Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 vatnsvirkinn@vatnsvirkinn.is MERKILÍMBÖND Sérstaklega hentug og þægileg merkilímbönd til notkunar í lagnakerfum. Merking og litir samkvæmt stöðlum RB Heildsala - Smásala skrefi framar REYKJAVÍKURBORG hefur staðfest þátttöku sína í kostnaði við uppbyggingu hjúkrunarheimilis á vegum sjálfseignarstofnunarinnar Markarholts en áætluð hlutdeild borgarinnar er um 262 milljónir króna. Þá hefur borgarráð veitt Markarholti fyrirheit um stækkaða lóð í Sogamýri fyrir heimilið. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá gerir forsögn að skipu- lagi Sogamýrar ráð fyrir að þar rísi heimili með 64 hjúkrunarrým- um, 75 þjónustuíbúðir fyrir aldraða og 10 raðhús auk 2.000 fermetra þjónustukringlu. Alls eru bygging- arnar um 16.300 fermetrar að flat- armáli, sem er töluvert meira en áður var áætlað. Segir í bréfi skrif- stofustjóra borgarverkfræðings til borgarráðs að vegna áframhald- andi undirbúnings framkvæmda við þessar byggingar sé Markar- holti nauðsynlegt að fá skýr fyr- irheit um lóð undir þessa starf- semi. Var það sem fyrr segir veitt og gildir til ársloka 2003. Markarholt óskaði sömuleiðis eftir staðfestingu á þátttöku Reykjavíkurborgar í kostnaði vegna hjúkrunarheimilisins og seg- ir í bréfi fjármálastjóra borgarinn- ar að það sé gert í samræmi við viljayfirlýsingu borgarstjóra og heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra frá 13. maí síðastliðnum. Er heildarkostnaður vegna upp- byggingar þessara 64 hjúkrunar- rýma áætlaður tæpar 874 millljón- ir. Þar af er hlutdeild Reykjavíkurborgar 30 prósent eða um 262 milljónir sem dreifist á næstu þrjú ár. Verður árlegur kostnaður borgarinnar vegna heimilisins því rúmar 87 milljónir næstu þrjú árin. Undirbúningur vegna framkvæmda við 64 rúma hjúkrunarheimili í fullum gangi Þátttaka borgarinnar í kostnaði staðfest Sogamýri ÍBÚAÞING verður haldið í Grafarvogi á morgun en það er Miðgarður – fjölskylduþjónust- an í Grafarvogi og Reykjavík- urborg sem standa að þinginu. Þetta er fyrsti liður í því að móta þróunaráætlun fyrir Grafarvog. Að sögn Ingibjargar Sigur- þórsdóttur, framkvæmdastjóra Miðgarðs, mun íbúum gefast tækifæri til að vera þátttakend- ur í þróunaráætluninni með sínu framlagi á þinginu. Unnið verð- ur í ýmsum gerðum hópa þar sem rætt verður hvernig hverfi þátttakendur vilja búa í, hvað felst í lífsgæðum, hvaða vænt- ingar fólk hefur til hverfisins og svo mætti lengi telja. „Þetta er sett upp á þann hátt að það eiga allir að geta verið með. Þú þarft ekki að vera ræðusnillingur eða þora að standa frammi fyrir hóp af fólki eða vera búinn að setja þitt mál niður fyrir þér áður en þú kem- ur heldur áttu að geta mætt og tekið þátt á þínum forsendum,“ segir Ingibjörg. Þingið fer sem fyrr segir fram á morgun í Borgarholts- skóla, milli klukkan 10 og 14. Íbúaþing í Borgar- holtsskóla Grafarvogur SKARPHÉÐINN Gunnarsson, frá- farandi skólastjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði, er meðal níu umsækj- enda um starf skólastjóra en hann hætti störfum er Hafnarfjarðarbær yfirtók rekstur skólans af Íslensku menntasamtökunum á dögunum. Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar í síðustu viku var fræðslustjóra og tveimur fulltrúum ráðsins falið að ræða við umsækjendurna og gera til- lögu um hver skuli ráðinn fyrir næsta fund, sem verður nk. þriðjudag. Auk Skarphéðins sækja um starfið Anna Margrét Ákadóttir, Reykjavík, Hannes Fr. Guðmundsson, Reykja- vík, Helga Sigrún Harðardóttir, Reykjavík, Leifur S. Garðarsson, Hafnarfirði, Sigurlín Sveinbjarnar- dóttir, Hafnarfirði, Sturla Kristjáns- son, Danmörku og Vigfús Hallgríms- son, Kópavogi. Aðeins bárust tvær umsóknir um starf aðstoðarskólastjóra í Áslands- skóla og var ákveðið að auglýsa stöð- una að nýju. Sækir aftur um skóla- stjórastarf í Áslandsskóla Hafnarfjörður ÞAÐ er alkunna að vindurinn á Ís- landi er ekkert lamb að leika sér við, sérstaklega þegar komið er upp í 30 metra hæð þar sem bæj- artákn Garðabæjar, klukkuturninn er að finna. Í gær voru starfsmenn frá Véla- verkstæði Jóhanns Ólafs, þeir Sveinn Eggertsson og Sigurður Sigurðsson, að dytta að klukkunni en einn vísirinn hafði bognað of- urlítið undan veðrahamnum uppi í háloftunum. „Við þurftum að skipta um nokkrar flísar utan á turninum og þá notuðum við tækifærið til að styrkja og festa vísana betur því það er svo gífurlega mikið vindálag þarna uppi,“ segir Gísli Valdimars- son, rekstrarstjóri hjá Garðabæ. „Við höfum ekkert þurft að sinna neinu viðhaldi á þessari klukku hingað til því hún gengur vel og passar sig alveg.“ Hann segir ekki einu sinni þurfa að skipta um batterí í klukkunni, sem dygg hefur sýnt Garðbæingum tímann síðastliðin tvö ár. „Við erum með eilífðarrafmagn í þessu, Landsvirkjun sér um það,“ segir Gísli og hlær að spurningunni. „Hún alveg sjálfvirk og réttir sig meira að segja af ef rafmagnið fer.“ Garðbæingar ættu því að geta haldið áfram að treysta á að klukk- an í turninum þeirra sýni þeim hár- réttan tíma líkt og hingað til. Vísar styrktir Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Sverrir Garðabær SKÁTAFÉLAGIÐ Vífill og Hjálp- arsveit skáta í Garðabæ hafa hug á því að reisa 1.000 fermetra skáta- miðstöð við Bæjarbraut, þar sem hjálparsveitin er nú með aðstöðu sína. Að sögn formanns bygging- arnefndar miðstöðvarinnar er von- ast til að með þessu verði hægt að styrkja starfsemi félaganna. Byggingarnefndin hefur óskað eftir því við bæjaryfirvöld að þau taki málið til umfjöllunar og veiti styrk til framkvæmdanna. Ekki hafa verið teknar neinar ákvarð- anir í því sambandi að öðru leyti en því að bæjarráð hefur vísað er- indinu til afgreiðslu við gerð fjár- hagsáætlunar fyrir árið 2003. Búið er að frumhanna miðstöðina og var það teiknistofan AT4 sem vann þá vinnu. Að sögn Hauks Þórs Haralds- sonar, formanns bygginganefndar- innar og ritara skátafélagsins Víf- ils, er hugmyndin sú að miðstöðin hýsi hvort tveggja skátafélagið og björgunarsveitina en í dag eru þessi félög hvort á sínum staðnum í bænum. „Hjálparsveitir skáta og skátafélögin hafa verið settar und- ir sama þak víðar og einn af kost- unum sem við sjáum í því er að tengja þennan félagsskap betur saman. Þetta er byggt á svipuðum grunni og við missum gjarnan út úr hreyfingunni ákveðið aldursbil, þessi unglingsár, sem slíkt sam- starf getur þá hugsanlega brúað. Það hefur líka verið stefna hjá Bandalagi skáta og Landsbjörg að gera meira fyrir þennan aldurs- hóp.“ Björgunarsveitin illa sett með húsnæði Hann segir húsnæðismálin einn- ig spila inn í. „Björgunarsveitin er orðin mjög illa sett með húsnæði og þarf að gera eitthvað í sínum málum þannig að ef þetta verður ekki ofan á þurfum við að leita annarra leiða. Hjá skátunum er síðan kominn tími á viðhald og þess vegna var farið í að skoða þennan kost.“ Haukur vill ekki gefa upp kostn- aðaráætlun að svo stöddu. „Þetta eru háar upphæðir sem við erum að tala um sem ekki verða hristar fram úr erminni þannig að þetta þarf að skoðast í samvinnu við bæjaryfirvöld og þeir hafa verið mjög hjálplegir og fúsir til sam- starfs. Við vitum hversu langt fé- lögin geta gengið varðandi fjár- mögnun og svo er spurning um hvernig bærinn kemur á móti ef hann kýs að gera það.“ Aðspurður hvenær búast megi við framkvæmdum ef verkefnið fær meðbyr segir Haukur að nú vonist menn bara til þess að málið verði tekið fyrir hjá bæjaryfirvöld- um. „Svo tökum við næstu skref í samræmi við það.“ Vilja reisa skátamiðstöð á miðbæjarsvæðinu Garðabær Teikning/AT4 Hér sést vesturhlið skátamiðstöðvarinnar samkvæmt frumhugmyndum að útliti hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.