaða hefur ekki fengist út úr
þessu, en í ráðinu var algjör sam-
staða um það að við reyndum að
beita okkur í þessum efnum. Við
teljum einfaldlega að það sé eðlilegt
á frjálsum markaði að verðlag lækki
þegar eftirspurnin er minni og þess
vegna er ekki óeðlilegt að hugsa sér
að þetta fyrirtæki, Flugstöð Leifs
Eiríkssonar hf., beiti nákvæmlega
sömu aðferðum og fyrirtæki á sam-
keppnismarkaði gera til þess að
draga til sín fleiri viðskiptavini og
auki þannig ferðamennskuna og
ferðamannastrauminn á þeim tíma
sem mest er þörfin á,“ sagði hann.
Framlög til ferðamála jukust
um 340 milljónir frá 1999–2002
Fram kom í máli Einars að fram-
lög til ferðamála hafa aukist veru-
lega á seinustu árum. Á árunum
1999 til 2002 jukust heildarframlög
ríkisins til ferðamála úr 189,9 millj-
ónum króna í 530,9 milljónir króna
eða um 340 millj. kr.
,,Stór og mikilvæg ný viðfangs-
efni eru komin inn í myndina, sem
ekki voru til staðar. Má í því sam-
hengi nefna hluti eins og framlög til
rannsókna og kynningarmála,
rekstur upplýsingamiðstöðva, sér-
stakt markaðsverkefni í Bandaríkj-
unum. Enn er gert ráð fyrir því í
fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár að
stórauka framlög til markaðsmála,
eða um 100 milljónir króna frá
þessu ári,“ sagði Einar.
Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálaráðs, við setningu Ferðamálaþings 2002
Bregðast þarf við
alvarlegri stöðu hótela
á landsbyggðinni
Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður og formaður Ferðamálaráðs Íslands,
flutti ávarp við upphaf Ferðamálaþings í Stykkishólmi í gær.
VERÐ á áli mun halda áfram að
lækka, að minnsta kosti fram til árs-
ins 2004. Upp frá því mun verð á áli
hækka. Þá er talið að hagstætt
orkuverð og raforkuframleiðsla með
vatnsafli sé kostur sem álfram-
leiðslufyrirtæki horfi einkum til
þegar ákvörðun sé tekin um bygg-
ingu nýrra verksmiðja. Þetta kom
fram á fundi með ráðgjöfum breska
ráðgjafarfyrirtækisins CRU Int-
ernational um stöðu og horfur í ál-
framleiðslu og á markaði, sem fram
fór á vegum Fjárfestingarstofunn-
ar.
Fram kom á fundinum að verð á
heimsmarkaði á áli hefði lækkað allt
frá árinu 2000, en þá var verð á
tonni á áli í kringum 1.500 dollara,
eða í kringum 132 þúsund ísl. krón-
ur. Á 10. áratug 20. aldar fór verð á
áli hins vegar í rúmlega 160 þúsund
ísl. krónur á tonnið. Sanjay Saraf,
frá CRU International, sem er eitt
elsta og stærsta ráðgjafarfyrirtæki
í námu- og málmiðnaði í heiminum,
sagði á fundinum að búast mætti við
því að verð kæmi til með lækka enn
frekar á næstu árum og ná lágmarki
árið 2004, en þá yrði verð á tonni í
kringum 96 þúsund ísl. krónur. Í
kringum 2007 mætti búast við því
að verð á áli kæmi til með að ná sem
nemur 140 þúsund krónur á tonnið.
Jafnhliða því mundi eftirspurn
aukast. Hann sagði að eftirspurn
mundi fara vaxandi, aðallega í Asíu,
fram til ársins 2007.
Drifkraftur framleiðslu í Kína
„Einkum er gert ráð fyrir að
framleiðsla vaxi í Kína á næstu
fimm árum,“ sagði Saraf. Hann
nefndi nokkur atriði sem kæmu til
með að örva álframleiðslu í Kína,
svo sem há framlegð, skattaívilanir,
ódýrara súrál, minni framleiðslu-
kostnaður, stækkun smærri álverk-
smiðja og lokun verksmiðja sem
hafa alltof mikla mengun í för með
sér. „Þá er talið að ný tækni komi til
með að efla framleiðslugetu til
lengri tíma litið,“ sagði Saraf.
Talið er að aukin framleiðsla í
Kína muni eiga þátt í því að fram-
leiðsla vaxi á heimsvísu úr tæplega
30 milljónum tonna í 32 milljón tonn
frá 2002–2007. Einnig má búast við
aukinni framleiðslugetu á Vestur-
löndum, eða frá rúmlega 17 millj-
ónum tonna árið 2002 í tæplega 25
milljónir tonna árið 2011. Saraf taldi
jafnframt að ríki sem tilheyra Sam-
veldi sjálfstæðra ríkja, fyrrum ríki
Sovétríkjanna, kæmu til með að
eiga þátt í aukinni framleiðslu á
næstu árum. Þá er búist við að 21%
framleiðslu áls komi frá nýjum
verksmiðjum á Vesturlöndum en
26% frá stækkuðum verksmiðjum á
Vesturlöndum fram til ársins 2011.
Staðsetning á súrálsverk-
smiðjum skiptir höfuðmáli
Mark Fraser hjá ráðgjfarfyrir-
tækinu CRU International, fjallaði
um vinnslu á báxít, sem er leirteg-
und sem ál er unnið úr, flutnings-
leiðir og lágt verð á orku til fram-
leiðslu á áli og súráli. Fraser sagði
að báxít væri aðallega að finna á
suðurhveli jarðar. Alcoa er stærsti
framleiðandi súráls, sem er notað til
framleiðslu á áli. Alcoa framleiddi í
kringum 12 milljónir tonna af súráli,
eða 25% af allri heimsframleiðslu,
árið 2001. Alcan framleiddi tæplega
6 milljónir tonna. Fraser sagði að
staðsetning súrálverksmiðja skipti
höfuðmáli þegar litið væri til flutn-
inga, aðgengi að mörkuðum, gæði á
báxít, orka og vinnuafl.
Fram kom í máli Frasers að búist
sé við því að framleiðsla á súráli
muni aukast á næstu árum, þrátt
fyrir lækkandi verð á liðnum árum,
og líklegt að aukin eftirspurn muni
nema í kringum 2,3 milljónum tonna
á ári frá 2002–2007. Einkum er litið
til þess að eftirspurn muni aukast í
Kína, eða í kringum 5,6 milljónir
tonna. Þá er gert ráð fyrir því að
eftirspurn muni aukast í kringum
eina milljóna tonna á súráli í Vest-
ur-Evrópu á tímabilinu.
Kýótó-bókunin ekki sögð hafa
áhrif á verð á áli til langs tíma
Fraser sagði að enginn skortur
væri á nýjum verkefnum í súráls-
framleiðslu og nefndi að nokkur
væru í deiglunni á Indlandi, í Rúss-
landi, Afríku, Kína og einnig á Ís-
landi.
Hann sagði að Ísland væri eitt af
þeim ríkjum sem hefðu yfir að ráða
ódýrri orku til framleiðslu á áli og
súráli, einkum hvað varðar raforku-
framleiðslu með vatnsafli. Þá væri
orkuverð hér á landi hagstætt mið-
að við fjölmörg önnur lönd.
Í máli Fraser kom fram að kostn-
aður við framleiðslu á áli muni
hækka í ýmsum ríkjum ef Kýótó-
bókunin, sem fjallar um að dregið
verði úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda, verður fullgild meðal meiri-
hluta þeirra ríkja sem eiga aðild að
sáttmála Sameinuðu þjóðanna frá
árinu 1997.
Fraser nefndi meðal annars Ástr-
alíu sem dæmi en ríkisstjórn lands-
ins hefur ekki staðfest samninginn.
Hins vegar sé ekki gert ráð fyrir að
samþykkt bókunarinnar muni hafa
áhrif á verð á áli til lengri tíma litið,
sagði sögn Mark Fraser hjá ráð-
gjafarfyrirtækinu RCU Inter-
national.
Líklegt að álverð
lækki til ársins 2004
GUNNAR Ingi Gunnarsson, yfir-
læknir Heilsugæslunnar í Árbæ og
fyrrv. formaður kjararáðs Félags ís-
lenskra heimilislækna, segir kjara-
nefnd hafa fellt tímamótaúrskurð um
kjör heimilislækna. Úrskurðurinn sé
fagnaðarefni þar sem stórt og mik-
ilvægt skref sé stigið í þá átt að sam-
ræma kjör íslenskra lækna. Gunnar
segist þó gera sér grein fyrir því að
úrskurðurinn taki ekki á þeirri meg-
inkröfu heimilislækna að fá að opna
eigin stofu. Ekki hafi þó mátt búast
við því að kjaranefnd leysti slíkan
pólitískan ágreining.
„Ég leiddi hópinn þegar átök urðu
á sínum tíma um kjör heimilislækna
og horfi nú á hluti gerast sem eru
sögulega tengdir þessari fortíð. Mér
finnst þessi úrskurður kjaranefndar,
sem er viðamikill, vera ákveðin tíma-
mót. Það hefur verið keppikefli okkar
til margra ára að samræma kjör allra
lækna hér á landi,“ segir Gunnar Ingi.
Hann segir úrskurðinn einnig fela í
sér þá nýjung að hann gefi tækifæri
til þess að aðlaga starf lækna mis-
munandi skilyrðum. Verið sé að opna
ný tækifæri.
„Með úrskurðinum er gefinn kost-
ur á því að vera í vinnuhvetjandi
starfsumhverfi hluta af vinnutíman-
um. Gefinn er kostur á því að nota
sambærilega gjaldskrá og aðrir sér-
greinalæknar nota í móttöku utan
dagvinnu. Kostur er gefinn á greiðslu
yfirvinnu til þeirra sem taka að sér
sérstök verkefni, sem hefur verið
bannað hingað til. Þetta hjálpar
stjórnendum heilsugæslunnar að
móta störfin með öðrum hætti en áð-
ur,“ segir Gunnar Ingi.
Hann segist ekki hafa átt von á því
að kjaranefnd myndi leysa þann
ágreining heimilislækna og heilbrigð-
isyfirvalda að þeir fengju að starf-
rækja eigin stofur. Um sé að ræða
pólitískan ágreining af allt öðrum
toga.
„Ég sem gamall baráttumaður í
kjaramálum upplifi stöðuna þannig í
dag, þegar læknar eru að krefjast
jafnræðis á þessu sviði líka, að ég ótt-
ast að jafnræðinu verði frekar náð
með því að þessi réttur til einka-
rekstrar verði tekinn af sérfræðing-
um í öðrum greinum en að hann verði
færður til okkar. Ég hef fundið fyrir
því að þannig ætli stjórnvöld að taka á
málinu,“ segir Gunnar Ingi.
Yfirlæknir Heilsugæslunnar í Árbæ
segir kjaranefnd hafa fellt tímamótaúrskurð
Stórt skref í þá átt að
samræma kjör lækna
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn
Félags íslenskra heimilislækna:
„Í tilefni af úrskurði Kjaranefnd-
ar um launakjör heimilislækna frá
15. október 2002 vill stjórn Félags
íslenska heimilislækna koma eftir-
farandi á framfæri.
Kjaranefnd úrskurðar heimilis-
læknum sömu laun fyrir dagvinnu
og aðrir sérfræðilæknar fá en jafn-
ar ekki kjör hópanna að öðru leyti.
Auk fastra launa fá aðrir sérfræði-
læknar greiðslur fyrir vaktir og
fyrir læknisverk samkvæmt gjald-
skrá. Hinn nýi úrskurður felur
ekki í sér hliðstæðar greiðslur til
heimilislækna. Stjórn Félags ís-
lenskra heimilislækna áréttar að
heimilislæknar munu aldrei sætta
sig við lakari kjör en starfsbræður
þeirra njóta.
Að mati stjórnarinnar þarfnast
mörg atriði í úrskurðinum skýr-
inga og túlkunar. Komið hefur
fram í fjölmiðlum að heilbrigðis-
ráðherra og stjórnendur Heilsu-
gæslunnar í Reykjavík telja að úr-
skurðurinn komi til móts við kröfu
heimilislækna um að launakjör
þeirra verði gerð sambærileg við
kjör annarra sérfræðilækna. Heil-
brigðisráðherra hefur lýst því yfir
að úrskurðurinn færi heimilislækn-
um 17–20% launahækkun. Að mati
stjórnar er vandséð að þessar full-
yrðingar standist.
Heimilislæknar hafa barist fyrir
því að fá að starfa sjálfstætt líkt og
öðrum sérmenntuðum læknum í
landinu stendur til boða að gera.
Stjórnin ítrekar að úrskurður
Kjaranefndar hefur engin áhrif á
réttindabaráttu heimilislækna.
Félag íslenskra heimilislækna
mun á næstu dögum fara vandlega
ofan í saumana á úrskurði Kjara-
nefndar og verður fjallað um hann
á félagsfundi sem boðaður hefur
verið í næstu viku.“
Stjórn Félags íslenskra heimilislækna
Efast um að launa-
hækkunin sé 17–20%